Morgunblaðið - 19.02.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.02.2000, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Utjaskað ásta- líf og hið eilífa afstöðuleysi Morgunblaðið/Golli Larry (Ingvar E. Sigurðsson) ogAnna (Elva Ósk Ólafsdóttir). Alice (Brynhildur Guðjónsdóttir) og Dan (Baltasar Kormákur). LEIKLIST Þjtíðlcíkhúsíð KOMDUNÆR Höfundur: Patrick Marber. íslensk þýðing: Hávar Sigurjóns- son. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikarar: Baltasar Kormákur, Biynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Olafsdóttir og Ingvar E. Sigurðs- son. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Páll Ragn- arsson. Tónlist: Sigurður Bjóla. KOMDU NÆR mætti lýsa í stuttu máli sem nærmynd af sam- skiptum kynjanna (athyglisvert hversu vel þessi lýsing á við mörg þeirra leikrita sem nú eru á fjölunum í íslensku leikhúsi). Höfundur kynnir til leiks fjórar persónur, tvær konur og tvo karlmenn, flækir þau sundur og saman í gráglettnum leik og speglar í samskiptum þeirra tilfinn- ingar á borð við ást, girnd, afbrýði- semi, hefnd, eigingirni, firringu ... og svo mætti lengi telja. Efniviðurinn er sem sagt klassískur, en það er ekki efnið, heldur úrvinnslan sem ræður úrslitum um gæði verksins. Margt mætti gagnrýna við úr- vinnslu Marbers á þessu efni; ein- kennilegt afstöðuleysi er það sem fyrst blasir við. Er höfundur að skrifa gamanverk eða harmleik? Er hann að gagnrýna firringu í sam- skiptum kynjanna, útjaskað ástalíf þar sem ekki skiptir máli hver mót- leikarinn er - hann má jafnvel vera tölva - er hann að gagnrýna tóm- hyggju við aldarlok (nei, það er „auð- veldasta útgönguleiðin") eða er hann kannski bara að skemmta sjálfum sér og öðrum með því að bregða upp neyðarlegum atvikum og myndum af mannlegri niðurlægingu? Og reyna um leið að ganga dálítið fram af mönnum með smásmugulega gróf- um lýsingum á kynlífi á tímum þegar allar shkar ögranir eru dæmdar til að missa marks? Ef höfundur hefur einhverja afstöðu er hún mér hulin og virðist jafn hulin Guðjóni Peder- sen leikstjóra, því sama afstöðuleysi einkennir uppsetningu hans, sér- staklega framan af sýningu, en Guð- jón leggur síðan meiri vigt á hina harmrænu hlið en hina kómísku þeg- ar hða tekur á verkið og loksins þá kemur smá vottur af dýpt í sýning- una. Vissulega má finna ágætar hug- myndir í þessu verki Marbers og reyndar margar bráðskemmtilegar senur, en í heild er verkið veikt, það vantar í það allt bindiefni, bæði í hina ytri byggingu þess sem og (sérstak- lega) í þær mannlegu aðstæður og „miklu tilfinningar" sem höfundur ku hafa ætlað sér að fjalla um. Fjórmenningamir sem leika pörin tvö, Ingvar E. Sigurðsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Baltasar Kormákur og Brynhildur Guðjónsdóttir, stóðu sig öll með prýði. Þeim tókst, hverju fyr- ir sig, að gæða þessar persónur lífi og lit, sem teljast má aðdáunarvert þegar tekið er mið af texta sem er að mestu rúinn merkingu og klisju- þrunginn, þar sem orðin „ég elska þig“ eru jafn merkingarbær og „ég þarf að pissa“. Leikstjórinn velur að láta leikarana mynda sterkar and- stæður (Brynhildur og Elva Ósk, Baltasar og Ingvar) sem spilað er stöðugt á, bæði í útliti og látæði. Þetta er góð aðferð til að bæta upp rýrleika textans og fléttunnar. Þrátt fyrir orð höfundar um hið gagnstæða eru karlhlutverk verksins mun betur skrifuð en