Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Félagsmálaráðherra gagnrýnir verðmun á gagnaflutningum Landssímans
Kostar 32.000 í Reykjavík
en 153.000 á Akureyri
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra segir mikinn og óeðlilegan
verðmun á gagnaflutningsþjónustu
Landssíma Islands hf. úti á lands-
byggðinni samanborið við höfuð-
borgarsvæðið, sem standi í vegi fyrir
því að unnt sé að flytja verkefni á
vegum undirstofnana ráðuneytisins
útáland.
„Ég hef áhuga á að kanna hvaða
verkefni, sem unnin eru hér á höfuð-
borgarsvæðinu á vegum undirstofn-
ana ráðuneytisins, er hægt að láta
vinna úti á landi. Ég rak mig hins
„Ogr-
andi o g
stórt
verk-
efnia
SAMÞYKKT var einróma í stjórn
og varastjórn Leikfélags Reykja-
víkur að ráða Guðjón Pedersen í
stöðu leikhússtjóra félagsins í gær,
að sögn Ellerts A. Ingimundarson-
ar varaformanns stjórnar. Guðjón,
sagði í samtali við Morgunblaðið, að
honum litist mjög vel á nýja starfíð
og sagðist búast við því að setjast í
stól leikhússtjóra síðar í mánuðin-
um, en fyrst þyrfti hann að Ijúka
ýmsum verkefnum.
„Þetta er ögrandi og stórt verk-
efni,“ sagði Guðjón. „Ég hef verið í
mörgum og ólíkum verkefnum á
mfnum ferli og held að ég sé því til-
búinn að takast á við þetta stóra
verkefni - ég hlakka til.“
Guðjón sagðist ætla að koma með
ýmsar nýjar áherslur, m.a. hvað
snerti innra skipulag leikhússins.
Getur gert LR að
öflugra leikhúsi
„Nýjum mönnum fylgja breyting-
ar og nýjar áherslur, en ég held að
það sé of fljótt að nefna núna
hverju ég muni breyta. Ég kem nýr
inn og vonandi með eitthvað nýtt
fólk með mér. Ég þarf smá tíma, en
eftir ár myndi ég gjarnan vilja sjá
einhveijar breytingar," sagði Guð-
jón.
Ellert sagði í samtali við Morgun-
Gæsluvarð-
hald fram-
lengt til
29. mars
HÉ RAÐSDÓMUR Reykjavíkur
framlengdi gæsluvarðhald teggja
sakborninga í nýja e-töflumálinu um
átta vikur í gær að kröfu lögreglunn-
ar í Reykjavík. Samkvæmt því voru
mennimir, sem báðir eru um tvítugt,
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 29.
mars. Þeir hafa setið í gæsluvarð-
haldi undanfarnar vikur vegna rann-
sóknar málsins sem upp komst um
rétt fyrir síðustu áramót.
Rannsókn málsins hjá lögreglunni
er langt komin.
vegar á að það er talsvert dýrara að
láta vinna þessi verkefni úti á landi.
Þrátt fyrir að búið sé að jafna sím-
kostnað mikið, þá er ennþá verulega
miklu dýrara að kaupa suma þjón-
ustu af símanum úti á landi en hér á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir félags-
málaráðherra.
Verðjöfnun forsenda þess að
hægt sé að selja Landssímann
Páll segist hafa látið kanna þetta
og fengið nokkur dæmi hjá Lands-
símanum um verð á gagnaflutning-
blaðið að Guðjón væri einn af okkar
færustu leikhúsmönnum. „Það er
engin spurning í okkar huga að
hann getur gert okkur að sterkara
og öflugra leikhúsi næstu fjögur ár-
in.“
Fulltrúi borgarstjórnar, Ornólf-
ur Thorsson, sat hjá við atkvæða-
greiðslu eins og hann gerði þegar
Þórhildur Þorleifsdóttir var ráðin í
stöðuna fyrir fjórum árum. Guðjón
tekur við stöðunni 1. september en
þá mun ráðningartímabil Þórhildar
renna út.
