Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynnt tilfelli heyrnarskerðingar á Norður- löndunum á hverja 1000 íbúa 1980-1992 Morgunblaðið/Sverrir tækja hafi yfirtekið þessa tilkynn- ingarskyldu og vissulega eru þeir í þeirri aðstöðu að halda utan um málið. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt því það getur verið erfitt fyrir starfsmenn að kvarta um ástand á vinnustað svo dæmi sé tek- ið án þess að lenda í að vera metnir sem annars flokks starfskraftar. Þó að siðareglur lækna leyfi þeim ekki að rjúfa trúnað geta starfsmenn ekki fyllilega treyst því að þeir geri það ekki. Þegar það er síðan ekkert bakland, engar opinberar eða frjáls- ar tryggingar sem bæta tjón þeirra sem verða fyrir atvinnusjúkdómum þá eru hæg heimatökin hjá fyrir- tækjunum að reyna að komast und- an því að greiða skaðabætur," segir Magnús. Verður ekki að treysta læknunum gagnvart siðareglum þeirra? „Hlutleysi þeirra við núverandi aðstæður er ekki tryggt. Eitt dæmi um trúnaðarbrest nægði til að sýna fram á óviðunandi ástand. væri að ræða.“ Gæti ekki hugsast að fyrirtækin setji sig á móti breytingum? „Það má vel hugsa sér að fyrir- tæki gætu óttast að fá á sig kröfur. Einn hæstaréttardómur hefur fallið sem er mjög merkilegur fyrir þetta réttarsvið, árið 1997, og þó að fyrir- tækinu væri aðeins gert að borga 3/5 af kröfugerðinni var það samt stór biti fyrir lítið fyrirtæki. í þessu tilviki var lítil prentsmiðja dæmd til að greiða starfsmanni sem varð fyr- Magnús Ingi Erlingsson þeim krafti sem reiknað hafi verið með. Trúnaðarlæknarnir Þar sem ekkert kerfi er, aðlagar umhverfið sig gjarnan á einn hátt eða annan. Mörg fyrirtæki hafa ráð- ið til sín trúnaðarlækna. Til þeirra á starfsfólk að leita og tilkynninga- skylda læknanna er til yfirmanna fyrirtækja. Magnús segir að þetta sé fráleitt heppilegt fyrir starfsfólk- ið, því læknarnir séu ráðnir af fyrir- tækjunum og það geti boðið upp á trúnaðarbresti. „Ég hef heyrt þá skýringu að trúnaðarlæknar fyrir- KRISTINN Tómasson Dr.med. tók við stöðu yfirlæknis atvinnu- sjúkdómadeildar Vinnueftirlits ríkisins um sfðustu áramót og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að segja mætti að hann væri að sumu leyti enn að koma sér fyrir og kynnast starfssviði sínun. Hann féllst þó fúslega á að svara nokkrum spurninguin varð- andi stöðu Vinnueftirlitsins gagn- i vart „ófremdarástandinu", sem 1 Magnús Ingi Erlingsson lýsir í viðtali við Morgunblaðið. Fyrst var Kristinn spurður um hlutverk Vinnueftirlitsins varðandi þau mál sem um ræðir. Hann svaraði: „Hlutverk Vinnueftirlits ríkis- ins er skilgreint í lögum um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (1980 nr.46 28.maí) samanber sérlega kafla XI og XII. ; Þannig er það hlutverk Vinnueft- irlits ríkisins að stuðlað sé að því i að til séu samningar milli fyrir- tækja og heilbrigðisstofnana um það hveraig heilsuvernd starfs- manna sé komið í kring og starf- rækt í samræmi við lög. Jafn- framt ber stjóra Vinnueftirlitsins í samráði við heilbrigðisyfirvöld að setja reglur um læknisskoðanir til þess að koma í veg fyrir eða hefta atvinnusjúkdóma. í þessu sambandi er rétt að benda á að Vinnueftirlitið skal halda skrá um atvinnusjúkdóma, vinnuslys og eitranir. I þessu sambandi er rétt að nefna að vinnuslysaskráin hef- ur verið nokkuð virk þó hana megi bæta en skrá um atvinnu- sjúkdóma og meinta atvinnu- sjúkdóma hefur ekki náðst í gang nema hvað varðar heyraarskerð- ingu.