Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 52

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 52
52 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐÍÐ MINNINGAR + Elínborg Mar- grét Bjarna- déttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1918. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 5. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. febrúar. v Ég átti því láni að fagna að eiga Ellu fyr- ir tengdamóður í u.þ.b. tvo tugi ára. Betri tengdamóður var ekki hægt að hugsa sér. Alltaf þegar ég hugsa um Ellu kemur Njálsgatan upp í hugann. Þar bjó hún mestan sinn aldur og þar héldu hún og maður hennar Erik rausnarlegt heimili. í þann tíma var miðbærinn Miðbær og þegar átt var erindi í bæinn, sem var mun oftar en nú, var stutt að fara í kaffi og meðlæti á Njálsgötuna. Eldhúsið þar var lítið, en samt alltaf nóg pláss, veitingar rausnarlegar, gestrisnin óþrjótandi og öllum leið vel í návist Ellu. Allar kökur heimabakaðar og sérstaklega ,þótti eplakakan góð. Minningin um jólahlaðborðin, með öllum þeim rétt- um sem þar voru á borðum og ekki var að tala um minna en tveggja til þriggja tíma borðhald. Erik sálugi var hrókur alls fagnaðar og þau bæði hjónin nutu þess innilega að hafa fjöl- skylduna í kringum sig. Eftir að Erik sálugi dó helgaði Ella sig börnum og barnabörnum. Ömmubömin hrein- lega dýrkuðu hana, enda sorgin mikil þegar Ella féll frá. Eftir nær tveggja áratuga sam- band við þessa fjölskyldu stendur iftinningin um Ellu alltaf uppúr. Kona sem var allt í senn heiðarleg, skynsöm, einlæg og góð. Eiginleikar sem eru þvi miður alltof sjaldséðir. Kona sem gerði tilveruna bjartari. Blessuð veri minning hennar. Gunnar Örn Haraldsson. Elsku amma mín. Mikið finn ég til í hjartanu núna. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst alltaf svo hress. Það var einhvem veginn eins og þú myndir alltaf vera héma hjá okkur, að þú myndir bara ekki fara. En kannski varstu orðin lúnari en þú sagðir til um því þú varst alltaf svo sterk og kvartaðir aldrei. Það var alltaf svo mikil kímni í þér, amma mín, að maður gerði sér ekki grein fyrir því að þú varst orðin göm- ul kona. Þú varst eins skörp og hægt er að vera. Ég veit að þú ert stolt af- því að hafa hugsað um þig fram á síð- asta dag því að þú sagðir alltaf að þú vildir ekki verða ósjálfbjarga og enda á elliheimili. Þú fékkst alveg eins og þú yildir, amma mín. Ég á svo margar góðar minningar elsku amma. Ég á alltaf eftir að muna hvað við hlógum mikið af sjálfum okkur þegar við tvær fómm saman í búðarráp. Við keyptum alltaf meira en við höfðum ætlað okk- ur og fannst við vera al- gjörir prakkarar, og höfðum mikið gaman af. Svo tísti bara í okkur þegar við löbbuðum út úr verslununum með alla pokana. Og alltaf hugs- aðir þú til mín og gafst mér eitthvað sem þú viss- ir að mig vantaði í nýja búið mitt. Mér þótti alltaf svo vænt um það og var þér svo þakklát og einnig þakklát fyrir að eiga svona yndislega ömmu. Við gátum talað um svo margt. Allt sem við röbbuðum saman um í eldhúsinu heima hjá þér, borðandi góðu eplakökuna þína sem þú áttir næstum því alltaf til. Og allt- af sástu góðu og björtu hliðarnar á öllu. Þú vissir svo margt og varst allt- af til í að spjalla um heima og geima. Þú varst svo opin fyrir öllu og talaðir við alla sem jafningja. Ég átti mér alltaf eina ósk sem varð mér mikilvægari, og sem ég ósk- aði mér heitar og heitar, eftir því sem ég sjálf varð eldri. Hún var sú að þú værir hérna ennþá hjá okkur þegar ég færi að eignast fjölskyldu og börn. Eg get ekki útskýrt af hverju þetta var mér svona