Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Siðvit Fyrri greinin um mannrækt og menntun birtist 15.02. Nú segja höfundarnir m.a. að mannrækt
sé ekki hægt að afmarka í tímum. Hún er fremur lífsstíll. Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson
segja hér frá niðurstöðum og hugmyndum sínum um nám sem gerir nemendur bæði fróða og góða.
Mannrækt
og menntun
í skólum II
0 Mannrækt í skólastarfí er ekki metin.
Hún er ekki til prófs.
$ Margar leiðir eru færar til að fást við
siðferðilegt uppeldi í skólum.
Jón Baldvin Rúnar
Hannesson Sigþórsson
HVERNIG er hægt að sjá
fyrir sér mannrækt og
siðferðilegt uppeldi í ís-
lenskum grunnskólum
og á íslenskum heimilum? Geta
skólar styrkt foreldra í uppeldis-
. hlutverki sínu og orðið ungmennum
að liði við að fóta sig í flókinni til-
veru nútímans? Enginn vafi er á að
löggjafinn ætlast til þess, um það
vitna félagsleg og uppeldisleg
markmið í námskrám fyrir leik-,
grunn- og framhaldsskóla. Að auki
hefur ný námsgrein, lífsleikni, verið
tekin upp bæði í grunn- og fram-
haldsskólum. Markmið hennar eru
að mörgu leyti í anda mannræktar
en námsgreinin er ný og ekki tíma-
bært að segja til um hvaða stefnu
kennsla í henni tekur á komandi ár-
um. Af þessu má draga þá ályktun
að markmið um mannrækt séu að
ýmsu leyti til staðar í skólum en
íeiðir til að ná þeim séu ekki eins
skýrar. Lífsleiknin hefur þann aug-
ljósa annmarka að vera námsgrein
sem afmörkuð er við eina eða tvær
kennslustundir á viku og leggur
skólum engar sérstakar skyldur á
herðar um mannrækt í almennu
starfi. Samþætta þarf lífsleikni-
kennslu við aðrar námsgreinar og
setja fram „lífsleikniáætlun" eins
og getið er um í aðalnámskrá.
Nám til að verða
betri maður
Mannrækt sem stendur undir
nafni er ekki viðfangsefni sem hægt
er að afmarka við ákveðinn tíma-
fjölda á viku. Hún er miklu fremur
lífsstíll - hluti af menningu skóla -
sem er alls staðar sýnilegur og
sjálfsagður, rétt eins og hreinlæti
eða aðrar heilnæmar lífsvenjur.
Margar leiðir eru færar til að fást
við mannrækt og siðferðilegt upp-
eldi í skólum. Fyrst ber að nefna
framtíðarsýn og stefnumótun sem
er í raun lykillinn að góðu starfi á
öllum stjórnunarstigum skólakerf-
isins, og öllum skólastigum, allt frá
ráðuneyti til einstakra skóla. Mikil-
vægust er stefna einstakra skóla
enda er það vilji, þekking og færni
starfsmanna hvers skóla sem er
lykillinn að því að vel sé gert í starfi
hans. Sterk sameiginleg sýn getur
orðið voldugt afl sem sameinað get-
ur starfsfólk um gildismat og vinnu-
brögð og án slíkrar sameiginlegrar
sýnar er hæpið að sú samstaða náist
sem þarf til að skóli geri mannrækt
að óaðskiljanlegum hluta af öllu
starfi sínu
Til að skýra betur hvað falist get-
ur í stefnumótun fyrir menntakerfi
jafnt sem einstaka skóla er ekki út
vegi að vísa hér til skýrslu
UNESCO sem unnin var af alþjóð-
legri nefnd undir forsæti Jacques
Delors um menntun á 21. öldinni.
Skýrslan ber nafnið Nám: Nýting
innri auðlinda og gaf menntamála-
ráðuneytið út tvo kafla hennar í ís-
lenskri þýðingu 1996. í skýrslunni
kemst nefndin að þeirri niðurstöðu
að menntun á 21. öldinni verði að
hafa það að leiðarljósi að „...þroska
hvern einstakan mann og bæta
samfélög manna.“ Nefndin telur að
ef takast eigi að ná þessu
meginmarkmiði menntunar verði
nám að byggjast á fjórum máttar-
stoðum sem að sjálfsögðu skarast á
margvíslegan hátt.
Merkilegar niðurstöður
Þessar fjórar máttarstoðir eru:
•Nám til að öðlast þekkingu, til að
tileinka sér leiðir til skilnings.
