Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 50
50 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RANNVEIG STEIN-
UNN ÞÓRSDÓTTIR
+ Rannveig Stein-
unn Þórsdóttir
fæddist á Bakka í
Svarfaðardal 17. jan-
úar 1929. Hún lést af
slysforum 13. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Engilráð
Sigurðardóttir, f. 1.6.
1896, d. 10.8. 1993,
og Þór Vilhjálmsson,
f. 13.3. 1893, d. 6.12.
1975. Fósturforeldr-
ar hennar voru Stein-
unn Guðbjörg Sig-
urðardóttir, f. 14.5.
1892, d. 29.9. 1972, og Valdimar
Zophonías Júliusson, f. 20.10.
1884, d. 20.2.1956 á Göngustöðum
í Svarfaðardal.
Hinn 14. maí 1952 giftist Rann-
veig Jóni Þorsteini Guðmunds-
syni, f. 27. febrúar 1921 í Ólafs-
firði. Foreldrar hans voru Kristín
Jónsdóttir, f. 21.10. 1892, d. 18.2.
1971, og Guðmundur Aðalsteinn
Sigurðsson, f. 24.8. 1889, d. 28.6.
1963. Systkini Rannveigar eru:
Kristín, f. 1919, Ósk Filipía, f.
1921, Eva, f. 1923, Helga, f. 1927,
og Vilhjálmur, f. 1930. Fóstur-
bræður hennar eru: Páll Þórar-
inn, f. 1913, og Óskar, f. 1917, báð-
ir látnir, og Jónas, f. 1925. Börn
Rannveigar og Jóns eru: 1) Hólm-
fríður Ósk, f. 1952, búsett á Akur-
eyri, maki: Ólafur Snæbjörn
Bjamason, f. 1944. 2) Sólveig
Olga, f. 1954, búsett í Kópavogi,
maki: Bjami Jónas Jónsson, f.
1954. Börn J>eirra:
A) Kristín Osk, f.
1976, unnusti Guð-
mundur Haukur
Jakobsson, f. 1975,
dóttir þeirra er
Berglind Birta, f.
1999. B) Rannveig
Rós, f. 1979, unnusti
Rúnar Örn Guð-
mundsson, f. 1979,
dóttir þeirra er Guð-
rún Tinna, f. 1999. C)
Jón, f. 1980, unnusta
Elfa Björk Sturlu-
dóttir, f. 1982. 3)
Kristín Erna, f. 1960,
búsett i Reykjavík, maki: ÓIi Jón
Hermannsson, f. 1951. Börn
þeirra: A) Lukka Sigurðardóttir,
f. 1980, unnusti Björn H. Einars-
son. B) ÓIi Jón, f. 1985. C) EUen, f.
1991. 4) Ingi Steinn, f. 1961, bú-
settur í Rauðuvík. 5) Valdimar
Þór, f. 1964, búsettur í Kópavogi.
6) Guðmundur Geir, f. 1972, bú-
settur í Stærra-Árskógi.
Rannveig ólst upp á Göngustöð-
um í Svarfaðardal. Hún stundaði
nám i kvennaskólanum á Blöndu-
ósi veturinn 1948-49. Eftir það
vann hún sem kaupakona og ráðs-
kona, þar til hún hóf búskap
ásamt manni sínum 1953, fyrst á
Hamri i Svarfaðardal, en 1962
fluttust þau í Litlu-Hámundar-
staði á Arskógsströnd þar sem
hún bjó til hinsta dags.
Útfór Rannveigar fer fram frá
Stærra-Árskógskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elskuleg móðursystir mín er látin.
Það er svo erfítt og svo óendanlega
sárt að horfast í augu við ótímabært
fráfall hennar og ímynda sér lífið án
hennar.
Allt frá því að ég man eftir mér
hefur Rannveig skipað stóran sess í
lífi mínu. Hjá henni og Jóni átti ég
sem bam mitt annað heimili, enda
dvaldi ég langflest sumur hjá þeim í
uppvexti mínum fram að fermingu.
