Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 42

Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 42
42 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 43 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERÐBOLGA OG MATVÖRU- MARKAÐUR IUMRÆÐU síðustu vikna um vaxandi verðbólgu í landinu hafa menn ítrekað gert því skóna, að minnkandi sam- keppni á matvörumarkaði eigi sinn þátt í þeirri þróun. í Pen- ingamálum, riti Seðlabankans, sem er nýkomið út, er fjallað um verðbólguþróunina og er mismunur innlendrar og er- lendrar verðbólgu m.a. rakinn til verðjiróunar innlendra og erlendra matvæla, sem skilji á milli Islands og helztu við- skiptalanda. Að mati Seðlabankans virðist verðþróun inn- lendra og erlendra matvæla hér á landi einkennilega sam- stiga, þrátt fyrir að erlend verðþróun matvæla sé allt önnur og töluverðar gengisbreytingar hafi átt sér stað, sem ætla mætti að leiddu til verðlækkunar á innfluttum matvælum. Orðrétt segir í Peningamálum: „Sá munur sem er á verðhækkunum á mat- og drykkjarvör- um á íslandi og í helstu viðskiptalöndum verður ekki heldur skýrður með gengisþróun krónunnar, enda hefur gengi henn- ar hækkað gagnvart vegnu meðaltali gjaldmiðla viðskipta- landanna og mest gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Það er því eðlilegt að leita skýringa í mikilli innlendri eftirspurn og umskiptum á innlendum matvörumarkaði, t.d. samruna fyrir- tækja sem kann að hafa dregið úr verðsamkeppni og leitt til hærri álagningar." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem rekur stærstu keðjur matvörumarkaða, vísar því^ á bug, að sam- keppni á matvörumarkaði hér sé að minnka. I grein hér í blað- inu í febrúarbyrjun rekur hann verðhækkanir til mikilvægra mat- og drykkjarvöruframleiðenda, svo miklar að kaupmenn geti ekki tekið þær allar á sig. Jón Ásgeir leggur til í grein sinni, að tekin verði upp heildsöluvísitala hér á landi eins og víða erlendis og telur, að með því verði unnt að meta rætur verðhækkana og koma umræðunni á vitrænan grunn. Hækkun matvöruverðs skiptir heimilin í landinu að sjálf- sögðu miklu máli og áhrif hennar á neyzluverðsvísitöluna. Ekki verður fram hjá því mati Seðlabankans gengið, að gengishækkun krónunnar eigi að stuðla að lækkun á innflutn- ingsverði matvæla. Full ástæða er því til að leiða í ljós, hvort hækkanir matvælaverðs hafi verið óeðlilegar að undanförnu og samruni fyrirtækja á markaði hafi dregið úr því aðhaldi, sem frjáls samkeppni veitir, eða hvort skýringanna sé að leita á öðrum vettvangi. FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS EKKI er nema tæpt ár síðan samningur um byggingu og fjár- mögnun fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ var undimtað- ur á milli Reykjanesbæjar og íslenskra aðalverktaka hf. I dag, hinn 19. febrúar, vígja Reyknesingar þetta mannvirki, Reykja- neshöll, fyrsta hús sinnar tegundar hér á landi, sem þeir af mynd- arskap hafa komið upp á hreint ótrúlega skömmum tíma. Samkvæmt fréttum sem birtust hér í Morgunblaðinu fyrir tæpu ári var byggingarkostnaður hússins áætlaður um 370 millj- ónir króna og samningurinn gerði ráð fyrir að Reykjanesbær leigði húsið af Verkafli hf., dótturfyrirtæki íslenskra aðalverk- taka, fyrir 27 milljónir króna á ári. Landsbanki íslands sá um fjármögnun verkefnisins. Það var nýmæli hvemig Reykjanesbær stóð að fjármögnun þessa verkefnis og kallaði fram nokkra gagnrýni minnihluta bæj- arstjómar