Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
‘ UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Hetjudáðir andartaksins
^ I FORNOLD sigldu
hetjur yfir heimshöfin
með brugðnum brönd-
um. I dag eru hetju-
dáðir okkar fólgnar í
að koma óteljandi hlut-
um í verk strax í gær,
borga alla reikningana,
vinna á fjórum stöðum,
eiga skammlaust heim-
ili, halda öllum góðum
og vera nokkum veg-
inn fullkomin foreldri.
Mitt í þessum hetju-
^dáðum gefst lítill tími
til að spyrja sig hvort
við séum raunverulega
hamingjusöm eða
hvernig okkur líði yfirleitt. Ekki
fyrr en þunglyndiseinkennin eru
komin á það stig að ærlegt fyllirí er
hætt að duga, ferðin upp í sumar-
bústað eða til Kanarí sem átti að
vera til að næra alla fjölskylduna
verður bara enn eitt áreitið. Einvera
gerir ekkert gagn heldur því þá
þurfum við að finna fyrir sjálfum
okkur. Hvað er þá til ráða? Nú, að
taka þunglyndislyf og halda svo
áfram að berjast, því hetjur gefast
ekki upp. Áður en við náum þessu
stigi er langur aðdragandi og
^.kannski væri ráð að líta upp og inn á
við aðeins fyrr á þeirri leið.
Tímaskeiðin í lífi okkar
um
í heimsmynd Kínverja er talað
fimm frumöfl sem þurfa að
íhreinsunin
gsm897 3634
Þríf í rimiagluggatjöldum.
starfa saman í réttu
jafnvægi til að maður-
inn sé heilbrigður í sí-
breytilegum heimi.
Þessi frumöfl sem eru
kölluð vatn, viður, eld-
ur, jörð og málmur
standa líka fyrir ákveð-
in tímaskeið í lífi okk-
ar. Hvert tímaskeið
tekur 7 ár í lífí kvenna
og 8 ár í lífi karla. Það
tekur konur því 35 ár
að fara einn hring í
gegn um öll frumöflin
fimm og fyrir karl-
Guðrún Arnalds menn eru það 40 ár. Á
hverju tímaskeiði erum
við að samþætta eða vinna með
ákveðna þætti í okkur sjálfum.
Tími málmsins
Konur eru að fara í gegn um tíma-
bil málmsins á aldrinum 21-28 ára
og karlmenn á aldrinum 24-32 ára.
Tími málmsins er tími efnishyggj-
unnar - þá erum við að leggja
áherslu á að kaupa okkur þak yfir
höfuðið og eignast hluti. Þetta er
líka tíminn sem við erum „ástfang-
in“.
Jafnvægi þarf að ríkja
Ef við sleppum einu tímaskeiði
verðum við ósátt - hvort sem það
gerist strax eða seinna á ævinni, því
þá vantar okkur þennan þátt innra
með okkur. Á sama hátt ef við fest-
umst í ákveðnu tímaskeiði þá verður
það frumafl of sterkt í okkur á
kostnað einhvers annars. Þegar
frumöflin eru komin í ójafnvægi sín
á milli dregur það úr heilsu okkar og
mikið ójafnvægi leiðir á endanum til
einhvers konar sjúkdómseinkenna.
Æviskeið eldsins
Tímabil eldsins er fyrir konur
fyrst á aldrinum 7-14 ára og síðan
aftur 35-42 ára. Fyrir karlmenn eru
þetta árin 8-16 og 40-48. Á þessu
Líföndun
Líföndun er afar einfold
tækni þar sem við ein-
beitum okkur að öndun-
inni, segir Guðrún
Arnalds, til að losa um
spennu og stífiur sem
hafa myndast í líkama
okkar.
tímabili erum við að uppgötva „sjálf-
ið“ og eldurinn stendur líka fyrir
innri gleði og tengingu okkar við al-
mættið. Bömin fara að segja „nei,ég
vil þetta ekki“ og velta því fyrir sér
hvort Guð sé nokkuð til fyrst jóla-
sveinninn er það ekki. Á seinna eld-
tímabilinu er mikilvægt að við náum
að samþætta og dýpka tengingu
okkar við „sjálfið“ og við eitthvað
æðra og það gerum við m.a. í gegn
um andlega iðkun og sjálfsrækt.