Sá tími sem ég dvaldi á Litlu-Há-
mundarstöðum var tími mótunar og
lærdóms sem efldi þroska minn og
þekkingu á lífinu og ég bý að alla tíð.
Eftir að ég varð fullorðin fannst mér
það jafnmikilvægt að komast norður
til þeirra af og til eins og að draga
lífsandann. Og alltaf var ég meira en
velkomin. Þegar ég hafði eignast
börnin mín fengu þau notið þeirra
forréttinda sem það er að kynnast al-
vöru sveit og sú sveit var bara til hjá
Rannveigu og Jóni á Litlu-Hámund-
arstöðum.
Rannveig var mikilhæf og fróð
kona. Hún var áhugasöm um menn
og málefni. Ótrúlega glögg og minn-
ug á fólk sem hún hafði kynnst á lífs-
leiðinni enda eru þeir ófáir sem í
gegnum árin hafa kynnst Rannveigu
og notið einstakrar gestrisni hennar
og höfðingsskapar. Hún var vinmörg
og vinsæl, enda laðaði hún fólk að sér
með alúðlegu og hlýju viðmóti sínu.
Rannveig var mikil búkona í orðs-
ins fyllstu merkingu, útbjó allra
handa krásir í frystikistuna og nýtti
vel allt hráefni sem að höndum henn-
ar kom. Hún kunni líka gamalt hand-
bragð í matargerð. Besta skyr og
smjör sem ég hef smakkað lagaði
Rannveig í eldhúsinu sínu.
Það var líka alveg sama hvaða
verk féllu til við búskapinn, mjaltir,
heyskapur, sauðburður - hún gekk
að öllu af eljusemi, dugnaði og ósér-
hlífni.
Rannveig var mikill náttúruunn-
andi, hafði yndi af að ferðast og hafði
meira svigrúm til þess hin síðari ár.
Oftast fór hún í styttri ferðir um
landið og var yndislegt að heyra frá-
sagnir hennar frá þessum ferðum
þar sem hún var stundum að lýsa
náttúrufyrirbrigðum eða stöðum
sem ég hafði kannski oft komið á en
ekki séð raunverulega.
Við Rannveig áttum eitt sameigin-
legt áhugamál sem reyndar sumir
sögðu í stríðni að væri hálfgerð
ástríða, en ég er stolt af því að hafa
deilt þeirri ástríðu með henni. Það er
berjatínsla. Það að fara í berjamó
var eins konar helgiathöfn hjá okkur
frænkunum. Þegar við töluðumst við
að sumarlagi snerist samtalið um
það hvort hún væri búin að athuga
hverig útlitið væri, eða hvemig
móamir hefðu það. Og ekki stóð á
svarinu. Því var nákvæmlega lýst
hvar í hólfinu væri krökkt af sætu-
koppum og hvar heldur minna. Á
haustin kom ég svo norður og gekk
að berjunum vísum á nákvæmlega
þeim þúfum sem Rannveig sagði til
+
Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
LEÓ GARÐAR INGÓLFSSON,
tit heimilis á Laugateigi 40,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 3. mars kl. 15.00.
Þóra Leósdóttir, Kristján Aðalsteinsson,
Lára Kristjánsdóttir,
Guðrún Leósdóttir, Jóhann Haukur Sigurðsson,
Guðrún Birna Jóhannsdóttir,
Leó Jóhannsson,
Sigríður Þóra Sigfúsdóttir Weissbein
og aðrir aðstandendur.
um. Svo þegar berjatímabilinu var
lokið töluðum við um berjaferðirnar
eins og laxveiðimenn sem geta enda-
laust talað um veiðiferðimar sínar.
Eini munurinn á okkur og þeim var
að laxveiðimennirnir missa oft þann
stóra. Það gerðum við aldrei, það var
alltaf öruggur árangur ef sprettan
var á annað borð fyrir hendi. Mér er
minnisstætt og það lýsir Rannveigu
vel að eitt haustið byrjaði öllum að
óvörum að snjóa og ennþá óhemju-
mikið af berjum ótínt. Hún tíndi
fram í myrkur, orðin krókloppin á
fingmnum og snjórinn kominn upp í
ökkla, en henni fannst það synd að
sjá öll þessi jarðarinnar verðmæti
fara til ónýtis.
