Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 73
ÍDAG
BRIDS
limsjón Gnðmnndnr
Páll Arnarson
SUÐUR spilar þrjú grönd
og hefur það verkefni fyrst
og fremst að finna tígul-
drottninguna:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
*K754
»643
♦ A85
*KG2
Suður
*AGfi
»KD9
♦ KG1094
*109
Eftir pass austurs í upp-
hafi opnar suður á einu
grandi og norður hækkar í
þrjú. Vestur spil lítið úr
borði og drottning frá
austri. Aftur kemur lauf
(fjarkinn) og blindur á slag-
inn. Laufið virðist vera 4-4,
svo vörnin á þrjá slagi þar
og einn á hjartaás. Tígul-
drottningin verður því að
koma í leitirnar. Hvernig
myndi lesandinn vinna úr
tíglinum?
Hin „rétta“ íferð sam-
kvæmt líkindafræðinni er að
taka fyrst á ásinn og svína
svo fyrir drottninguna í
austur. Þannig má ráða
staka drottningu og um leið
drottninguna fjórðu í aust-
ur. Spilið kom upp í úrslita-
leiknum um Feneyjabikar-
inn milli sveita Bandaríkj-
anna og Hollands, og
sagnhafar á báðum borðum
fylgdu fræðunum og fóru
fyrir vikið einn niður:
Norður
+K754 v643 ♦ A85 *KG2
Vestur Austur
*D108 +9,32
vG87 VA1052
♦ D63 ♦ 72
+A653 Suður *AG6 vKD9 +D874
♦ KG1094
*109
Ekki er hægt að gagn-
rýna bókarspilamennskuna,
en þó má fmna rök fyrir þvi
að fara öfugu leiðina í tígul-
inn og svína strax fyrir
drottninguna í vestur. Út-
spihð er frá fjórlit - lauf-
þristurinn. Ef vestur væri
með annan fjórlit, til dæmis í
hjarta eða spaða, sýnist eðli-
legra að koma þar út eftir
sagnirnar eitt og þrjú grönd,
því norður hefur augljóslega
engan áhuga á hálitageimi.
Auk þess er ásinn smátt
fjórði yfirleitt ekki litur sem
fysilegt er að sækja ef annar
kostur er til staðar. Sem
sagt, nokkrar líkur eru á því
að vestur eigi ekki annan
fjórlit og sé því með skipt-
inguna 3-3-3-4. Og tígul-
drottningin er líklegri í hópi
þriggja spila en tveggja.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
sfmanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsima 569-
1329, eða sent á netfang-
ið ritstj@mbl.is.
Einning er hægt að
skrifa:
Árnað heilia,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
O A ÁRA afmæli. Á
O U morgun, sunnudag-
inn 20. febrúar, verður átt-
ræð Elín Elíasdóttir, Höfða-
grund 11, Akranesi. Elín
tekur á móti gestum í húsi
Verkalýðsfélags Akraness,
Kirkjubraut 40, í dag, laug-
ardag, frá kl. 15-17.
/? A ÁRA afmæli. í dag,
OU laugardaginn 19.
febrúar, verður sextug Sig-
urveig Sigþórsdóttir, Klé-
bergi 12, Þorlákshöfn. Eig-
inmaður hennar er Þorgils
Georgsson. Þau taka á móti
vinum og vandamönnum á
heimili sínu frá kl. 15 í dag.
ÞESSAR duglcgu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.330
kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Kristín
Hansdóttir og Kristín Margrét Árnadóttir.
ÞESSIR þrír ungu drengir tóku sig til á dögunum og
settu upp flóamarkað. Þannig söfnuðu þeir alls 2.845
krónum, sem þeir hafa afhent Rauða krossinum á Ak-
ureyri. Drengirnir heita, talið frá vinstri, Magnús Ama-
deus Guðmundsson, Ásgeir Vincent fvarsson og Hauk-
ur Oddgeirsson.
SKÁK
Umsjón llclgj Áss
Urélarsson
ÞÚ KOMST í HLAÐIÐ
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.
Þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn.
Ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um bezta vininn,
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þær dreymir allar um sól og vor.
Davíð Stefánsson
ÞESSI staða kom upp á
milli hollensku stórmeista-
ranna Dimitri Reinderman,
hvítt, og Van der Wiel í B-
hluta Corus mótsins í Wijk
aan Zee á þessu ári. 18. e5!
dxe5 19. Re4
hótar 20. Dxd7.19. - Bd8
20. fxe5 Re6 21. Khl b5 22.
