Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 12
 mmm Tiger Woods Islandsmethafinn í hástökki karla, Einar Karl Hjartarson, ÍR, gerði atlögu að hálfsmánaðargömlu Islandsmeti sínu í - jvar hástökki innanhúss á Benediktsson mótinu, 2,24. Reyndi skrifar hann að fara yfir 2,25 metra, bæta metið um einn sentímetra og tryggja sér um leið farseðil á Ólympíuleikana í Sydney. Þrjár tilraunir Einar við 2,25 mistókust allar en greinilegt að Einar er á góðu róli um þessar mundir og fróðlegt verður að fylgj- ast með framgöngu hans á Evrópu- meistaramótinu innanhúss í Gent í Belgíu um aðra helgi. Einar Karl stökk yfir 2,10 og 2,15 metra í fyrstu tilraun og síðan 2,20 í annarri. Ólympíulágmarkið var hon- um hins vegar óyfirstíganlegur þröskuldur í þetta sinn, en hann hef- . ur nægan tíma fyrir sér. Eins og svo oft áður á Meistara- mótum síðustu ára beindust flestra augu að Jóni Amari Magnússyni. Hann sýndi það á Meistaramótinu í fjölþraut fyrir skömmu og nokkru síðar á sjöþrautarmóti í Eistlandi að hann er kominn á mikinn skrið. Ekki dró úr skriðinum að þessu sinni. Reyndar kom veður í veg fyrir að hann keppti í 60 m hlaupi. Þar kom Reynir Logi Ólafsson, Ármanni, á 6,96 sek., annar varð Bjarni Þór TVaustason, FH, á 7,08 og þriðji Sveinn Þórarinsson, FH, 7,12. Reyn- ir hljóp reyndar á 6,95 í undanriðl- um, það er aðeins 5 hundraðshlutum úr sekúndu frá lágmarki fyrir EM í , Gent. Ófærðin kom ekki í veg fyrir að Jón Amar mætti galvaskur til leiks í langstökki og kúluvarpi á laugardag- inn. Hann sigraði af öryggi í lang- stökki, stökk lengst 7,58 m, en stökk auk þess 7,55 og 7,49. Þrjú stökk vom hins vegar ógild. Jafn og góður árangur hans nú auk íslandsmets- ins, 7,76 m á dögunum, undirstrika að vænta má framfara í greininni á árinu, haldi fram sem horfir. Fjórar af sex tilraunum Jóns Am- ars í kúluvarpinu vom gildar og vom köstin fjögur öll yfir 16 metrar, *■ 16,10, 16,18, 16,20 og það lengsta 16,21. Lengst hefur Jón varpað 16,37 innanhúss, en 16,61 utandyra. íslandsmetið í 60 m grindahlaupi féll síðan á sunnudaginn. Þrátt fyrir að Jón fengi nær enga keppni í hlaupinu var hann einbeittur og Morgunblaðið/Þorkell Jón Amar Magnússon varpaði fjórum sinnum yfir 16 metra í kúluvarpi. Hér býr hann sig undir að varpa kúlunni. Morgunblaðið/Þorkell Einar Karl Hjartarson reyndi við met í hástökki, 2,25 metra, en tókst ekki að komast yfir. Hér lyftir hann sér af öryggi yfir 2,20. ákveðinn. Kom hann í mark á 7,98 sekúndum og bætti eigið met um 1/ 100 úr sekúndu. Það setti hann í sjöþrautarkeppni á sænska meist- aramótinu í janúarlok 1996. Ari síðar jafnaði Jón reyndar eigið met í sjöþrautarkeppni heimsmeistara- mótsins í París. Annar í grinda- hlaupinu varð Ingi Þórisson, FH, á 8,68. Fleiri komust ekki til keppni í greininni á réttum tíma vegna ófærðar. Björgvin Víkingsson, FH, bætti drengjametið í 800 m hlaupi þegar hann kom fyrstur í mark á 1.59,6. Annar efnilegur hlaupari, Eva Rós Stefánsdóttir, FH, sigraði örugglega í 800 m hlaupi kvenna á 2.22,5, rúm- lega 11 sekúndum á undan Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Armanni. Elías Bergur Sigurbjörnsson, ÍR, bætti eigið unglingamet í 60 m, hljóp á 7,08 sekúndum í undanúrslitum. Silja Úlfarsdóttir, FH, sigraði í 60 m hlaupi kvenna á 7,71 sekúndu. Setti hún um leið unglingamet og var aðeins 1/100 frá lágmarki fyrir EM innanhúss í Gent. Hafði Silja tals- verða yfirburði í hlaupinu því önnur varð Þórunn Erlingsdóttir, FH, á 8,01 og Guðný Eyþórsdóttir, IR, hlaut bronsverðlaun á 8,11. Silja, Þórunn og Guðný eru allar jafngaml- ar, fæddar 1981. Guðný mætti hins vegar sterk til leiks í langstökki og sigraði með 5,60 metra stökki, var fjórðungi úr metra á undan Gunnhildi Hinriksdóttur, HSK, en hún varð önnur. Þriðja sæt- ið kom í hlut Vilborgar Jóhannsdótt- ur, UMSS, 5,27 m. Sólveig Björnsdóttir, Breiðabliki, hélt upp á hálfrar aldar afmæli fé- lags síns og færði því íslandsmeist- aratitil í 60 m grindahlaupi, kom í mark á 8,87 sekúndum og bætti sinn persónulega árangur um leið. Önnur varð Anna M. Ólafsdóttir, FH, á 9,43 og þriðja varð Vilborg Jóhannsdótt- ir, UMSS, á 9,67. Keppni í þrístökki karla var afar jöfn og spennandi og munaði aðeins þremur sentímetrum á fyrsta og þriðja manni. Örvar Ólafsson, HSK, stökk lengst 14,40 metra. Jónas Hallgrímsson, FH, varð annar með 14,37 metra og jafnlangt stökk Sig- tryggur Aðalbjörnsson, ÍR. Jónas átti hins vegar lengri stökk en Sig- tryggur þegar önnur stökk í keppn- inni voru skoðuð og hlaut því silfur- verðlaunin verðskuldað. Hápunkturínn var met Jóns Amars stöðvaður PHIL Mickelson stöðvaði sigurgöngu Tiger Woods í fyrrinótt þegar Buick In- vitational-golfmótinu f PGA-mótaröðinni lauk í La Jolla í Kaliformu. Woods hafði unnið sex mót í röð og virtist ætla að leika ná- kvæmlega sama leik og í næsta móti á undan þegar hann vann upp sjö högga forskot efstu manna. En Mickeison var sterkastur á endasprettinum og Iauk keppni á 270 höggum. Tig- er og Shigeki Maruyama urðu jafnir í 2.-3. sæti á 274 höggum. Þetta var fyrsti mótssigur Mickelsons í tæp tvö ár. JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarkappi úr Tindastóli, sýndi það á íslandsmeistara- mótinu innanhúss um helgina að hann er á miklum skriði um þessar mundir og virðist gróinn sáranna sem slógu hann út af laginu lungann úr síðasta ári. Jón Arnar sigraði í þremur greinum á Meistaramótinu og náði góðum árangri. Hæst reis fslandsmet hans í 60 m grinda- hlaupi, 7,98 sekúndur. Bætti hann eigið met um einn hundr- aðshluta úr sekúndu. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / MEISTARAMÓT ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.