Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samstarf fslandsbanka og Landsbankans í netviðskiptum Staðgreiðsla vöru og þjón- ustu gegnum netbanka Suðurland Formaður heilbrigðis- nefndar segir af sér ÍSLANDSBANKI og Landsbanki íslands kynntu í gær samstarfsverkefni sitt í netviðskiptum, Net- greiðslu. Um er að ræða staðgreiðslu vöru eða þjónustu á Netinu án þess að gefa þurfi upp við- lcvæmar upplýsingar, eins og kortanúmer. ís- lensku bankarnir tveir eru með þeim fyrstu í heiminum sem bjóða þessa lausn. Netgreiðslan fer þannig fram, að þegar við- skiptavinir bankanna tveggja versla á Netinu smella þeir á hnapp sem merktur er Netgreiðsla. Þá verður til krafa, eða ógreiddur reikningur sem kallast því nafni, og er hún send um Netið í net- banka viðskiptavinarins þar sem hún birtist sem ógreiddur reikningur. Þegar viðskiptavinurinn greiðir reikninginn eru upplýsingar sendar til verslunarinnar, sem þá sendir vöruna til viðtak- anda. Öryggi netgreiðslunnar, að sögn bankanna, felst í því að viðskiptavinurinn gengur sjálfur frá greiðslunni í sínum eigin netbanka. Það sem einna helst hefur staðið verslun á Netinu fyrir þrifum eru áhyggjur fólks yfir að þurfa að gefa upp við- kvæmar upplýsingar á borð við kortanúmer. Valur Valsson, bankastjóri fslandsbanka, kvaðst mjög ánægður með að samstarf skyldi hafa tekist milli bankanna í þessum efnum. „Að þessu verki hefur hópur starfsmanna bankanna unnið hratt og skipulega; tæknifólk, markaðsfólk, lög- fræðingar og ýmsir stjórnendur hafa komið við sögu og samstarfíð hefur verið með miklum ágæt- um,“ sagði hann og bætti við að ráðið hefði úrslit- um að bankarnir tveir hefðu svipaða sýn á þróun og mikilvægi netviðskipta í framtíðinni. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- net i a P e / ö Morgunblaðið/Kristinn Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, og Halldór Kristjánsson, bankasijóri Landsbank- ans, kynna netgreiðslur á blaðamannafundi. bankans, tekur í svipaðan streng: „Samstarfið nú helgast af því að bankarnir eru afskaplega líkir í uppbyggingu og hafa mjög svipaða sýn í upplýs- inga- og tölvumálum og einnig varðandi aðild að netviðskiptum. Á það má minna að bankarnir áttu báðir þátt í að fjárfesta í Veftorgi fyrir nokkrum mánuðum," sagði hann. Alls eru riflega 30 þúsund viðskiptavinir bank- anna þegar með netbankatengingu og fjölgaði þeim um 47% á síðasta ári. Halldór segir að aðalat- riðið sé að bankamir hafi nú mótað stefnu byggða á ítarlegri áætlun um þróun mála í framtíðinni. „Okkar áætlanagerð gerir ráð fyrir að yfir 60% viðskiptavina okkar muni nýta sér Einkabankann sem aðalsamskiptatækið við bankann eftir þrjú ár og þá einkum gegnum WAP-farsíma,“ sagði hann. Fremstir í þróun netviðskipta Að mati Vals eru bankarnir tveir með þessari nýjung að staðfesta að þeir séu í röð fremstu banka í heiminum í þróun netviðskipta. „Við höf- um áhuga og vilja til að bjóða bankaviðskipti í takt við tímann, sem standi í engu að baki því besta í heiminum," sagði hann. Aðspurður um aðdraganda málsins sagði Valur: „Þetta hefur átt sér bæði stuttan og langan að- draganda. Báðh- bankarnir hafa verið að kanna þessi mál hvor í sínu lagi í töluverðan tíma. Ekki er hins vegai’ langt síðan við ákváðum að vinna saman að þessu. Þá hafði verið unnin mikil undir- búningsvinna hjá báðum aðilum og því tók tiltölu- lega stuttan tíma að ljúka þessu sameiginlega." Halldór segir að stærstu