Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ 'é& s r.. Reuters. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, stígur upp að loknum fundi með samstarfsmönnum sinum, þeim Ichiro Ozawa (til vinstri), leiðtoga Frjálslynda flokksins og Takenori Kanzaki, leiðtoga Nýja Komeito-flokksins. Skrípaleikur í japanska þinginu SÚ SÉRKENNILEGA staða kom upp í Japan fyrir skemmstu að Keizo Obuchi forsætisráðherra varð að halda stefnuræðu sína fyiir hálftóm- um þingsölum. Stjórnarandstaðan neitaði að mæta til fundar til þess að mótmæla vinnubrögðum ríkisstjóm- arinnar. Var hún fjarverandi í tvær vikur og krafðist þess m.a. að þingi yrði slitið og boðað til kosninga sem fyrst og að Obuchi bæðist afsökunar á flramferði stjómarinnar. Stóð svo í tvær vikur en þá sneri andstaðan aft- ur til þingfunda án þess þó að hafa fengið nokkrum af helstu kröfum sín- um framgengt. Þessir árekstrar eru mjög lýsandi fyrir þá spennu sem nú ríkir í japönskum stjómmálum, og fyrir þær hræringar sem þar hafa verið síðustu árin. Atburðirnir í þinginu Japanska þingið var sett 20. janúar sl. Venja er í Japan að þing hefjist með því að stjómin mæli fyrir fjárlag- afrumvarpi ársins en nú gerði stjóm- in það að einu af sínum fyrstu verkum að leggja fram framvarp til fækkunar þingsæta sem kosið er í í hlutfalls- kosningu úr 200 í 180 sæti. Þetta vakti mikla reiði stjómarandstöðunnar sem neitaði að mæta til nefndarfund- ar um málið. Stjómin lét það þó ekki á sig fá og var framvarpið afgreitt frá nefndinni í fjarvera stjómarandstöð- unnar. Þá fyrst tók þó steininn úr og nú brá svo við að stjórnarandstaðan neitaði að mæta til þings. Enn hélt stjómin þó sínu striki og afgreiddi framvarpið frá neðri deild. Fram- varpið var síðan afgreitt frá efri deild þingsins án nokkurrar nefndaram- ræðu. Við það neitaði stjómarand- staðan að mæta aftur til þings fyrr en hafin væri umræða um þingslit og nýjar kosningar og Obuchi forsætis- ráðherra hefði beðist velvirðingar á framferði stjórnar sinnar. Obuchi lét sig þó hvergi og flutti stefnuræðu sína að stjómarandstöðunni fjarverandi. Á það sér enga hliðstæðu í japanskri stjómmálasögu. Þetta ástand varði í tvær vikur en þingstarf komst í eðli- legt horf hinn 9. febrúar sl. þegar stjómarandstaðan mætti aftur til leiks. Hafði hún þó ekki fengið kröf- um sínum framgengt. Obuchi neitaði að biðjast afsökunar og hélt því fram að ríkisstjórnin hefði ekki gert neitt af sér. Hann virðist og staðráðinn í því að boða ekki til kosninga íyrr en með haustinu en yfirstandandi kjör- tímabil rennur út í október. Flokksræði Hvemig stendur eiginlega á því að stjómarandstaðan greip til svo rót- tækra ráða að ganga af fundi þegar hún sneri svo aftur tveimur vikum síðar án þess að hafa fengið nokkra framgengt? Og hvers vegna lagði stjómin svo mikla áherslu á að tryggja íramgang máls sem virðist harla h'tilvægt - að fækka þingmönn- um um tuttugu? Til þess að svara þessum spumingum þarf að líta að- eins á stjómmálasögu Japans eftir- stríðsáranna og þær væringar sem verið hafa uppi í japanska flokkakerf- inu síðasta áratuginn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn var stofnaður árið 1955 með samrana Fijálslynda flokksins og Lýðræðis- flokksins. Hafði flokkurinn þá þegar meirihluta á japanska þinginu og fór einn með völdin í Japan. Svo stóð til ársins 1993 er flokkurinn klofnaði, missti meiri- hluta sinn og lenti svo í stjómarandstöðu. Er það fágætt að sami ílokkurinn fari einn með völd samfleytt í svo langan tíma - nema þá helst í þeim löndum hvar lög kveða á um einræði eins ilokks. Helsti andstæðingur Frjálslynda lýð- ræðisflokksins á þessu tímabili var Sósíahstaflokkur Japans. Frá 1955 fram undir 1990 hélt sá fyrmefndi meirihluta þingsæta og sá síðamefndi fékk um 20-30% atkvæða. Þótt ýmsir smáflokkar