Sú sorglega staðreynd að Rann-
veig er horfin frá okkur er svo
óraunveraleg. I mínum huga kom
aldrei til greina annað en að hún yrði
allra kvenna elst. En maður getur
víst aldrei gengið að lífinu visu.
Ég á eftir að sakna svo margs,
allra samverastundanna, hlátursins
hennar, samræðnanna við eldhús-
borðið á Litlu-Hámundarstöðum,
símtalanna og þessa sérstaka dill-
andi málróms og ekki síst ferðanna
með henni í berjamó.
Elsku hjartans Jón, Hófa, Olga,
Dæda, Ingi Steinn, Valdimar, Guð-
mundur og fjölskyldur, þið hafið
misst svo mikið og alltof fljótt. Við
Þórður og bömin okkar vottum ykk-
ur dýpstu samúð. Megi Guð vaka yfir
ykkur og styrkja á erfiðum tímum.
Guð blessi minningu elsku frænku
minnar, Rannveigar Þórsdóttur.
Sigríður Daníelsdóttir.
Elsku frænka mín, það var erfitt
að trúa þeim sorgartíðindum sem
bárast á sunnudaginn um að þú hafir
látist í bílslysi fyrr um daginn. Mað-
ur heldur alltaf að tíminn sé nægur,
ég var búinn að ákveða að koma og
heimsækja þig í sumar því það er
orðið svo langt síðan ég hef komið í
sveitina til ykkar. En núna ert þú
horfin svona skyndilega og sveitin
verður aldrei sú sama.
Égá svo góðar minningar frá því
að ég var lítill strákur og ég var að
koma í heimsókn í sveitina ykkar
Jóns. Þið vorað ótrúlega þolinmóð
við að leyfa mér að fylgja ykkur eftir
hvort sem verið var að mjólka, gefa
kálfunum eða reka kýrnar og ég man
að þó ég reyndi að bera mig manna-
lega var ég stundum svolítið smeyk-
ur inn við beinið.
Ég þakka þér fyrir allar stundim-
ar sem við áttum saman, ég mun
geyma minningu um þig um ókomna
tíð. Þó að þú hafir farið allt of fljótt
þá er ég viss um að þú ert á góðum
stað núna og öragglega er þér ætlað
gott hlutverk þar eins og hérna hjá
okkur.
Kæri Jón og fjölskylda, Guð veri
meðýkkur og styrki í sorginni.
Daníel.
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkarlékusaman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Utiumstéttarurðuþar
einattskrýtnarsögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldinfógur.
(Þorst. Erl.)
Svona er minningin sem ég á úr
sveitinni hjá afa og Rannveigu, þau
tíu sumur sem ég var „kaupakona"
hjá þeim. Þau tóku mér eins og einu
af börnunum sínum.
Ég var ekki nema fjögurra ára
þegar ég kom fyrst í sveitina til afa
og Rannveigar, með stóru systur
minni. Eftir það varð ekki aftur
snúið, ég fékk að fara næstu níu
sumur á eftir. Alltaf hlakkaði ég
jafnmikið til á vorin að komast til
þeirra. Það var meira að segja stund-
um beðið með það að setja út kýrnar
þangað til ég væri komin, svo ég
myndi nú ekki missa af því.
Stundum kom það fyrir að ég
gerði eitthvað af mér, sárasjaldan
þó, en aldrei fékk ég ávítur fyrir það,
heldur sagði Rannveig í mesta lagi
„Ja, Alda.“
Þessi tími er mér ógleymanlegur
og er ég þess fullviss að dvölin hjá
afa og Rannveigu hefur gert mig að
betri manneskju.
Alla tíð hafa þau reynst mér og
mínum sérlega vel.
