Morgunblaðið - 15.02.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 15.02.2000, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4" MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 B 7 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Þjálfari Wuppertal leystur frá störfum eftir tap á heimavelli Dagur og Rasch til Solingen? Stefan Schöne, þjálfari þýska liðsins Wuppertal, var leystur frá störfum á sunnudaginn. Schöne, sem tók við starfi Viggó Sigurðssonar fyrir rúmu ári, fékk kaldar kveðjur frá stuðningsmönn- um liðsins eftir tap Wuppertal á heimavelli fyrir Frankfurt. Allt virðist vera komið upp í loft hjá Wuppertal, en þess má geta að reikningar liðsins voru lokaðir í sl. viku, þar sem Wuppertal hefur ekki gert upp við Viggó. Miklar breytingar eru framund- an á leikmannahópi Wuppertal liðsins. Stjóm liðsins tOkynnti í síð- ustu viku að fimm af þeim leik- mönnum, sem keyptir voru til liðs- ins í vetur, verði látnir taka pokann sinn þótt þeir eigi eftir eitt til tvö ár af samningi sínum. Þá fengu mátt- arstólpar liðsins menn eins og Dag- ur Sigurðsson,Valdimar Grímsson, Dimitri Filippow og Stig Rasch til- boð frá félaginu en félagið vill lækka við þá samningaupphæðina. Norski landsliðsmaðurinn Stig Rasch, sem átt hefur í málaferlum við félagið, segist vera á leið burt og óvíst er með aðra leikmenn. Rasch tilkynnti á föstudag að hann myndi yfirgefa Wuppertal og ganga annaðhvort til liðs við Eisen- ach eða Solingen sem er nágranna- bær Wuppertal og berst við að komast í fyrstu deild. Dagur Sigurðsson hefur einnig verið orðaður við Solingen en þar ræður ríkjum fyrrum fram- kvæmdastjóri Wuppertal, Win- fried Meister, sem dælt hefur ómældu fé til Solingen og ætlar þar að komast aftur í fyrstu deild og jafna opinn reikning við þá sem nú ráða ríkjum hjá HC Wuppertal. Solingen berst harðri baráttu við Göppingen um að komast beint upp. Sem stendur eru liðin jöfn í efsta sæti, Göppingen er með betri markatölu. Fari svo að Solingen lendi í öðru sæti gæti liðið einmitt þurft að leika aukaleiki við Wupp- ertal lendi liðið í þriðja neðsta sæt- inu. Lognið á undan storminum ÞAÐ getur reynst býsna mjótt bilið á milli þess að vera skúrkur eða hetja í handknattleik. Það fékk Magnús Erlendsson, mark- vörður Framara, nærri því að reyna á lokasekúndunum í leik Fram og KA á sunnudagskvöld. Heimamenn höfðu þá eins marks forystu, 24:23, en gestirnir frá Akureyri sóttu án afláts. Þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka létu norðanmenn skot ríða að marki, en Magnús varði vel. Hinir bláklæddu fögnuðu af kappi, en enginn þó eins kröftulega og Magnús, sem lét gleði sína í Ijós með því að kasta knettinum í gólfið. Þaðan barst hann í hendur KA-manna sem þar með fengu annað tækifæri til að jafna metin. Það tókst þó ekki og eru Framarar nú komnir í þriðja sæti deild- arinnar á ný, stigi á eftir Akureyringum. Það væri synd að segja að þeir 350 áhorfendur sem hundsuðu stormviðvörun Veðurstofunnar hafi fengið að sjá snilld- Stefán arhandknattleik í Pálsson Safamýri, en leikur- skrifar inn var þó spennandi og munurinn á liðun- um aldrei meiri en þrjú mörk. í fyrri hálfleik skoruðu sóknarmenn beggja liða eins og þeir væru á akkorði, á sama tíma og ekki örlaði á varnarleik eða markvörslu. Staðan í leikhléi var 16:15, Fram í vil eða alls 31 mark skorað á 30 mínútum. I síðari hálfleik varð breyting á þessu. Varnarleikur beggja liða tók