Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 2000 ] MORGUNBLAÐIÐ UÍIU m Eldhús hins vinnandi manns Patrick Gauthier við lokafráganginn áður en diskarnir fara út í sal. Morgunblaðið/Kristinn Sniglar í smjöri, hvítlauk og steinselju eru líklega með þekktari sendiherrum Búrgundareldhússins. Egg að hætti Meurette eru hleypt egg, soðin í rauðvtni. BOURGOGNE eða Búrgund er hér- að sem flestir matar- og vínunnend- ur halda mikið upp á. Þar gefa þrúg- urnar Chardonnay og Pinot Noir af sér einhver mögnuðustu rauðvín og hvítvín veraldar og nöfn eins og Chablis, Pouilly-Fuissé, Beaune, að ekki sé minnst á Montrachet, Cort- on, Clos-Vougeot og Chambertin eru þekkt um allan heim. Frá Búrgund kemur einnig besta matargerðar- sinnep veraldar, kennt við borgina Dijon. Ostamir eiga engan sinn líka og svona mætti lengi áfram telja. Það er því kannski engin furða að gestir skuli hafa fjölmennt á Búrg- undardagana, en gestafjöldinn í þessari árlegu héraðaviku Holtsins og Franska sendiráðsins, mun aldrei hafa verið meiri og mun færri komist að en viidu. Að venju er það franskur gesta- kokkur, sem sér um matargerðina, að þessu sinni Patrick Gauthier er rekur veitingastaðinn La Madeleine í Seng, í norvesturhluta Búrgundar. Gauthier segist hafa hlotið klassíska menntun og starfsþjálfun og að námi loknu haldið til Parísar, þar sem hann vann á veitingastöðunum Tour d’Argent, Ledoyen og La Marée, sem allir eru í hópi þekktustu veit- ingastaða borgarinnar. Arið 1990 sneri hann aftur á heimaslóðirnar og opnaði La Madel- eine og nokkru síðar vínbarinn Crieur de Vin. Er vínbarinn kenndur við stétt manna, er gekk um götur þorpanna í Búrgund á þriðju öld og hrópuðu nöfn á þeim vínum er þeir höfðu til sölu. Fyrir skömmu opnaði svo Gauthier, ásamt japönskum vini sínum, vínbar í Nagano í Japan, er ber sama nafn. Madeleine er veitingastaður í dýr- ari kantinum, þar sem meðalverð máltíðar er um 500 frankar og á síð- asta ári hlaut Gauthier fyrstu Michel- in-stjömu sína, sem er æðsta mark- mið flestra franskra veitingamanna. Hann segir sjálfur að í huga sínum sé það tvennt sem skipti máli, annars vegar reksturinn og hins vegar stjörnumar. Hann segir samstarfið við Holts- menn hafa gengið einstaklega vel, eldhúsið sé vel skipulagt og franskm- andi yfir vötnum. Þá hafi það komið honum á óvart hversu gott úrvalið af Búrgundardagar hafa verið á Hótel Holti þessa vikuna og stjörnu- kokkurinn Patrick Gauthier séð um matar- gerðina. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann um Búrgund og matargerð héraðsins, sem upprunalega þróað- ist sem eldhús bænda er unnu langan vinnudag við erfiðar aðstæður. Búrgundarvínum hafi verið, nærri liggi að öll helstu vín héraðsins séu á vínlistanum. Jafnvel sé allt fljótandi í ákveðnum Grand Cm Chablis-vínum sem veitingastaðir í Búrgund eiga erfitt með að fá meira en sex flöskur af. Gauthier hefur sjálfur reynt að vera mikið í salnum, skera osta handa gestum og bera fram rétti. Hann segir að þótt það hamli sér vissulega að tala einungis frönsku sé ljóst að áhugi gesta á Frakklandi og mat og matargerð sé mikill. Hann segir matseðilinn, sem hann býður upp á, ekki beint í anda þeirr- ar matargerðar, sem hann sé með á Madeleine. Hún sé nýtískuleg og ekki í hreinum Búrgundarstíl. Hér hafi hann ákveðið að kynna seðil, sem sýni nokkra af þekktustu rétt- um héraðsins, hina sígildu matar- gerð og frægustu hráefnin. Hráefni á borð við snigla og sinnep, rétti á borð við hana í víni og pain épices. „Ég vildi reyna að koma öllum helstu hrá- efnum okkar á einn matseðil. Á mat- seðil, sem sýnir hver kjarni Búrg- undar er. Líklega er fátt sem sýnir það betur en l’oeuf fagon Meurette. Eggin eru brotin og sett í sjóðandi vín. Borin fram með crouton (eins konar tvíböku) og vínsósu er hefur verið soðin niður. Með þessu sveppir og beikon. Þetta er einföld matar- gerð, sveitaleg og svolítið þung. Búrgund er sveitahérað þar sem fólk hefur ávallt unnið mikið úti. Jafnvel á vetuma, þegar frostið er mikið, eru menn úti allan daginn, að snyrta vínviðinn fyrir vorið. Þetta hefur haft áhrif á þá matargerð sem þróast hef- ur í héraðinu. Einnig notum við mik- ið af smjöri og mikið af víni. Þetta er svo sem ekkert megrunarfæði." Þrátt fyrir það nýtur matargerð Búrgundar mikillar hylli, enda er hún um margt kjarni hins franska eldhúss. Gauthier segir að þegar spurt sé um hið franska eldhús sé það fyrsta sem mörgum detti í hug nöfn á borð við Joel Robuchon og Tour de