Elsku afi minn, Hófa, Olga, Dæda,
Ingi Steinn, Valdi, Guggi og fjöl-
skyldur ykkar, ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Elsku Rannveig, þér vil ég þakka
fyrir allt.
Þín „sumardóttir",
Alda.
Elsku amma.
Hver minning dýrmæt perla a<5 liðnum lífsins
degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Við eigum erfitt með að gera okk-
ur grein fyrir því að þú sért farin frá
okkur. Þetta gerðist allt svo snögg-
lega og við voram engan veginn til-
búin að kveðja þig. Þær era margar
minningamar sem koma upp í hug-
ann þegar við setjumst niður og
skrifum um þig minningarorð. Þú
varst svo mikil félagsvera og alltaf
svo hress og kát. Þær vora ófáar vik-
umar sem við dvöldum hjá ykkur í
sveitinni. Alltaf voram við að gera
eitthvað skemmtilegt, allar fjöra- og
fjallakofaferðimar, spilakvöldin, svo
ekki sé minnst á berjaferðimar okk-
ar saman.
Á síðasta ári varðst þú þeirrar
gæfu aðnjótandi að eignast tvær
langömmustelpur, missir þeirra
Berglindar Birtu og Guðrúnar Tinnu
er mikill að hafa ekki fengið að kynn-
ast þér betur.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininnsinnlátna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Að lokum viljum við þakka þér,
elsku amma, fyrir allar samvera-
stundirnar í gegnum árin.
Þín verður sárt saknað.
Elsku afi, mamma, Hófa, Dæda,
Ingi, Valdi og Guggi, Guð gefi ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Þín ömmuböm
Kristín Ósk, Rannveig
Rós og Jón.
Mig langar að setja hér örfá minn-
ingabrot á blað - en um lífshlaup
Rannveigar era aðrir betur færir að
skrifa.
Vorið 1977 fluttum við hjónin á
Árskógsströnd og urðum nágrannar
þeirra Rannveigar og Jóns. Mér er í
fersku minni þegar ég kom fyrst í
Litlu-Hámundarstaði að þá stóð
Rannveig við eldavélina og var búin
að gera heil ósköp af fiskibollum. Það
var hvorki í fyrsta né síðasta skipti
sem hún framreiddi mikinn og góðan
mat því mjög gestkvæmt var hjá
þeim hjónum.
Stundum sagði ég í gamni að þetta
væri eins og á hóteli hjá henni og
alltaf var pláss fyrir alla. Gestrisni
og hlýja einkenndi alla hennar frarn-
komu.
Rannveig lagði starfi þroska-
heftra mikið lið. Gerði hún það bæði
með gjöfum og ekki síst með því að
taka þá inn á heimili sitt þegar
Hólmfríður dóttir þeirra kom heim
með vini sína til dvalar um lengri eða
skemmri tíma. Allt var þetta svo
sjálfsagt og eðlilegt af hennar hálfu.
Éinnig fann hún alltaf tíma til að
heimsækja og hlynna að öldraðum
og þeim sem hjálpar vora þurfi, ef
hún hélt að hún gæti aðeins létt lund
með heimsóknum sínum. Oft fylgdi
þá með glaðningur í mat eða öðra
sem hún var ekkert að flíka út á við.
Rannveig var einstakur dýravin-
ur. Alltaf gat maður átt von á lambi
eða kálfi í aðhlynningu í þvottahús-
inu ef þannig stóð á. Margri kindinni
var hún búin að hjálpa við burð ef illa
gekk. Hvemig hún umgekkst og tal-
aði um dýrin sýndi svo ekki varð um
villst hug hennar til þeirra.
Rannveig var mjög virk í kvenfé-
laginu okkar. Hún átti auðvelt með
að setja niður á blað og flytja fyrir
okkur á bráðskemmtilegan hátt frá-
sagnir af sameiginlegum ferðum fé-
lagskvenna eða öðra sem til féll.