stakkaskiptum og Flóki Ólafsson, markvörður KA-manna varði eins og berserkur, oftar en ekki úr dauðafærum heimamanna. Allt gekk á afturfótunum hjá Frömurum og á fyrstu fjórtán mín- útum hálfleiksins skoruðu þeir ein- ungis tvö mörk og Sebastían Alex- andersson, markvörðurinn snjalli, varði ekki eitt einasta skot. Þá kom téður Magnús Erlendsson til sög- unnar, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig á milli stanganna í vetur. Hann gerði sér lítið fyrir og nánast lokaði markinu, varði sjö skot á stundarfjórðungi. Frömurum hljóp kapp í kinn og náðu þeir að síga fram úr á lokamínútunum. Vörðu KA-menn á þeim tíma mikilli orku í að skammast yfir dómgæslu þeirra Bjarna Viggóssonar og Valgeirs Ómarssonar, sem raunar skal viður- kennt að voru Akureyringum heldur mótdrægir. Framarar mega teljast heppnir að hafa innbyrt bæði stigin, því leik- ur þeirra var á köflum ósannfær- andi. Má reikna með að leikmenn hafi átt erfitt með að einbeita sér vegna bikarúrslitaleiksins næst- komandi laugardag. Gunnar Berg Viktorsson átti þó þokkalegan leik, en í liði KA áttu þeir Sævar Árnason og Halldór Sigfússon ágæta spretti, auk þess sem skemmtilegt var að fylgjast með hinum unga og ákafa Jónatan Magnússyni sem lét sókn- armenn Fram finna fyrir sér. Heimir Ríkharðsson, aðstoðar- þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok. „Sennilega voru sumir minna manna með hugann annars staðar en við leikinn. Við gerðum okkur þetta allt of erfitt, með því að nýta ekki þau færi sem við fengum. í upphafi seinni hálfleiks fengum við sex dauðafæri, sem öll fóru í súginn. Ef einhver þeirra hefðu ratað inn, þá hefði sigurinn ekki orðið svona naumur. Það er alveg ljóst að við verðum að standa okkur betur í sókninni á laugardaginn." Aðspurður um bikarúrslitaleikinn sagði Heimir að ekki væri fyrirhug- að að haga undirbúningi liðsins öðruvísi en að um hvern annan leik væri að ræða. „Leikurinn leggst vel í okkur og það er ágætis veganesti að hafa náð að leggja KA-menn og bæta þar með stöðu okkar í deild- Litháínn Robertas Pauzuolis hjá Fram sækir að marki KA. Baráttusigur HK-manna Enn einu sinni sýndu leikmenn HK- liðsins sitt margfræga baráttu- eðli þegar þeir tóku á móti leikmönn- um Stjörnunnar í Digranesi. Sigurður BjZason Valu,r ff1™ ^di skrifar gamla takta, sem varð til þess að Stjörnu- menn tóku hann úr umferð. Það dugði ekki - leikmenn HK fögnuðu sigri, 27:24. Leikur liðanna var skemmtilegur á að horfa frá upphafi til enda. Ein- kenndist af mikilli baráttu þar sem hvorugt liðið ætlaði sér að gefa sitt eftir. Stjörnumenn hófu leikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka for- ystu. Leikmenn HK voru ekki á þeim buxunum að hleypa Stjörnumönnum fram úr sér og með mikilli baráttu tókst þeim að halda í við þá og vel það, því þegar fyrri hálfleikur var flautað- ur voru leikmenn HK búnir að ná tveggja marka forystu, 13:11. HK-menn mættu grimmir til síðari hálfleiks og með góðri spilamennsku náðu þeir að halda Stjörnumönnum vel fyrir aftan sig. I staðinn fyrir að gefa eftir juku HK-menn forskot sitt og náðu þeir mest fjögurra marka for- ystu þegar tíu mínútur voru til leiks- loka. í lokin gáfu þeir hins vegar að- eins eftir, en samt sem áður var öruggur sigur þeirra staðreynd, 27:25. HK-menn gáfu sig alla í leikinn og uppskáru eftir því. Sigurður Valur Sveinsson var góður í fyrri hálfleik áð- ur en hann var tekinn úr umferð og náði að mata