•Nám til að öðlast færni, til að geta
haft skapandi áhrif á umhverfið.
•Nám til að læra að lifa í sátt og
samlyndi við aðra - til að geta tek
ið þátt í og starfað með að öllum
mannanna verkum.
•Nám til að verða betri maður -
mikilvæg framvinda sem leiðir af
fyrri grunneiningunum þremur.
Þessi niðurstaða nefndarinn-
ar er merkileg fyrir margra
hluta sakir. Hún leggur
áherslu á það, svo ekki verður
um villst, að heildstæð
menntun verður að tvinna
saman það sem gerir nem-
endur góða og það sem gerir
þá fróða. Hún kallar í raun á
róttæka og löngu tímabæra
endurskilgreiningu á árangri
skólastarfs sem losar skóla-
kerfið úr spennitreyju
þröngsýnnar áherslu á mæl-
anlegan árangur á samræmd-
um prófum og leggur mun
fjölbreyttari mælikvarða á
gæði skólastarfs.
I öðru lagi verður skólinn
að ná samstöðu um það við foreldra
hvað felst í stefnu skólans og hvern-
ig henni er framfylgt í starfi hans
því án þess mun lítið ávinnast. Skól-
ar og foreldrar verða að leggja af
togstreitu um hvor aðilinn beri
meiri ábyrgð á uppeldi barna.
Vissulega hafa foreldrar frum-
skyldumar í uppeldi barna sinna en
það breytir ekki því að skólinn er
öðrum þræði uppeldisstofnun sem
hefur uppeldislegar skyldur; að for-
eldrar og skólinn bera sameiginlega
ábyrgð á uppeldi barna og unglinga
og hvorugur aðilinn getur verið án
hins ef vel á að fara.
I þriðja lagi má nefna kennara-
menntun sem mikilvægan þátt í að
búa kennara undir uppeldi og
mannrækt í skólum. Kennarar eru
lykill að því að vel takist til og þar af
leiðandi skiptir undirbúningur
þeirra höfuðmáli.
í fjórða lagi verða skólar að eiga
kost á utanaðkomandi stuðningi.
Þessi stuðningur þarf m.a. að vera
fólginn í ráðgjöf um leiðir og vinnu-
brögð, í tækifærum kennara til end-
urmenntunar og starfsþróunar og
síðast en ekki síst þurfa skólar að
hafa aðgang að hentugu efni sem
styður uppeldisviðleitni þeirra.
I fimmta lagi verður, í samvinnu
við skóla og foreldra, að þróa ákveð-
in vinnubrögð og leiðir sem skólar
geta farið í kennslu og almennu
starfi til að kenna dyggðir og fjalla
um álitamál. Sem dæmi eru hér
nefndar nokkrar leiðir sem eru vel
þekktar og hafa verið farnar í ein-
stökum skólum með góðum árangri.
Listinn er þó ekki tæmandi:
Nokkrar færar og
kunnar leiðir
í allmörg ár hefur verið starf-
ræktur heimspekiskóli fyrir börn í
Reykjavík undir forystu Hreins
Pálssonar og ýmsir skólar hafa
þreifað fyrir sér með heimspeki-
kennslu fyrir börn, m.a. undir leið-
sögn hans.
Ymiss konar þjónusta við samfé-
lagið er þáttur í starfi margra skóla.
Góð samvinna skóla við samfélagið
er mikilvæg og enn mikilvægara er
ef nemendur geta lagt eitthvað af
mörkum til að bæta samfélagið
sjálft og umhverfi þess eða hjálpað
til að leysa aðsteðjandi vandamál.
Dæmi eru um að skólar geri um-
fjöllun um mikilvæg málefni eða
álitamál að föstum lið i starfi sínu.
Hægt er að leggja út af blaðagrein-
um um málefni líðandi stundar - og
þá er venjulega af nógu að taka -
sögu, mynd eða spakmæli.
Sú einfalda leið að velja spakmæli
dagsins til að fjalla um með nem-
endum og hafa uppi í kennslustofu
eða víðar í skólanum hefur verið
farin og leitt til umræðna, milli
nemenda og kennara og nemenda
innbyrðis, sem ekki þekktust áður.
Af svipuðum meiði er sprottið að
velja dyggð eða viðhorf, t.d. um-
burðarlyndi, þolinmæði, metnað
eða þakklæti, og láta vera þema
einnar viku eða jafnvel mánaðar.
