Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 23
ir heilaskaða eftir að hafa unnið
reglulega með sterk efni um árabil,
milli 7 og 8 milljónir. Skaðabótamál
af þessu tagi geta vissulega komið
illa við fyrirtæki og gætu jafnvel
riðið litlum fyrirtækjum að fullu.“
Mætti ekki búast við mikilli aukn-
ingu á kærum og kröfugerðum,
langt aftur í tímann?
„Það er tíu ára firningartími, að
öðru leyti er ekki gott að átta sig á
því hvað myndi gerast ef réttar-
staða starfsmanna sem bíða heilsu-
tjón vegna atvinnusjúkdóma yrði
gerð skýrari.“
Er langsótt að hugsa sér að fyrir-
komulag trúnaðarlæknanna sé bein-
línis ólögmætt með tilliti til orðalags
í 66.greininni sem vitnað var í hér
áðan?
„Það má alveg velta því fyrir sér
hvort að sú starfsemi sé ekki bein-
línis í andstöðu við umrædda laga-
klásúlu, það er alveg rétt.Hins veg-
ar er breytilegt hvað starfssvið
þessara lækna er frá einum stað til
annars og mikilvægara að vinna að
því að koma á umræddri virkni
heldur en að einblína um of á störf
trúnaðarlækna. Takist að gera lögin
virk, myndi starfssvið þeirra vænt-
anlega breytast í samræmi við lög-
in. Það væri líka best til lengri tíma
litið, fyrir starfsfólkið og ekki síður
fyrirtækin sjálf.“
Hvað ber þá að gera?
„Það þarf að koma á skilvirku til-
kynningakerfí frá hlutlausum aðil-
um, t.d. heilsugæslum eða einkaað-
ilum sem tækju slíkt að sér. Þar
væri skýrt kveðið á um trúnað
gagnvart starfsmanni. Þá þarf að
skilgreina í reglugerð hvaða sjúk-
dómar eru viðurkenndir sem at-
vinnusjúkdómar. Þá þarf ríkið að
tryggja að hluta að starfsmenn hafi
sanngjarna réttarstöðu gagnvart
ríki, fyrirtæki og trygginarfélagi á
sama tíma og trygginarfélög þurfa
að bjóða þannig tryggingar sem um
ræðir. Þegar þetta er allt í höfn má
segja að náð hafi verið utan um mál-
ið og það væri þá orðið eins og á
hinum Norðurlöndunum. Eins og
sakir standa erum við einir á báti og
það kom fram í samnorrænni könn-
un sem gerð var um tíðni atvinnu-
sjúkdóma og byggði á gögnum á
árabilinu 1980 til 1992. Alls staðar
utan í einu tilviki kom Island varla
fram á línuritum. Þetta eina tilvik
varðaði heyrnaskerðingar, en
Heyrnar- og talmeinastöðin hefur
fylgst vel með þeim málum hér á
landi og því kom ísland skýrt fram
á línuritum sem vörðuðu heyrnar-
skerðingar. Það er svo sem mögu-
leiki að í öðrum tilvikum sé ástandið
svo gott á Islandi að atvinnusjúk-
dómar fyrirfinnist ekki, en trúlegra
er þó að ástandið sé síst betra held-
ur en á hinum Norðurlöndunum,
þannig veit ég um nokkur dæmi
þess að menn sem hafa unnið með
sterk efni og misst heilsuna ungir.
Einnig eru ótal dæmi um að óhóf-
legt álag og röng líkamsbeiting á
vinnustöðum hafi leitt til heilsu-
brests.“
Ástandið betra árið 1939!