Alexander Arnarson vel á línunni. „Það er frábært að leika í liði með leikmanni eins og Sigurði. Ég á alltaf von á sendingu er hann fær knöttinn," sagði Alexander, sem átti góðan dag og skoraði mörg mörk af miklu harðfylgi af línunni. „Þessi sig- ur var kærkominn fyrir okkur eftir áfallið er við töpuðum fyrir Fram í undanúrslitum bikarkeppninnar." Baulað á leikmenn Wuppertal Leikmenn Wuppertal fengu að heyra það eftir að þeir töpuðu á heimavelli fyrir Frankfurt, 26:22. Þeir voru hreinlega baulaðir niður af afar óánægðum áhorfendum. Þá fékk þjálfari liðsins Stefan Schöne það óþvegið og hávær hróp um að reka ætti hann strax glumdu um alla höll. Hann var púaður niður þegar hann gekk inn í klefa að leik loknum. Wuppertal lék afar illa loks þeg- ar allir leikmenn voru orðnir heilir og bjuggust menn við mun betri leik. Dagur Sigurðsson og Heið- mar Felixson voru ekki meðal markaskorara, en Valdimar Grímsson gerði 4 mörk - þar af þrjú úr vítaköstum, Dimitri Fil- ippov setti 5 mörk. Stig Rasch var sem fyrr besti maður liðsins, skor- aði 9 mörk. Kiel vann Schutterwald nokkuð létt 32-21 en helstu máttarstólpar liðsins þeir Magnus Wislander og Staffan Olson kvarta undan miklu álagi. Þeir þurfa að leika yfir 100 leiki á tímabilinu og segja að eng- inn geti staðist svo mikið álag. Willstatt vann góðan sigur í fallbaráttunni og sinn þriðja á þessu tímabili. Essen tapaði nokk- uð óvænt fyrir Willstatt, 21:19, eft- ir að hafa byrjað mjög vel eftir- vetrarhlé. Magnús Sigurðsson gerði 3 mörk og Gústaf Bjarnason 2. Julian Róbert Duranona hefur ekki náð að stilla fallbyssuna nógu vel enn sem komið er og er langt frá sínu besta er Eisenach tapaði sem fyrr á útivelli - steinlá fyrir Nettelstedt, 37:24. Þetta er stærsti sigur Nettelstedt frá upp- hafi. Nordhorn vann léttan sigur á útivelli gegn slöku liði Dormagen sem er í bullandi fallhættu sem fyrr, 25:20. Héðinn Gilsson skoraði 3 mörk fyrir Dormagen, en þeir Daði Hafþórsson og Róbert Sig- hvatsson 2 hvor. Stóð ekki við gefin loforð BERND-Uwe Hildebrandt, framkvæmdastjdri Magdeburg, vandar ekki umboðsmanninum Wolfgang Gutschov kveðjurnar í nýjasta hefti Handball Woche. Hann segir Gutschov hafa svikið gefið loforð gagnvart rússneska leikmanninum Oleg Kulischov, sem meiddist á EM í Króatíu. Gutschov, sem er umboðsmaður ijölmargra leikmanna, meðal annars íslendinganna Ólafs Stefánssonar, Dags Sigurðssonar og Valdimars Grímssonar, er jafn- framt framkvæmdastjóri rússneskalandsliðsins í handbolta. Hildebrandt segir það dafsakanlegt að setja Kuloschov aftur inná völlinn í úrslitaleikn- um gegn Svíum þegar Ijóst var að hann var þegar dleikhæfur og segir Gut- schov hafa brotið gefið loforð um að leikmanninum yrði strax hlíft ef upp kæmi minnstu meiðsli. „Það erum við sem greiðum leikmanninum laun og svona meðferð er dþolandi og verður ekki liðin í framtíðinni," segir Hild- ebrandt. Eyjamenn lögðu meistarana Skapti Öm Ólafsson skrifar ÓHÆTT er að segja að íslands- og bikarmeistarar Aftureldingar úr Mosfellsbæ hafi beðið skip- brot í stórbrotinni í Vestmanna- eyjum, þar sem þeir réðu ekki við öfluga vörn heimamanna, sem fögnuðu sigri 23:19. Ljóst var að heimamenn komu mun ákveðnari til leiks og ætl- uðu sér ekkert annað en sigur og þrjú mikilvæg stig í þessum leik. Eyja- menn voru án síns besta manns, Miro Bavisic, sem tók út leikbann í þessum leik. Það virtist ekki há liðinu á neinn hátt, því liðið var að leika