Reykjanesbæjar á liðnu ári. Þær röksemdir meirihlutans, að bæjarfélagið vildi fremur festa eigið framkvæmdafé sem bæjarfélagið hafði til umráða í þau forgangsverkefni að ljúka einsetningu skóla í bæjarfélaginu og hefja framkvæmdir við fyrsta frárennslisáfangann, virðast hafa staðist fyllilega. Þetta fjölnota íþróttahús, sem í er stærsti íþróttavöllur lands- ins innanhúss, er 108 m á lengd og 72,6 m á breidd. Lofthæð við hliðarlínu er um 5,5 m en 12,5 m yfír miðjum vellinum. Mesta nýmæli þessarar byggingar er ugglaust knattspymu- völlurinn í fullri stærð, með gervigrasi, sem verður til þess að æf- ingaaðstaða öll fyrir knattspymumenn tekur stakkaskiptum til hins betra. Eins er af hinu góða hversu fjölþætt starfsemi getur farið fram í hinu nýja mannvirki, Reykjaneshöll, vegna þess að hægt verður að leggja á gervigrasið fljótandi parket, eftir þörf- um, þannig að aðrar íþróttagreinar en knattspyma eiga einnig að njóta góðs af. Þá gefa mikil lofthæð og stór gólfflötur einnig möguleika á að annars konar starfsemi fari fram í Reykjaneshöll, svo^sem hvers konar sýningarhald. Ástæða er til þess að óska Reykjanesbæ og íþróttaáhugafólki til hamingju með mannvirkið sem Reyknesingar vígja í dag og mun það vonandi í bráð og lengd efla íþrótta- og menningarlíf þessa kraftmikla bæjarfélags. Stefnt að skilvirkari stjórnun með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík Sterkari staða í er- lendri sam- keppni Markmið sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík er að veita fleiri sjúklingum enn betri þjónustu. Jóhannes Tómasson kynnti sér nýtt skipurit sjúkrahúsanna og Davíð Logi Sigurðsson sat fund á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem starfsmönnum voru kynntar breytingarnar. Morgunblaðið/Sverrir Nýtt skipurit siúkrahúsanna í Reykjavík kynnt. Frá vinstri: Sveinn Magn- ússon, Davíð A. Gunnarsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Guðný Sverrisdóttir og Magnús Pétursson. Landspítalinn - háskóla sjúkrahús STEFNT er að því að farið verði að vinna eftir nýju skipuriti fyrir sjúkrahúsin í Reykjavík sem sameinuð verða næstu daga og að 1. maí verði búið að ráða í lykilstöður samkvæmt skipuritinu. „Þetta eru merk tímamót og við fáum með þessu sterkari stofn- un og sterkara heilbrigðiskerfi," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra meðal annars er nýja skipulagið var kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Fram kom í máli ráðherra að 12. janúar hefði hún beðið nýja stjómar- nefnd spítalanna um tillögur að nýju skipuriti. Þær hefði hún fengið í fyrradag og kynnt í ríkis- stjóm í gærmorgun. „Þetta þýðir að sjúkra- húsin í Reykjavík verða sameinuð og er markmiðið með nýju skipuriti að gera stjómun og starfsemi sjúkrahúsanna skilvirkari til að bæta enn þjónustuna og nýta tækni og hæft starfsfólk okk- ar ennþá betur því við eram í sam- keppni við erlend sjúkrahús um starfsfólkið. Við viljum vera í farar- broddi, fyrst og fremst fyrir sjúkling- ana og tryggja þeim bestu þjónustu sem hægt er að fá og öllum sjúkling- um aðgang að þjónustu,“ sagði ráð- herra. Hún sagði að hér væri um gíf- urlega breytingu að ræða; samkeppni hefði til dæmis ríkt milli spítalanna um fjármagn en nú væri unnt að mæta betur kröfum um að spítalarnir byggju jafnan yfir sem mestri tækni og nýjungum í læknisfræði. Markmið sameiningarinnar væri ekki fyrst og fremst sparnaður heldur að geta veitt fleiri sjúklingum