kvenhlutverkin og áttu þeir Ingvar og Baltasar mörg góð at- riði, ekki síst þar sem þeir léku sam- an. Leikur Brynhildar vakti sérstak- lega athygli og var ekki að sjá að hún væri reynsluminnst þeirra fjögurra. Aðrir aðstandendur sýningarinn- ar eiga líka lof skilið. Listræn fag- mennska einkennir sviðsmynd Helgu I. Stefánsdóttur og búningar hennar eru látlausir og hafa einfald- ar táknrænar skírskotanir sem eru aldrei of uppáþrengjandi. Sviðs- myndin var einnig skemmtilega lýst af Páli Ragnarssyni. Enginn er skrifaður fyrir tónlist sýningarinnar en hún var hreint afbragð og setti mikinn svip á uppfærsluna í heild. Þýðing Hávars Sigurjónssonar virk- aði þjál og eðlileg og frumtextinn hefur varla gefið kost á miklum list- rænum tilburðum. Sem sagt: Upp- setningin er unnin af fagmennsku sem engum þarf að koma á óvart, enda stendur sterkur listrænn hópur að henni. Það er bara verkið sjálft sem stendur veikt. Mér er sama hversu margverðlaunað það er í út- löndum, þau verðlaun breiða ekki yf- ir augljósa veikleika þess. Patrick Marber hefur sagt eitt- hvað á þá leið að í verkinu leitist hann við að fjalla af alvöru um þrár kynslóðar sinnar, að fjalla um eitt- hvað sem hann og vinir hans, fólk úr breskri millistétt á þrítugs- og fer- tugsaldri, talar um. Ef undan sé skil- in kvikmyndin Sex, Lies and Video- tape hafi hann ekkert séð sem tekið hefur af alvöra á þessu efni. (Sjá Mbl. 18. feb. síðastliðinn, haft eftir Sunday Times.) Vissulega er það virðingarvert takmark hvers lista- manns að fást við samtíð sína og reyna að koma reynslu sinnar kyn- slóðar til skila af alvöru. En eftir að hafa séð verk Marbers hlýt ég að ef- ast um tvennt: I fyrsta lagi þá full- yrðingu að aðrir hafi ekki tekið á sama efniviði og Marber. Það hafa margir gert og meira að segja á mjög svipaðan hátt, með svipaðar áhersl- ur. Þetta vita t.d. þeir sem fylgst hafa með leikhúsi í London síðastlið- in ár. I öðru lagi get ég ekki annað en velt vöngum yfir því hvort „þrár“ hinna bresku millistéttarmeðlima geti slegið í takt við „þrár“ hinna ís- lensku áhorfenda. Ég efast um það. Jafnvel þótt aðeins sé miðað við þann hóp áhorfenda sem tilheyrir sömu stétt og sama aldurshópi og Marber og vinir hans. Þegar maður horfir á þetta verk úr sæti í íslensku leikhúsi og minnist annarra keimlíkra verka, bæði leikverka og sjónvarpsverka, breskra og bandarískra, þá brennur þó á manni hversu mikið skortir á að skrifuð séu verk á Islandi sem tjá ís- lenskan veruleika samtímans, hinar íslensku „þrár“, svo notað sé orðalag Marbers. Því hvað sem segja má um sammannlega reynslu er það stað- reynd að sá veruleiki sem þessi verk lýsa eru afar fjarri lífi hins barn- marga og jaðarskattpínda millistétt- arfólks á þrítugs- og fertugsaldri sem býr á Islandi í dag - getur eng- inn gert gott drama úr því? Soffía Auður Birgisdóttir Kantötuguðsþj ónusta í Hallgrímskirkju EFNT verður til kant- ötuguðsþjónustu í Hallgrímskirkju í ann- að sinn á morgun, sunnudag, kl. 17. Ein- söngskantatan Ieh bin vergnúgt mit meinem Glúcke, BWV 84, eftir Johann Sebastian Bach verður flutt af Margréti Bóasdóttur sópran, lítilli kammer- sveit og hópi úr Mót- ettukór Hallgríms- kirkju undir stjóm Harðar Áskelssonar. Umfjöllunarefni kant- ötunnar tengist guð- spjalli sunnudagsins, dæmisögu Jesú um verkamennina í víngarðin- um. Séra Kristján Valur Ingólfsson mun prédika