Magnús Ingi bendir á að í danskri
reglugerð um þessi mál séu tugir
sjúkdóma skilgreindir sem atvinnu-
sjúkdómar, en það eina sem fyrir-
finnist hér á landi sé reglugerð
númer 221 frá árinu 1939 þar sem
þrír kvillar eru skilgreindir. Einn er
blýeitrun er fram kemur af völdum
blýs eða blýsambanda við hvers
konar slysatryggða vinnu, lungna-
sjúkdómar er fram koma vegna inn-
öndunar á steinryki og steinefnum
við slysatryggða vinnu og miltis-
brandssýking, er fram kemur sem
bein afleiðing slysatryggðar vinnu
við skepnuhirðingu, slátrun eða
meðferð sláturafurða, sem miltis-
brandssmitun getur stafað af. „Ég
veit ekki betur en að þessi reglu-
gerð frá 1939 sé enn í fullu gildi, en
síðan hefur ekkert verið gert. Þarna
er réttarstaða þeirra sem fá þessa
sjúkdóma lögð til jafns við þá sem
lenda í slysum. Það er því óhætt að
segja að ástandið í þessum efnum
hafi verið betra hér á landi árið
1939 heldur en árið 2000,“ segir
Magnús Ingi.
Nú vinnur þú ekki lengur hjá
Vinnueftirlitinu, hvers vegna ert þú
aðýtaþessu máli áfram?
„Eins og komið hefur fram, vann
ég áður sem lögmaður hjá Vinnueft-
irlitinu og á meðan ég var þar inn-
anbúðar vann ég talsvert við þessi
mál og það er skemmst frá að segja,
að mér blöskraði svo hvernig þessi
mál standa í dag að ég vildi með
þessu einfaldlega leggja mitt af
mörkunum til að koma þessu til
betri vegar. Það er blátt áfram
nauðsynlegt að koma af stað um-
ræðu um þetta. Ég er nú búinn að
halda tvo fyrirlestra og kynna fólki
hvernig málin standa. Ég hef svo
sem ekki á dagskránni að fara í ein-
hverja herferð. Ég reikna alveg
eins með því að ég láta aðra hér eft-
ir um að fylgja málinu eftir. Fyrir
mér vakti aðeins að vekja máls á
brýnu málefni sem allt of lengi hef-
ur legið niðri. Hins vegar, ef málið
er skoðað í stóru samhengi þá er
það í hörðum hnút. Það er erfitt að
neyða menn til að setjast niður og
ræða mál sem geta orðið mjög við-
kvæm. Það er þvi svo komið að
stjórnvöld verða að höggva á þann
hnút."
um um starfsmannaheilsuvernd.
Frá sjónarmiði starfsmanna er
hins vegar alltaf eðli málsins sam-
kvæmt viss spurning um trúverð-
ugleik trúnaðarlækna þar sem
þeir eru starfsmenn, eða verktak-
ar á vegum fyrirtækisins og því
háðir því.Vegna þessa finnst mér
hugmynd laganna um að það sé
óháður aðili s.s. heilsugæslustöð
eða næsta sjúkrahús sem sjái um
þetta, vera freistandi kostur. Hins
vegar væri alveg hægt að hugsa
sér aðra aðila ef hægt væri að
tryggja að þeir væru ekki síður
„starfsmenn" starfsmanna en fyr-
irtækis.“
Tekurðu undir að ástandið sé
alvarlegt íþessum efnum?
„ Já, á meðan við vitum ekki um
umfang atvinnusjúkdóma þá er
ástandið alvarlegt. Og á meðan
fólk fær ekki tryggingarbætur
vegna atvinnusjúkdóma og verður
að reiða sig á sjúkrasjóði verka-
lýðsfélaga og almenna sjúkradag-
peninga. Þetta gerir það að verk-
um að bæði ábyrgir starfsmenn
og ábyrgir atvinnurekendur geta
verið sofandi á verðinum.
Hins vegar má segja að Vinnu-
eftirlitið hefur með skoðunum og
eftirliti með öryggi og aðbúnaði á
vinnustöðum stuðlað að for-
vörnum gegn vinnuslysum og at-
vinnusjúkdóinum og þar með
starfsmannaheilsuvernd. Þess má
geta að á árinu 1998 voru fyrir-
tækjaskoðanir á vegum Vinnueft-
irlitsins 5.374 en fyrirtæki í land-
inu voru þá skráð 11.396.“
Ef Vinnueftirlitið hefur að ein-
hverju leyti takmarkaða mögu-
Ieika á því að beita sér til úrbóta,
á hvers herðum er málið þá?