bankar landsins eigi samleið í viðskiptum. „Með þessari nýjung taka þeir forystu á markaðnum, enda erum við sann- færðir um að það sem vantað hefur í viðskiptum á Netinu sé að fólk treysti þeim aðilum sem það verslar við. Þetta hefur bæði átt við hér á landi og erlendis. Ein merkilegasta nýjungin nú er að bankamir semja við viðskiptaaðilana og gefa þeim um leið ákveðinn gæðastimpil. Að stærstu bankar þjóðarinnar geri slíkt ætti að auðvelda mjög vöxt netverslunar hér á landi í framtíðinni og gjör- breyta í raun eðli þein'a," sagði Halldór. Samningar hafa þegar náðst við nokkrar net- verslanir hér á landi um netgreiðslur, t.d. Bóksölu stúdenta, íslenska getspá, Símann, Griffil og Sklf- una. Unnið er að samningum við fleiri aðila. Morgunblaðið/Kristinn Á kt ^ <* y^gtim 1 1 Æft fyrir Kristnihátíð EINBEITINGIN skein úr ungum andlitum í Digraneskirkju í Kópa- vogi í gærmorgun, þegar saman voru komin þar nærri 500 börn á aldrinum 6-12 ára úr skóla- og kirkjukórum í Reykjavíkur- prófastsdæmunum báðum. Undirbúningur fyrir Kristnihátíð stendur nú sem hæst og er ætlunin að um eitt þúsund börn syngi sam- an á Þingvöllum við hátiðarhöldin í sumar. Hópurinn söng saman í kirkjunni í gær, snæddi sameigin- legan málsverð og tók loks nokkur lög fyrir foreldrana áður en hver fór til sins heima undir kaffíleytið. Banaslysum í flugi á Islandi fer fækkandi Tíðni banaslysa á ári (5 ára meðaltölur) miðað við 100 þúsund flugstundir Atvinnuflug -f-----1-----1-----h 1984- 1985- 1986- 1987- 1988- 1989- 1990- 1991- 1992- 1993- 1994- 1995- 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 TÍÐNI banaslysa í flugi á íslandi hefur farið lækkandi undanfarin 10 ár, sérstaklega í einkaflugi. Engir ísíendingar fórust í flugslysum í fyrra eða árið 1998, en það ár fórust Írír Þjóðverjar. Árið 1997 fórust þrír slendingar en ekkert banaslys varð í flugi árið 1996 og ekkert árið 1991. Séu tekin saman slys í einkaflugi á fimm ára tímabilum sést að tíðni þeirra miðað við 100 þúsund flug- stundir hefur lækkað úr sjö árin 1990 til 1994 í tvö að meðaltali árin 1995 til 1999. Þessar upplýsingar komu fram í máli Þorsteins Þor- steinssonar, vararannsóknarstjóra flugslysa, á fundi um flugöryggis- mál, sem Flugmálafélag Islands, Flugmálastjóm, Flugbjörgunar- sveitin og Oryggisnefnd FÍA stóðu að sl. fimmtudagskvöld. Þorsteinn hefur tekið saman tölur um fjölda látinna í flugslysum á íslandi árin 1980 til 1999 og verða þær birtar í ársskýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa sem kemur út í næsta mánuði. í skýrslunni er greint frá slysum og flugatvikum sem rannsökuð hafa verið og niðurstöðum og jafnframt margs konar efni og tölfræði um flug. Þar verður birt þýðing á upp- lýsingabréfi frá bandarísku flug- málastjórninni sem byggt er á rann- sókn bandarísku samgönguöryggis- nefndarinnar, NTSB, um varnir gegn slysum sem verða er flugvélar með strokkhreyfla missa afl. Þetta er gert vegna nokkuð tíðra atvika og slysa hérlendis sem tengjast slíku. 