Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 2

Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 2
I B ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■ ARNAR Þór Viðarsson lék allan leikinn með Lokeren sem vann stórsigur á Aalst, 5:1, í efstu deild- inni í Belgíu. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson lék síðustu 15 mínútumar með Geel sem tapaði, 0:2, fyrir Germinal Beerschot og er áfram við botninn á belgísku deildinni. ■ GENK, belgísku meistaramir, steinlá, 5:0, fyrir Moeskroen og er heillum horfið. Þórður Guðjónsson lék allan leikinn með Genk en Bjami Guðjónsson lék fyrri hálf- leikinn. ■ HELGI Jónas Guðfinnsson skor- aði 6 stig og lék í 23 mínútur þegar RB Antwerpen tapaði, 59:55, fyrir Oostende í uppgjöri efstu liðanna í belgísku úrv'alsdeildinni í körfu- knattleik á sunnudaginn. Oostende náði þar með tveggja stiga forystu í deildinni. ■ HERBERT Amarson skoraði 5 stig og lék í 28 mínútur þegar Donar Groningen tapaði, 50:52, fyrir Ricoh Astronauts í úrslitakeppninni um hollenska meistaratitilinn í körfukn- attleik. Donar er áfram í 6. sætinu. ■ EIRÍKUR Önundarson lék með félagi sínu Holbæk í úrvalsdeildinni í danska körfuboltanum um helgina. Holbæk vann góðan sigur á BMS/ Herlev, 78:57. Eiríkur átti góðan leik fyrir lið sitt, gerði 22 stig og gaf 13 stoðsendingar. ■ ÓLAFUR V. Júlíusson, knatt- spymumaður úr Val, er genginn til liðs við 2. deildarlið HK. Olafur, sem lék með HK í yngri flokkunum, er 21 árs sóknarmaður og hefur leikið 9 leiki með Val í úrvalsdeildinni. ■ RÍKHARÐUR Daðason skoraði fyrra mark Viking Stavanger sem gerði jafntefli, 2:2, við Bryne í æf- ingaleik á laugardaginn. Ríkharður gekkst undir aðgerð á hné í gær. ■ BREIÐABLIK sigraði ÍA, 5:3, í æfingaleik úrvalsdeildarliðanna í knattspymu á föstudaginn. Kjartan Einarsson skoraði tvö af mörkum Kópavogsliðsins sem hafði áður tap- að, 0:2, fyrir 1. deildarliði FH. ■ JENNY Thompson, sundkona frá Bandaríkjunum, setti heimsmet í 100 m flugsundi í 25 m laug á heims- bikarmóti í París á laugardag. Thompson synti á 56,80 sekúndum og bætti eigið met frá 1998 um 10/ 100 úr sekúndu. ■ IRINA Privalova frá Rússiandi, einn þekktasti spretthlaupari í kvennaflokld undanfarinn áratug, varð í þriðja sæti í 100 m grinda- hlaupi á móti í Sydney á sunnudag- inn, hljóp á 13,89 sekúndum. Priva- lova er nýlega farin að æfa grindahlaup, eftir að hafa verið í 60, 100 og 200 m hlaupum án grinda. ■ Á sama móti mættust heimsmet- hafamir í stangarstökki kvenna, Emma George, Ástralíu, og Stacy Dragila, Bandaríkjunum. Dragila stölA 4,30 m og varð önnur, en George fór yfir 4,15 m og varð að láta sér lynda þriðja sætið. Alej- andra Garcia, Árgentínu, sigraði, stökk 4,30 m en notaði færri tilraun- ir en Dragila. Gamall draugur vak inn upp á Highbury Arsenal vakti upp gamlan draug er liðið tók á móti Liverpool á sunnudag. Lundúnaliðinu hefur gengið afleitlega í leikjum liðanna undanfarin ár og þrátt fyrir sóknar- þunga gekk því allt í mót og tókst ekki að skora. Steven Gerrard og Aboubacar Titi Camara gerðu út um vonir Arsenal um fyrsta sigur þess gegn Liverpool í 14 leikjum er Gerr- ard gaf 30 m sendingu inn fyrir vöm Arsenal þar sem Camara tók við boltanum og urðu á engin mistök er boltinn þandi netmöskvana 11 mínút- um fyrir leikhlé. Táningurinn Gerr- ard var enn í sviðsljósinu er hann stöðvaði Fredrik Ljungberg sem var kominn í ákjósanlegt færi inni í víta- teig skömmu síðar. Gerrard varð síð- ar að fara út af er hann meiddist. Reyndar rak hvert tækifærið ann- að hjá Arsenal og tréverkið kom Li- verpool til bjargar eitt sinn er Patr- ick Vieira átti skot í slána. Önnur skot lentu í greipum Sander Wester- veld, sem var öryggið uppmálað í markinu. Ákafi Ársenal varð þess valdandi að liðið gleymdi sér í vöm og litlu munaði að Liverpool tækist að auka forystu sína undir lokin er Titi Camara og Danny Murphy náðu báðir að færa sér mistök í vöm Ars- enal í nyt. David Seaman varði hins vegar frá Murphy og hitt skotið fór himinhátt yfir markið. Sæti í Meistaradeildinni í hættu? Ensk dagblöð segja að Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, hafi gefið upp von um að liðið eigi möguleika á sigri í deildinni. Hann sagði meðal annars fyrir leikinn að ef liðið tapaði væri það nánast úr leik og að engin ástæða til að fegra stöðu þess. Hann hefði jafnframt miklar