Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 35
LISTIR
Leikhópurinn Norðanljós sýnir f samvinnu við Leikfélag Akureyrar
Skækjan Rósa á fjöl-
unum fyrir norðan
Morgunblaðið/Kristján
Saga Jónsdóttir í hlutverki skækjunnar Rósu í sýningu Leikhópsins
Norðanljósa á Akureyri, en leikritið verður frumsýnt í kvöld.
Morgunblaðið/Kristj án
Saga Jónsdóttir, Edvard Fugle og Helga E. Jónsdóttir bera saman bæk-
ur sínar en þau þijú mynda Leikhópinn Norðanljós og er uppsetning
leikritsins um skækjuna Rósu fyrsta verkefni hópsins.
LEIKHÓPURINN Norðanljós í
samvinnu við Leikfélag Akureyrar
frumsýnir í kvöld, laugardags-
kvöldið 19. febrúar, leikritið
Skækjan Rósa eftir José Luis
Martín Desealzo í þýðingu Örnólfs
Árnasonar.
Um er að ræða einleik og fer
Saga Jónsdóttir með hlutverk
skækjunnar Rósu. Leikstjóri er
Helga E. Jónsdóttir og leikmynd
og búninga gerir Edvard Fuglo, en
hann er frá Færeyjum. Þau þrjú
mynda Leikhópinn Norðanljós, en
nafn sitt dregur hann m.a. af því
að Helga og Saga eru að norðan,
frá Akureyri, og Edvard telst einn-
ig vera að norðan, er frá Klakksvík
í Færeyjum. Feður þeirra stall-
systra, Jón Kristinsson, faðir
Helgu, og Jón Ingimarsson, faðir
Sögu, létu báðir til sín taka á árum
áður hjá Leikfélagi Akureyrar.
Þær Saga og Helga hafa áður
starfað saman að eftirminnilegri
uppsetningu á leikritinu Barpar í
Borgarleikhúsinu. Edvard kom inn
í hópinn með þeim hætti að hann
og Saga kynntust í Færeyjum þeg-
ar hún setti upp leikrit Ólafs
Hauks Símonarsonar, Þrek og tár
árið 1998, en hann sá um leik-
myndina. Hópurinn var myndaður
kringum þessa sýningu, Skækjuna
Rósu, sem reyndar á líka rætur að
rekja norður, er frá norðurhluta
Spánar. Félagarnir þrír töldu alls
ekki óvíst að um yrði að ræða
framhald á samstarfinu. „Við get-
um vel hugsað okkur það,“ sagði
Saga. í leikritinu segir frá mið-
aldra gleðikonu sem býr ein í fel-
um í gömlu hóruhúsi sem búið er
að loka. „í leikritinu segir hún
sögu sína en út í gegnum leikinn
talar hún við Krist, sem þarna er
uppi á háaloftinu hjá henni í formi
risavaxins líkneskis," sagði Helga.
Sagan gerist á Spáni en Rósa
missti foreldra sína í borgarastyrj-
öldinni sem þar geisaði 1936-1939.
„Hún varð fyrir miklum missi og
líf hennar einkennist mjög af þeim
mikla ótta sem býr innra með
henni, hún óttast mjög að missa þá
sem hún elskar,“ sagði Saga um
Rósu sem hún mun túlka á fjölum
Samkomuhússins á Akureyri
næstu vikurnar.
„Þrátt fyrir áföll í lífinu er hún
lífsglöð og skemmtileg og hún hef-
ur sérstaka hæfileika til að lifa af í
hörðum heimi. Hún býr yfir mikl-
um styrk og sál hennar er hrein
þótt það sé í mótsögn við það starf
sem hún sinnir," bætir Helga við.
Kristslíkneskið farið
víða um Norðurlönd
Ákveðinn atburður sem varð í
hóruhúsinu leiðir til þess að því er
lokað en Rósa flýr upp á háaloftið,
þar sem verið hafði griðastaður
gleðikvennanna og þar á hún
stundir með Kristi. Líkneskið sem
notað er í leikritinu á Akureyri er
eftir norskan listamann, Karel
Hlavaty, en hann lést fyrir fáum
mánuðum. Það hefur áður verið
notað víða um Norðurlönd þar sem
þetta.leikrit hefur verið sýnt. Það
hefur hins vegar aldrei verið sýnt á
Islandi þannig að um frumsýningu
á verkinu er að ræða hér á landi.
„Þetta er alls ekki þungt og al-
varlegt verk, þrátt fyrir alvarlegan
undirtón er í því gamansemi og
það er mjög manneskjulegt. Rósa
er kjaftfor og lætur ýmsa hafa það
óþvegið, hún á það til að ræða við
Krist á frjálslegan hátt, en fyrir
henni er Kristur manneskja sem
hún tjáir bæði gleði sína og sorg.
Hún talar líka við hann um skoðan-
ir sínar á þjónum kirkjunnar og á
þjóðfélaginu yfirleitt," sagði Helga.
Saga sagði það vissulega nokk-
urt átak að leika Rósu, það væri
alltaf erfitt að takast á við einleiki.
„Þetta er ögrandi verkefni, þótt
það sé erfitt er það líka mjög
skemmtilegt,“ sagði hún.