„Eðli málsins samkvæmt þá
hvfla mál þessi á Alþingi, félags-
mála- og heilbrigðisráðuneytum
og stofnanir tengdu þeim, auk
okkar. Þannig verður ekki hægt
að segja að neinn einn af þessum
aðilum geti komið þessum stóru
verkefnum í kring, heldur verði
það að vera samvinnuverkefni
þeirra allra."
Bera stjórnvöld hér alla
ábyrgð, með því að setja reglur
sem hafa ekki umhverfi til að
verða virkar?
„Nei. Það er ekki stjórnvalda
þó að ekki hafi verið nægilegt
kapp meðal aðila málsins til að ná
lendingu um þetta mikilvæga
verkefni sem er ugglaust bæði at-
vinnurekendum og launþegum til
hagsbóta. En til þess að svona
hlutir séu framkvæmdir þarf bæði
að vera áhugi og mikill vilji hjá
þessum aðilum, sem síðan þarf að
stilla saman við áhuga og vilja
þeirra sem framkvæma eða veita
eiga þjónustuna. Jafnframt þessu
þá þarf þekking og skilningur á
eðli málsins að vera til staðar. Nú
virðist áhugi á þessum málum að
glæðast meðal nægilega margra
og því hefur Vinnueftirlitið reynt
að kynda undir þessi mál á þann
hátt sem ég hcf hér frá greint og
okkur ber skylda til svo starfs-
mannaheilsuvernd og atvinnu-
sjúkdóma- og vinnuslysaskráning
og varnir verði með þeim hætti
sem við óskum eftir."
Nokia 3210
Snotur og tæknilegur VIT sími
Styður „Dual Band" 900 og 1800 mhz
GSM kerfin • Rafhlaða endist í 50-250
klst. i bið og 2-4 klst. I notkun
• Upplýstur skjár með allt að fimm
línum fyrir texta og grafík
• 250 nöfn og númer ( slmaskrá
j »40 mismunandi hringingar
* •' ' SMS skilaboðasendingar
og móttaka, 160 tákn
• VIT slmi
21.900 kr.
með 500 kr. Frelsisinneign
sistilhoð
Með Frelsi Símans GSM greiðirðu fyrirfram fyrir tiltekna notkun, engin
mánaðargjöld og þarft ekki að hafa áhyggjur af símreikningum.
Og nú eru Ericsson A1018S, IMokia 5110 og IMokia 3210 símar á sérstöku
Frelsistilboði. Þú færð símann á frábæru tilboðsverði, greiðir ekkert stofn-
gjald og færð 500 kr. inneign á Frelsiskortinu. Sannkölluð freisting fyrir
hagsýna símnotendur - og tilvalin fermingargjöf.
Ericsson A1018s með Chatboard
Nettur VIT sími sem fer vel í hendi
Styður „Dual Band" 900 og 1800 mhz GSM kerfin
Rafhlaða endist ( allt að 85 klst. í bið
4 klst. í notkun • 13 sm hár,
4,9 sm breiður og 2,7 sm
þykkur • Grafískur
skjár fyrir allt að 3
llnur fyrir texta og
grafík • SMS skilaboða-
sendingar og móttaka
Hægt að skipta um framhlið á
símanum • Hægt að semja eigin
hringingu • Öll sérþjðnusta I GSM kerfinu möguleg
• Vekjaraklukka með „Snooze" • VIT sími.
Chatboard er handhægt Htið lyklaborð sem hægt er að
tengja við nýrri gerðir Ericsson GSM síma. Þetta er nýr
búnaður sem auðveldar þeim lifið sem eru iðnir við að
skrifa SMS skilaboð.
12.980 kr.
með 500 kr. Frelsisinneign
Nokia 5110
Traustur sími með lífseiga rafhlöðu
• Styður 900 mhz GSM kerfið •
Rafhlaða endist ( 50-270 klst. f bið
og 2-4 klst. ( notkun • Upplýstur
skjár sem býður upp á fullkomna
grafík • 250 nöfn og númer (
símaskrá • SMS skilaboða-
sendingar og móttaka, 160 tákn
• 35 mismunandi hringingar
.1
I ó
14.980 kr.
með 500 kr. Frelsisinneign
FÆST í VERSLUNUM SÍMANS
WWW.VEFVERSLUN.IS
SÍMINN'GSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA