Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 67 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Félagsheimilið Logaland í Reykoltsdal fær á næstunni á sig nýtt útlit, með klæðningu og gluggaröðum á efrihæð og stigagangi út í garðinn. Blómlegt starf Umf. Reykdæla Byggt við Logaland Reykholt - Ungmennafélagar í fyrr- um Reykholtsdalshreppi í Borgar- fjarðarsveit byrja nýja öld með átaki. Verið er að byggja ofan á og stækka félagsheimili ungmennafé- lagsins, Logaland, á sama tíma og þar fara fram æfingar á leikritinu Galdra-Lofti eftir Jóhann Sigurjóns- son, undir leikstjórn Flosa Olafsson- ar. Leikritið verður frumsýnt í vor. Félagsheimilið var upphaflega byggt 1909, vorið eftir að Ung- mennafélag Reykdæla var stofnað. Formaður félagsins, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, segir í samtali við blaðið að félagið sjái um rekstur hússins og byggingarframkvæmdir. Hún segir að nauðsynlegt hafi verið að endumýja hluta af þaki hússins og þá hafi verið ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir. I húsinu er einn stór salur, sem takmarkað hef- ur nýtingu hússins, en með viðbygg- ingunni bætist við annar minni salur, búningsherbergi, aðstaða fyrir tæknimenn og geymslur fyrir leik- hússtarfsemina o.fl. Embla segir að allt húsið verði klætt að utan á næst- unni og að gluggaröð verði komið MÁLÞING verðurhaldið föstudag- inn 25. febrúar í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri um innflutning á nýju mjólkurkúakyni. Þingið verður sett kl. 10 árdegis og lýkur með kaffi á milli kl. 15 og 16. Markmið með þinginu er að draga fram sem flesta af þeim þáttum sem huga þarf að við ákvörðun um slíkan innflutning og styrkja með því um- ræðugrundvöll málsins. Ræðumenn verða: Birgir Óli Ein- arsson hagfræðingur við Hagþjón- ustu landbúnaðarins, Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum, Jó- hannes Hauksson ostameistari Mjólkurbúsins í Búðardal, Inga Þórs- dóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla íslands, Emma Eyþórsdótt- fyrir á nýreistri efri hæðinni. Logaland var í upphafi byggt með hússtafna vísandi til norðurs og suð- urs, en var svo stækkað í áföngum fram eftir öldinni. Eftir stækkun ár- ið 1928 sneru mænar til austurs og vesturs, og tuttugu árum síðar fékk svo húsið viðbyggingu með þver- mæni á austurhliðina, og var þá orð- in n.k. T-bygging. Á árunum 1968-71 var salur hússins stækkaður og bætt við nýjum forsal, snyrtiherbergi og bókasafnsherbergi. Síðan hefur hús- ið verið óbreytt þar til s.l. sumar þegar hafist var handa við að byggja ofan á það. I Logalandi hefur alla tíð verið virkt félagslíf og mikil leikstarfsemi og segir Embla að allt íþróttastarf f sveitinni sé starfrækt á vegum fé- lagsins. í Logalandi er starfrækt bókasafn sem á rætur sínar að rekja til Lestrarfélags UMFR, sem starf- aði fyrri hluta aldarinnar, og gengu bækur þá á milli bæja. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins var að setja skógargirðingu í landi Logalands og stendur húsið norðan við Logalands- skóg. ir erfðafræðingur á Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, Pétur Dið- riksson bóndi á Helgavatni, Sigríður Jónsdóttir bóndi í Gígjarhólskoti, Drífa Sigfúsdóttir námsmaður og Viðar Hreinsson bókmenntafræðing- ur. Góður tími verður ætlaður fyrir umræður þar sem öllum er frjálst að koma á framfæri sínum sjónarmiðum. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta og hlýða á og taka þátt í umræðum, bæði bændur og aðrir áhugamenn um þessi mál, segir í fréttatilkynningu. Einnig verða er- indi send með íjarfundabúnaði til nokkurra staða á landinu og getur fólk mætt á þá staði til að fylgjast með. Skjala- stjórnim persónu- upplýsinga NÁMSKEIÐ um skjalastjómun persónuupplýsinga verður haldið 22. og 23. maí nk. og stendur fyrir- tækið Skipulag og skjöl ehf. fyrir þessari fræðslu Námskeiðið er öllum opið en for- krafa er að viðkomandi hafí tekið námskeiðið „Inngangur að skjala- stjórnur." sem Skipulag og skjöl ehf. heldur reglulega eða hafi aflað sér grunnþekkingar á skjalastjóm- un. Alfa Kristjánsdóttir, bókasafns- fræðingur og Sigmar Þormar M.A. kenna. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Kennt er í vönduðu húsi með tölvuskjávarpa. Námskeiðsgögn ásamt kaffi og meðlæti báða dagana em innifalin í námskeiðsgjaldi. Skáldverk Tolstojs í bíósalnum NÆSTU helgar verða verk rússneska skáldsins Lév Tol- stojs kynnt í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 Sunnudaginn 10. febrúar kl. 15 verður „Kreutz- ersónatan" sýnd, 27. febrúar er „Kósakkar" á sýningarskránni og laugardaginn 4. mars verður stórmyndin „Stríð og friður" sýnd á daglangri sýningu, ef þátttaka verður næg. Kvikmyndin Kreutzersónat- an var gerð árið 1987, leikstjór- ar Mikhaíl Sehweitzer og Sofia Milkina, en meðal leikenda eru Olég Jankovskíj, írina Sel- eznéva, Alexander Trofimov, Alla Demidova og Alexander Kaljagín. „Ég er hann...“ Myndin er byggð á sam- nefndri sögu Tolstojs. I lestar- klefa hefjast heitar umræður og deilur meðal farþeganna um ástina, hjónaskilnaði og kúgun kvenna. Allt í einu dregur einn farþeganna upp gamalt dag- blað, bendir á frétt í blaðinu og mynd af manni og segir: „ÉG er hann, Pozdnysjev, sem drap konu sína!“ Hann segir síðan einum samferðarmanna sinna alla söguna sína um nóttina. Kvikmyndin er sýnd af myndbandi. Þýðing á ensku er lesin ofan í rússneskuna. Að- gangur er ókeypis og öllum heimil. Málþing um innflutning á nýju mjólkurkúakyni GOÐIR ALLT ÁRIÐ -MJÚKIRMEÐ GÓÐUM SÓLA (2.995) Stærðir 41-46 Nýtt kortatímabil Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14. L ttMWVl KUAW Ostasósumar í einum grænum bragðast sérstaklega vel með hvers kyns fiski. Matreiðslan getur varla orðið auðveldari: þú setur fiskinn (frosinn eða nýjan) í eldfast mót, hellir sósunni yfir og lætur bakast í ofni. Með fiski mælum við sérstaklega með ostakvartettssósunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.