mikilvægt, en það var það og skipti mig miklu máli. Mig langaði svo til þess að þú gætir haldið á einu bamabamabarninu í viðbót og dáðst að því. En ég trúi því að þú komh’ til með að fylgjast með okkur öllum, og veit að þú verður hjá mér þegar að þessu kemur hjá mér. Þú myndir ekki láta það fara fram hjá þér að eignast barnabarnabarn og ekki sjá það til að geta dáðst að því. Mikið á ég eftir að sakna þín um jól og páska. Það verður svo tómt að hafa þig ekki hjá okkur á aðfangadag og páskadag eins og alltaf. Það var alltaf svo gaman hjá okkur og mikið gantast. Ég á eftir að hugsa mikið tO þín þá og allar góðu minningamar sem ég á, en það verður erfitt að sætta sig við að þú verðir ekki með okkur. Þú varst alltaf vel til höfð og leist alltaf vel út. Vildir alltaf vera fín um hárið og áttir svo fín föt. En þó að þú hafír hugsað vel um þitt útlit, hugsað- ir þú alltaf meira um aðra en sjálfa þig. Það sýnir bara góðmennskuna og umhyggjuna sem í þér bjó. Þú varst ekki bara besta og yndislegasta amma sem ég gat hugsað mér heldur líka ein af bestu og yndislegustu persónum sem éghef kynnst. Elsku amma. Ég var alls ekki til- búin til að sleppa þér og ég finn svo mikið til í hjartanu af söknuði til þín. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. En ég veit að afi tekur vel á móti þér og hugsar vel um þig, hann er búinn að bíða eftir þér svo lengi. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, með þessu ljóði sem mér finnst vera svo mikið í þín- um anda. Blessuð sé minning þín. Vertualltafhressíhuga hvað sem kann að mæta þér. nio pmn uuo um nremna njana hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er, enþúhefuraflaðbera, orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höf.óþ.) Elín Margrét. Mig langar að kveðja hana ömmu mína með nokkrum orðum. Orðin standa samt á sér því að ég er ekki enn búin að átta mig á því til fulln- ustu að ég sjái hana aldrei aftur. Það var ekki fyrr en ég gekk frá leiði hennar að ég áttaði mig á þeirri sáru staðreynd að hún væri í raun dáin og eftir er stórt skarð sem tíminn einn getur grætt. Hún var alltaf svo hress að það hvarflaði ekki að mér að hún myndi deyja svona fljótt, mér fannst alltaf að við ættum eftir að hittast í mörg ár enn. Afi dó fyrir 22 árum síðan og hefur hún verið einn allan þann tíma, án efa hefur henni sjálfsagt leiðst af og til en aldrei sagði hún neitt. Hún var svo skemmtileg að alltaf var gaman að vera hjá henni í heimsókn eða fá hana í heimsókn, þannig að yfirleitt var nóg um að vera í kringum hana. Hún var mikil handavinnukona og alltaf tilbúin að hjálpa mér þegar ég var að reyna að sýnast myndarleg en réð ekki við flókið munsturprjón. Hún var alltaf bjartsýn, jákvæð, for- dómalaus gagnvart fólki og skoðun- um þess og einnig fylgdist hún vel með öllum framförum og var ekkert að lifa í gamla tímanum. Vegna þessa var svo gaman að ræða við hana um allt milli himins og jarðar. Að fara í heimsókn til ömmu var meira eins og að fara í heimsókn til vinkonu heldur en áttræðrar konu. Nýlega var hann Erik afi farinn að leita á hugsanir og drauma hennar og það er eina huggunin sem ég fæ, að vita að þau eru saman á ný. Börn, barnabörn og barnabama- börn hafa misst mikið, því hún var sem fastur punktur í tilveru okkar allra. En ég veit að þrátt fyrir allt verður þú viðstödd fermingu bamabarna þinna í vor og leiðir hann afa þér við hlið. Elsku amma mín, ég sakna þín sárt. Inga Björk Gunnarsdóttir. Elínborg var langamma mín. Hún var mjög góð amma. Hún hjálpaði mér mikið. Hún var hjálpsöm við alla sem komu til hennar. Mér finnst mjög leiðinlegt að hún skyldi deyja. Ég borðaði síðustu eplakökuna henn- ar og hún gaf mér vettlinga sem hún prjónaði. Kristín Kristmundsddttir. + Aðalheiður Guð- rún Elíasdóttir var fædd í Haga í Sandvíkurhreppi 2. október 1922. Hún lóst á Vífilsstöðum 8. febrúar síðastliðinn, 77 ára gömul. For- eldrar hennar voru Ágústa Einarsdóttir, f. 27. ágúst 1893 á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, d. 21.