Morgunblaðið - 19.02.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 39
Vísindavefur Háskóla íslands
Liffæri eldast mishratt
VISINDI
Umferð á Vísindavefnum
er bæði mikil og stöðug
og greinilegt að almenningur í landinu hefur mikinn
áhuga á vísindum og fræðum í þeirri mynd sem þarna
stendur til boða, að sögn Þorsteins Vilhjálmssonar
prófessors. Heimsóknir á vefsetrið losa nú 40 þúsund,
spurningar eru komnar á sjötta hundrað og birt svör
voru orðin 65 síðastliðinn miðvikudag.
www.opinnhaskoli2000.hi.is
Af hverju eldumst við?
SVAR: Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkams-
starfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það
hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn
sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil
umhverfís- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið göm-
ul en hjartað ungt! Við fæðingu er maðurinn ríkulega
búinn líkamsvefjum en gengið er á þá eftir því sem á æv-
ina líður. Þannig þola aldraðir æ minna álag með árunum
og er það eitt af höfuðeinkennum ellinnar. Talið er að
ellin eins og hún birtist skýrist að hálfu til tveimur þriðju
hlutum af umhverfisáhrifum, t.d. mataræði, mengun, -
og að einum þriðja til helmingi af erfðaþáttum.
Ellibreytingar lýsa sér gjarnan sem fæmiskerðing,
það er í minnkaðri hæfni einstaklingsins til þess að ann-
ast athafnir daglegs lífs, svo sem að ganga, klæða sig,
baða sig og skylda hluti. Talað er um aldurstengdar
breytingar í líffærum, en þeim til viðbótar koma síðan
sjúkdómar og áhrif af lyfjanotkun. Dæmi um aldurs-
tengdar breytingar er beinþynning og minni hámarks-
hjartsláttartíðni við áreynslu. Heimsmet í maraþoni sem
nú er innan við 2 klst. og 10 mínútur eru gjarnan sett af
þeim sem eru á aldrinum 25-30 ára. Heimsmet í mara-
þoni aldraðra er um 4 klst. Þessi munur skýrist af ald-
urstengdum breytingum, þar sem aðeins þeir sem frískir
eru ná því að setja heimsmet í íþróttum. Hins vegar má
ekki rugla saman kyrrsetubreytingum og ellibreyting-
um, en þeim líkir mjög saman. Þannig er margt af því
sem við sjáum og virðist við fyrstu sýn vera elli ekki svo,
heldur fyrst og fremst vegna þess að viðkomandi hreyfir
sig ekki. Regluleg líkamsrækt er því besta yngingarmeð-
alið og hefur jákvæð áhrif á alla líkamsstarfsemi.
Einstaklingar hefðu mikiar líkur á því að deyja, jafn-
vel þó að þeir myndu ekki eldast. Slíkir einstaklingar
létu lífið vegna sjúkdóma, hungurs eða slysa og það væri
ekki þrýstingur á að varðveita breytingar í genum sem
hefðu skaðleg áhrif seint á ævinni. An elli væri dánar-
tíðnin óháð lífaldri. Segja má að hönnun mannslíkamans
gangi út á það að tryggja að maðurinn geti átt afkvæmi
og komið því á legg, jafnvel þó að sú hönnun leiði tii
óhagstæðra áhrifa síðar á ævinni.
Þróunarkenningar spá því að nærri allar tegundir sýni
ellibreytinga, þar sem dánaráhætta vex með tímanum.
Þannig muni sum gen varðveitast umfram önnur með
tímanum af tveimur ástæðum. í íyrsta lagi væri þrýst-
ingur á að varðveita gen sem hefðu hagstæð áhrif
snemma á ævinni og þau gerðu þá meira en bæta upp
hugsanleg skaðleg áhrif síðar á ævinni. í öðru lagi væri
enginn þrýstingur á að eyða genum sem hefðu áhrif,
jafnvel skaðleg, mjög seint á ævinni. Sem dæmi mætti
nefna að gen sem veldur kalkútfellingum getur stuðlað
að hraðri beinabyggingu til þess að tryggja hreyfanleika
snemma á ævinni, sem er jákvætt, en leitt síðar á ævinni
til æðakölkunar, sem er óhagstætt.
Hjá manninum fara ellibreytingar fyrst að gera vart
við sig um 30 ára aldurinn, setja mark sitt á manninn eft-
ir 50 ára aldur og verða áberandi um eða eftir 70 ára ald-
ur. Þá eru börnin löngu flogin að heiman og hafa eignast
sín eigin böm. Og maðurinn sem tegund þróast áfram.
Pálmi V. Jónsson
Af hverju er snjórinn hvítur?
Spyrjandi: Hrund Ólafsdóttir 15 ára og Elsa Gehringer
Magnúsdóttir 14 ára
SVAR: Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400-700
nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr
millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við
sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim
lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldu-
lengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljós.
Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjöl-
breytta lögun. Hver stakur kristallur er gegnsær en
speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á
hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af
geislun. Þar sem kristallamir snúa á ýmsa vegu dreifist
þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á
fyrsta snjókomi sem geislinn mætir speglast á þeim
næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst
allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti,
óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu.
Eftir að skyggja tekur ber meira á bláa litnum en þeim
rauða í þeirri birtu sem eftir er, svo að snjórinn fær þá
blárri áferð í rökkrinu. Undir Ijósastaur með natrínpem,
sem lýsir með gulleitu ljósi, dreifir snjórinn því ljósi sem
á hann fellur og virðist því gulur.