Karlmenn eru yfirleitt sterkari á
þessu sviði sjálfsins en konur, þó
margir gleymi að sinna andlega
þættinum. Konur eiga það frekar til
að fylgja manninum í hans áhuga-
málum og lifa fyrir bömin sín, en
gleyma að rækta eigin garð, áhuga-
mál sín og andlegan styrk. Sá sem
er ekki að sinna þessum eiginleikum
á þessum áram verður ófullnægður
og jafnvel þunglyndur (skortur á
innri gleði) og kannski skilur ekki
alveg af hverju. Önnur einkenni
geta verið svitaköst og önnur dæm-
igerð einkenni tíðahvarfa. Ef konur
ná að samþætta þennan þátt á þessu
skeiði fá þær ekki þessi einkenni
samkvæmt austrænni læknisfræði.
Karlmönnum er hættara við að fá
hjartsláttartruflanir eða jafnvel
hjartaáfall á þessu tímaskeiði.
Veitingareksturinn í IÐNÓ
er til sölu!
♦ 60 sæta veitingasalur „a la carte“
♦ 40 sæta kaffihús - inni
♦ 60 sæta kaffihús - úti
♦ 50 sæta bar í risi
♦ Góður leigusamningur
♦ Fullt vínveitingaleyfi
Upplýsingar gefur Hreinn á staðnum
- laugardag, frá kl. 12-18.
Líföndun
Til era margar leiðir til að nálgast
sjálfan sig og rækta þennan andlega
þátt sem er svo lífsnauðsynlegur,
ekki bara á eld-tímaskeiðinu í lifi
okkar heldur alla ævina. Það er
þessi andlegi neisti sem aðgreinir
okkur frá dýranum og hann sést í
augunum og reyndar allri útgeislun
okkar.
Lífondun er ein leið sem við get-
um nýtt okkur til að kynnast okkur
sjálfum, skilja betur hvemig okkur
líður, það sem vantar og það sem er
til staðar í lífi okkar og við gleymum
bara að njóta þess og einnig getur
hún verið leið til að nálgast þetta
guðlega í okkur sjálfum. Andi og
andardráttur era náskyld orð og við
köfum inn í andartakið með því að
taka andköfi Hvað er líföndun? Lí-
föndun er afar einföld tækni þar
sem við einbeitum okkur að öndun-
inni til að losa um spennu og stíflur
sem hafa myndast í líkama okkar.
Þessi spenna getur verið í formi
vöðvabólgu eða hvers konar sár-
sauka. Hún getur líka verið andleg-
ur eða líkamlegur dofi; eitthvað sem
við finnum ekki fyrir. Eða kvíði,
streita, andvörp, magakrampar, kul-
vísi, ógleði, fóbía, sorg, fíkn, skortur
á sjálfstrausti, tómleiki. í stuttu
máli allt milli himins og jarðar. Allt,
sem við höfum dæmt og gefið nafn
og þar með aðskilið okkur frá því,
situr í okkur og bíður þess að vera
meðtekið sem hluti af heildinni. Og á
meðan erum við þrælar þess. Um
leið og við gefum þessum draugum
fortíðarinnar frelsi og hættum að
berjast við þá verðum við líka frjáls.
Hvemig er líföndun kennd? Lí-
föndun er hægt að stunda bæði í
hópi og í einrúmi. Yfirleitt er talað
um að við þurfum reyndan kennara
til að sitja yfir okkur í a.m.k. fyrstu
tíu skiptin. Margir sem hafa stund-
að líföndun reglulega í a.m.k. tíu
skipti hafa talað um að þessar tíu
andanir hafi gert þeim meira gagn
en tíu ár hjá sálfræðingi. Og það
getur farið vel saman að gera hvort
tveggja. En líföndun er ekki með-
ferðarform heldur mætti kannski
segja að hún sé eins konar stefnu-
mót við lífið eða okkur sjálf, fyrir
suma er hún hláturstund.
Hún er ekki lausn á öllum okkar
vandamálum. Þau verðum við samt
að leysa.
En ef við erum tilbúin að hlusta á
og hlýða líkamanum og anda að okk-
ur Guði þá getum við hugsanlega
ferðast í gegnum öll okkar æviskeið
nokkum veginn sátt við lífið.
Hötundur er nuddari, hómópati og
leiðbeinandi i líföndun.