ykju á fjölbreytnina var þannig í Japan að mestu tveggja flokka kerfi eins og víða annars stað- ar en þó með því sérkenni að sami flokkurinn var alltal' í stjóm og hinn alltaf í stjórnarandstöðu. Á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda vora sterk flialdsöfl í Frjáls- lynda lýðræðisflokknum sem héldu því fram að endurskoða skyldi stjóm- arskrá landsins, sem samin var af bandaríska hemámsliðinu, og færa ýmislegt aftur í það horf sem verið hafði fyrir stríðslok. Þessu var Sósíal- istaflokkurinn mjög mótfallinn og hélt því fram að stjómarskráin end- urspeglaði vilja þjóðarinnar og festi lýðræði í sessi. Þegar teikn komust á loft um það að þjóðin væri heldur að snúast á sveif með sósíalistum ákvað stjóm Frjálslynda lýðræðisflokksins að láta málið niður falla og einbeita sér að því að reisa við efnahag Japans eftirstríðsáranna. Tókst flokknum fljótlega að koma sér upp þeirri ímynd með þjóðinni að hann væri flokkur ábyrgrar efnahagsstjómunar og honum mætti þakka mjög svo batnandi efnahag landsins. Kjósend- ur tóku að líta svo á að Frjálslynda lýðræðisflokknum einum væri treyst- andi til að stjórna landinu og með því að leggja áherslu á að bæta lífskjör allra tókst flokknum að breikka fylgi sitt. Á sama tíma varð erfiðara fyrir Sósíalistaflokkinn að halda uppi and- stöðu við stjómina. Hugmyndafræði- legur ágreiningur um stjómarskrána var ekki í umræðunni og erfitt er fyrir stjómmálaflokk sem hyggur á vin- sældir að setja sig gegn bættum lífs- kjöram. í staðinn gagnrýndu sósíal- istar vinnubrögð stjómarinnar, og sérstaklega spillinguna sem þótti mikil. Á þessu tímabili eftirstríðsáranna efldust ákveðnir stjómarhættir sem fyrir vora og aðrir nýir þróuðust sem síðan hafa enn frekar sett mark sitt á það hvemig japönsk stjómmál ganga fyrir sig. í þvi samhengi sem hér ræð- ir má nefna að embættismannakerfið í Japan er sterkara en gerist í flestum lýðræðis- ríkjum. Embættismenn hafa lengi haft mikil áhrif á stefnumótun í landinu og hafa samið og mælt íyrir mikilvægum laga- framvörpum. í annan stað einkennist tímabilið af mjög háværri stjómar- andstöðu sem þó var meira en tilbúin að semja við stjómina bak við tjöldin um framgang ákveðinna mála. Stjómarandstaðan var þó að sínu leyti veik að hún hafði ekki aðgang að embættismannakerfinu og átti fyrir vikið erfltt með að undirbúa eigin stefnu í nokkrum smáatriðum. Þá byggðust stjómmál mjög á fyiir- greiðslu þingmanna, og þá sérstak- lega þingmanna Fijálslynda lýðræð- isfiokksins, við kjördæmi sín, nokkuð sem Islendingar myndu kalla hrossa- kaup. Kerfið bauð auðvitað upp á þá spillingu sem í huga margra ein- kennir öðra fremur japönsk stjóm- mál. Hneykslismál hafa verið tíð og náðu ákveðnu hámarki í upphafi tíunda áratugarins. Árið 1989 tapaði Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn meiri- hluta sínum í efri deild þingsins en Það hefur veríð stormasamt á köflum í japanska þinginu undanfarna mánuði. Hulda Þóra Sveins- dóttir fréttaritari í Japan rekur ástæður þess. tvær deildir era í japanska þinginu og kosið til þehra hvorrar í sínu lagi. Eftir það varð flokkurinn að semja við hluta stjómarandstöðunnar til að koma fram málum sínum. Þáverandi forsætisráðherra, Kaifu, lofaði úrbótum en fékk tillögur þar að lútandi ekki samþykktar í flokknum og hrökklaðist frá völdum. Eftirmað- ur hans, Miyazawa, endurtók loforð Kaifu frammi fyrir alþjóð. Honum tókst heldur ekki að koma sínum til- lögum í gegnum flokkinn og árið 1993 greiddu 39 meðlimir Frjálslynda lýð- ræðisflokksins atkvæði með van- trauststillögu stjórnarandstöðunnar. I kjölfarið stofnuðu 46 íyrrverandi meðlimir Frjálslynda lýðræðisflokks- ins tvo nýja stjómmálaflokka og lof- uðu umbótum. í kosningunum sem fylgdu í kjölfarið tapaði Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn