Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 55 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON + Lúðvík Krist- jánsson rithöf- undur fæddist í Stykkishólmi 2. sept- ember 1911. Hann lést 1. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 11. febr- úar. Nestor íslenskra sagnfræðinga, dr. Lúð- vík Kristjánsson, er látinn á 89. aldursári. Með honum er genginn einn afkastamesti og merkasti fræðimaður íslenskur á 20. öld, maður sem markaði djúp spor í rannsóknir á íslenskri sögu og þjóð- fræði, og var þekktur jafnt utan lands sem innan. Starfsævi Lúðvíks á fræðaakrin- um spannaði óvenju langan tíma, eða nær sjö áratugi. Fyrstu ritsmíðar hans birtust í Lesbók Morgunblaðs- ins á árunum 1933-1934 og hin síð- asta, löng ritgerð um frænda hans, Sigurð Kristófer Pétursson, var gef- in út sérprentuð í bókarformi skömmu eftir 1990. Þar á milli samdi hann hátt á annan tug bóka, fjölda ritgerða og greina, sem birtust í blöðum og tímaritum, og ritstýrði Ægi, tímariti Fiskifélags íslands, í full sextán ár, frá 1938 til 1954. Þar skrifaði hann fjölmargar greinar undir nafni, og þó enn fleiri nafnlaus- ar. Mun flestum, sem til þekkja, bera saman um, að á ritstjómarárum Lúðvíks hafi Ægir verið afbragðs heimildarit um íslenskan sjávarút- veg í fortíð og samtíð, og enn er ritið frá þessum árum nánast skyldulesn- ing fyrir alla þá, sem hyggjast kynna sér og fjalla um íslenska sjávarút- vegssögu. Stórvirkið íslenskir sjávarhættir, sem út kom í fimm stórum bindum á árunum 1980 til 1986, er tvímæla- laust mesta og þekkt- asta verk Lúðvíks, og í raun æviverk. Að eigin sögn hóf hann fyrst að heyja sér efni í Sjávar- hættina á árunum 1932-1936, og verkinu lauk ekki fyrr en með útkomu fimmta bindis réttri hálfri öld síðar. Framan af vann Lúðvík að efnis- og heimilda- söfnun Sjávarháttanna í frístundum og oft með miklum frátöfum, en frá 1963 var vinna að þessu verki aðal- starf hans. Og þó fór því fjarri að hann væri einn að verki. Eiginkona hans, Helga Proppé, vann árum saman að verkinu með honum, safn- aði efni úr rituðum og prentuðum heimildum og handskrifaði allt hand- ritið svo fagurlega að engin ástæða þótti til að vélrita það. Samstarf þeirra Lúðvíks og Helgu að undirbúningi og samningu Sjáv- arháttanna var einstakt, og eftir- minnilegt þeim sem með fylgdust. A 8. áratugnum, er þau unnu að frá- gangi bindanna fimm, komu þau tíð- um í Safnahúsið við Hverfisgötu og var þá hver dagurinn öðrum líkur. Þau komu árla dags með strætis- vagni sunnan úr Hafnarfirði og voru oftast mætt er safnverðir luku upp dyrum lestrarsala. Síðan unnu þau sleitulaust fram undir lokun við að fletta upp og gáta heimildir, lesa saman við handrit o.sv.frv. Matar- og kaffihlé voru styttri en hjá flestum öðrum, sem þó þóttust halda vel áfram. íslenskir sjávarhættir eru þrek- ANNA MARGRET PÉTURSDÓTTIR + Anna Margrét Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1958. Hún lést 1. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 9. febrúar. Elsku Anna Mar- grét. Okkur þótti svo vænt um þig. Þú veist að við söknum þín mikið. Ég veit að þú hefur það gott. Þú ert umvafin kærleika, gleði og fegurð. Elsku Anna Mar- grét, við sjáumst aftur eins og Guð hefur lofað okkur í orði sínu og Kristur sjalfur segir með þessum orðum: „í húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefí búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð þar sem ég er.“ Það er autt og tóm- legt án þín. Þökk fyrir tímann sem við feng- um að hafa þig hjá okkur, návist þín var okkur svo mikils virði og yndisleg. Þökk fyr- ir allt sem við munum aldrei gleyma. Guð varðveiti þig. Nú fellur lítið tár á legstað þinn, sem liljublóm frá sundurkrömdu hjarta. Ég veit þú skynjar heitan huga minn, en himinsólin ljómar um þig bjarta. (H.V.) Þín frænka, Hildur. SVAVA EINARSDÓTTIR + Svava Einarsdóttir fæddist á Kleifarstekk í Breiðdal 13. ágúst 1921. Hún lést á heimili sfnu á Stöðvarfirði 1. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Stöðvaríjarðarkirkju 12. febrúar. Jarðsett var í Eydalakirkjugarði í Breiðdal. Hún Svava kom á heimili mitt ung að árum og var þar í nokkum tíma. Alltaf var gott okkar samband og áhyggjulaus fór ég af mínu heimili, er hún tók að sér að gæta bús og bama sem henni tókst svo vel með sínu létta lundarfari. Dæm svo mildan dauða Drottinnþínubami, eins og léttu laufi lyftirblæríráþjami. Eins og lítill lækur Ijúkisínuþjali, þarsemlágtíleyni liggur marinn svali. (Matt Joc.) Ég og fjölskylda mín þökkum Svövu vináttu og hlýju sem hún sýndi okkur alla tíð. Við blessum minningu hennar og vottum manni hennar og fjölskyldur innilega samúð. Hlíf Petra Magnúsdóttir, Breiðdalsvík og fjölskyldur. virki og eiga vafalaust eftir að halda nafni Lúðvíks Kristjánssonar lengur á lofti en önnur verk hans, sem þó em litlu minni að vöxtum og í engu ómerkari. Á 5. og 6. áratug aldarinn- ar tók hann „hliðarspor" og hóf að rannsaka sögu íslendinga - og þó einkum Vestlendinga og Vestfirð- inga - á 19. öld. Afrakstur þess starfs varð sjö bækur, allar stórmerk fræðirit og mynda ákveðna rann- sóknarheild, þótt ekki verði þær með réttu taldar ritröð. Fyrst kom þriggja binda verkið Vestlendingar á áranum 1953 til 1960, þá bókin Á slóðum Jóns Sigurðssonar, 1961, og á áranum 1962-1963 kom út tveggja binda ævisaga Þorláks Ó. Johnson kaupmanns, Úr heimsborg í Grjóta- þorp. Þá varð nokkurt hlé á rann- sóknum á þessu sviði en er Lúðvík hafði lokið útgáfu íslenskra sjávar- hátta, tók hann aftur til við að sinna 19. aldar sögu og árið 1991 kom út síðasta rit hans um það efni, Jón Sig- urðsson og Geirangar. Þá stóð höf- undur á áttræðu. ÖU bera rit Lúðvíks merki ótrú- legri vandvirkni og eljusemi. Hann þrautkannaði heimildir sínar, lét aldrei óvelt steini þar sem von var til að matarhola leyndist undir, og allar helstu ritsmíðar sínar, hvort sem vora bækur eða ritgerðir í fræðirit- um, byggði hann á rannsókn fram- heimilda. Lét hann sig þá ekki muna um að kanna hliðarheimildir, þótt ekki snertu þær beinlínis það efni, sem hann var að fjalla um. Gott dæmi um það er, að þegar hann vann að ævi- sögu Knud Zimsen borgarstjóra kannaði hann allar gjörðabækur Reykjavíkurborgar frá aldamótum og fram til þess er Zimsen lét af störfum. Þessu verklagi hélt hann alla tíð og við undirbúning íslenskra sjávar- hátta raddi hann brautina í öflun munnlegra heimilda. Þá ræddi hann við mikinn íjölda heimildamanna um aUt land. Þeir urðu alls 374 þegar upp var staðið, nánast allir fæddir á 19. öld, hinir elstu um miðbik aldar- innar. Gefur augaleið, að með þess- um viðtölum, sem mörg vora tíma- frek og kostuðu mikil ferðalög, bjargaði Lúðvík miklum fróðleik írá glötun. Og ekki taldi hann eftir sér sporin þegar kanna þurfti fomar verstöðvar og útgerðarstaði. Hann vildi helst koma á sem flesta af þeim stöðum, sem um var fjallað í Sjávarháttunum, og mun enginn maður hafa komið í fleiri verstöðvar á Islandi. Fundum okkar Lúðvíks Kristjáns- sonar mun fyrst hafa borið saman á samkomu á vegum Sögufélagsins fyrir liðlega þrem áratugum. Næstu árin sáumst við alloft en ekki man ég hvort við töluðum saman á fundum, það hefur þá verið bæði lítið og stutt. Lúðvík var þá löngu þjóðkunnur og mikilsvirtur fræðimaður, einn þeirra sem stúdentum og yngri mönnum bar að umgangast með virðingu. Reyndar held ég að við höfum, a.m.k. sumir hverjir, borið nánast ótta- blandna lotningu fyrir honum. En óttinn hvarf jafn skjótt ég kynntist manninum. Þegar ég var tekinn að fást við sögu sjávarútvegs og sögu Vestfjarða hittumst við oft, ekki síst í Safnahúsinu. Þá hafði Lúðvík framkvæði að samskiptum, sýndi viðfangsefnum mínum áhuga, spurði margs, og tók óbeðinn að leið- beina mér í ýmsum úriausnarmálum, ekki síst þeim er snertu heimildaleit. í því efni var hann óhemjufróður, vissi gjörla skil á hvers kyns skjölum og gögnum og hvar þau væri að finna. Fyrir kom að hann kunni villur í skráningu og gekk beint að gögn- um, sem starfsmenn safna fundu ekki! Á þessum áram tókst með okk- ur