enn betri þjónustu. Ingibjörg Pálmadóttir kvaðst hafa unnið markvisst að samhæfmgu starfs sjúkrahúsanna í Reykjavík og að stærsta skrefið hafi verið tekið á þeirri braut í desember 1998 þegar Reykjavíkur- borg samdi við ríkið um yfirtöku á rekstri Sjúkrahúss Reykja- víkur. í kjölfar þess hafi verið ráðinn einn forstjóri, sjúkrahúsunum sett ein stjórnamefnd í desember 1999 og sameining nú ákveðin. Guðný Sverrisdóttir, formaður stjómar sjúkrahúsanna, sagði ekki mjög skilvirkt að hafa tvær fram- kvæmdastjómir yfir sjúkrahúsunum og því hefði það fljótlega orðið ofaná í stjórnamefndinni að hún skyldi vera aðeins ein. í framhaldi af ósk ráð- herra hefði stjórnin síðan unnið tillög- ur að nýju skipulagi ásamt forstjóra. Kvaðst hún sannfærð um að samein- ing sjúkrahúsanna leiddi til sérhæf- ingar, styrkti starf þeirra og búast mætti við samlegðaráhrifum í mörg- um þáttum rekstrarins. Sex manna framkvæmdastjórn Nýtt skipurit gerir ráð fyrir einum forstjóra, sem er Magnús Pétursson, en hann var skipaður í stöðu sína til fimm ára. í framkvæmdastjóm sitja auk hans lækningaforstjóri, hjúkmn- arforstjóri og þrír framkvæmdastjór- ar; fjámeiða- og upplýsinga; tækni og eigna og kennslu og fræða. Ráðið er í allar stöður í framkvæmdastjóm til fimm ára. Framkvæmdastjóm fer með rekstur og skipulagningu á starf- semi spítalans, ber sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum framkvæmda- stjómar nema úrlausn þeirra sé falin einstökum framkvæmdastjórum sam- kvæmt stjómskipulagi eða í erindis- bréfum. Einn framkvæmdastjóranna er staðgengill forstjóra og gegnir því starfi ár í senn. Stöður framkvæmda- stjóranna verða auglýstar á næstu vikum. Starfsemi spítalans skiptist í svið, deildir og starfseiningar og bera sviðstjórar og forstöðu- menn ábyrgð á rekstri þeirra gagn- vart framkvæmdastjórn og fram- kvæmdastjóram. Þremur skrifstofum verður falið að sinna ákveðnum svið- um: Fjárreiðum og upplýsingum; tækni og eignum og að síðustu kennslu og fræðslu. Ýmsar mannabreytingar Gera má ráð fyrir nokkmrn manna- breytingum miðað við núverandi stöður. Lækningaforstjórar nú em Jóhannes M. Gunnarsson á SHR og Þorvaldur Veigar Guðmundsson á Landspítala. Þorvaldur lætur af störfum næsta sumar fyrir aldurs sakir. Hjúkmnarforstjórar em Anna Stefánsdóttir á Landspítala og Sig- ríður Snæbjömssdóttir á SHR. Staða forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur verður lögð niður en henni hefur gegnt Jóhannes Pálma- son. Magnús Pétursson segir að aðrir sem setið hafa að undanfömu í fram- kvæmdastjóm, þ.e. Ingólfur Þóris- son, aðstoðarforstjóri Landspítala, Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri SHR, og Pétur Jónsson fjármála- stjóri muni hverfa aftur til fyrri starfa. Magnús Pétursson benti á að þjón- usta sjúkrahússins yrði með ferns konar móti: í fyrsta lagi hefðbundinn rekstur eins og verið hefði með ein- stök svið, svo sem fyrir handlækning- ar, lyflækningar, bamalækningar og svo framvegis. í öðra lagi sagði Magnús að haldi yrði áfram þeirri stefnu að gera þjónustusamninga þar sem slíkt ætti við, t.d. á sviði öldmn- ariækninga og endurhæfingar, stefnt væri að því í þriðja lagi að Blóðbank- inn og rannsóknastofur yrðu með sjálfstæðan rekstur og að lokum mætti ímynda sér að stofnuð yrðu hlutafélög eða sjálfseignarstofnanir um ákveðna rekstrarþætti. Næstu skref í sameiningarvinnunni auk útgáfu reglugerða, segir Magnús vera viðræður við sviðstjóra um fram- vindu mála en vegna stærðar svið- anna sagði hann hugsanlegt að þeim yrði skipt eitthvað upp eftir sérgrein- um. Til dæmis yrði starfsemi samein- aðs handlækningasviðs mjög um- fangsmikið með veltu á þriðja milljarð króna. Benti Magnús á að ákveðinn sveigjanleiki yrði að ríkja í skipulagi sviða og deilda og mikilvægt væri að múrar væra ekki alltof háir. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að- spurð að nauðsynlegtværi að rfldsstjómin markaði stefnu varðandi hugsan- lega byggingu nýs sjúkra- húss. Ráðherra sagði rétt að taka núna stefnumót- andi ákvörðun um uppbyggingu sjúkrahúsanna í Reykjavík í fram- haldi af sameiningunni og benti jafn- framt á að margir yrðu að koma við sögu við slíka ákvörðun. Stöður auglýstar á næstu vikum Marka þarf stefnu um nýtt sjúkrahús Nýtt skipurit kemur starfsfólki sjúkrahúsa ekki í opna skjöldu Telja mestu máli skipta að veita góða þjónustu Morgunblaðið/Sverrir Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, kynnti sameiningaráformin fyrir starfsmönnum í gær. Á KYNNINGARFUNDI sem haldinn var með starfsmönnum Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær um nýtt skipurit og sameiningu stóm sjúkrahúsanna f Reykjavík vom tilfærslur á sjúkradeildum og aðrar hugsanlegar breytingar á starfsemi spftalans ofarlega í hugum fólks en að öðra leyti komu áformin ekki á óvart enda hafa þau átt sér nokkurn aðdraganda, eins og fram kom í kynningu Jóhannes Pálmason- ar, framkvæmdasljóra sjúkrahúss- ins, á fundinum. Jóhannes fór í upphafi lauslega yf- ir þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á skipuriti sjúkrahúsanna í kjöl- far sameiningarinnar. Sagði hann að ný og sameiginleg yfirstjórn myndi vonandi taka til starfa með vorinu þegar búið væri að ráða í helstu stöð- ur, en þær yrðu a.ö.l. auglýstar laus- ar til umsóknar innan skamms. Jóhannes vakti máls á þvf að enn væri ekki búið að finna nafn á hið sameinaða sjúkrahús. Ýmsar hug- myndir hefðu þó heyrst, einn gár- unganna hefði t.d. stungið upp á Húsi andanna. Sagði Jóhannes að góðar tillögur væra áfram vel þegnar enda mikilvægt að finna gott nafn sem gæti nýst inn í nýja öld. Fundurinn sem haldinn var f mat- sal Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær var vel sóttur, en hliðstæðir fundir vora haldnir á sama tíma á öðrum stofnun- um sjúkrahúsanna tveggja víðs veg- ar um borgina. Virtust þau tfðindi sem Jóhanncs flutti starfsmönnum Sjúkrahúss Reykjavíkur ekki koma á óvart. Jó- hannes var þó spurður hvaða breyt- ingar menn sæju fyrir sér á neðri stigum skipuritsins þegar fram liðu stundir og sagði hann það enn ekki liggja fyrir. Enginn þyrfti þó að ótt- ast um starfsöryggi sitt, jafnvel þótt einhverjir fengju kannski nýjan starfstitil. Fyrst og fremst væri um sviptingar að ræða á efri lagi skipu- ritsins. Ennfremur velti fólk fyrir sér hvort byggja ætti nýtt sjúkrahús í 4 kjölfar sameiningarinnar en Jóhann- es sagði enga ákvörðun liggja fyrir um það. „Ég held þó að þessi ákvörð- un hljóti að opna augu manna fyrir þeirri nauðsyn," sagði hann og benti á að nægj: landrými væri fyrir hendi, bæði í Fossvogi og eins fengi Land- spítalinn aukið rými þegar Hring- braut yrði færð. Loks var Jóhannes inntur eftir því hvort gert væri ráð fyrir tilfærslum á deildum og þó að hann segði að við slíkum breytingum mætti svo sem búast, sem lið í þeirri hagræðingu sem af sameiningu hlytist, ætti alveg eftir að fjalla nánar um