sem ein heild. Þessi „vondi-kafli“ sem virðist hrjá svo mörg lið í deildinni leit aldrei dagsins ljós í leik heimamanna, og var ÍBV örugglega að leika sínar bestu 60 mínútur á þessari leiktíð. Að sama skapi voru brotalamir í leik Aftureldingar, bæði í vörn og sókn. Það sem stóð upp úr í leik liðs- ins var að Bergsveinn Bergsveins- son var að verja ágætlega, alls 17 skot. Einn besti leikmaður Aftureld- ingar og deildarinnar, Bjarki Sig- urðsson, var lítið með í leiknum, virð- ist sem meiðsli hijái Bjarka ennþá. í hálfleik var staðan 11:7, heima- mönnum í vil. Strax í upphafi síðari hálfleiks bættu Eyjamenn við forystuna og voru komnir með 8 marka forystu þegar stundarfjórðungur var að baki. Staðan 15:9. Á þessum kafla var Gísli Guðmundsson, markmaður ÍBV, að verja ágætlega. Einnig gekk 3-2-1 vöm heimamanna upp og voru Mosfellingar bæði hugmyndasnauð- ir og þungir í sóknarleik sínum og virtust engin svör hafa við sprækum Eyjamönnum. Undir lok leiksins brugðu Mosfell- ingar á það ráð að leika maður á mann vörn en allt kom fyrir ekki og Eyjamenn lönduðu enn einum heimasigrinum. Lokatölur leiksins, 23:19 Liðsmenn Aftureldingar voru langt frá sínu besta í þessum leik og Ijóst er að liðið þarf að fara í nafla- skoðun ef það ætlar sér titil í ár. Frammistaða Bergsveins Berg- sveinssonar í markinu var eina Ijósið í leik liðsins. Liðsheildin var sterk hjá Eyja- mönnum og þeir uppskáru eins og þeir sáðu. Góð vörn, góður sóknar- leikur og ágætis markvarsla. „Þessi leikur var vægast sagt mar- tröð fyrir okkur. Það virðist sitja í mönnum að þetta eigi að vera einfalt og auðvelt en svo er ekki, við verðum að leggja okkur 100 prósent fram ætlum við okkur sigur í deildinni. Liðið er engan veginn að ná saman eftir áramótin, varnarleikurinn er „VIÐ unnum á betri vörn og betri markvörslu," sagði Óskar Ár- mannsson úr Haukum eftir 28:25 sigur í nágrannaslag við FH á Strandgötunni á laugardaginn. „Mér fannst við hafa yfirburði f vörninni framan af en held að það hafi komið hik í sóknarleikinn um miðjan síðari hálfleik eins og oft vill verða þegar þegar lið eru komin með góða forystu og þá náðu þeir að narta í hælana á okk- ur,“ bætti Óskar við. Með sigri skutust Haukar upp í fjórða sæti deildarinnar en FH situr eftir í tíunda. Stefán Stefánsson skrifar Liðin skiptust á forystu fyrstu tíu mínútumar en þá kom kafli þegar dómarar voru iðnir við að reka heimamenn útaf. Það virtist bara betra fyrir þá því á meðan bættu þeir við mörkum og náðu forystu, sem þeir létu aldrei af hendi. Munurinn varð mestur 6 mörk um miðjan síðari hálfleik þeg- ar Haukarnir skoruðu þrjú mörk einum og tveimur færri. Þá loks bitu FH-menn í skjaldarrendur og söx- uðu forskotið niður í eitt mark þrátt fyrir að Jónas Stefánsson kæmi í mark Hauka og verði meðal annars tvö vítaskot. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom enn einn vafa- samur brottrekstur og Brynjari Geirssyni úr FH var vikið af velli. Það dugði Haukum til að bæta við tveimur mörkum og tryggja sér sig- ur. Haukar verðskulduðu sigurinn því liðið barðist sem einn maður svotil allan leikinn og sýndi mikla skyn- semi. Magnús Sigmundsson varði vel og Jónas, sem tók við af honum, gerði enn betur. Óskar og Halldór Ingólfsson virtust skora að vild og Kjetil Ellertsen ásamt Aleaksandr Shamkuts voru góðir. „Við vorum alls ekki samstiga í þessum leik og það var súrt að tapa en það verður varla verra að tapa einmitt