Lúðvík góður kunningsskapur, sem síðan þróaðist í trausta vináttu. Þar var ég ávallt þiggjandi, þáði góð ráð og hvatningu í hvert sinn er við hittumst. Hin síðari ár átti ég þess nokkram sinnum kost að heimsækja Lúðvík, fyrst á Álfaskeiðið, og síðan á Hrafnistu. Þær heimsóknir vora ávallt eftirminnilegar og lifa í minn- ELÍNBJÖRG ÓLÖF > * ingunni fremur sem eins konar helgistundir en venjulegir vinafund- ir. Lúðvík var orðinn ekkjumaður, er hér var komið sögu, vel kunni hann að taka á móti gestum. Hann vaP’"- jafnan mjög viðræðufús, spurði margs um viðfangsefni mín og ann- arra sameiginlegra vina og kunn- ingja, hvernig verkum miðaði hjá mönnum, hvenær von væri á útgáf- um o.sv.frv. Allt til hinstu stundar var áhuginn jafn lifandi en fyrr og hugurinn sívakandi þótt engum dyldist að líkaminn gerðist nokkuð ellimóður. Ég hitti hann síðast fimmtudags- kvöldið 20. janúar er við fóram sam- an á fyrirlestur í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Þá var hann hinn hress-. asti, glaður í bragði en kvaddi mig innilegar og með meiri alvöra í svipnum en nokkra sinni fyrr. Að mér hvarflaði ekki að þetta yrði okk- ar síðasti fundur, en aðeins þremur dögum síðar varð hann fyrir áfalli, sem dró hann til dauða. Vegna löngu fyrirfram ákveðinnar utanlandsferðar átti ég þess því mið- ur ekki kost að fylgja vini mínum til grafar og af sömu sökum eru þessi kveðjuorð svo síðbúin. Að leiðarlok- um er ekki annað eftir en að þakka fyrir áralanga vináttu, hjálpsemi og velgjörðir. Börnum hans, barna- börnum og öðram ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Þ. Þór. GARÐHEIMAR BLÓMABÚÐ • STIZKKJARBAKKA < ^ SÍMl 540 3320 3lómat?ú3U\>'\ v ÖaE'ðskom v/ Fossvogski^kjuga^ Sími: 554 0500 GUÐJONSDOTTIR + Elínbjörg Ólöf Guðjónsdóttir fæddist í Svínaskógi, Fellsströnd í Dala- sýslu, 13. júlí 1924. Hún lést 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 18. febrúar. Elsku amma. Nú ertu horfin á braut. Þú skilur eftir þig skarð sem þó er fullt af góðum minning- um. Þú tókst alltaf vel á móti okkur þegar við komum á Selja- veginn og við munum hvað það var hlýtt að koma til þín í eldhúsið þar sem þú vildir aldrei hlusta á þá vit- leysu að við væram ekki svangir. Allavega voram við aldrei svangii- þegar við fóram frá þér. Elsku amma, þú hefur alltaf stutt við bakið á okkur og verið til staðar fyrir okkur og við vitum að þú átt eft- ir að halda áfram að fylgjast með okkur þaðan sem þú hvílir nú. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hvíl í friði, elsku amma. Kristján Jens og Óskar Atli. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar, hellar Ellu eða ömmu á Seljó eins og hún var kölluð. Ég kynntist Ellu í gegnum vinkonur mínar þær Elinbjörgu Hjalteyju, Svölu og Hafrúnu. Fór ég að venja komur mínar þangað til að hitta Ellu og stelpurnar og þiggja kaffisopa og spjall. Eg leitaði til þín með ráðleggingar og sagði þér flestöll mín leyndarmál. Þú varst svo mikið gull af manni og alltaf tilbúin að hlusta og ráðleggja. Þó að aldursmunurinn væri þónokkur leit ég aldrei á þig sem gamla konu, því við voram vinkonur. Þegar ég eignaðist mitt annað barn komst þú í heimsókn þrátt fyrir veikindi þín og samgladdist mér við fæðingu dótturinnar. Stuttu eftir að ég eignaðist mitt þriðja barn hitti ég þig þar sem þú varst nýkomin af Reykjalundi og mér fannst þú líta svo vel út. Þú afsakaðir þig með að hafa ekki komið í heimsókn og sagð- ist vera á leiðinni, en núna ertu farin. Elsku Ella, ég vona að þar sem þú ert núna séu engir kvillar að hrjá þig og ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Ég er ríkari eftir að hafa kynnst þér. Takk fyrir allt. Kæru Hjalti, böm, barnabörn og barnabarnabörn, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar Anna Dóra Ágústsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ GLÆSILEG KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 9 3 I HOTEL LOFTLEIÐIR O ICILANDAIR H O T ■ > »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.