þau mál. í samtölum blaðamanns við starfs- fólks sjúkrahússins kom fram að menn hefðu nú vitað að hverju stefndi, ekki síst eftir að ákveðið var að spítalarnir tveir skyldu starfa undir einni stjórnarnefnd. Sögðu þau Hrafn Óli Sigurðsson hjúkranar- framkvæmdastjóri og Magnea Vil- hjálmsdóttir, aðstoðardeildarstjóri æðaskurðlækningadeildar, að menn biðu einkum eftir því að sjá hveijir réðust í framkvæmdastjórn hins sam- einaða sjúkrahúss. Þar væru jú tveir fyrir um hveija stöðu sem í boði yrði. Þau töldu þó ekki að rígur yrði upp á borðinu milli sjúkrahúsanna að þessu leyti. Allir væra sammála um að það skipti meginmáli að veita sjúklingum sem besta þjónustu þótt vissulega mætti vænta þess að ein- hveijir vaxtaverkir fylgdu samein- ingunni. Hér væri verið að steypa saman tveimur stórum stofnunum. Samkomu- lagum kennslu og rannsóknir REKTOR Háskóla íslands, Páll Skúlason, og Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna, undir- rituðu eftirfarandi viljayfirlýs- ingu 15. febrúar síðastÚðinn um samstarf stofnananna um kennslu og rannsóknir. Samstarf um kennslu og rannsóknir „Vegna nýrra laga um Há- skóla Islands og stjórnskipulags- breytingar sjúlö-ahúsanna í Reykjavík, hafa forstöðumenn þessara stofnana ákveðið að gera formlegt samkomulag er lýsir samstarfi stofnananna um kennslu og rannsóknir. Fyrsta skref til að styrkja kennslu og vísindastörf verður ráðning framkvæmdastjóra kennslu og fræða að sjúkrahús- inu. Hann verður ráðinn af ráð- herra til 5 ára í senn að fenginni umsögn læknadeildar og stjórn- arnefndar. Hann mun annast samskipti við Háskólann og vinna að uppbyggingu skrifstofu kennslu og fræða sem tengir saman Háskólann og spítalann." Aukin kynning Islands í Japan um, en fastlega má gera ráð fyrir því að rafmagnstæki frá Japan sé að finna á hverju heimili á íslandi. Á næsta ári hyggjast íslendingar opna sendiráð í Tókýó og Japanar leika sama leikinn í Reykjavfk. Er Keizo Obuchi, for- sætisráðherra Japans, s sneri aftur frá Islandi fyrirskipaði hann að áhersla yrði lögð á að efla * tvíhliða samskipti Is- lands og Japans og að opnað yrði sendiráð. Karl Blöndal kynnti sér stöðu málsins í Japan og á íslandi. EFTIR fundi Keizos Obuchis, forsætisráðherra Japans, með íslenskum ráðamönn- um á liðnu sumri komst skriður á þá viðleitni af hálfu Japana að efla tvíhliða tengsl íslands og Jap- ans og hafa hlutimir gerst nokkuð hratt í samskiptum ríkjanna síðan þá. Sagði háttsettur embættismaður í jap- anska utanrfltisráðuneytinu að jap- önsk stjómvöld vildu nota fyrirætlanir íslendinga um að opna sendiráð í Jap- an til að efla kynningu á landinu meðal Japana. Japanska rfldsstjómin hefur ákveð- ið að leggja þá tillögu fyrir japanska þingið að opnað verði sendiráð á ís- landi á næsta ári og þá hefur þegar verið ákveðið að opna viðskiptaskrif- stofu í Reykjavík á næstu mánuðum. Á fundi rfltisstjómar íslands í gær var samþykkt að fela utanrfltisráðuneyt- inu að gera tillögu til fjárlaga um opn- un sendiráðs í Japan um mitt næsta ár og verður það dýrasta sendiráð ís- lands. Tilefni komu Obuchis til íslands var að eiga fund með forsætisráðherram Norðurlandanna, en hann átti einnig viðræður við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Tveimur ámm áður hafði Obuchi átt sinn fyrsta fund með for- sætisráðherrum Norðurlandanna í Björgvin í Noregi. Vildu bregðast við skýrum orð- um Davíðs Oddssonar Asao Okai, aðstoðaryfirmaður ann- arrar