Við Rannveig voram oft herberg-
isfélagar í ferðalögum, okkur báðum
til mikillar ánægju. Mikið var þá
skrafað og hlegið. Síðasta ferð okkar
sem herbergisfélaga var haustið
1998 í vikuferð til Italíu. Á ég margar
góðar og skemmtilegar minningar úr
þeirri ferð. En síðast en ekki síst er
sláturgerð okkar Rannveigar. Hún
var kapítuli út af fyrir sig. Við kom-
umst að því strax á mínu fyrsta bú-
skaparári að við væram álíka stór-
tækar í sláturgerð og úr því varð
mikil og góð samvinna. Hún kom til
mín og ég fór til hennar þegar slátur-
gerð stóð yfir. Vora þetta lengst af 2
dagpartar hjá hvorri. Þessi sam-
vinna er búin að vera síðan 1978 og
verða þessir dagar perlur í minn-
ingasjóði mínum. Guð gaf Rannveigu
góða heilsu, gott skap og hún átti
auðvelt með að koma auga á spaugi-
legu hliðarnar á málunum. Þetta allt
ásamt dugnaði sínum nýtti hún
mönnum og málleysingjum til
handa.
Rannveig mín, ég og fjölskylda
mín þökkum fyrir allar góðar stundir
á liðnum áram. Hvíl þú í Guðs friði.
Jóni, börnum þeirra og öðram
aðstandendum vottum við einlæga
samúð.
Minningin um mæta konu mun
lifa.
Erla Ágústsdóttir.
Það er hverjum manni hollt og
nauðsynlegt að þekkja upprana sinn
og rætur, hyggja að fortíðinni og
sögunni, í stóra sem smáu. Þegar við
leitum að sjálfum okkur og reynum
að átta okkur á tilganginum með til-
veranni beinist leitin oft að uppran-
anum, fortíðinni og fjölskyldubönd-
um. I þeirri heildarmynd sldpar hver
einstaklingur ákveðinn sess. I huga
okkar systkinanna skipaði Rannveig
frænka sérstakan sess. Hún var að
vissu leyti okkar tenging við sveit-
ina, okkar tenging við fortíðina. Hún
bjó alla tíð fyrir norðan og í okkar
minni bjó hún hvergi nema á Há-
mundarstöðum. Rannveig var okkur
meira en fjarskyld frænka því að
vissu leyti var hún föðursystir okkar
þar sem hún ólst upp á Göngustöðum
með pabba og bræðranum. Hún og
pabbi voru systrabörn, Steinunn
amma okkar og Engilráð móðir
Rannveigar voru systur. Engilráð
bjó á Bakka í Svarfaðardal ásamt
Þór manni sínum og börnum en syst-
ir hennar Steinunn bjó á Göngustöð-
um ásamt manni sínum Valdimar og
þremur drengjum, Þórarni, Óskari
og Jónasi. Rannveig var sett í fóstur
til móðursystur sinnar Steinunnar
og varð þar með Iitla systir þein'a
bræðra. Alla tíð vora sterk tengsl á
milli Rannveigar og uppeldisbræðra
hennar.
Á hverju sumri fórum við í heim-
sókn í sveitina, flugum til Akureyrar
og svo kom Jón og sótti okkur á bíln-
um og keyrði út á Árskógsströnd.
Þar voram við svo í húsinu sem í
barnsminninu er svo stórt því þar
var alltaf fullt af fólki.
Rannveig taldi ekki eftir sér að
taka á móti gestum og oft vora marg-
ir sem gistu á Hámundarstöðum yfir
sumartímann. Við minnumst stunda
við eldhúsbekkinn þar sem Rannveig
stóð og sá um sitt fólk. Skrítið hvað
maturinn hennar Rannveigar bragð-
aðist alltaf miklu betur en annar
matur.
Hún Rannveig var heilsteypt
manneskja sem ræktaði sín fjöl-
skyldubönd vel og sinnti sínum. Hún
var glaðleg og létt í lund og afskap-
lega hrein og bein í öllum samskipt-
um. Hún var dugleg að rækta frænd-
garðinn og hringdi ævinlega og sendi
gjafir þegar við átti.
Nú í haust kom sending frá Há-