meirihluta sínum. Sósíalistar töpuðu miklu fylgi í þess- um kosningum en nýir hægri flokkar sem komu fram á sjónarsviðið gerðu það gott. Eftir kosningamar tók við samsteypustjóm sjö flokka, gamalla stjómarandstöðuflokka og nýju flokkanna sem stofnaðir vora í kjölfar klofningsins í Frjálslynda lýðræðis- flokknum. Flokkurinn sem verið hafði í stjóm í 38 ár samfleytt var kominn í stjómarandstöðu. Hin nýja stjóm varð þó ekki langlíf og hrökkl- aðist frá völdum eftir aðeins átta mánaða stjómarsetu. Fijálslyndi lýð- ræðisflokkurinn komst aftur til valda, nú sem hluti af samsteypustjóm með Sósíalistaflokknum og litlum flokki, Sakigake. Nú var efnahagur Japans hins veg- ar kominn í mikla kreppu og í kosn- ingum til efri deildar þingsins sumar- ið 1998 beið Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn afhroð. Hashimoto for- sætisráðherra sagði af sér og boðað var til formannskosninga í flokknum. Það kom flestum á óvart þegar Keizo Obuchi var kjörinn formaður flokks- ins og síðar forsætisráðherra. Hann naut lítilla vinsælda meðal almenn- ings og þótti sérlega litlaus. Hin nýja ríkisstjórn Obuchi átti líka erfitt upp- dráttar. Hún hafði ekki meirihluta í efri deild þingsins og varð þv í að leita samkomulags við einhvem af stjóm- arandstöðuflokkunum til þess að koma málum sínum fram. Stjómar- andstaðan sem nú var leidd af Lýð- ræðisflokknum sem stofnaður var haustið 1996 virtist styrkja stöðu sína jafnt og þétt. Á haustmánuðum 1998 neyddi hún svo Obuchi til þess að gjörbreyta mjög mikilvægu fram- varpi stjómarinnar til styrktar fjár- hag japanskra banka sem margir römbuðu á barmi gjaldþrots. Er ekki ofsögum sagt að stjómarandstaðan og þá helst Lýðræðisflokkurinn hafi verið farin að gera að því skóna að hún myndi vinna næstu kosningar og komast til valda í Japan. Stjórnin styrkir stöðu sína Vinsældir Obuchi með þjóðinni jukust hins vegar smám saman. Obuchi er í rauninni andhetja og svo virðist sem fólk hafi vegna sameigin- legra erfiðleika fengið samúð með forsætisráðherra sínum frekar en andúð á honum. Minnti samband Obuchi við þjóðina riokkuð á samband Steingríms Hermannssonar við ís- lendinga í síðari forsætisráðherratíð hans. Þegar engar væntingar era gerðar til leiðtogans, eins og átti við um Obuchi, verða öll þau verk sem honum tekst að leysa úr hendi þeim mun meiri vegtyllur en ella. Hvað sem vaxandi vinsældum Obuchi leið þá þurfti Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn að styrkja stöðu sína innan þingsins og koma í veg fyrir að Lýðræðisflokkur- inn gæti haft svo mikil áhrif á afgreiðslu þing- mála. I óþökk ýmissa valdamanna í ílokki sínum samdi Obuchi við lítinn flokk, Frjálslynda flokkinn, og fékk hann til liðs við stjómina í janúar 1999. Fijálslyndi flokkurinn er leiddur af Ichiro Ozawa sem var áhrifamikill þingmaðui- innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar til 1993 er hann gerðist einn þeirra sem krafðist umbóta og yfirgaf ílokkinn. Ozawa er um margt holdgervingur þeirra hræringa sem síðan hafa verið í japanska flokkakerfinu en hann hef- ur síðan 1993 leitt þrjá stjómmála- flokka sem allir hafa sameinast öðr- um flokkum eða verið lagðir niður. Fyrir vikið á Ozawa nú marga pólit- íska óvini, ekki síst innan Fijálslynda lýðræðisflokksins. Obuchi lét þó ekki þar við sitja og seinna sama ár samdi hann við Komeito-flokkinn að hann gengi inn í ríkisstjórnina. Komeito var stofnaður á sjöunda áratugnum og er pólitískur armur samtaka búddískra leikmanna, Soka Gakkai, sem margir líta á sem sértrúarsöfnuð. Sviptingar í þinginu Á meðan öllu þessu fór fram lenti stjórnarandstaðan og þá sérstaklega stærsti flokkur hennar, Lýðræðis- flokkurinn, í ákveðnum vanda. Haust- ið 1998 höfðu margir á orði að for- maður Lýðræðisflokksins, Kan, yrði næsti