Einn fremsti
myndlistarmaður Færeyja
Höfundurinn, José Luis Martin
Descalzo, var Spánverji, hann var
kaþólskur prestur og heimspeking-
ur en starfaði lengst af ævi sinnar
sem blaðamaður og ritstjóri auk
þess að skrifa sögur og leikrit.
Hann vann til fjölda verðlauna á
ferli sínum, en hann lést árið 1991.
Edvard Fuglo er einn af fremstu
myndlistarmönnum Færeyja af
yngri kynslóðinni. Hann opnaði nú
nýlega sýningu á verkum sínum i
Listaskálanum í Þórshöfn - fékk
naumlega leyfi þeirra stallsystra
að bregða sér frá til að opna. Þá er
að koma út þessa dagana bókin
Vængjað myrkur eftir William
Heinesen með myndskreytingum
hans, en Mál og menning gefur
bókina út. Kappkostað verður að
hafa bókina til sýnis og sölu á sýn-
ingum Norðanljósa í Samkomuhús-
inu á Akureyri.
Níu grafík-
listamenn
í Galleríi
Reykjavík
SÝNING níu graffldistamanna verð-
ur opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í
Gallern Reykjavík, Skólavörðustíg
16 og ber sýningin yfirskriftina níu.
Listamennimir em: Bima Matth-
íasdóttir, Guðmundur Ármann, Jó-
hanna Sveinsdóttir, Helgi Snær Sig-
urðsson, Marilyn Herdís Mellk,
Sigurveig Knútsdóttir, Valgerður
Björnsdóttir.Valgerður Hauksdóttir
og Þorgerður Sigurðardóttir.
Sýningin stendur til 4.mars og er
opin virka daga 10 til 18, laugardaga
11 til 16 og sunnudaga 14 til 17.
Grafíklistamennirnir sem sýna í Galleríi Reykjavík.
M-2000
Laugardagur 19. febrúar
NORRUT. Opnun sýningar í
Listasafni ASÍ kl. 16
í Listasafni ASÍ munu fjórar
norrænar listakonur sýna verk
byggð á forsendum veflistar og
þrívíddarskúlptúra. Sýnendur em
Guðrún Gunnarsdóttur (Reykja-
vík), sem sýnir m.a. þráðarskúlpt-
úra, Inger-Johanne Brautaset
(Bergen), Agneta Hobin (Hels-
inki) og Ulla-Maija Vikman (Hels-
inki).
Forskot á sæluna
Kringlan kl. 14
Arnar Jónsson leikari flytur
hluta úr Job - Þjáning manns -
einleik sem fluttur verður í fullri
lengd í Neskirkju 27. og 29. febr-
úar. Kynningamar í Kringlunni,
„Forskot á sæluna“, eru haldnar á
sama tíma hverjum laugardegi
þegar gestum og gangandi er boð-
ið upp á sýnishom af völdum við-
burðum næstu daga.
Nýjar bækur
• ÚT er komin ný útgáfa af ritinu
Stjórnskipunarréttur eftir Gunnar
G. Schram prófessor, aukin og
endurbætt. Ritið
kom fyrst út 1997.
Síðan hefur
stjórnarskránni
verið breytt á sl.
vori. Voru þá
gerðar breytingar
á kjördæmamörk-
um, fjölda þing-
sæta í kjördæm-
um og úthlutun þeirra að loknum
alþingiskosningum. I nýju útgáf-
unni er gerð grein fyrir þessum
breytingum og getið nýrra laga
sem sett hafa verið síðustu árin og
varða stjórnskipun landsins. Má
þar m.a. nefna ný sveitarstjórnar-
lög, lög um veiðar og vinnslu er-
lendra skipa í fiskveiðilandhelg-
inni, breytingar á
dómstólaskipuninni, ný lög um lög-
menn, loftferðir, náttúruvernd,
Háskóla íslands og ný áfengislög,
svo nokkuð sé talið.
í ritinu eru öll ákvæði stjórnar-
skrárinnar skýrð og ítarlega fjall-
að um æðstu stjórn ríkisins, m.a.
völd forseta og ráðherra. Þá er
rætt um gildi alþjóðasamninga í ís-
lenskum rétti, m.a. EES-samning-
inn og þá mannréttindavernd sem
íslendingar og erlendir menn sem
hér búa njóta, og hvernig mann-
réttindaákvæðin veita mönnum
vernd gegn ágangi ríkisvaldsins.
„Hér er um ómissandi rit að ræða
fyrir alla þá sem vilja kynna sér
æðstu lög ríkisins og réttindi og
skyldur borgaranna á grundvelli
þeirra," segir í kynningu.
Höfundur bókarinnar er pró-
fessor í stjórnskipunarrétti og
þjóðarrétti við Háskóla Islands í
Reykjavík.
Háskólaútgáfan gefur bókina út
en hún er 683 bls. að stærð. Verð
kr. 6.500.-
Ljóðakvöldi
frestað
LJÓÐAKVÖLD sem vera átti á
sunnudagskvöld með Hjalta Rögn-
valdssyni á Næstabar er frestað
vegna veikinda.
LISTMUNIR
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð.
Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir
Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason,
Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Þórarin B.
Þorláksson, Kristínu Jónsdóttur og Louisu Matthíasdóttur.
ART CALLERY
Gallerí Fold
:íg 14-
fold@artgalieryfold.com
Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400.