Hlutverk kennara og nemenda er
þá að fjalla um viðfangsefnið á sem
fjölbreytilegastan hátt. Leitað er
dæma úr skólastarfinu jafnt sem
utan skólans; úr ljóðum og sögum, í
textum erlendra tungumála, fundin
spakmæli sem lýsa dyggðinni, rætt
við fólk um reynslu sem snertir
hugtakið, teiknað, búnar til sögur,
ljóð, leikrit o.s.frv.
Bekkjarfundir eru haldnir í
mörgum skólum til að leysa úr
ágreiningsmálum og til að komast
að niðurstöðu um álitamál innan
skólans.
Allmargir skólar hafa gert til-
raunir með vinahópa nemenda með
þátttöku foreldra. Þá eru settir
saman vinahópar nemenda og for-
eldrar þeirra skiptast á um að kalla
þá saman til að gera eitthvað
skemmtilegt sem jafnframt eflir fé-
lagsleg tengsl og styðjandi sam-
skipti nemenda. Þetta hefur bæði
reynst öflugt forvarnartæki og ekki
síður leið til að leysa úr samskipta-
vanda sem komið hefur upp.
Hægt er að þjálfa nemendur
markvisst í að leysa ágreining með
því að gera þá að sáttasemjurum í
eigin málum.
Samvinnunám er kennsluaðferð
sem víða nýtur hylli. Við samvinnu-
nám vinna nemendur í hópum og
eru samábyrgir fyrir því að leysa
viðfangsefni sín og geta í raun ekki
lokið þeim nema allir leggi sinn
skerf til vinnunnar. Þeir eru því í
raun háðir vinnuframlagi hver ann-
ars, rétt eins og iðulega gerist í dag-
legu lífi. Samvinnunám hefur ævin-
lega félagsleg markmið ekki síður
en fræðileg og fjöldi rannsókna hef-
ur leitt í ljós að það skilar nemend-
um góðum árangri í námsgreinum
og er ekki síður vel fallið til að
kenna nemendum ýmsa félagslega
færni, s.s. samvinnu, tillitssemi,
hjálpsemi, þolinmæði og getu til að
leysa úr ágreiningi.
Samstarf íslenskra skóla við hlið-
stæða skóla í ólíkum löndum hefur
farið vaxandi á síðari árum. Slík
samstarfsverkefni eru vel fallin til
að víkka sjóndeildarhring nemenda
og auka umburðarlyndi þeirra fyrir
ólíkum siðum og menningu.
Nemendasamningar er ein þeirra
leiða sem hægt er að fara og nýlega
var kynnt athygliverð tilraun með
slíka samninga sem gerð hefur ver-
ið gerð í Barnaskólanum á Eyrar-
bakka og Stokkseyri. Nemenda-
samningar eru sáttmáli milli
nemanda, fjölskyldu hans og skól-
ans þar sem þessir aðilar ákveða að
vinna markvisst saman með velferð
barnsins að leiðarljósi. Samning-
arnir taka mið af aðstæðum hvers
einstaks nemanda en eiga það þó
sammerkt að fjalla um námsgengi,
félagslega stöðu, líðan nemandans,
leiðir til úrbóta og markmið tií
lengri eða skemmri tíma.
Til er námsefni sem hefur verið
samið sérstaklega fyrir siðfræði-
kennslu. Lítið er til af sh'ku efni á ís-
lensku en þó má nefna efni fyrir
yngri bekki grunnskóla um sam-
skipti og sjálfsmynd ásamt efni
kallað hefur verið Lions-Quest og
hentar eldri bekkjum. Æskilegt
væri að þýða og staðfæra, eða
semja gott efni sem nýst gæti bæði
kennurum og foreldrum.
Engin þeirra kallar
á fjölgun tfma í stundatöflu
Fáar þeirra leiða sem hér hafa
verið gerðar að umtalsefni eru sér-
lega flóknar eða dýrar í fram-
kvæmd eða krefjast stórfelldra
skipulagsbreytinga. Engin þeirra
kallar á fjölgun tíma, meira
starfshð í skólum, lengra
kennaranám, nýtt stoðkerfi
fyrir skóla né breytingar á
námskrá. Hins vegar krefjast
þær allar breytinga, bæði á
hugsunarhætti, gerðum
manna og nýtingu fjármuna
og þjónustu og slíkar breyt-
ingar eru oft erfiður þrösk-
uldur. Umfram allt krefjast
þær þó nýrrar þekkingar og
fræðslu um leiðir, þjálfunar í
vinnubrögðum auk stuðnings
til að koma þeim á. Fullyrða
má að öllu þessu er hægt að
koma við innan núverandi
kennaraskóla og stoðkerfis
grunnskóla án veigamikilla
skipulagsbreytinga ef vilji er fyrir
hendi.