forsætisráðherra Japans en sumarið 1999 hafði hann misst hylli almennings, tiltrú flokksmanna sinna og formannstignina. Við tók Yukio Hashimoto, bamabarn eins frægasta stjórnmálamanns íhaldsaflanna á eft- irstríðsáranum. Sú tilfinning virtist vera að koma upp í herbúðum stjórnarandstöðunnar að henni væri að ganga úr greipum sögulegt tæki- færi til þess að vinna næstu kosning- ar og komast til valda. Þá sveið henni auðvitað sárt að stjómin skyldi hafa náð að tryggja sér meirihluta á þingi og væri því ekki lengur upp á náð andstöðunnar komin. Er nýtt þing kom saman stóð stjórnin þó frammi fyrir sínum eigin vanda. Ozawa hafði gert það að sínu helsta stefnumáli að fá samþykkt framvarp þess efnis að þingmönnum sem kosnir era hlutfallskosningu yrði fækkað um 20. í neðri deild japanska þingsins era 300 þingmenn kosnir úr einmenningskjördæmum en 200 hlut- fallskosningu af kjördæmislistum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn var aldrei sérstaklega hlynntur málinu og Komeito-flokkurinn var upphaflega alfarið á móti hugmyndinni enda lík- legt að hann myndi tapa þingsætum með breytingunum. Um tíma leit út fyrir að stjómin næði ekki saman í málinu og hótaði Fijálslyndi flokkur- inn að ganga úr stjórninni. Líf stjóm- arinnar hékk því um tíma á frekar ómerkilegu máli. Á endanum kúventi Komeito þó stefnu sinni og ríkis- stjórnin lagði málið fyrir nýtt þing. Það er í sjálfú sér undarlegt að einn minnsti flokkur þingsins, Fijálslyndi flokkurinn, standi fyrir því að fækka sætum kosnum í hlutfallskosningum þar sem sUk kosningakerfi eiga að hygla litlum flokkum. Hér kemur þó tvennt til. I fyrsta lagi er talið að Ozawa, leiðtogi flokksins, sé að von- ast til að sameinast Fijálslynda lýð- ræðisílokknum á ný sem fyrst. í öðra lagi heldur Ozawa því fram að með fækkun þingmanna sé hann að knýja fram umbætur í þinginu svipaðar þeim sem fyrirtæki hér hafa þurft að ganga í gegnum á síðustu áram í kjölfar efnahagserfiðleikanna, m.a. með fækkun starfsfólks. Það má spyrja hversu miklar umbætur séu fólgnar í því að fækka þingmönnum um tuttugu, en málið hefur táknrænt gildi fyrir Ozawa. Hann getur nú haldið því fram að vera hans í stjóm- inni hafi breytt einhveiju og að hann sé enn sá umbótamaður sem hann var árið 1993 þegar hann fyrst yfirgaf Fijálslynda lýðræðisflokkmn. Allt frá því að Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn fékk Lýðræðisflokkinn og Komeito-flokkinn í lið með sér hefur stjómarandstaðan krafist þess að þing verði rofið og boðað til kosninga enda hafi hin nýja stjóm hvorki um- boð kjósenda né stuðning almenn- ings. Svo virðist sem stjómarand- staðan hafi við ósætti stjómarinnar um þingmannaframvarpið séð sér leik á borði að auka hit- ann í málinu í þeirri von að endurvekja mætti ósætti stjómarinnar og knýja fram kosningar. Tilraun stjórnarand- stöðunnar mistókst þó. Stjórnin hélt sínu striki og þótt al- menningur virðist hafa kennt stjóm- inni um skrípaleikinn í þinginu þá snerist hann ekki á sveif með stjóm- arandstöðunni í málinu. Stjórnar- andstaðan hrökklaðist því á endanum aftur inn í þingið án þess að hafa feng- ið nokkru framgengt sem orð er á gerandi. Obuchi situr enn sem fastast og líkur benda nú til þess að hann muni ekki boða til kosninga fyrr en með haustinu. Hann vill bíða sem lengst til að sjá hvort tilraunir stjóm- arinnar til að gefa efnahagnum líf með því að dæla í. hann nánast ómældum fjármunum ríkisins beri ekki einhvem árangur. Þá er Obuchi mjög í mun að vera við stjómvölinn þegar Japan heldur G-8 fundinn í júlí. Ef vel tekst til verður það Obuchi hjálp í kosningunum í haust og trygg- ir honum um leið sess í sögubókun- um. Einn flokkur ávallt í stjórn en hinn í andstöðu Andhetjan Obuchi nýtur vaxandi vinsælda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.