“ Hver er skýringin að þínu mati á þvíhvers vegna umræddar reglugerðir um tilkynningaskyldu heilsugæslustöðva og lækna hafa ekki orðið virkar? „Þessari spurningu vildi ég svara tvíþætt. í fyrsta lagi hefur ekki komist sú venja á, né verið lögleitt, að atvinnusjúkdómar séu bótaskyldir sjúkdómar, en það er í flestum nágrannalöndum okkar. Má nefna að EB vinnur nú að samræmingu á skrám um hvað eru bótaskyldir atvinnusjúk- dómar, hvaða sjúkdómar séu til- kynningaskyldir en bótaskyldir undir sérstökum kringumstæðum og hvað séu tilkynningaskyldir sjúkdómar undir sérstökum kringumstæðum. Vinnueftirlitið hefur ákveðið að fylgjast grannt með þessari umræðu til þess að sjá hvort við getum ekki nýtt hana sem best þessu máli til fram- dráttar. í öðru lagi má nefna að þar sem atvinnusjúkdómar eru ekki bóta- skyldir með tryggingabótum, þá hefur ekki myndast neinn þrýst- ingur frá sjúklingum veikum af atvinnusjúkdómum, að þeir séu svo greindir og á sama hátt hafa læknar ekki séð af því neinn sér- stakan hag fyrir hvern og einn sjúkling að greina hjá honum at- vinnutcngdan sjúkdóm. Þetta hef- ur síðan leitt til þess að þekking og áhugi lækna almcnnt er mögu- lega ekki sem skyidi á þessu sviði Tilkynnt tilfelli atvinnusjukdoma í vöðva- og stoðkerfum á hverja 1000 íbúa 1980-1992 Þarf að vera sam- vinnuverkefni allra þótt erfitt sé um það að fullyrða því engin gögn eru til fyrir þeirri fullyrðingu. Síðan má benda á að ekki hefur skapast venja almennt talað hérlendis um starfs- mannaheilsuvernd, atvinnusjúkdóma- varnir og atvinnu- sjúkdómatilkynning- ar sem í nágranna- löndum eiga upptök sín ekki hvað síst í stórum iðnfyrirtækj- um.“ Hvað getur Vinnu- eftirlitið gert til að lmika þessu máli? „Vinnueftirlitið hefur ákveðið að hrinda af stað ákveðnu átaki varðandi starfsmannaheilsuvernd og atvinnusjúkdómavarnir. Þetta hefur m.a. falist í ítarlegri skýrslu um starfsmannaheilsuvernd sem stjórn Vinnueftirlitsins lét gera á siðasta ári auk þess sem gengist verður fyrir námskeiði um starfs- mannaheilsuvernd á vegum Nor- rænu stofnunarinnar fyrir fram- haldsmcnntun um starfsmannaheil- brigði (NIVA) dag- anna 9. til 13. apríl þar sem augunum verður ekki hvað síst beint að því hvernig eigi að koma starfs- mannaheilsuvernd á laggirnar. Auk þessa, til þess að leggja grunn að at,- vinnu sj úkdómavörn- um, hefur verið ákveðið að gera mikið átak f að bæta lög- boðna skráningu á at- vinnusjúkdómum. Send hafa verið er- indi til lækna og annarra stjórn- enda heilbrigðisstofnana um að þessi skráning og tilkynninga- skylda hafl farist fyrir að miklu Ieyti. Jafnframt er núna verið að biðja um að heilbrigðisstofnanir og samtök lækna veki athygli á þessu. Hefur Læknafélag Islands þegar brugðist við með því að vera með tengil á heimasíðu sinni sem vísar til atvinnusjúkdóma og vinnuslysa. Nú nýverið hefur Kristinn Tómasson. Landlæknir jafnframt stofnað fagráð um atvinnusjúkdómavarn- ir sem yfirlæknir Vinnueftirlitsins er fulltrúi í. Auk þess hefur Vinnueftirlitið beðið um að til- kynningar um atvinnusjúkdóma verði teknar inn í svokallaða SOGU, sjúkraskrárkerfl og von- umst við til að það komist fljótt til skila en beiðni um slíkt er nýfar- in.