Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ San Quentin fangelsi rétt norðan San Francisco. Þar fara allar aftökur í Kaliforníu fram. liSSss® Fanginn er reyrður niður á bekk í aftökuklefanum og gefið eitur í æð. AFTAKA Eitrið streymir í æðar mannsins, sem er reyrður niður á bekk. Hann liggur hreyfíngarlaus með lokuð augu og bíður þess óumflýjanlega. Fyrir utan aftökuklefann sitja og standa fímmtíu vitni. Sum líta aldrei beint á fangann, önnur taka ekki augun af honum. Ragnhildur Sverrisdóttir var í hópi þessara vitna í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu, horfði á bringu morðingians rísa og hníga og hætta loks að bifast. Þrettán mínútur yfir miðnætti var Darrell Keith Rich, Ungi Elgur, úr- skurðaður látinn. Ættingjar fórnarlamba hans sögðust loks hafa fengið langþráðan frið. stein í höfuð hennar. Sex dögum síðar ók hann næsta fórnarlambi sínu, Lindu Slavik, 27 ára, á þann stað þar sem hann hafði skilið lík Pam Moore eftir. Hann neyddi Lindu til að horfa á líkið, nauðgaði henni og skaut hana í höfuðið. Síðasta fómarlamb hans var Annette Selix, 11 ára. Hún var á gangi heim úr matvöruversl- un 13. ágúst, daginn fyrir aftnælisdagmorðingj- ans og réttum tveimur mánuðum eftir íyrstu ár- ásina, þegar hann bauð henni far, ók með hana heim til sín, nauðgaði henni og pyntaði, ók svo að brú þar nærri og varpaði henni fram af. Hún lifði drjúga stund, en var látin þegar hún fannst. Tíu dögum eftir morðið á Annette Selix var Darrell Keith Rich handtekinn. Skömmu síðar játaði hann allar sakir. „Sendið hann til helvítis" Afbrotin voru svo hræðileg, að saksóknarar hlutu að krefjast lífláts í samræmi við lög ríkis- ins. Dauðadómurinn var kveðinn upp í lok jan- úar árið 1981 og morðinginn fluttur á dauða- deild San Quentin. Þar var hann fyrirmyndarfangi og lýsti því yfir að hann iðrað- ist gjörða sinna. Hann leitaði sér huggunar í trú, eins og algengt er um menn í hans stöðu. Hans trú var hins vegar ekki kristni. í æðum hans rann blóð Cherokee-indíána og hann tók upp nafn sem hæfði indíána. Ungi Elgur. Hann fór fram á að fá að sækja helgiathöfn á lóð fang- elsisins á aftökudaginn, en fangelsismálayfir- völd höfnuðu þeirri beiðni. Ástæðan var m.a. sú, að við helgiathafnir indíána eru notuð glóandi kol. Líklega hafa fangelsismálayfirvöld ekki viljað taka áhættuna af því að maðurinn skaðaði sig. Verjendur hans leituðu allra leiða til að fá dauðadóminum breytt í lífstíðarfangelsi, en því var ávallt hafnað. Lokatilraunin var beiðni, sem var lögð fyrir náðunamefnd Kalifomíu 6. mars. Sautján ættingjar og vinir fómarlamba hans komu fyrir nefndina og báðu hana um að láta dauðadóminn standa óhaggaðan. Móðursystir SAN QUENTIN fangelsi hýsti fyrstu fangana árið 1852. Þar em nú þúsundir fanga og rúmlega 500 bíða aftöku á dauðadeild fangelsis- ins. Fangelsið nýtur þess vafasama heiðurs að framfylgja þeim dauðadómum sem kveðnir em upp í Kalifomíuríki og gerir það með banvænum sprautum. Hengingar em löngu aflagðar og eiturgasið var hætt að nota fyrir fjóram ámm. í rúmlega 20 ár var Darrell Keith Rich einn fanganna á dauðadeild San Quentin. Hann átti sér formælendur fáa, enda ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að hann var ómenni. Arið 1978 réðst hann á níu stúlkur og konur, nauðgaði þeim og myrti fjórar þeirra. Enginn vafi lék á sekt hans og sjálfur viðurkenndi hann allar sakir. Hreykti sér jafnvel af þeim við vini og kunningja og hermdi eftir skelflngarópum fórnarlambanna. Darrell Keith Rich hafði komist í kast við lög- in nokkmm sinnum, í fyrsta skipti fyrir líka- msárás þegar hann var 17 ára. Á þeim aldri var hann þegar mikill drykkjumaður. 