Neyslustaðall
nauðsynlegur
Framfærslukostnað-
ur hjóna með tvö böm
var á miðju síðasta ári
samkvæmt lágmarks-
framfærsluþörf íbúða-
lánasjóðs 108 þúsund
krónur á mánuði, Ráð-
gjafastofu heimilanna
um 140 þúsund krónur
og samkvæmt neyslu-
könnun Hagstofunnar
rúmlega 242 þúsund
krónur. A.m.k. fimm
mismunandi neysiuvið-
miðanir era í gangi hér
á landi, sem stjómvöld
byggja ákvarðanir sín-
ar á. Þetta ragl þarf að
leiðrétta. Þingsálykt-
unartillaga þar að lútandi hefur verið
lögð fram á Alþingi. Þar er lagt til að
samræmdur neyslustaðall um fram-
færsluþörf heimilanna verði leið-
beinandi fyrir stjómvaldsákvarðanir
um rétt fólks til bóta, lána og fjár-
hagsaðstoðar hjá opinberum aðilum
líkt og á hinum Norðurlöndum og
víða í Evrópu.
Mismunun í stjórn-
valdsaðgerðum
Hér á landi eru í gangi a.m.k.
fimm mismunandi framfærslu-
grannar, sem lán, styrkveitingar,
bætur og fjárhagsaðstoð frá opin-
beram aðilum taka mið af.
Má þar nefna trygginga- og skatt-
kerfið, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga,
Lánasjóð íslenskra námsmanna,
Ráðgjafastofu heimilanna og íbúða-
lánasjóð.
Því til viðbótar kemur neyslu-
könnun Hagstofunnar. Það gengur
ekki að mikilvægar stjómvalds-
ákvarðanir eins og í skatta- og
trygginga- og lánamálum, auk fjár-
hagsaðstoðar við einstaklinga, sé
byggð á mismunandi forsendum op-
inberra aðila um framfærsluþörf
heimilanna. Það er vísasti vegurinn
til handahófskenndra ákvarðana og
mismununar í stjómvaldsaðgerðum.
Neyslustaðall verði leiðbein-
andi um stjórnvaldsákvarðanir
Á hinum Norðurlöndunum og víða
í Evrópu er notuð samræmd neyslu-
viðmiðun sem sýnir framfærslu-
kostnað heimila eftir fjölskyldugerð,
sem er leiðbeinandi fyrir stjómvöld
vegna ýmissa ákvarðana er lúta að
fjárhæðum bóta og styrkja velferð-
arkerfisins. í Svíþjóð og Noregi er
Jóhanna
Sigurðardóttir
stuðst við neyslustaðal
sem byggist á sam-
ræmdri neysluviðmið-
un heimilanna, þegar
ákvarðaðar eru bætur
skattalaga, reglur um
heimildir sýslumanna
til að draga af tekjum
manna vegna vanskila
hjá lánastofnunum og
opinberum aðilum s.s.
vegna skatta og með-
lagsskulda. Þessi
neysluviðmiðun er
einnig grandvöllur
greiðsluáætlunar hjá
lánastofnunum fyrir
einstaklinga og fjöl-
skyldur, vegna íbúðar-
kaupa og ýmissa lánveitinga.
Þingmál Samfylkingarinnar
Undirrituð hefur ásamt nokkram
öðram þingmönnum Samfylkingar-
innar lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um að gerður verði
Framfærsla
Samræma þarf staðal
um framfærsluþörf
heimilanna, segir
Jóhanna Sigurðardótt-
ir, til að auðvelda
stjórnvöldum að taka
ákvörðun um rétt fólks
til lána og aðstoðar hjá
opinberum aðilum.
samræmdur neyslustaðall, sem verði
leiðbeinandi fyrir stjómvöld sem við-
miðunargrandvöllur við ýmsar
ákvarðanir sem tengjast lánum til
framfærslu og rétti til fjárhagsað-
stoðar og bóta, eins og í skatta- og al-
mannatryggingalögum. Einnig sem
grandvöllur greiðsluáætlunar hjá
lánastofnunum og vegna innheimtu
vangoldinna opinberra gjalda, eins
og skattaskulda og meðlags-
greiðslna. Þessu máli þarf að fylgja
fast eftir.
Það verður gert.
Höfundur er alþingismaður.