“ Er hægt að hugsa sér að það fyrirkomulag sem vi'ða er komið á í skjóli óvirkni reglugerða, að trúnaðarlæknar séu ráðnir og sjái um þessi málefni fyrir hönd fyrir- tækja, sé ólögmætt? „Ekki sé ég að það sé neitt ólöglegt við það að fá þjónustu lækna til ákveðinna læknisstarfa sem í eðli sínu eru brýn. Hins veg- ar má segja að umsvif trúnaðar- lækna eru mjög mismikil, eða allt frá því að fjalla einvörðungu um veikindavottorð yfír í ítarlegar heilbrigðisskoðanir og eftirlit með licilsu starfsmanna. Jafnvel í þeim tilvikum má spyrja hvort sú þjónusta, þótt lofsverð sé, sé nægilega víðtæk og taki til allra þátta sem skilgreindir eru í lög- Stjórnvöld verða að höggva á hnútinn Fyrirkomulag um heilsuvernd starfsmanna, sem kveður á um í lögum frá árinu 1980, er enn ekki orðið virkt og starfsfólk hinna ýmsu fyrirtækja á fáa kosti og enga góða þegar það stendur frammi fyrir atvinnu- sjúkdómum. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Magnús Inga Erlingsson fyrrver- andi lögmann Vinnueftirlitsins um það sem Magnús kallar ófremdarástand. Magnús segir vandann ekki vera flókinn í sjálfu sér, en það þurfí að ná utan um hann og það sem allra fyrst. MAGNÚS Ingi hefur hald- ið nokkra fyrirlestra um þessi mál að undan- fömu og síðast var hann í vikulok í Sólvangi í Hafnarfirði þar sem hann fræddi starfsfólk dvalar- heimilisins um stöðu þess gagnvart atvinnusjúkdómum. Magnús bendir á að í lögum frá 1980, 66 grein í XI kafla um heilsuvernd, læknaskoðan- ir og aðrar rannsóknir standi eftir- farandi: -Heilsuvernd starfsmanna skal falin þeirri heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til, sbr. 19 gr. laga nr. 57/1978. Hvert fyrirtæki skal gera skriflegan samning við stjórn viðkomandi heilbrigðisstofn- unar(stofnana) um fyrirkomulag og framkvæmd þeirrar þjónustu sem veita skal. Vinnueftirlit ríkisins skal sjá um, að slíkir samningar séu gerðir og hlutast til um að skorið sé úr ágreiningi, er upp kann að koma milli heilsugæslustöðvar, sjúkra- húss og atvinnurekanda." Næsta grein, nr.67, hefst á þess- um orðum: -Stjóm Vinnueftirlits ríkisins skal í samráði við heilbrigð- isyfirvöld setja reglur um, að starfs- menn skuli gangast undir læknis- skoðun áður en þeir era ráðnir til starfs, meðan þeir era í starfi og þegar við á..." „í stuttu máli þá hafa þessar reglur ekki orðið virkar og fólk get- ur lent á algeram flæðiskerjum,“ segir Magnús Ingi, en í skýrslu sem Vinnueftirlitið hefur nýverið sent frá sér um stöðu margra mála á þess vegum, segir að framkvæmd þessara reglna hafi tafist vegna þess að uppbygging heilsugæslu- stöðva í landinu hafi ekki verið af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.