Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 78
78 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðinni í Berlín lýkur á morgun Milljón dollara blaðamannafundur Leikarar og leikstjóri Milljón dollara hót- elsins, opnunarmyndar Berlínalsins, sátu fyrir svörum í upphafí hátíðarinnar. Pétur ^ Blöndal sat fundinn og varð nokkurs vísari um geimverur og stökk af húsþökum. Reuters Bono, handritshöfundur Miiljón dollara hótels ásamt Millu Jovovich sem fer með aðalhlutverkið. EINVALALIÐ situr fyrir svörum á fyrsta blaða- mannafundi vegna frumsýningar opnunar- myndar Berlínalsins, Milljón dollara hótelsins. Við háborðið sitja leikar- amir Jeremy Davies, sem margir muna sjálfsagt eftir sem lítt kjarkaða hermannninum í Björgun óbreytts Ryans, og Milla Jovovich, sem fór með aðalhlutverk í myndum Luc Bessons, Fimmta frumefninu og Jó- .hönnu af Örk. En þau eru ekki í ama- *'legum félagsskap því þama situr einnig Bono, söngvari U2, sem skrif- aði handritið að myndinni. Hann er eins og alltaf langflottastur þótt blaðamaður efist um að hann sjái út í salinn í gegnum biksvört sólgleraug- un. Og vitaskuld er fyrstu spuming- unni beint til hans. - Er erfiðara að skrifa handrit en senya lag og hvarfiaði aldrei að þér að leika sjálfur aðalhlutverkið í myndinni? ^ „Ég er djarfur en ekki heimskur," ' svarar Bono. „Þess vegna fékk ég 365 punda jötunuxa að nafni Mel Gibson til þess að passa upp á að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Svo fékk ég til liðs við mig alveg einstakan mann, leikstjórann [Wim Wenders], og ann- an slíkan [Nicholas Klein] til að skrifa með mér handritið. Að ekki sé minnst á alla þá sem komu að myndinni. Þeg- ar maður semur lag er það maður sjálfur sem fær rassskellinn en í kvik- mynd era það svo margir aðrir.“ - Hvaðan kom hugmyndin að myndinni? „Milljón dollara hótelið er til í mið- bæ Los Angeles og er enn starf- rækt,“ svarar Bono. „Það var meira að segja opið gestum meðan á tökum stóð. Þegar gengið er um herbergin, sem era fjölmörg, verður maður vitni að ótal sögum. Ég gisti þar á níunda áratugnum og varð hugfanginn af því sem tökustað. Aður hafði ég fengið hugmynd um mann sem stekkur af húsþaki. Og Nicholas var einnig að vinna að handriti um mann sem stekkur og fitjaði upp á setningunni: „Eftir að ég stökk hvarflaði að mér að lífið væri fullkomið.“ Við sömdum söguna út frá þessari setningu." Lennon eftirlætis Bitillinn Það vakti óneitanlega athygli blaðamanns þegar hann horfði á myndina að þar leikur sænski leikar- inn Peter Stormare fimmta Bítilinn; geðsjúkling sem heldur því fram að hann hafi samið Bítlalögin. Ekki síst þar sem svipuð sögupersóna kemur fyrir í mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Énglum alheimsins. Wim Wenders er spurður að því hver sé uppáhalds Bítillinn hans. „Ég hlýt að nefna John,“ segir hann án þess að hugsa sig um. Hann rétt nær að snýta orðunum út úr sér áður en Gloria Stuart, gamla sæta konan í Titanic, gengur í salinn. „Gloria var að fá sér skál af morgunkomi," segir Bono. Hún brosir eins og engill þótt ekki komi hún mikið við sögu á fund- inum. Næst er þeirri spumingu beint til Bonos hvað honum finnist um að vera í Berlín. Hann hafði tekið niður sól- gleraugun og það rignir yfir hann flassljósi úr öllum hornum salarins svo hann er fljótur að setja þau upp aftur. „Vá, svona er að vera rokk- stjama," segir hann. „Þetta hjálpar honum að hugsa,“ skýtur Wenders inn í áður en Bono kemur sér að efn- inu: „Mér finnst stórkostlegt að koma hingað til Berlínar. Ég kom hingað síðast fyrir tíu áram og borgin hefur breyst mikið síðan þá. Þá voram við að taka upp „Achtung Baby“. Nú er bjart framundan og það er mikill heiður að Milljón dollara hótelið skuli opna fimmtugasta Berlínalinn." Skyndilega heyrast húrrahróp. Blaðamaður lítur í kringum sig og sér Peter Stormare ganga í salinn. Eitt- hvað era þessir leikarar framlágir frá því kvöldið áður. Bono er í miðjum klíðum að svara enn einni spuming- unni: „Það var gaman að semja tón- listina fyrir myndina. Við létum sýna hana og spiluðum undir því sem við sáum á hvíta tjaldinu. Þarna vora samankomnir fjölmargir einstakir tónlistarmenn á borð við Daniel Lan- ois, Jon Hassell og Brian Eno og upp- tökustjóri var Hal Willner. Wim var viðstaddur í litlu upptökuveri í Dubl- in og við nutum hverrar mínútu. Það er auðvelt að byrja lög en erfiðara að ljúka þeim.