fyrir Haukum,“ sagði Sig- ursteinn Arndal, sem átti enn aftur góðan leik fyrir FH. „Ég tel að við höfum helst tapað á að við vorum ekki nógu fastir fyrir í vörninni og sóknarleikurinn var frekar einhæfur í lokin þegar flest mörkin komu eftir einstaklingsframtak." Guðmundur Pedersen og Gunnar Beinteinsson áttu einnig góðan leik og Valur Arn- arsson átti góða innkomu eftir hlé. Magnús Árnason varði vel fyrir hlé en tuttugu mínútur liðu af þeim síð- ari áður en hann varði aftur. slakur, sóknarleikurinn afleitur. En hins vegar var Bergsveinn að verja mjög vel í dag en liðsheildin var verulega slök. Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa verið hræðilegir og leik- menn verða að líta í eigin barm og grafa upp hvað er að og reyna að laga þetta,“ sagði Bjarki Sigurðsson, , fyrirliði Aftureldingar, eftir leikinn. „Það var vörnin númer 1, 2 og 3 sem var undirstaðan að þessum sigri. Við komum mun ákveðnari til leiks og vorum staðráðnir í að vinna og það tókst,“ sagði Erlingur Richardsson, fyrirliði Eyjamanna, eftir leikinn. „U nn um á be trí V ön IStaðan/B10 ■ Úrslit/B10 FOLK ■ í SÍÐARIhálíleik í viðureign ÍBV og UMFA, tóku Eyjamenn leikhlé sem væri ekki í frásögur færandi ef formaður handknattleiksdeildar UMFA, Jóhann Guðjónsson, hefði ekki rokið inn á miðjan völlinn og átti eitthvað vantalað við dómara leiksins, Einar Sveinsson og Rögn- vald Erlingsson. Formaðurinn var fljótlega leiddur af velli og róaður niður. _ ■ ÓVÍST er hvort einn besti leik- maður 1. deildar karla, Bjarki Sig- urðsson, verði með í næsta leik Aft- ureldingar gegn ÍR þar sem hann er meiddurí hné. ■ MEÐALALDUR leikmanna ÍBV sem lagði Aftureldingu á laugar- daginn í 1. deild karla var 22 ár. Þar af voru fjórir leikmenn sem leika í 3. flokki ÍBV. Leikmennimir fjórir sem um er að ræða heita Kristinn Jónatansson, Sindri Ólafsson, Sig- urður Ari Stefánsson og Sigþór Friðriksson. ■ MARKVERÐIR liðs ÍBV eru einnig ungir að árum, Gísli Guð- mundsson er 22 ára og Kristinn Jónatansson er 17 ára. Aldursfor- seti liðsins er Guðfinnur Krist- mannsson, 29 ára. Sá sem elstur er í liði Aftureldingar er Alexei Trúf- an, hann er á 41. aldursári. ■ OLEG Titov, leikmaður Fram, var í óvenjulegu hlutverki í leiknum við KA á sunnudagskvöld. í stað þess að spila á línunni var hann í hlutverki tökumanns á mynd- bandsupptökuvél Framliðsins. Hann mun þó leika með í bikarúr- slitaleiknum á laugardag. UJAN Holpert, landsliðsmark- vörður Þjóðveija í handknattleik, og markvörður Flensburg lenti í mikilli lífshættu aðfaranótt sunnu- dags. Holpert fékk miklar maga- kvalir og hélt sig vera með flensu, þegar kvalimar ágerðust var kallað á neyðarlækni og í ljós kom að hann var með spmnginn botnlanga og var gerð aðgerð í skyndi, sem hreinlega bjargaði lífi hans enda þá kominn í mikla lífshættu. ■ NORSKI landsliðsmaðurinn Christian Berge, félagi Holpert hjá Flensburg.var einnig fluttur á sjúkrahús á sunnudag með miklar kvalir í kvið og er talið að um maga- krampa sé að ræða og verður hann að liggja nokkra daga á sjúkrahúsi til rannsóknar. ■ DANIEL Stephan, landsliðsmað- »• ur og leikmaður Lemgo, lék sinn seinasta leik á tímabilinu þegar Lemgo valtaði yfir slakt lið Bad Schwartau. Hann mun gangast undir ílókna aðgerð á þumalfingri. Færa þarf til sinar úr handlegg og græða á þumalfingur og mun hann þurfa minnst 4 mánuði til að fá sig góðan. '+

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.