Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 77
FÓLK í FRÉTTUM
Með höfuð yfír-
fullt af draumum
Brimbrettapönk á Gauknum
IKVÖLD munu brimbrettapönkar-
arnir í „Man or Astro-man?“ ylja
mönnum um hj artaræ tu rnar með
hamrandi stórsjó á Gauki á Stöng.
Hér eru á ferðinni geimverur í
mannslíki sem á þessari jarðkringlu
eiga fastan samastað í smábænum
Aubum í Alabama-ríki. Flokkurinn
var settur saman árið 1992 og hefur
verið iðinn við að hossast um heim-
inn og kynna sérkennilega blöndu
sína af brimbrettarokki ættuðu frá
6. áratugnum, hráu og taktföstu
pönki og geimryki. Helstu áhrifa-
valdarnir eru brimgoðin Dick Dale
og The Ventures sem ætti upp að
einhveiju marki að gefa til kynna
náttúra þeirra og hverju við má
búast. Hljómleikamir eru lokalið-
urinn í víðreisu þeirra um Evrópu
og þeim til fulltingis verður hin
rammíslenska og rómaða Kanada,
DJ Late Bach snýr piötum og að
sjálfsögðu verður leynigestur. Sala
aðgöngumiða að herlegheitunum
fer fram í Hljómalind.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Hannes Óli Ágústsson í hlut-
verki Fredricks Treves og
Brynja Björnsdóttir í hlutverki
frúar Sandwich.
ick athyglisverða, fyrir utan sjúkdóm
hans og útlit, var að hann sá allt það
góða í öllu, ekki aðeins fólki heldur
sjúkdómi sínum líka,“ segir Stefán
Sturla leikstjóri. „Margir halda að
leikritið sýni aðeins sorgarsögu
Merrick en svo er ekki. Merrick naut
lífsins til fullnustu og líkti því eitt
sinn við að vera leikari sem sífellt
væri með sýningu. „Stundum held ég
að höfuðið á mér sé svona stórt af því
að það er svo yfirfullt af draumum,"
sagði Merrick eitt sinn.“
Frábærir krakkar, bæði
duglegir og metnaðarfullir
Stefán Sturla segist lengi hafa
langað til að setja upp leikritið Fíla-
manninn með góðum hópi.
„Leikritið hefur aldrei verið sett
upp í heild sinni hér á íslandi, en
þetta er mjög frægt og margverð-
launað leikrit. Mér leist mjög vel á
þennan hóp sem ég var að vinna með
í MS, frábærir krakkar, duglegir og
metnaðarfullir og ég lagði fyrir þau
LEIKFÉLAG Menntaskólans við
Sund, Thalía, frumsýndi í gærkvöldi
leikritið Fílamanninn eftir Bernard
Pomerance í þýðingu Sigurgeirs
Hilmars Friðþjófssonar. Leikstjóri
er Stefán Sturla Sigurjónsson og í
aðalhlutverkum eru Hafþór Helgi
Helgason, Hannes Óli Agústsson,
Friðgeir Einarsson, Helga Guðrún
Friðriksdóttir og Egill Arnarson, en
alls taka 35 nemendur þátt í uppsetn-
ingunni.
Leikritið fjallar um ævi Joseph
Merrick sem fæddist á Englandi árið
1862 og var haldinn sjúkdómi sem
gerði æsku hans mjög erfiða, honum
var hent á milli heimila og loks settur
á vinnuhæli þar sem hann dvaldi þar
til hann fékk starf í sirkusi vegna
undarlegs útlits síns.
Einn þekktasti skurðlæknir Breta
á þessum tíma, Fredrick Treves, sá
Egill Arnarson í hlutverki Hows biskups.
hann í sirkusnum og fékk einstakan
áhuga á þessum sérkennilega manni.
Treves skráði ævisögu hans og árið
1978 ritaði Pomerance svo leikritið
Fílamanninn eftir henni.
„Það sem gerir ævi Joseph Merr-
þessa hugmynd, þau lásu verkið og
kolféllu fyrir því.“
Stefán Sturla segir verkið búa yfir
mikilli breidd, það sé í senn há:
dramatískt og sprenghlægilegt. Það
ætti því að höfða til allra og segir
hann boðskap þess eiga mikið erindi í
dag.
„Þetta skiptir máli fyrir alla, þarna
er verið að tala um raunhyggjuna og
vísindahyggjuna annars vegar og
hins vegar manneskjuna sjálfa, sál-
ina og hvort hægt sé að greina þarna
á milli. Þetta er mjög manneskjulegt
verk og fjallar um tilfinningar, skoð-
anir, ástina
og um það hvernig við öxlum
ábyrgð."
Urðu veðurteppt '4-
í Tjarnarbíói
Stefán Sturla segist sannfærður
um að í hópi leikaranna sé fólk sem
eigi eftir að verða stór nöfn 1 leiklist-
arsögu framtíðarinnar. Hann segir
æfingatímabilið hafa einkennst af
mikilli vinnusemi og frábærum anda
og segist hann aldrei hafa kynnst
öðru eins, ekki einu sinni í atvinnu-
leikhúsi. Hann hafi látið krakkana fá
handritið fyrir jólafrí og þegar þau
hafi mætt á fyrstu æfinguna hafi þau
öll verið búin að læra allan textann
sinn utanbókar.
Stefán Sturla segir að æfmgatíma-
bilið hafi náð skemmtilegu hámarki
um síðustu helgi þegar snjóbylur.
skall á og þau urðu veðurteppt í *
Tjamarbíói. Krökkunum hafi fundist
það voðalega gaman en hann viður-
kennir að foreldrarnir hafi ekki allir
tekið undir ánægju þeirra. „Þeim
fannst náttúrulega stórbrotið að vera
lokuð inni í leikhúsinu. Það er ekkert
eins stórkostlegt eins að máttarvöld-
in taki af fólki völdin og loki það inni í
leikhúsi. Við höldum reyndar að Jos-
eph Merrick sjálfur hafi haft einhver
áhrif á þetta. Hann hafi verið svo
hrifinn af okkur að hann hafi viljað
hafa okkur sem allra lengst uppi
sviði,“ segir Stefán Sturla.
cp
ó GRÍMSVÖTN
Gufu- og öskusprengingar i Gríms-
vötnum. Gos hófst fyrir norðan
Grímsvötn þann 30. september
1996, en er nú að fullu lokið.
Frá föstudegi til sunnudags er 50% aukaafsláttur af útsöluvörum í Nanoq,
fimmtíu prósenta aukaafsláttur af útsöluvörum. Ekki missa af þessu
tækifæri til að krækja í vandaða flík á enn betra verði. Kíktu í Nanoq
og vertu til!
^4
MANOQ>
Kringlunni 4-12 • Sími 575 5100
www.nanoq.is
ÚTSÖLDVÖRUM