Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
KVIKMYNDIR
B í n h ö 11 i n,
Kringlubíó
THE HURRICANE*** Vfe
Leikstjóri Norman Jewison. Hand-
ritshöfundur Dan Gordon. Tón-
skáld Christopher Young. Kvik-
myndatökustjóri Roger Deakins.
Aðalleikendur Denzel Washington,
Vicellous Reon Shannon, Deborah
Kara Unger, John Hannah, Dan
Hedaya, Clancy Brown, Harris Yul-
in, Rod Steiger. Lengd 140 mín.
Universal 1999.
HOLLYWOOD hefur orð á sér
fyrir að fara offari er hún tekur á
viðkvæmum þjóðfélagsmálum. í
The Hurricane fær hún tækifæri
sem Norman Jewison og félagar
nýta til hins ýtrasta. Til að byrja
með liggur við að kvikmyndagerðar-
mennirnir skjóti sig í fótinn er þeir
lýsa óréttlætinu og kynþáttahatrinu
sem eru örlagavaldarnir í lífi hnefa-
leikamannsins þeldökka Rubins
„Hurricane" Carter (Denzel Was-
hington). Sem hefði getað orðið
heimsmeistari, einsog Bob Dylan
sönglaði í frábæru lagi og texta sem
ýtti við upptöku á máli boxarans.
Sem betur fer breytir myndin
fljótlega um tón, hvítir verða ekki
lengur alvondir og svartir eðal-
menni og Jewison er fyrirgefið þar
sem hann er að reyna að setja áhorf-
andann inn í andrúmsloftið sem réð
því að Rubin Carter var dæmdur
saklaus til langrar vistar á betrun-
arhæli aðeins 11 ára gamall. Aðal-
hvatamaðurinn að þeim stranga
dómi var lögreglumaðurinn Della
Pesca (Dan Hedeya). Arin líða, ungi
maðurinn sleppur loksins út í frels-
ið, tekur að stunda hnefaleika með
frábærum árangri. Þegar leiðin
virðist vera komin að heimsmeist-
aratitli reiðir Della Pesca aftur til
höggs, ákærir Carter, sem nú hefur
hlotnast viðurnefnið Hurricane
vegna frækni sinnar í hringnum,
fyrir hrottalegt morð á þrem bar-
gestum á heitri sumarnótt í New
Orð eru til alls fyrst
Jersey.
Ólyktin lá í loftinu frá upphafi,
svo virtist sem tímasetningunni
hefði verið hagrætt strax í upphafi,
vitni breyttu framburði sínum,
Carter í óhag. Hann barðist frá
fyrstu stundu fyrir sakleysi sínu,
skrifaði meðal annars bók í fangels-
inu um sitt ógæfusama líf og mála-
tilbúnaðinn, þar sem sannleikurinn
og réttur hans var fótum troðinn.
Fjöldi lista- og stjórnmálamanna
(með Dylan í fararbroddi) komu að
málinu - sem var að vísu tekið upp
aftur en án árangurs.
Þá gerist kraftaverkið. Lesra
(Vicllous Reon Shannon), 15 ára
blökkupiltur, finnur af tilviljun bók
Carters í ruslagámi. Hún er fyrsta
bók drengsins sem hefur verið
fóstraður af þremur Kanadamönn-
um sem urðu varir við óvenjulegar
gáfur hans við ömurlegar kring-
umstæður. Lesra og Kanadafólkið;
Lisa (Deborah Kara Unger), Sam
(Liev Schreiber) og Terry (John
Hannah) komast við af lestrinum og
ákveða að taka til óspilltra málanna.
Ganga í lið með lögfræðingum Car-
ters (sem eru búnir að gefa upp von-
ina einsog fórnarlambið), hefja
rannsókn sem ber árangur að lokum
með fundi nýrra sönnunargagna -
er Carter hefur setið saklaus í 19 ár
bak við lás og slá.