1980 til 1989 létust alls 46 manns í flugslysum á íslandi, 24 áhafnar- menn og 22 farþegar, þar af 6 í er- lendum flugvélum. Árin 1990 til 1999 létust 22 í flugslysum, 16 áhafnar- menn, 5 farþegar og einn starfsmað- ur flugrekanda á jörðu. Af þessum fjölda voru 5 í erlendum flugvélum. Flest banaslys í flugi frá árinu 1980 hafa verið í einkaflugi og svo- nefndu þjónustuflugi sem er óreglu- bundið atvinnuflug annað en leigu- flug og áætlunarflug. Þannig létust fimm í einkaflugi árið 1981, tveir árið 1982 og tveir árið 1983. Enginn lést ái'in 1984 og 1985 en síðan þrír 1986 og fjórir 1987. Fjórir létust í þjón- ustuflugi árið 1980, fimm árið 1982, fimm árið 1986 og einn 1987 en eng- inn lét lífið í þjónustuflugi árin 1984 og 1985 og enginn fyrr en árið 1995. Hefur ekki verið banaslys í þjón- ustuflugi síðan. Aðdragandirannsakaður Skúli Jón Sigurðarson, rannsókn- arstjóri flugslysa, segir að tilgangur- inn með starfi Rannsóknarnefndar flugslysa sé sá að grafast fyrir um orsakir slysa og atvika í flugi til að draga megi af þeim lærdóm og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða en ekki að leita að sökudólgi. Reynt sé að kafa djúpt við rannsóknirnar til að draga fram öll atriði sem skipt geta máli og sé þá einnig litið til þess sem gerst hafi í aðdragandanum. Hlutverk nefndarinnar er einnig að leggja til aðgerðir í öryggisátt og segir Skúli Jón að nefndinni sé gert að gera samgönguráðherra síðan grein fyrir því í lok hvers starfsárs hvernig til- lögum hennar hefur verið framfylgt. GUÐMUNDUR Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, sagði í gærmorgun af sér embætti formanns heilbrigðisnefndar Suður- lands. Þetta gerði hann á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Kirkjubæjarklaustri. „Ég tók þessa ákvörðun vegna óánægju með þátttöku starfsmanna heilbrigðisnefndar í fjölmiðlaum- ræðunni á síðasta ári,“ sagði Guð- mundur Ingi og vísaði til umræðunn- ar um kamgýlóbaktersýkingar í kjúklingum. „Ég hef ákveðnar skoð- anir á því hvernig menn eiga að reka opinber embætti og hvemig menn eiga að skila upplýsingum til al- mennings. Það snýst ekki um að menn eigi að liggja á upplýsingum heldur með hvaða hætti þeim er komið á framfæri." Pólfar- arnir hringdu óvænt ÍSLENSKU pólfararnir, Har- aldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjarnason, hringdu óvænt heim til íslands í hádeginu í gær. Að sögn Ólafs Arnar Har- aldssonar, leiðangursstjóra pólfaranna hér á landi, var allt eins búist við að lokað yrði fyrir fjarskipti um Iridium-fjar- skiptakerfið. Éöstudagurinn var mjög erf- iður hjá pólfömnum, en þá gengu þeir 4,13 km í 44 gráðu frosti. I gærmorgun var frostið um 41 gráða, en þá var spáð slæmu veðri næstu þrjá daga á þessum slóðum. Olafur Órn sagði að þeir félagar hefðu bor- ið sig vel, en kal á öðrum þumalfingri Ingþórs væri þó nokkurt áhyggjuefni. Af Iridium-fjarskiptakerfinu er það að frétta, að heimild fékkst til þess aðfaranótt laug- ardags að loka fjarskiptaþjón- ustunni vegna gjaldþrots Irid- ium Corp. Verður 66 gervihnöttum eytt í kjölfarið og þeir látnir brenna upp í and- rúmslofti jarðar. Fannst látinn í Reykjavík- urhöfn KARLMAÐUR á fertugsaldri fannst látinn í Reykjavíkurhöfn að- faranótt 18. mars. Engir gmnsam- legir áverkar vom á líkinu, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu sem hefur lát mannsins til rannsóknar, en hún lýsir eftir fólki sem gæti gefið upplýsingar um manninn og ferðir hans. Hann er rúmlega 180 sm á hæð, þéttvaxinn og með há kollvik. Hann var klæddur hálfsíðum, tvílit- um jakka, blárri peysu, skokkbuxum í sama lit og svörtum Nike-skóm. -----♦->-♦---- Tveir með reykeitrun á Akureyri TVEIR menn vom fluttir á sjúki’a- húsið á Akureyri vegna gmns um reykeitrun eftir að bmni varð í nið- ursuðuverksmiðjunni Strýtu um há- degisbil í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.