Þórhildur var ein af níu umsækj-
endum að þessu sinni en dró um-
sókn sína til baka. Sagði hún í til-
kynningu þess efnis að „sjeikspírsk
LÍTIL sem engin hreyfing hefur ver-
ið á samningaviðræðum Verka-
mannasambandsins (VMSI)/ Lands-
sambands iðnverkafólks (LI) og
vinnuveitenda.
Aðgerðanefndir VMSÍ og LI hafa
sent samninganefndum aðildarfélag-
anna áskorun um að hefja nú þegar
undirbúning að boðun verkfalla sem
komi til framkvæmda fyrir miðjan
mars næstkomandi.
um á ýmsum stöðum úti á landi, sem
valdir voru af handahófi, með saman-
burði við höfuðborgarsvæðið.
Sláandi verðmunur
„Það kom í ljós að það er um veru-
legan verðmun að ræða og því tók ég
málið upp í ríkisstjóminni og fór
fram á það við samgönguráðherra að
hann beitti sér fyrir því að þetta yrði
lagað. Það er líka ein af forsendum
þess að unnt sé að selja Landssí-
mann að þessu verði kippt í lag,“
segir Páll.
óheilindi" hefðu átt sér stað í ráðn-
ingarferlinu.
Ellert segist eiga erfitt með að
svara fyrir þær ásakanir Þórhildar
sem varaformaður félagsins því
hún hljóti að vera að beina orðum
sinum til formannsins, Páls Bald-
vins Baldvinssonar, sem auglýsti
stöðuna eins og samþykkt hafði
verið í leikhúsráðinu og var meðal
umsækjenda.
„Hin sjeikspírsku óheilindi hljóta
að vera þau að formaður félagsins
ásældist stól leikhússtjóra. Annars
sé ég ekki að við í leikhúsráðinu
höfum starfað af neinum óheilind-
um og mér þætti mjög leiðinlegt ef
Þórhildur héldi því fram.“
„Það er full alvara á bak við þetta,
ef ekkert verður komið í gang um
miðjan mars. Viðræðumar ganga
ótrúlega hægt enda ber mjög mikið í
milli,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson,
formaðurVMSÍ.
Beita þarf öllum þrýstingi
I áskoruninni segir að það sé mat
samninganefndar sambandanna að
ekki sé mögulegt að ljúka samninga-
Könnunin leiddi í ljós sláandi verð-
mun, að sögn ráðherra. „Ef miðað er
við 2 MB flutningsgetu kostar 32
þúsund á mánuði að kaupa þessa
þjónustu hér í Reykjavík en það
myndi það kosta rúm 170 þúsund á
Hvammstanga, 153 þúsund á Akur-
eyri, 113 þúsund í Stykkishólmi og
232 þúsund á Raufarhöfn, svo nokk-
ur dæmi séu nefnd,“ segir Páll.
„Þessu var tekið vel í ríkisstjóm-
inni og ég held að menn séu einhuga
um að nauðsynlegt sé að laga þetta,“
sagði ráðhemann að lokum.
Kvaðst Ellert vona að Þórhildur
myndi eiga gott samstarf við Guð-
jón Pedersen fram á haust en hann
mun koma til starfa í leikhúsinu
strax í næstu viku.
Guðjón Pedersen er ráðinn til
næstu fjögurra ára. Auk hans sóttu
um stöðuna Hafliði Arngrímsson,
Halldór E. Laxness, Hávar Sigur-
jónsson, Hlín Agnarsdóttir, Jón
Viðar Jónsson, sem dró umsókn
sína einnig til baka, Páll Baldvin
Baldvinsson, Þórhildur Þorleifs-
dóttir en einn umsækjenda óskaði
nafnleyndar.
Ekki náðist í Þórhildi Þorleifs-
dóttur og Pál Baldvin Baldvinssoní
gerðinni án þess að öllum þeim þrýst-
ingi sé beitt sem mögulegur sé. Eru
aðildarfélögunum jafnframt sendai-
leiðbeiningar um hvernig standa beri
að boðun verkfalla. Bent er m.a. á að í
tillögu um vinnustöðvun verði að
koma fram hvenær hún eigi að hefj-
ast, kosningar verði að vera leynileg-
ar og þátttaka í þeim að lágmarki 20%
þeirra sem eru á kjörskrá, nema um
póstatkvæðagreiðslu verði að ræða.