Samt er líklegt að þeir sem vilja
reyna þessar leiðir geti þurft að
glíma við ýmiss konar andstreymi.
Þeir gætu þurft að takast á við
íhaldssemi og fordóma, bæði innan
skólakerfisins og utan, ásamt hlut-
leysiskröfu grunnskólans. Síðast en
ekki síst munu þeir þurfa að keppa
um þá athygli sem samræmd próf,
og greinar sem við þau eru kennd-
ar, eiga vísa innan grunnskólans og
þá gríðarlegu áherslu sem þessi
próf hafa skapað á mælanlegan ár-
angur. Sú áhersla hefur því miður í
för með sér tilhneigingu til að yfir-
færa mikilvægi mælinganna á það
sem mælt er. Afleiðingin er sú að í
skólastarfi er ekki metið það sem
mikilsverðast er heldur verður það
mikilsverðast sem hægt er að mæla.
Hvenær á að bregðast
við vandanum?
í fyrri hluta þessarar greinar var
dregin upp nokkuð dökk mynd af
ýmsu sem miður fer í þeim löndum
sem við þekkjum best. Sé litið til ís-
lensks samfélags er vissulega þver-
sagnarkennt að á tímum þegar vís-
indi dafna, þekkingu á flestum
sviðum fleygir fram, viðskipti
blómstra og velmegun eykst skuli
andstæðurnar þrátt fyrir allt skerp-
ast, fátækt vaxa og skuggarnir
lengjast í afkimum samfélagsins.
Því miður virðast viðbrögð manna
einatt vera þau að bregðast við
vandanum eftir á - þegar hann er
orðinn illviðráðanlegur - í stað þess
að fyrirbyggja hann. Vissulega er
hvort tveggja mikilvægt og þar
verður að gæta jafnvægis. Ef ekki
er hugað að því að koma í veg fyrir
þann vanda sem við er að etja í sam-
félaginu mun hann einfaldlega vaxa
án þess að við neitt verði ráðið. Á
hinn bóginn má heldur ekki einblína
á forvamir og láta undir höfðuð
leggjast að koma þeim til bjargar
sem þrátt fyrir allt verða undir í líf-
inu.
Við sem skrifum þessa grein höf-
um þá trú að gæði skólastarfs séu
einn af þeim lykilþáttum sem ráða
mótun samfélagsins, vexti þess og
viðgangi; að skólinn sé afl sem
virkja má betur en gert er nú í þágu
umbóta og framfara og sé rétt á
málum haldið megi gera skólastarf
að einni öflugustu leið til forvarna
sem samfélaginu er fær. Til þess
þarf skýra framtíðarsýn sem ein-
kennist af trú á að hægt sé að
byggja skólastarf á samvinnu,
traustum samskiptum og umhyggju
sem miðast að því að veita nemend-
um, jafnt sem starfsmönnum og
foreldrum menntun fyrir lífið. Slík
menntun byggir upp vilja, getu og
þekkingu til að auka eigin verð-
leika, og þjóna skólanum, samfélagi
hans, þjóðfélaginu og reyndar
heimsbyggðinni allri á þann hátt
sem stuðlar að framförum og eykur
lífsgæði. Þetta er eflaust ekkert
áhlaupaverk en þá má rifja upp orð
Henrys Ford sem sagði: „Það er
sama hvort menn trúa því að þeir
geti hlutina eða geti þá ekki - í báð-
um tilvikum hafa þeir rétt fyrir
sér.“
Jón Boldvin og Rúnar Sigþórsson
verða d rdðstefnu f Smdraskóla (
Kópavogi 4. mars um þessi mdl.
Vegabréf upp á
menntunarævintýri
í Nova Scotia,
Kanada
Kynntu þér málið!
Upplýsingafundur fyrir almenning verð-
ur haldinn föstudaginn 25. febrúar kl.
15.00 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla
Islands. Kynnstu vinalegri þjóð og stór-
brotinni náttúru meðan þú stundar nám
í einum af háskólum okkar sem eru á
heimsmælikvarða. Nova Scotia býður
einstakt sambland af námsleiðum á
háskólastigi og ævintýrum i villtri nátt-
úrunni. Kynntu þér hvernig þú getur
tekið þátt í þessu einstaka tækifæri —
komdu á fundinn eða sendu okkur
tölvupóst til:
Netfang: univadmn@gov.ns.ca
CANADÁS education province
www.international.ednet.ns.ca