ágúst 1971, og El- ías Ágúst Jóakims- son, trésmiður, f. á Selfossi 23.ágúst 1890, d. 23.júlí 1933. Systkini Að- alheiðar eru Guðrún Aðalheiður, f. 28. ágúst 1916, d. 7. ágúst 1919, Jóakim Guðjón, rafvirki á Selfossi, f. 3. júní 1920, og Júlíus Ágúst, f. 19. september 1925, d. 1. mars 1927. Hinn 22. febrúar 1941 giftist Aðalheiður Andrési Hallmundar- syni, f. 26. ágúst 1915, d. 6 apríl 1994. Þau bjuggu fyrir austan Qall, á Selfossi og í nágrenni, til ársins 1960, er þau fluttu suður. Börn þeirra Aðalheiðar og Andr- ésar eru átta: 1) Gunnar, f. 9. jan- úar 1939, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdóttur. Hann á fjögur börn, Þórarin Karl, Ágústu Eir, Önnu Guðnýju og Gunnar Val. 2) Ragnar Þór, f. 20. september 1941, kvæntur Lilju Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn, Þor- Aðalheiður, tengdamóðir mín, er látin. Kynni mín af henni hófust þeg- ar ég var aðeins 17 ára og hafa þau alla tíð verið farsæl síðan. Hún var mér alltaf innan handar á fyrstu hjú- skaparárum okkar Halldórs og bar í búið ýmislegt það sem hún taldi að ungu hjónin vanhagaði um, og ber henni þakkir fyrir þá hugulsemi, en það sem er þó mest þakkavert og mun aldrei gleymast er að strax og umbúðalaust gekk hún ungri dóttur minni í ömmustað og gerði það svo vel að aldrei bar nokkurn skugga á. Þegar hugsað er til baka og rifjuð eru upp samskipti og samverustund- ir okkar í gegnum þessi 25 ár eru mér minnisstæðastar sögurnar sem hún sagði mér af uppvaxtar- og ung- dómsárum sínum, sögur af harðræði og erfiðri lífsbaráttu, lífsbaráttu sem var saga hennar kynslóðar af hennar stétt, barátta sem skilaði okkar kynslóð því góða lífi sem við nú lifum í dag og teljum svo sjálfsagt og ég vona að okkur beri gæfa til að varð- veita og skila til komandi kynslóða. Kornung kynntist Aðalheiður samferðamanni sínum fyrii’ lífstíð, Andrési Hallmundarsyni smiði, og áttu þau miklu barnaláni að fagna því börnin urðu átta, sem öll komust til manns og hafa þeim öllum hlotn- ast í arf þeir miklu mannkostir sem foreldrarnir höfðu yfir að búa og nýtast þeim vel, hverju á sínu sviði. Barnabörnin eru orðin vel á þriðja tug og langömmubörnin að minnsta kosti tuttugu. Aðalheiður fylgdist vel með uppvexti, gleði, sorgum og björgu, Ólaf Andra, Aðalheiði og Lindu Rós. 3) Ágústa Ingi- björg, f. 16. septem- ber 1942, gift Rögn- valdi Hreini Haraldssyni og eiga þau tvö börn, Brynju Björk og Rögnvald Óttar. 4) Guðbjörg, f. 6. nóv- ember 1944, gift Gunnari Jónssyni og eiga þau tvö börn, Höllu og Árna. 5) Hallmundur, f. 24. aprfl 1946, kvæntur Kristínu Tómasdóttur og eiga þau tvö börn, Margréti Hrönn og Andrés Heiðar. 6) Jóakim Tryggvi, f. 21. janúar 1949, kvæntur Sigríði Aðalbjörgu Jónsdóttur og eiga þau fjóra syni, Andrés Ingva, Auðun Inga, Birki Hrafn og Víði Örn. 7) Hall- dór Ingi, f. 22. aprfl 1954, kvænt- ur Hafdísi Ósk Kolbeinsdóttur og eiga þau eina dóttur, Önnu Ma- ríu, og stjúpdóttir Halldórs er Guðný Þorsteinsdóttir. 