Jöklafarar og aðrir sem em á ferð í sólskini og snjó
þurfa að verja sig sérstaklega gegn birtuálagi frá snjón-
um vegna þess að hann endurkastar einmitt nær öllum
geislum sem á hann falla.
Þegar snjórinn bráðnar og verður að vökva kann okkur
að virðast undarlegt hvað verði um „þetta hvíta“. En þá
hverfa kristallafletimir sem stóðu að margspegluninni
sem dreifði ljósinu og í staðinn endurkastast hluti ljóssins
á einfaldan hátt frá yfirborði vatnsins og hinn hluti þess
fer á jafneinfaldan hátt gegnum vatnið. Hvíti liturinn
hverfur. Það sama gerist ef snjórinn þjappast nægilega
saman til að mynda stærri ískristalla eins og sést í blá-
leitu stáli skriðjökla.
Sami spyijandi lagði einnig fram þá spurningu, af
hveiju við getum séð sjálf okkur í spegli. Við höfum kosið
að svara þessum spumingum í tvennu lagi en lesandinn
getur gert einfalda tilraun sem skýrir það sem sagt hefur
verið í báðum svörunum um gegnsæ efni, dreift endur-
varp, gráa og hvíta fleti:
Fylltu glært glas að fjórðungi með vatni og lýstu frá
hlið með rauðum bendigeisla gegnum vatnið. Fylgstu
með geislanum ofan frá þegar dropum af mjólk er bætt í
vatnið. Við iyrstu dropana verður vökvinn gráleitur og
geislinn sýnilegur í vökvanum. Þegar meiri mjólk er bætt
í dofnar geislinn þegar innar dregur í glasið og meira hef-
ur dreifst úr honum í allar áttir, og vökvinn tekur á sig
hvítara yfirbragð.
Ari Ólafsson
hugsaði, það verður aldrei algjört
myrkur, það var eitthvað sem gaf
daufa skímu, lok.
Ég held ömgglega að við höfum
komist auðveldlega yfir því það
var eitthvert framhald þar sem
var fólk úr fortíð minni sem ég var
boðin heim til.
Ráðning
Eins og áður hefur komið fram
em flestir draumar táknmyndir
einhvers annars en þess sem þeir
birta og því má ekki taka alla
drauma bókstaflega, þótt sumir
séu reyndar hreinir og beinir.
Táknmyndirnar sem draumamir
vísa eru oft af líkum meiði, eins
konar þema og túlka iðulega
ákveðið ferli. Draumur þinn er
svoleiðis þemadraumur og byrjar
á gmnninum í þér sem sjórinn
speglar. Maðurinn sem fylgir þér
er skuggi þín sjálfs, sá skuggi get-
ur verið þinn Animus eða ímynd
þeirra karlmannlegu þátta sem í
þér búa. Þannig má segja að mað-
urinn í draumnum sé þín hægri
hönd. För ykkar yfir klettabrúna
úr einni fjöra í aðra sýnir að þú
stendur á tímamótum. Brúin með
tilhöggnu förunum sem maðurinn
fer, segir að fyrri för þín (líf þitt
til þessa) hafi verið ömgg og
gengið vel fyrir sig. Steinninn sem
þú þarft að finna bendir á að þú
hafir lagt talsvert á þig að meitla
líf þitt og þinna nánustu til að
ferðin yfir lífsbrúna gengi sem
best. En nú em skil. Að taka sér
nýja ferð á hendur yfir brúna í
aðra fjöm (annað líf) með öllu því
sem til þarf (öragg þrep, nýjan
stein og tíma) dregur úr þér mátt
og þú ert hrædd um að þú náir
ekki yfir til að skapa þér ný
markmið og nýtt líf. En á sama
tíma sérðu að takir þú ekki af
skarið en bíðir næstu fjöm, geti
lífið orðið daufleg vist og ófrjó á
eintali við sjálfan sig. Þér hentar
því væntanlega best að einbeita
þér að steininum sem þú fannst
úti á nesi og gleyma myrkrinu.
• Þeir lesendur sem viljn fá
druumn si'/ia birta og ráðna sendi
þá með fullu na fni, fæðingardcgi
og ári ásamt heimilisfungi og
dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Rcykjnvík
eða á heimasíðu Draumalands-
ins: www.dreamland.is
Folic Acid
400 mcg
IteP'ö U5P
250 TABLETS
Fólinsýra fyrir
barnshafandi konur
BApóiekið Smáralorgi • Apóíekió Spðngimii
Apótakið Kringiurmi* Apótnkid Smídjuvsgi
Apótekið Suðurströnd«Apótekið Idufefli
Apótukiö Hagkaup Skcifunni
Apðtekið Heflkaup Akureyn
Haínarfjarðar Apótek
Apótekið Nýkaupum Moaíelisbai
Kringlcan er
vidburða- og upplýsingamidstöd Reykjavíkur,
menningarborgar Evrópu árid 2000.
KyiKcÁi
P H R SEMyil
AÁ
MEKNINfiADIORS
EVRÓPU ARIO 2000
Nánari upplýsingar á þjónustuborði.
Sýnl verður kl. 14 brot úr
leikrsenni uppfærslu Jobsbókar
Gamla testamenlisins sem frumsýnd
verður i Neskirkju 27. febrúar.
Leikflutningur: Arnar Jónsson.
Tónlist: Áskell Mássen.
UPPLÝSINERSiMI 5 8 B 7 7 B 8 SKRIFSTOFUSlMI 5E 8 9 2 0 0