13. júní 1978, tveimur mánuðum fyrir 23. afmæli sitt, réðst hann á 25 ára konu, barði hana ítrekað í höfuðið með steini þegar hún hafnaði kynmökum og skildi hana eftir í vegkantinum. Þar fannst hún á lífi tólf tímum síðar. Sex dögum síðar réðst hann á 21 árs konu, dró hana inn í bíl, ók á afvikinn stað og nauðgaði henni. Hún grátbað hann að þyrma h'fi sínu vegna htlu dóttur sinnar. Hann hrinti henni út úr bflnum og ók á brott. 25. júní réðst hann enn á konu og 4. júlí urðu tvær konur fómarlömb hans. Sú fyrri var 19 ára. Hann nauðgaði henni. Síðar sama dag greip hann aðra 19 ára stúlku, Annette Edwards, nauðgaði henni og myrti með því að beija hana ítrekað í höfuðið með grjóthnullungi. Tveimur vikum síðar nauðgaði hann 15 ára stúlku. Annan dag ágústmánaðar nauðgaði hann Pam Moore, 17 ára, kyrkti hana og keyrði Aftökuklefinn er átthyrndur og stendur hluti hans, með fimm gluggum, fram í hálfmána- lagað herbergið, þar sem vitni að aftökum sitja og standa. Annette Selix bað nefndina um að sýna misk- unn, ekki gagnvart morðingjanum, heldur gagnvart fjölskyldunum, sem hefðu hðið í tvo áratugi. - „Látið þessa skepnu fá makleg mála- gjöld. Takið hann af lífi og sendið hann til helvít- is. Þar hefði hann átt að vera undanfarin 20 ár. Andstæðingar dauðarefsingar komu einnig fyrir nefndina og báðu hana að hlífa morðingj- anum. Fjölskyldur og vinir fómarlambanna treystu sér ekki til að hlusta á þær ræður og gengu úr salnum. Náðunarnefndin fór yfir málið og sendi það til ríkisstjórans í Kalifomíu, sem sá enga ástæðu til að afturkalla dauðadóminn. Lokaundirbúningur aftökunnar hófst. Síðasta kvöldmáltíðin Klukkan átta að kvöldi þriðjudagsins 14. mars er mikil öryggisgæsla við San Quentin fangelsið. Við austurhlið fangelsisins hefur rúmlega 100 manna hópur andstæðinga dauð- arefsingar safnast saman, þeirra á meðal rúm- lega 20 indíánar. 11 bflar sjónvarpsstöðva bíða við vesturhliðið og verðir hlaupa til og frá, skoða skilríki og hleypa blaðamönnum inn í nokkmm hópum. Lögmenn morðingjans, lögreglumenn sem unnu við rannsókn morðanna, aðrir full- trúar yfirvalda, nokkrar kvennanna sem hann nauðgaði og ættingjar þeirra sem hann myrti era þegar komin á staðinn. Enginn ættingi hins dauðadæmda er viðstaddur. Blaðamönnum er ekið í fjölmiðlamiðstöð fangelsisins. Darrell Keith Rich situr í dauða- klefanum, sem er við hliðina á aftökuklefanum. Fyrr um daginn höfðu ættingjar hans, lögmenn og andlegir ráðgjafar af Cherokee-ættbálki kvatt hann í fangelsinu. Hann er þegar búinn að neyta síðustu kvöldmáltíðarinnar, en hafði ekki mikla matarlyst, bað um kjötseyði, ávaxtasafa og gosdrykk. Þríi- fangaverðh- hafa ekki af hon- um augun. Þeir era á dauðavaktinni. Úr hópi blaðamanna hafa verið valdir 17, sem verða vitni að aftökunni sjálfri, en aðrir bíða í fjölmiðlamiðstöðinni. Vitnunum 17 er boðið að tala við sálfræðing. Hann segir mjög misjafnt hvort aftaka snerti þá sem á horfa. Sumir líti á þetta sem hvert annað verkefni, aðiir verði aldrei samir. Hins vegar sé þetta allt miklu auð- veldara eftir að þeir hættu að nota gasið. Dauðadæmdir menn börðust um og hrópuðu á hjálp á meðan gasskýið þéttist í kringum þá og dró þá smám saman til dauða. Núna er settur leggur í æð og þrenns konar efni dælt í hinn dauðadæmda. Fyi-st efni sem tiyggir að hann missir meðvitund, svo efni sem lamar hann og loks efni sem stöðvar hjartað. Hver og einn skammtur er í banvænu magni. Líklega eigum við að skilja manninn á þann veg, að við getum prísað okkur sæl yfir að horfa á mann drepinn án þess að það stingi í augu. Vitnin fimmtíu Það er enn blankalogn og 17 stiga hiti þótt lið- ið sé langt fram á kvöld. Sautján blaðamönnum er ekið að skúr, sem líkist einna helst myndar- legum vinnuskúr vegagerðarmanna. Þar inni em sjálfsalar sem selja gosdrykki, sælgæti og ís og 17 fangaverðir, einn á hvem blaðamann. Hver vörður leitar á sínum manni, gengur úr skugga um að armbandsúr séu ekki örsmáar I I 1 r p A |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.