Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 9

Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 B 9 KÖRFUKNATTLEIKUR •n.\ angbest& Morgunblaðið/Bjöm Blöndal KR-ingar náðu fram HS m m m m ■ ■ ■ bolta- hefndum i Rostinni SIGUR KR-inga var greinilega sérlega sætur þegar þeir heimsóttu Grindvíkinga. Gestirnir fóru með stigin, unnu sanngjarnan sigur, 82:74, eftir að hafa verið yfir mestan hluta leiksins. Ingi Steinþórs- son, þjálfari KR, var kampakátur í lok leiks. „Þetta gekk vel, við komum bara til að vinna, ekki til að hefna, því að nú er bara deildin eftir. Einbeitingin var fín allan leikinn og sérstaklega í lokin eins og sást á vítahittninni. Við tókum áhættu með Keith (Vassell) þvi hann var strax kominn með 4 villur í byrjun seinni hálfleiks en allt gekk upp.“ Það reiknuðu flestir með að heima- menn myndu hrista af sér slenið og sýna sitt rétta andlit eftir frekar dapra leiki þótt þar Garðar Páll ílf bjk™ ^ Vignisson to landað. Petta leit skrifar vel út fyrir heima- menn og eftir eina mínútu var staðan 7:0 og eftir 5 mín- útur 14:7 en þá fór allt í baklás og gestirnir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og breyttu stöðunni í 14:22 eftir 12 mínútna leik. Á þessum kafla, heilum 7 mínútum, skoruðu heimamenn ekkert. Heimamenn réttu þó aðeins úr kútnum í lok fyrri hálfleiks og gestirnir skoruðu nokkr- ar ótrúlegar körfur m.a sex þriggja stiga í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur hljóðuðu því upp á að gestimir höfðu skorað 38 stig en heimamenn 34. í síðari hálfleik var það Keith Vass- el sem hóf leikinn með látum, skoraði 10 af fyrstu 12 stigum KR-inga en hóf reyndar hálfleikinn á því að fá sína fjórðu villu og spilaði síðustu 19 mín- útumar með 4 villur á bakinu. Heimamenn réðu illa við Keith Vass- ell en þó spilaði Pétur Guðmundsson góða vöm á hann eins og hans var von og vísa. Grindvíkingar náðu að jafna, 45:45, en þá kom rispa hjá KR og þeir breyttu stöðunni í 51:61 sér í vil og út- litið dökkt hjá Grindavík. Heima- menn gáfust þó ekki upp og börðu sig inn í leikinn og það læddist að ein- hverjum gamall bikardraumur, eða ísfirðingar voru auðveld bráð Isfírðingar vora auðveld bráð fyrir Njarðvíkinga þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnu- dagskvöldið þar Bjöm Selj 0bej. tÖPuðu Blöndal með 27 stiga mun» skrifar 103:76. I hálfleik var staðan 49:44. Þar með halda Njarðvíkingar enn toppsætinu með 28 stig - tveimur stigum meira en næstu lið sem era Haukar, Tindastóll og Grindavík og eiga auk þess leik til góða. Leikur liðanna var ekkiyel leikinn og var aldrei spennandi. Isfirðingar stóðu þó í Njarðvíkingum lengi vel í fyrri hálfleik, en síðan ekki söguna meir. Þeir létu mótlætið fara í taug- arnar á sér eyddu mikilli orku í tuð við dómara leiksins. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, liðsheildin brast og þeir misstu taktinn á meðan Njarðvíkingar tvíefldust og sigur þeirra var aldrei í hættu. Allir í liði Njarðvíkur komu við sögu. Teitur Örlygsson var þó besti maður liðsins og setti 28 stig. Logi Gunnarsson gerði margt laglegt og er góður liðsstyrkur. Hjá ísfirðing- um byijaði Baldur Jónasson vel. Hann setti niður fimm 3ja stiga körf- ur í byrjun en náði ekki að fylgja þeirri glæsilegu byrjun eftir. Tómas Hermannson var sá eini sem hélt út allan leikinn og hélt liðinu á floti und- ir lok leiksins. draugur, að Grindvíkingar myndu hafa þetta þegar þeir komust yfir með fallegri þriggja stiga körfu frá Unndóri Sigurðssyni, 69:68, og tvær og hálf mínúta til loka leiks. Ekki gekk það hjá Grindvíkingum að halda óslitinni sigurgöngu á heimavelh áfram því það vora KR-ingar sem vora sterkari á endasprettinum og sigraðu með 82 stigum gegn 74 frá heimamönnum. Bestir í liði gestanna vora Keith Vassell og Ólafur Jón Ormsson, en annars áttu flestir í liði KR góðan leik. Hjá heimamönnum var lítið sem gladdi augað og ljóst að þeir þurfa að fara að komast úr sigurvímunni ef ekki á illa að fara í deildinni. Sú var tíðin að karlmenn voru þeir einu sem gengu með húðflúr eða - „tattó“ eins og það var kallað og oftast voru þetta sjómenn. Nú er öldin önnur og kven- fólk er farið að skreyta lík- ama sinn með húðflúri. Stelpurnar f körfuboltaliði Keflavíkur eru þar á meðal. í tfu manna liði eru sex með húðflúr en þó ekki allar á sama stað. Á myndinni frá vinstri til hægri eru þær: Kristfn Blöndal, Marín Rós Karlsdóttir, Birna Guð- mundsdóttir, Birna Val- garðsdóttir, Eria Þorsteins- dóttir og Kristín Þórar- insdóttir. Stórsigur hjá Keflavíkurstúlkum Keflavíkurstúlkur unnu stórsig- ur á nágrönnum sínum frá Grindavík þegar liðiðn mættust í Keflavík á laug- ardaginn. í leiks- Btöndal jk skildu 59 stiS skrifar kðm að og tra- lega er þetta stærsta tap Grindavíkurstúlkna gegn Keflavík. Lokatölur leiksins urðu 98:39 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46:23. Jafnræði var með liðunum aðeins á fyrstu mínútunum eða upp í stöð- una 9:9. Þá fór allt í baklás hjá Grindavíkurstúlkum sem ekki settu stig í langan tíma og áður en varði var staðan orðin 30:9. Ekki gekk betur hjá Grindavíkurstúlk- um í síðari hálfleik, þær settu ekki stig fyrstu 6 mínúturnar og það sem eftir lifði urðu stigin aðeins 16. Það verður ekki tekið frá nýkrýndum bikarmeisturam Kefla- víkurstúlkna að þær léku sérlega vel í þessum leik og þær sýndu ná- grönnum sínum enga miskunn. Keflavíkurliðið lék vel allan tím- ann, liðsheildin var eins og best gerist og allar stúlkurnar komu við sögu. Lið Grindavíkur er nú skipað nýrri kynslóð - í liðinu eru ungar og efnilegar stúlkur sem eiga fram- tíðina fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.