8) Haf- steinn, f. 19. aprfl 1958, kvæntur Gunnhildi Margréti Vésteins- dóttur og og eiga þau eina dótt- ur, Katrínu Ósk og stjúpdóttir Hafsteins er Iris Auður Arnar- dóttir. Útför Aðalheiðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. sigrum afkomenda sinna og talaði um þennan stóra hóp sinn með miklu stolti. Aðalheiður og Andrés hófu ung búskap í sveit, en eins og svo margir fluttu þau síðan á „mölina“ með all- ann sinn stóra barnahóp, alltaf fannst mér eins og þau töluðu með söknuði um sveitina, en seinna á lífs- leiðinni létu þau svo verða af því að kaupa gamlan sumarbústað á falleg- um og gróðursælum stað. Andrés reisti þar síðan nýtt hús og í nokkur ár gátu þau notið sveitasælunnar á þessum friðsæla stað, en þaðan eig- um við, ég og fjölskylda mín, margar okkar bestu minningar með Aðal- heiði og Andrési. Allir sem Aðalheiði þekktu vita að hún öðlaðist þá gæfu að vera mikill listamaður í eðli sínu, það sannaðist á öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hannyrðir af öllum gerðum voru hennar aðaláhugamál, og liggja á heimili hennar og víðar listaverk af ýmsum toga, allt frá útsaumuðum kaffidúkum, stórum flosuðum mynd- um, til „rókókóstóla" svo eitthvað sé nefnt. í jólapökkunum til barnabarn- anna og langömmubarnanna voru, oftar en ekki útprjónaðar peysur, húfur og vettlingar sem allir kunnu vel að meta og þótti „flott“ að fá mjúkan pakka frá ömmu Öllu. Mörg undanfarin ár voru Aðal- heiður og Andrés hjá okkur Halldóri á aðfangadag jóla. En eftir að And- rés féll frá þá Aðalheiður ein, en stuttu fyrir síðustu jól veiktist Aðal- heiður og treysti sér ekki til að koma og fannst okkur þvi vanta mikið að hafa hana ekki hjá okkur. Fimm ára gamall dóttursonur minn, hann Friðbert, hefur engum jólum kynnst hjá okkur án hennar, en þegar hann kom í sínu fínasta pússi með alla jólapakkana sína og eftirvæntingu í andlitinu, spurði hann mig með ákafa, „Hvar er jóla-amma?“ „lang- amma er lasin og getur ekki komið til okkar núna,“ var svarið sem hann fékk. En nú er Aðalheiður ekki lengur lasin, heldur hefur hún „flutt“ á sinn sælureit og til fundar við Andrés, og ég veit að þar munu þau njóta sveitasælunnar áhyggjulaus saman, ganga saman í grasinu og leiðast hönd í hönd í sólsldninu. Elsku Aðalheiður, kærar þakkir fyrir samfylgdina, og ómetanlega vináttu til 25 ára. Þín tengdadóttir, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir. t Hugheilar þakkirtil allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og vináttu við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og bróður, ÞÓRARINS JÓNSSONAR, Álftamýri 42, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala og líknardeildar. Einnig til starfsfélaga Borgarbílastöðvarinnar og Guðjóns Gunnarssonar vinar hans. Sigríður Magnúsdóttir, Magnea I. Þórarinsdóttir, Guðmundur B. Guðjónsson, Soffía D. Þórarinsdóttir, Eggert Þ. Sveinbjörnsson, Sonja G. Þórarinsdóttir, Pétur Kristinsson, Gísli G. Þórarinsson, Kristín Helgadóttir, barnabörn, langafabarn og systur hins látna. t Innilegar þakkir færum við öllum ættingjum og vinum er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og vinkonu, ÁGÚSTU SUMARLIÐADÓTTUR, Stigahlíð 8, Reykjavík. Ríkharður Ingibergsson, Sveinfríður Sigurðardóttir, Helgi Hálfdánarson, Sigurlín Jóna Sigurðardóttir, Hjörtur Á. Magnússon, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Ólafur E. Sigurðsson, María Alexandersdóttir, Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Daníel Óskarsson, Ósk Axelsdóttir, Vigdís Þorsteinsdóttir, Jón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ELINBORG MARGRET BJARNADÓTTIR Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjam, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. AÐALHEIÐUR GUÐ- RÚN ELÍASDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.