“ Svo er hann spurður út í örhlutverkið sem hann leikur í mynd- inni. „Wim fékk mig til þess ama,“ segir hann og brosir. „Ég fæ enn hroll þegar ég horfi á atriðið þar sem rokkstjarnan lætur Ijós sitt skína í eigin mynd. Aðeins Wim getur fengið mig til þess að gera svona lagað.“ Geimverur og jaðarpersónur En nú stendur upp suðrænn og sællegur blaðamaður með rjóðar kinnar og beinir spumingu til Millu Jovovich þar sem hann tekur fram að hún sé virt söngkona, leikkona, móðir og fyrirsæta og spyr hvort hún sé geimvera. Hún jánkar því hiklaust. Þegar hún talar um myndina segir hún sögupersónu sína ekki vera að leita að ástinni heldur sé hún mótuð af ást; hún hafi engan áhuga á heim- inum og það þurfi mann á borð við Tom Tom til þess að vekja hana aftur til lífsins. Það er einmitt samband persónu hennar, Eloise, og Tom Tom, sem leikinn er af Jeremy Davies, sem er helsti kosturinn við Milljón dollara hótelið. Þau ná innilegum samleik og þeirra er ástarsagan sem söguþráð- urinn er vandlega vafinn um. Davies er spurður hvað hafi heillað hann við hlutverkið. „Ég hef alltaf laðast meira að jaðarpersónunum heldur en rómantískum aðalhlutverkum; ég vil helst ekki vera sá sem fær stúlkuna í lokin, ekki einu sinni geimverana. Ég stend í þakkarskuld við Wim fyrir að gefa mér lausan tauminn og leyfa mér að vera bam á tökustað." Aðspurð um hvaða sögupersónu hún líkist mest af þeim sem hún hafi leikið segir Milla Jovovich að hún sé ólík þeim öllum. „Ég þurfti að teygja mig langt þeg- ar ég lék Eloise vegna þess að sjálf er ég alveg laus við hlédrægni og hef mikla þörf fyrir að tjá mig; ég get raunar orðið ansi hávær á köflum. Það var því ný reynsla að spreyta mig á þessu hlutverki og ég komst að ýmsu um sjálfa mig sem ég hafði ekki fundið áður.“ Kvikmynd kínverska leikstjdrans Zhang Yimou sigurstrangleg á Berlinale Melódía ástarinnar Myndin Heimleiðin í leikstjórn Zhang Yi- mou hefur farið misvel í kvikmyndagagn- rýnendur. Rósa Erlingsdóttir segir hana tilfínningaþrungna og klisjukenda melódíu sem hylli hið liðna og syrgi nútímann. Kennarinn fluttur heim í sveitaþorpið. BLAÐAMENN rísa úr sætum þegar stórmeist- ari asískrar kvikmynda- gerðar, Kínverjinn Zhang Yimou, gengur í salinn á blaðmannafundi á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. Gagnrýnendur fara -ðaginn eftir ófögram orðum um myndina en tala af hálfgerðri lotn- ingu um leikstjórann sem að þeirra mati hefur að öllum líkindum gert tvö stór mistök. Annars vegar með því að brjóta blað í sögu asísks kvikmyndaiðnaðar með því að þiggja fjármagn frá bandaríska stórfyrirtækinu Colombia Pictur- es. Ófyrirgefanlegt. Hins vegar að beygja sig um of fyrir pólitískri ritskoðun í Kína. Myndin er beinlínis gerð til að vekja áhorfendur, sem era svo firrtir af þægindum, neysluhyggju ^%g peningasvalli nútímans til um- hugsunar. Yimou sýnir okkur í þeim tilgangi einfaldleika sveita- lífsins í Kina þar sem ástin dafnar enn í sinni frumstæðustu mynd. En í stuttu máli sagt fylgir myndin hrynjandi bandarískrar kvik- myndatónlistar. Þegar sagt er frá hráum og svart-hvítum veruleika rfútímans hljóma örfáir sorglegir tónar. Fortíðin er hins vegar sólrík í fullum litskrúðugum blóma og henni er fylgt eftir með melódíu sem minnir á sinfóníur