Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 8
8 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engin trygging fyrir,
árangri eða tekjum
Rekstur og starfsemi íslenskrar erfðagrein-
Nú er bara eftir að sjá hvort þetta verði sá happadráttur sem reiknað var með.
Sigurður Líndal um sjálfstæðismál Færeyinga
Undrast þrákelkni Dana
SIGURÐI Líndal lagaprófessor
kemur á óvart hvað Danir ganga
skammt til móts við Færeyinga I
sjálfstæðismálinu en fram kom í
máli Pouls Nyrups Rasmussens,
forsætisráðherra Dana, sl. föstudag
að Færeyingar yrðu að axla fulla
efnahagslega ábyrgð ef þeir fengju
sjálfstæði og í því fælist að danska
stjórnin væri ekki til viðtals um
meira en þriggja til fjögurra ára að-
lögunartíma að brottfalli fjárstyrks-
ins sem Danir leggja eyjunum til ár-
lega.
Sigurður Líndal hefur veitt fær-
eysku landsstjórninni ráðgjöf vegna
undirbúnings þess að Færeyingar
hljóti sjálfstæði. Sigurður tekur
fram að hann hafi ekki séð sjálf-
stæðistillögumar sem nú eru til um-
ræðu en miðað við það sem hann
hafi heyrt af innihaldi þeirra gangi
þær skemmra en hann hafi búist við.
Sigurður sagði að fjárhagsmálið
stæði talsvert í mönnum, bæði í
Danmörku og Færeyjum, en um
væri að ræða umtalsverða fjárhæð.
Hann sagði að mikil umræða hefði
átt sér stað í Færeyjum um þau mál
þegar hann var þar síðast og ýmsir
haldið því fram að Færeyingar
stæðu frammi fyrir tveimur kostum;
að halda núverandi velferð eða öðl-
ast sjálfstæði og fóma velferðinni.
„Um þetta voru að sjálfsögðu skipt-
ar skoðanir," sagði Sigurður.
„Það vita allir að aðlögunartími er
nauðsynlegur. Færeyingar hafa
sjálfir gert sér vonir um að fá 15-20
ára aðlögunartíma. Mér kemur á
óvart hvað Danir ganga skammt til
móts við Færeyinga.“
Vamperino SX
1.300W
Rmmfalt filterkerfi
Tveir fylgihlutir
Pakki af ryksugupokum
fylgír með í kaupbæti
Vamperino 920
1.300 W
Lengjanlegt sogrör
Rmmfalt filterkerfi
» Þrirfylgihlutir
Pakki a< ryksugupokum
fylgirmeoíkaupbæti
Vampyr 5020
Ný, orkusparandi vél
Sogkraftur 1.300 W
IyRmmfalt filterkerfi
Tveir fylgihlutir
Pakki af ryksugupokum
fylgir með í kaupbæti
CE-P0WER • Ný, kraftmikil
ryksuga í sportlegri tösku
Sogkraftur 1.600 W
Lengjanlegt sogrör
& Rmmfalt filterkerfi
. Tveir fylgihlutir
Pakki af ryksugupokum
*"• fylgir með i kaupbæti
'juui ii r lanyi n i iocxji i, vjiuiiuuiiuui, nouuuu, uuuoiuai. nauuoiii vjoiiatryiaiuuuii i, rauervainui. ruiivtniv, t
Straumur, Tsafiröi. Pokahornið, Tálknafiröi. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjaröar,
Kf. V-Hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð, Sauöárkróki. Urö, Raufartiöfn. A
Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafiröinga, Vopnafiröi. Kf. Stööfiröinga. Verslunin Vík, Ne
Vopnafiröinga,
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fástaijðsfiröi. KASK, Höfn, KASK C
Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur,
röinga. Verslunin Vík, Neskaupstað.
[ Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Heliu. Arvirkinn, Selfossi.
r, Vfk. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavik.
Safnaramarkaður í Síðumúla
Söfnun
ísókn
Sveinn Grímsson
Safnaramarkaður
verðiu- í dag klukk-
an 13.00 til 17.00 í
Síðumúla 17 á annarri
hæð. Markaðurinn er sam-
starfsverkefni Félags
frímerkjasafnara og
Myntsafnarafélags ís-
lands. Sveinn Grímsson er
formaður síðarnefnda fé-
lagsins. Hann var spurður
hvað yrði á boðstólum á
safnaramarkaðnum í Síðu-
múla 17 í dag?
„Þama verða til sölu og
til skipta frímerki, umslög
og ýmislegt það annað
sem tengist frímerkja-
söfnun. Þá verður þama
mynt og seðlar, minnis-
peningar, barmmerki og
fleira sem tengist mynt-
söfnun. Þama verður
raunar miklu fleira en þetta, því
margt annað sem fólk safnar
verður þarna til sölu.“
- Eru margir sem safna mynt
og frímerkjum ?
„Þetta er geysilega vinsælt
tómstundagaman þótt ekki séu
allir þeir sem safna í fyrrnefndum
félögum. í þessi bæði félög em
skráðir þrjú hundmð og fimmtíu
félagar."
- Hver er tilgangurínn með því
að halda svona markað?