Nokkrir
vanafast-
ir bíógest-
ir mættu
klukkan
sjö og níu
KVIKMYNDAHÚS borgar-
innar kynntu í gær „breytta og
betri tíma fyrir bíógesti," er
þau hófu í fyrsta skipti að sýna
myndir klukkan 16, 18, 20, 22
og 24.
Hafdís Hafsteinsdóttir,
starfsmaður í Háskólabíói,
sagði að fólk hefði verið mun
betur upplýst, en hún hefði fyr-
irfram búist við, samt hefðu
nokkrir vanafastir bíógestir
mætt klukkan sjö og níu. Haf-
dís sagðist búast við því að nýir
sýningartímar myndu leiða til
þess að aðsóknin yrði dreifðari,
þ.e. að í stað þess að fá lang-
flesta gesti á níusýningar,
myndi sá hópur nú dreifast á
tvær sýningar, þ.e. klukkan
átta og tíu.
Sama þróun erlendis
Alfreð Árnason hjá SAM-
bíóum sagði að fólk væri yfir-
leitt mjög ánægt með þessa
breytingu, þó svo að örfáir
hefðu komið á gamla sýningar-
tímanum. Hann sagði að þar
sem hann þekkti til erlendis
hefði þróunin verið í sömu átt.
Þessi breyting létti einnig á
starfsfólki virka daga vikunnar.
Sólveig Haraldsdóttir,
starfsmaður í miðasölu
Stjörnubíós, sagði að fólk væri
almennt búið að átta sig á
breyttum sýningartímum.
„Mætingin á áttasýninguna var
svipuð og mætingin á sjösýn-
inguna áður,“ sagði Sólveig.
„Eg býst við því að tíusýning-
amar muni því taka við af
níusýningunum, hvað varðar
aðsókn.“
Betra fyrir
starfsfólkið
Bæði Sólveig og Hafdís voru
sammála um að nýju sýningar-
tímarnir væru betri fyrir
starfsfólkið. „Mér líst miklu
betur á þetta því vinnutíminn
er styttri á virkum dögum og
lengri um helgar og þetta hent-
ar mér því mjög vel þar sem ég
er í skóla,“ sagði Sólveig.
Síminn GSM
kynnir við-
bótvið VIT-
þjónustu
SÍMINN GSM kynnti í gær viðbót
við hina svonefndu VIT-þjónustu,
sem gerir viðskiptavinum sem eiga
GSM-síma, sem ekki taka gagna-
kort, kleift að sækja sér upplýsingar
inn á heimasíðuna www.vit.is og
panta þá þjónustu sem þeir kjósa.
Þeir sem hafa slík gagnakort í sím-
anum sínum geta jafnframt uppfært
valmyndir með einföldum hætti eða
skipt þeim út fyrir nýjar.
Skv. fréttatilkynningu Landssím-
ans hafa viðskiptavinir, sem eiga
GSM-síma, sem nýta svokallaða
SimToolkit-tækni, getað fengið
gagnakort ókeypis en á það eru for-
ritaðar valmyndir, sem notaðar eru
til að sækja fréttir og upplýsingar
inn á vefsíður ýmissa þjónustufyrir-
tækja.
Meðal þess sem hægt er að velja
eru fréttir Morgunblaðsins á Netinu
og upplýsingar um veður frá Veðurs-
tofunni.
Leikfélag Reykjavíkur ræður Guðjón Pedersen leikhússtjóra
• •
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðjón Pedersen undirritar ráðningarsamning við LR á Hótel Borg í gær en hann tekur til starfa þegar í næstu
viku. Með honum á myndinni eru Ellert A. Ingimundarson, Ögmundur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson
sem skipa leikhúsráð ásamt Örnólfi Thorssyni, fulltrúa horgarstjórnar.
gær.
Formaður VMSI segir ekkert þokast í kjaraviðræðum
Félögin undirbúi
boðun verkfalla