De3! bxc4 23. Dh6 cxb3 24.
Hvítur á leik.
Rf6+ Rxf6 25. exf6 Hb7 26.
Hf3 og svartur gafst upp
enda ekkert viðunandi svar
við hótuninni Hí3-h3.
Tombóla
LJOÐABROT
Árnað heilla
STJÖRNUSPÁ
FISKAR
Afmælisbam dagsins:
Þér hættir til að taka ann-
arra mál um ofinn á þig og
þarft því að læra að verja
sjáfan þig.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú þarft ekki að kvarta yfir
hlutunum, því þótt ekki sé allt
fullkomlega eftir þínu höfði,
þá ertu lukkunnar pamfíll og
hefur margt að þakka fyrir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er engin ástæða til þess
að líta niður á aðra, þótt hegð-
un þeirra sé ekki í samræmi
við það sem bezt þykir. Það
hefur hver til síns ágætis
nokkuð.
Tvíburar .
(21.maí-20.júní) oA
Mundu það, þegar þú átt
orðaskipti við aðra, að vera
má að viðmælandi þinn sé
ekki eins harður af sér og
sýnist. Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar.
Krabbi
(21.júní-22. júlí)
Þótt þú viljir halda í við þig,
er engin ástæða til meinlæta-
lifnaðar. Það er með þessa
hluti sem aðra, að sígandi
lukka nær beztum árangri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Þér gengur flest í haginn
þessa dagana og átt það skil-
ið, því þú hefur lagt hart að
þér til að koma hlutunum í
höfn. Njóttu velgengni þinn-
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <B&
Það er eins og fólk hafi lagt
alla kurteisi til hliðar. Reyndu
að benda því á að það er arg-
asti dónaskapur að vera alltaf
að troða þér um tær.
v°g m
(23. sept. - 22. október) 4* 4*
Hálfnað er verk þá hafið er.
Láttu draum þinn rætast.
Það er stórkostlegt, hvað það
örvar sál og líkama, þegar líf-
ið snýst um það sem máli
skiptir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu ekki einhver smáatriði
eyðileggja fyrir þér vinnu-
daginn. Þú ert nógu stór til
þess að horfa fram hjá þeim
af því þau snerta ekkert starf
þitt.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) flk)
Það er stundum nauðsynlegt
að taka áhættu til þess að
koma málum fram. En of
mikið má af öllu gera og þú
þarft að varast allan glanna-
skap, sem skemmir.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) MUP
Mundu að ekki er allt sem
sýnist og hlutirnir eru stund-
um aðrir en við höldum við
fyrstu kynni. Kannaðu alla
málavexti áður en þú dæmir.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) CSS
Reyndu að láta ekki alla skap-
aða hluti hafa svona mikil
áhrif á þig. Sinntu þínu og
láttu aðra um að vinna sín
verk eins og þeir helzt kjósa.
Fiskar m
(19. feb. - 20. mars) >♦*«>
Það er fyrir öllu að þú missir
ekki sjónar af heildarmynd-
inni. Ekki láta smáatriðin
gleypa þig, taktu þér stund til
þess að skoða málið allt.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vfsinaaíegra staðreynda.
Andlitskrem og
förðunarlína
Gömlu dansarnir
í Hreyfilshúsinu í kvöld
kl 22.00—02.00.
Félag harmonikuunnenda
Professionals
Nyjar vörur
Heilsárskápur
Lækkað útsöluverð
Opið í dag, laugardag, frá kl. 10—16
Mörkinni 6, sími 588 5518
Bílastæði við búðarvegginn.
Antik er fjárfesting * Antik er lífsstíll
Antikhússösn og gjafavörur.
Persnesk teppi og mottur.
Ýmislegt áhugavert fyrir safnara.
Raðgreiðslur
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17.
Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076
Dúkku:
DúkkukoráL
Herkall
Dúkkutaski
^Kertastiak
4.1900
LEIKFANGA’
Ævintýraland við Kaffi Porf
fKfcílIU
vcrj^UUfffl
OPIÐ
OPIÐ ALLA
FÖSTUDAGA
OPIÐ LAUGARDAGA
SUNNUDAGA
11
12-18
-17
Markaðstorg
KOIAPORTIÐ