l’Argent. Þegar spurt sé um mat myndu líklega margir nefna baguette-brauðin, camembert-ost- ana frá Normandie og síðan Búrg- undarrétti á borð við Coq au Vin eða hana í víni. „Vínin koma líka ávallt upp og þau er í raun ekki hægt að skilja frá mat- argerðinni. Ég held að Búrgund sé að mörgu leyti mjög dæmigerður fulltrúi Frakklands," segir Gauthier. Hvað varðar þróun franska eld- hússins almennt segir Gauthier að nú sé í gangi stefna sem byggist á einfaldleikanum en jafnframt mikl- um rannsóknum og vangaveltum um bragð rétti. „Menn eru ekki lengur að blanda brögðum eins mikið saman heldur reyna þess í stað að ná sem mestu úr tilteknu bragði. Þetta er erfitt en einnig mjög spennandi. Lík- lega er Robuchon sá sem hefur náð lengst á þessu sviði, en hann leitar ávallt að einföldustu lausninni, en jafnframt þeirri áhrifamestu. Gauthier kom reyndar nýlega fram í sjónvarpsþætti, sem Robuchon stjómar og sýndi fimm Búrgundaruppskriftir. Robuchon rak um árabil rómaðasta veitinga- stað Frakklands (í sextánda hverfinu í París, sem nú er rekinn í nafni Alain Ducasse) og var talinn besti mat- reiðsiumaður veraldar. Hann ákvað hins vegar að draga sig í hlé á toppn- um fyrir örfáum árum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Sjónvarps- þættir hans á FR3-stöðinni eru með- al þess en þar fær Robuchon þekkta kokka til að sýna áhorfendum ýmis brögð, sem geta komið sér vel í eld- húsinu. Njóta þættimir gríðarlegra vinsælda. Gauthier segir þetta mjög þarft framtak hjá Robuchon, enda mun minna um það en áður að menn læri að elda undir handleiðslu foreldra eða ömmu sinnar. Sjónvarpið opni möguleika á að miðla þessari þekk- ingu áfram en annars væri hætta á að smám saman myndi draga úr fæmi Frakka í heimiliseldhúsinu með hverri kynslóð og þá væri voð- inn vís. | Mundu draum þinn Draumstafir Kristjáns Frímanns í BÓKINNI „Memories, Dreams, Reflections“ sem Carl G. Jung gaf út undir lok starfsferils síns segir hann meðal annars (lausleg þýðing og endursögn mín) um drauminn: „Draumurinn er lítil dulin hurð í innsta og leyndasta kima sálarinn- ar sem opnar dyrnar að þeirri kosmísku nótt sem sálin var áður en egóið eða ég - meðvitundin kom til sögunnar. Draumurinn eða litla hurðin mun ætið vera söm við sig þótt egóið þenji sig yfir þenn- an kosmíska vemleika og blási meðvitundina upp... Allt meðvitað skilgreinir sig við sjálft sig; en draumurinn setur lík- ingar sem era sannar á alheims- vísu og lýsa manni eilífðarinnar frá fyrstu framnótt hans á jörð. Maðurinn er enn í dag þessi sama frumheild og hluti náttúrannar þrátt fyrir alla eigingirni egósins og tilburði til yfirtöku. Draumur- inn rís stöðugt úr myrku djúpi vit- undar eins og fuglinn Fönix úr öskunni þótt egóið reyni á sinn barnalega, hranalega og ótaktíska hátt að kæfa drauminn og stinga títuprjóni í fiðrildið kosmíska." í grískri goðafræði var sálinni líkt við unga stúlku með fiðrildis- vængi og var hún talin vera ást- mær Erosar. Kjarni málsins liggur því í draumi þínum um nætur. Þangað getur þú sótt sanna vitneskju um sjálfa/n þig, eflt þroska þinn og andlegt lif fyrir átök meðvitundar- innar við daglegt líf, ástir og svik, sem og tæknibyltingar nútímans. Mundu draum þinn. „Tonga“ sendi þennan draum Ég var stödd niðri í fjöra. Með mér var maður - ókennilegur. Við þurftum að fara ákveðna leið yfir í aðra fjöra sem var talsvert langt í burtu. Eina leiðin þangað var eftir klettabrú sem var á milli tveggja kletta og var bara hægt að fara brúna þegar fjara var því annars flæddi sjórinn yfir brúna. Við þurftum að flýta okkur áður en þetta gerðist og lögðum af stað. Við þurftum að klifra upp klett til að komast upp á brúna og það vora höggvin þrep í klettinn og þar fór „maðurinn" en ég kleif upp við hliðina, en þar höfðu mótast för sem vora ekki eins auðveld uppgöngu. Við komumst yfir brúna í hina fjöruna. Það sem við þurftum að gera þar var að ná í stein, venjulegan stein, ávalan sem passaði okkur vel í lófa. Til að ná í hann þurftum við að fara út á tanga sem var þarna og gekk sjór- inn þar yfir og leiðin var grýtt yf- irferðar. Við náðum steininum og voram einhverja stund þarna og Mynd/Krisfián Kristjánsson Draumurinn er gáttin til kosmískra fiðrilda næturinnar. uppgötvuðum þá að við voram að verða of sein til að komast yfir aftur áður en flæddi yfir. Ef við mundum bíða eftir næstu fjöru væri komið myrkur og þá væri hættulegt að fara yfir. En ég : -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.