Sem fyrr segir er myndin áber-
andi kaflaskipt, hefst á óþarflega
svart/hvítu óréttlæti, gegnsýrðu
kynþáttafordómum, ofbeldi og
óréttlæti. Skiptir hinsvegar gjör-
samlega um gír þegar Lesra og vin-
ir hans koma til skjalanna og blása
lífsvon í brjóst Carters. Eftir vafa-
saman málaflutning gerist Hurri-
cane einhver tilfinningaríkasta
mynd síðari ára þar sem ber hæst
ósvikið samband Lesra og boxarans
sem þeir túlka óviðjafnanlega, stór-
leikarinn Washington og nýliðinn
Shannon. Samleikur þeirra kemur
við hjartað. Magnaður leikur er einn
af góðum þáttum í hágæðamynd
sem einnig státar af einstaklega vel
heppnuðu leikaravali í minni hlut-
verkum. Hedeya er traustur sem
fyrr í hlutverki óþokkans Della
Pesca. Kanadabúarnir eru í firna
góðum höndum Ungers, Schreibers
og Hannah (The Mummy). Clancy
Brown, Rod Steiger, Haris Yulin og
David Paymer fylla óaðfinnanlega
minni hlutverkin. Tónlistin og takan
og samtölin eru á svipuðum nótum.
Afraksturinn er óvenju tilfinn-
ingaheit mynd og vel gerð þar sem
gamli góði Norman Jewison (In the
Heat Of the Night (67), Moonstruck
(87)), á heldur betur óvænta endur-
komu. Hurricane er þó alls ekki
gallalaus frekar en önnur mannanna
verk. Illmennið Della Pesca er
óþægilega illa útskýrð persóna.
Hvaða hefndarþorsti fær hann til að
gera allt til að leggja líf saklauss
manns í rúst? Eitthvað meira en
kynþáttahatur og óvenjuleg mann-
vonska hlýtur að búa að baki. Sjálf-
sævisögulegar myndir um misrétti
og óréttlæti verða heldur aldrei full-
komlega trúverðugar. Það er í sjálfu
sér óyfirstíganlegur þröskuldur og
fyrirgefanlegur þegar árangurinn
er jafnhrífandi og hjá Jewison,
Washington og Shannon.
Sæbjörn Valdimarsson
MB ÉB A *
1 0k". |H R . tínno i; t
9Hr ■
Morgunblaðið/Jim Smart
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hefur á að skipa um 130 börnum og ungmennum.
AÐALFUNDIR 2000
/ VÁXTAR
SJÓÐURINN
27. mars 2000, kl. 16:15
Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi.
Dagskrá:
HLUTABRÉFA
SJOÐURINN
27. mars 2000, kl. 17:00
Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga til breytinga á 4. gr. samþykkta
félagsins um aukningu hlutaQár með áskrift
nýrra hluta.
3. Tillaga um heimild til sljómar félagsins
um kaup á hlutabréfum félagsins skv. 55.
gr. hlutafélagalaga.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga til breytinga á 4. gr. samþykkta
félagsins um aukningu hlutafíár með
áskrift nýrra hluta.
3. Tillaga um heimild til sljómar félagsins
um kaup á hlutabréfum félagsins skv.
55. gr. hlutafélagalaga.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Erindi: Össur hf. - Útrás á alþjóðamarkaði.
Jón Sigurðssonforstjóri Össurar hf. flytur
erindi um starfsemi fyrirtœkisins.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Hluthafar eru hvattir til aö mæta.
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Sími: 560-8900 • Veffang: vib.is • Netfang: vib@vib.is
Tónleikar
Skólahljóm-
sveitar
Mosfells-
bæjar
SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfellsbæj-
ar hcldur árlega tónleika í dag,
sunnudag, kl. 16 í nýjum sam-
komusal Varmárskóla. Tónleik-
arnir eru helgaðir minningu Lárus-
ar Sveinssonar, tompetleikara og
kórstjóra, sem lést fyrr á þessu ári
en hann tók virkan þátt í tónlistar-
lifinu í Mosfellsbæ um langt árabil.
Reykjalundarkórinn kemur einnig
fram á tónleikunum.
I Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
eru á bilinum 120-130 börn og ung-
menni. Hún hefur nýlokið við gerð
geislaplötu.
mbl.is
__/\LLTAf= en-TH\SA£y A/ÝTT