Vestur-Evrópudeildar japanska utanrfltisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn í Björgvin hefði orðið tilefni til þess að áhersla Japana á samskiptin við Norð- urlöndin var aukin og fundurinn í fyrra hefði hnykkt á því. „Obuchi gaf þau fyrirmæli þegar hann sneri aftur frá Islandi að gera ætti eins mikið og hægt væri til að stuðla að þvi að sendiráð yrði opnað á íslandi og tengslin efld,“ sagði Okai. „Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði skýmm orðum að opnað yrði ís- lenskt sendiráð í Japan og við vildum bregðastviðþví.“ Hún sagði að hafa yrði í huga þegar fjallað væri um opnun sendiráðs að gengið yrði til kosninga síðar á þessu ári, en óvíst væri hvenær boðað yrði til þeirra. Þá stæðu nú yfir viðræður um aðgerðir til að blása lífi í japanskt efna- hagslíf, sem verið hefur í lægð. Þetta hefði því þýtt erfiðar viðræður vegna fjármálahliðarinnar. Málið var rætt allan desember á meðan verið var að setja saman fjárlög fyrir næsta fjár- lagaár, en á endanum hafðist það, að hennar sögn. Stóð við loforð um upplýsingaskrifstofu Að sögn Okai er vegna þessara þátta óvíst hvenær þetta mál verður afgreitt: „En ég tel enga ástæðu til að búast við öðm en að það verði samþykkt að opna sendiráð á íslandi. Það er engin and- staða við þessar fyrirætlanir, þótt fjár- lögin kunni að mæta andstöðu sem heild, og heimilað verði að opna sendir- áð á íslandi frá og með janúar á næsta ári.“ Hún sagði að þegar hefði verið sam- þykkt að veita fé til að opna upplýs- ingaskrifstofu á vegum Japans í Reykjavík og það myndi gerast í mars eða aprfl. „Obuchi skuldbatt sig til þess að opna upplýsingaskrifstofu og hélt það loforð,“ sagði hún. „Það verður mikilvægt skref í þá átt að opna send- iráð og gerir að verkum að ferlið verð- ur auðvelt." Hún sagði að upplýsingaskrifstofan, þar sem ráðgert er að vinni Japanir búsettir á íslandi, verði hluti af jap- anska sendiráðinu þegar þar að kem- ur. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir því að sendiráðið verði fjölmennt. Þar verður sendifulltrúi, en sendiherrann verður áfram með aðsetur í Ósló. Vi^ja hjálpa til að koma íslandi á framfæri í Japan „Fyrst íslendingar ætla að opna sendiráð í Japan viljum við hjálpa til við að koma Islandi á framfæri hér,“ sagði hún. „Jafnt einkaaðiljar sem op- inberir munu standa að þessari hátíð og Japansk-íslenska vinafélagið, sem hefur reynslu eftir að hafa haldið slíka hátíð árið 1990, mun skipuleggja hana. Hugmyndin er sú að utanrfltisráðu- neytið styðji það, sem þeir vflja gera.“ Okai tiltók ýmsar ástæður fyrir því að Japanir sæju sér hag í því að opna sendiráð á íslandi og auka samsldptin við landið. „íslensk menning er einstök," sagði hún. „Þá er einstakt hvemig íslend- ingar hafa tekið á orkumálum og ég get einnig nefnt félagsmál." Okai sagði að það væri einnig ein- stakt hvemig íslendingar höguðu þjóðaröryggismálum og rifjaði upp að staða landsins í miðju Atlantshafi hefði gert ísland að miðstöð upplýsingasöfn- unar um ferðir kjamorkuknúinna kaf- báta í kalda stríðinu. Þá mætti ekki gleyma því að líkt og Japanir væm íslendingar fiskveiði- þjóð: „Þegar Obuchi kom til íslands kom honum á óvart að heyra að 70% af loðnunni, sem seld væri á Japansmark- aði, kæmi frá íslandi. Þá hljómar nafn íslands kunnuglega í eyram margra Japana vegna þess að þeir hafa borðað íslenska smárækju. Einnig mætti telja að hvalveiðar, jarðhitasvæði og bað- menning em meðal þess, sem Islend- ingar og Japanir eiga sameiginlegt." Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði eftir rfltisstjómarfundinn í gærmorgun, þar sem ákveðið var að utanrfltisráðuneytið undirbyggi fjár- veitingartillögu um sendiráð í Japan á næsta ári, að þetta mál hefði oft verið tekið fyrir í rfltisstjóm á undanfomum áram, en aldrei hefði verið svigrúm til þess af fjárhagsástæðum að taka end- anlega ákvörðun um það að ísland opnaði sendiráð á þessum stöðum. Hann sagði að Japanir hefðu ákveð- ið að opna viðskiptaskrifstofu á þessu ári og lagt fram tillögu um að opna sendiráð hér á landi árið 2001. „Það em að minnsta kosti 115 þjóðir, sem hafa sendiráð í Tókýó, og vegna þeirra miklu samskipta, sem em milli íslands og Japans verður ekki lengur hjá því komist að hrinda þessu í fram- kvæmd,“ sagði Halldór. „Það er af- skaplega ánægjulegt að Japanir hafi tekið þessa ákvörðun að vinna að því að þeir geti jafnframt gert þetta 2001.“ Engin Ieið að sinna Japan frá Kína Halldór sagði Ijóst að sendiráð ís- lands í Kína annaði ekki þeim verkefn- um, sem fyitir lægju í Japan. „Það er engin leið að sinna Japan frá Kína,“ sagði hann. „Japan er eitt stærsta rflti í heimi og efnahagsveldi og þess vegna getur sendiráðið í Kína ekki unnið þau verk, sem þarf að vinna í sambandi við Japan.“ Hann sagði að gert væri ráð fyrir því að árlegur rekstrarkostnaður yrði allt að 120 milljónir við sendiráð í Tókýó. Reiknað væri með að leigja húsnæði. Einhver kostnaður væri því samfara og fælist hann í búnaði og öðm slíku, en þar sem ekki væri ráðgert að send- iráðið yrði opnað í upphafi ársins 2001, heldur um mitt ár, og yrði rekstrar- kostnaður því minni næsta ár. Verður okkar dýrasta sendiráð „Það hefur ekki verið fundinn staður fyitir sendiráðið í Tókýó, en nú fömm við að vinna að því fyrir alvöru að und- irbúa málið,“ sagði hann. „Ég tel að ' þetta sé heppilegur tími þar sem fast- eignaverð hefur eitthvað lækkað í Jap- an, en því er ekki að neita að þetta verður okkar dýrasta sendiráð." Hann kvaðst gera ráð fyrir því að í íslenska sendiráðinu í Japan yrði sendiherra, viðskiptafulltrúi, íslenskur ritari, japanskur starfsmaður og jap- anskur rtitari ásamt bílstjóra. Halldór sagði að íslendingar hefðu lengi rætt þessi sendiráðsmál við Jap- ani og með heimsókn forsætisráðherra Japans í fyrra hefði komist skriður á fyrirætlanir þeirra. „Við höfum lagt rnikið upp úr því að slíkar ákvarðanir [um opnun sendi- ráða] verði teknar jafnhliða,“ sagði Halldór og bætti við að þótt fyrirætl- anir íslendinga um að stofna sendiráð í Tókýó hefðu ef til vill þrýst á japönsk stjómvöld hefðu þau á endanum orðið fyrri til að leggja það fyrir og það hefði komið á óvart. Halldór benti á aukin samskipti við Japani því til stuðnings að tímabært væri að opna sendiráð þar: „Við emm í miklum samskiptum við Japani á al- þjóðavettvangi, til dæmis um auðlinda- nýtingu, jarðskjálftavamir, nýtingu vistvænnar orku og ýmis önnur al- þjóðamál. Japanir em mikil fiskveiði- þjóð og eiga þess vegna margt sameig- inlegt með okkur. Straumur japanskra ferðamanna til íslands hefur aukist og það er enginn vafi á því að möguleik- amir em miklir." Halldór tók sérstaklega til þess að Japanir fjárfestu mikið erlendis og því væri þýðingarmikið að íslendingar hefðu fulltrúa í Japan, meðal annars til að vinna að auknu samstarfi þjóðanna á sviði viðskipta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.