áhyggjur af því að liðið kæmist ekki í Meistaradeild Evrópu að ári. The Mirror segir að nú taki við barátta liðsins um að ná þriðja sæti deildar- innar, sem tryggir sæti í Meistara- deild Evrópu næsta vetur. Með sigri er Liverpool einnig komið í baráttu um að ná þessu eftirsóknarverða sæti, sem er nánast ótæmandi tekju- auðlind fyrir evrópsk félög. Mynda- vélum var beint að Gerard Houllier, knattspymustjóra Liverpool, þegar leiknum lauk og á stóram skjá mátti sjá að honum var augljóslega létt. Hann taldi eftir leikinn að liðið hefði alla burði til þess að ná þriðja sætinu. Ummæli knattspymustjóra Liver- pool em eðlileg í Ijósi þess að liðið hefur unnið bæði Leeds og Arsenal á rúmri viku. Skytturnar þrjár björguðu Chelsea Af einhverjum ástæðum er Gian- franco Zola haldið á varamannabekk Chelsea um stundir. ítalinn knái er síður en svo ánægður með þá þróun mála og hafa dagblöð í Englandi spáð því að hann muni halda heim á leið að loknu tímabilinu í Englandi. Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea höfðust ólíkt að um síðustu helgi. Gísli Þorsteinsson fylgdist með leikjum liðanna í höfuðstað breska konungsveldisins og sá Arsenal bera á ný skarðan hlut frá borði í viðureign sinni við Liverpool á Highbury og áframhaldandi sigurgöngu Chelsea á Stamford Bridge er liðið lagði Wimbledon. Frammistaða hans í leiknum gegn Wimbledon sannaði þó að hann er síður en svo á síðasta snúningi. Zola kom inn á seint í leiknum ásamt Tore Andre Flo og Jody Morris og tókst þeim að blása lífi í sóknarleik liðsins. Fram að því hafði hvorki gengið né rekið upp við mark Wimbledon og fengu George Weah og Chris Sutton fá tækifæri til þess að skora og vom iðulega leiddir í rangstöðugildm Wimbledon. Því blés ekki byrlega fyrir Chelsea, því þrátt fyrir sóknar- þunga náði Andreas Lund, í sínum fyrsta leik með liðinu, að koma Wimbledon yfir þegar 17 mínútur vom til leiksloka. Adam var hinsveg- ar ekki lengi í Paradís, því Gustavo Poyet skoraði stórglæsilegt mark af um 20 m færi á 79. mínútu. Er mark- ið sagt vera eitt af mörkum ársins í deildinni. Wimbledon í úlfakreppu Eftirleikurinn var Chelsea auð- veldur því skömmu síðar fylgdi ann- að mark frá George Weah, er hann skallaði óvaldaður í markið af stuttu færi eftir undirbúning frá Zola. Þriðja markið kom skömmu fyrir leikslok er Jody Morris kom knettin- um í netið og hefur liðið nú ekki tap- að í níu leikjum í röð. Gianluca Vialli, knattspymustjóri, var að vonum glaður með leikinn, en hann segir að Andreas Lund skoraði fyrir Wimbledon gegn Chelsea en það dugði ekki til og heimamenn fögnuðu sigri. Kvennalandsíiðinu boðið til Bandaríkjanna KNATTSPYRNUSAMBAND íslands hefur þegið boð banda- ríska knattspyrnusambandsins um að leika tvo kvennalands- leiki gegn liði heimamanna í byrjun aprfl. Bandarísku konum- ar era núverandi heimsmeistarar og eru leikirnir gegn ^ fslendingum hugsaðir sem undirbúningur liðsins fyrir Ólymp- fuleikana í Sydney í september. íslenska liðið lék tvo leiki við bandaríska liðið fyrir tveimur árum og töpuðust þeir báðir, 0:6 og 0:1. Leikimir við Banda- ríkin verða 5. og 8. aprfl og verður fyrri leikurinn leikinn fyrir luktum dyrum og ekki liggur fyrir hvar hann fer fram, en síð- ari leikurinn verður í Charlotte og verður sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu ESPN. íslenska liðið heldur utan 3. aprfl og kemur heim aftur 10. apríl. MÆ' m h ■ w æ jm __ m — W ivnstmn i ■ 4« S20T1 st Evrópubikarmóti Kristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, keppti í fjóram Evrópubikarmótum í svigi og stór- svigi í síðustu viku. Hann kláraði að- eins eitt þessara móta, keppni í svigi sem fram fór í Ofterschwang í Þýskalandi á sunnudag. Þar hafnaði hann í 14. sæti og var 2,67 sekúndum á eftir sigurvegaranum Mario Matt frá Austurríki. Svíinn Martin Han- son, æfingafélagi Kristins, varð í 7. sæti í sama móti, 0,97 sekúndum á undan Kristni. Keppt var í svigi á sama stað á laugardag og þá kláraði Kristinn ekki. Hann keppti einnig í tveimur stór- svigsmótum í Evrópubikarnum í Sella Nevea á Ítalíu 9. og 10. febrúar og féll úr leik í fyrri umferð þeirra beggja. Hann keppir í svigi á heimsbikar- mótinu í Adelboden í Sviss á sunnu- daginn kemur. Það verður áttunda svigmót heimsbikarsins í vetur, en þau era alls ellefu talsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.