meistara nítjándu aldar sem kryddaðar eru af kostgæfni Hollywood. Maður hvílir augun og sér fyrir sér þúsundir fiðlna dansa á himnum, hljómar þeirra snerta áhorfandann og hann gleymir sér í tvær heilar stundir undir fiðluleik og ótrúlega fallegum myndum. Meistaralegt handbragð Yimou má þó þekkja af flæðandi, harmónískum senum. Myndum sem vegna fágætis síns hverfa manni seint úr minni. Ástin blómstrar í sveitinni Ástarsagan er eins stór og falleg og himinninn yfir þessu smáþorpi í Norður-Kína sem vitrir menn segja að líti eins út í dag og fyrir fimmtíu árum. Zhao Di leikinn af Zhang Ziyi er enn hálfgerður krakki þegar hún finnur ástina í fyrsta skipti. Ungur kennari, Luo Yousheng, sem kemur frá borginni til að hefja kennslu í nýjum skóla þorpsins er hinn heppni pipar- sveinn og þau lifa hamingjusöm það sem eftir er. Nú er hann dáinn og hin gamla Zhao Di fer fram á að hann verði borinn frá sjúkrahúsi borgarinnar til þorpsins þar sem hann á að hvíla við hlið hennar þegar að því kemur að hún leggist til hinstu hvílu, að sjálfsögðu við hliðina á skólanum þar sem hann fær notið návistar vinnustaðarins um ókomna framtíð. Hin ástfangna Zhao Di er sýnd í lit þar sem hún hleypur um haga kínverskrar sveitar um vor, sumar, haust og snjóþungan vetur á með- an hún bíður kennarans sem var fluttur til borgarinnar til ráða- bruggs við yfirvaldið. Fegurð Zhang Ziyi minnir á Gongi Li, fyrrverandi konu Zhang Yimou og forseta dómnefndar kvikmyndahá- tíðarinnar í Berlín að þessu sinni. Þessar kínversku leikkonur eru svo fallegar að þær eru eins og af öðram heimi en það sama má segja um fyrri kvikmyndir Zhang Yi- mou. En hver hugsandi manneskja kemst ekki hjá því að finna fyrir óþægilegri predikun leikstjórans sem hyllir sveitasæluna og reynir að framkalla myndir sem segja áhorfandanum að aðeins þar lifi sannar tilfínningar. í uppsveitum Kína þar sem fólk lifir enn þann dag í dag við mikla fátækt, slæman húsakost og litla heilbrigðisþjón- unstu undir ógnastjórn einræðis- herranna í Peking þar sem þeir síðarnefndu lifa í vellystingum. Hann tekur borgir nútímans í gísl- ingu sem samheiti fyrir allt hið slæma. Hið slæma sem spillir manneskjunni í einskærri peninga- græði. Frægasti leikstjóri Kína mætir á Berlinale með áróðurs- mynd um hinu góðu gömlu tíma sem er pólitísk því þarna er verið að predika um kúltúrbyltinguna. Boðskapurinn er ofan á allt annað ótrúverðugur þar sem síðasta mynd Zhang Yiomou „Not one less“ fjallaði einnig um ungan kennarara, konu sem samfélagið styrkir til náms og ætlast til að hún haldi kyrru fyrir í sveitaþorp- inu og kenni ungviði þess um ókomna framtíð. Hún brýst undan okinu og kemst á viljanum einum saman til borgarinnar þar sem hún kynnist öðrum hliðum mannlífisins. Saga hennar var trúverðug, maður skildi hana og fann til með henni. Zhang Yiomou hefur gert stór- kostlega hluti þrátt fyrir pólitíska ritskoðun í heimalandi sínu. Þessi mynd ber handbragð mikils lista- manns sem ber þó fyrir sig þau orð að ef vestræn neysluhyggja nái að grafa undan kínverskum hefðum væri það hans martröð. Þeir sem þekkja til pólitísks ástands í Kína vita hins vegar að einræðisherrun- um í Peking hefur gengið ágætlega og svo til upp á eigin spýtur að murka lífíð úr fólkinu til sveita, sem áður fyrr hélt uppi kínversk- um hefðum og lífsmáta. Hann segir jafnframt á blaðamannafundinum, næstum því vélrænt að hans vera- leiki sé að lifa við ritskoðun og því reyni hann að nota mátt listarinnar til að segja það sem honum býr í brjósti. Myndin er enginn glæpur. Maðurinn er listamaður, myndirn- ar og frammistaða leikaranna bera þess glögg merki, en hún er gangrýnisverð, einna helst vegna þess að maður hlýtur að spyrja sig fyrir hvern og fyrir hvaða markað Zhang Yiomu sé að vinna kvik- myndir?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.