út frá guðspjallinu og inntaki kantötunnar og þannig verður lagt út af orðum Jesú í tali, texta og tónum. Ich bin vergnúgt mit meinem Glúcke er ein af fáum einsöngs- kantötum Bachs. Því hefur verið haldið fram að Bach hafi samið verkið fyrir seinni eiginkonu sínu, Önnu Magdalenu. Líklegra þykir þó að kantatan hafi verið ætluð til flutnings í kirkjum Leipzigborgar og hafi fyrst verið sungin af ungum dreng úr röðum nemenda Bachs við Tómasarskólann, enda var kon- um meinuð þátttaka í tónlistar- flutningi við messur í Leipzig á öndverðri átjándu öld. „Bach var á hátindi ferils síns sem kirkjutónskáld þegar hann samdi Ich bin ver- gnúgt mit meinem Glúcke árið 1727 og verkið ber vott um frábært lag tónskálds- ins við að koma trúar- legum þönkum og hughrifum til skila með tónum. Það er ekki hlaupið að því að túlka þessa tónlist á sannfærandi hátt og því er það fagnaðar- efni að til verksins skuli ganga nokkrir af fremstu barokkflytj- endum landsins," seg- ir Halldór Hauksson sem unnið hefur að undirbúningi flutningsins. Auk Margrétar Bóasdóttur, sem sungið hefur einsöngshlutverk í mörgum helstu kirkjuverkum tón- bókmenntanna, verða þau Daði Kolbeinsson óbóleikari og Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari í burðarhlutverkum við flutning kantötunnar. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur lokakóral verksins en stjómandi er Hörður Áskelsson. Hörður leikur sjálfur orgelrödd kantötunnar og mun einnig leika forspil og eftirspil at- hafnarinnar. Hann hefur valið tvö þekkt sálmforspil eftir Bach, en þau eru bæði byggð á laginu sem er sungið í lokakóral kantötunnar, Wer nur den lieben Gott lásst walt- en. Margrét Bóasdóttir sópran- söngkona sagði að hugmynd Hall- grímskirkju að flytja Bach við guðsþjónustu væri sérstaklega ánægjuleg: Eins og að hitta gamlan vin „Þessi boðskapur stendur í dag, ekki síður en á dögum Bachs,“ sagði hún. „Hann höfðar til okkar. Ég syng fyrri partinn fyrir ræðu og hinn síðari eftir ræðu. Það er gam- an og vel til fundið, þykir mér.“ - Bach hljómar alltafjafn vel? „Hann hefur ekki tapað neinu. Ég hef sungið hann á tónleikum í Þýskalandi og í Skálholti, en nú í fyrsta sinn við messu. Þetta er ánægjulegt verkefni íyrir mig að fá að syngja sólókantötu. Ég hef sungið allar sólókantötur Bachs nema eina sem er ósyngjanleg. Þetta er sjaldgæft tækifæri. Eins og að hitta gamlan vin.“ Tilgangur kantötuguðsþjónust- anna í Hallgrímskirkju er að gefa Islendingum kost á að kynnast meistaraverkum Baehs í réttu um- hverfi og samhengi, þ.e. sem hluta af lifandi helgihaldi. Það þótti til- valið að hrinda verkefninu í fram- kvæmd í ár, á 250. ártíð meistarans. Húsfyllir var við fyrstu athöfnina. Næstu verk á Bachdagskrá Hall- grímskirkju eru Aus der Tiefen rufe ich, herr, zu dir, BWV 131, ein af elstu kantötum Bachs, með Scola Cantorum, 12. mars og Uppstign- ingaróratórían, BWV11, með Mót- ettukór Hallgrímskirkju, 1. júm', að ógleymdri Jóhannesarpassíunni, sem verður flutt í dymbilviku. Margrét Bóasdóttir Svava Hrafnkels- dóttir sýnir í Bílar og list ÖNNUR einkasýning Svövu Hrafn- nánii í MHÍ árið 1997 og auk þess kelsdóttur verður opnuð í Bflum og stundaði hún nám í listaakade- list, Vegamótastíg 3, í dag, laugar- míunni í Helsinki 1998. daginn 19. febrúar. Svava lauk Sýningin verður opnuð kl. 16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.