„Fyrir utan það að selja og
skipta er markmiðið að reyna að
ná til fleiri safnara, kynna þeim
starfsemi Félags frímerkjasafn-
ara og Myntsafnarafélags Is-
lands.“
- Er þetta ekki söfnun sem er
alþjóðleg?
„Jú, það er hún vissulega. Sér-
staklega söfnun á mynt, seðlum
og frímerkjum. Gefnir em út al-
þjóðlegir listar yfir mynt, seðla og
frímerki og í þeim er sagt frá ís-
lenskum frímerkjum, seðlum og
mynt. Þess má geta að hér hafa
verið haldnar alþjóðlegar frí-
merkjasýningar og frímerki héð-
an hafa farið út á sýningar."
- Liggja mikil verðmæti í svona
söfnum?
„Það getur gert það. En það
þarf þó ekki mikla peninga til
þess að búa til ágætis safn á báð-
um þessum sviðum. Svona söfnun
er af alls konar tagi. Sumir safna
t.d. bara frímerkjum með mynd-
um af fuglum eða þá mynt með
mynd af skipum og þannig mætti
lengi telja. Þá má geta þess að
sumir safna bara íslensku efni en
aðrir eru í alþjóðlegri söfnun.
Þetta á við bæði um mynt og frí-
merki.“
- Hverju safnar þú?
„Ég er einn af þeim sem safna
eingöngu efni frá Islandi, mynt og
seðlum og raunar fleiru. Ég safna
líka brauð- og vörupeningum, ein-
kennismerkjum og barmmerkj-
um, póstkortum og hljómplötum."
- Hvað getur þú sagt mér um
félögin sem að þessum safnara-
markaði standa?
„Félag frímerkjasafnara var
stofnað 1957 en Mynt-
safnarafélag íslands
var stofnað 1969. Fé-
lögin gefa út fréttabréf
sem bæði koma út tíu
sinnum á ári. Félögin
standa einnig bæði fyrir fræðslu
um frímerki, mynt og seðla og
líka hvernig best er að haga söfn-
un af þessu tagi. Minni skipti-
markaðir eru haldnir nokkrum
sinnum á ári fyrir félagsmenn.“
- Hvar hafa félögin aðstöðu?
„Þau eru bæði staðsett í Síðu-
múla 17 þar sem markaðurinn er í
dag. Bæði félögin eru með opið
hús einu sinni í viku, Félag frí-
► Sveinn Grímsson fæddist í
Reykjavík 20.12.1962. Hann
lauk prófi sem múrari úr Iðn-
skóla Reykjavíkur árið 1993.
Hann hefur starfað við almenna
byggingarvinnu og sem múrari
og því starfi gegnir hann nú.
Hann hefur tekið þátt í félags-
málum og er nú formaður Mynt-
safnarafélags íslands.
merkjasafnara á laugardögum frá
kl. 13.30 til 16.30 og Myntsafnara-
félagið er með opið hús á miðviku-
dagskvöldum frá kl. 20.00 til
22.00. Þá geta menn fengið upp-
lýsingar og einnig má geta þess
að ágætis bókasafn er á staðn-
um.“
- Er tómstundagaman af þessu
tagií sókn ef svo má segja?
„Ég mundi segja það - öll söfn-
un er í sókn um þessar mundir.
Maður hittir varia mann sem ekki
safnar einhverju. Þótt fækkað
hafi heldur í umræddum félögum
er söfnun af ýmsu tagi alltaf að
aukast."
- Hafið þið haldið svona mark-
að áður?
„Við höfum haldið safnara-
markað tvisvar áður, í seinna
skiptið var gríðarlega góð aðsókn.
Mjög öflugur safnaraklúbbur er á
Siglufirði og félagar í honum fjöl-
menntu á markaðinn hjá okkur.
Áhuginn á söfnun er um allt
land.“
- Hvað er það sem gefur söfn-
un af þessu tagi gildi?
„Frá mínum bæjardyrum séð
er það fyrst og fremst ánægjan
sem þetta veitir og fróðleikurinn.
Myntin og skyldir hlutir tengjast
mikið sögu landsins, það má
nefna sem dæmi brauð- og vöru-
peninga, þetta var þannig að
bændur og þeir sem framleiddu
komu með vörur sínar til kaup-
mannsins og lögðu þær inn hjá
honum og hann borgaði út með
peningum sem á stóð t.d. eitt
brauð eða hálft brauð. Þetta var
nánar til tekið við lýði einkum um
og í kringum síðustu aldamót,
Brauðpeningarnir giltu
aðeins hjá þeim kaup-
manni sem gaf þá út.
Þetta segir töluvert um
það hvernig verslunar-
mátinn var á þessum
tíma. Alls konar svona hlutir eru
á safnaramarkaðnum í dag og
getur fólk bæði komið og skoðað
og einnig fengið upplýsingar um
starfsemi Félags frímerkjasafn-
ara og Myntsafnarafélags ís-
lands, sem að markaði þessum
standa. Hann er öllum opinn og
einnig getur hver sem er komið í
opið hús hjá umræddum félög-
um.“
Söfnunin veit-
ir ánægju og
fróðleik