Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Tímabært orðið að lengja skólaárið í grunnskóla
EFN AHAGSLEGUR
ÁBATI3-4 MILLJARÐAR
Úrsúla Ingrvarsdóttir með börnum sínum þremur. Þau eru, frá vinstri: Oddur Máni, Halldór Björn og Herta Sól.
„Síðustu ár hafa hagfræðingar í auknum mæli
bent á mikilvægi menntunar fyrir hagræna
samkeppni og félagslega velferð. Með því að
hlúa að menntun sköpum við mannauð sem er
einn af grundvallarþáttum í efnhagslegri
langtímaþrðun. “
Úrsúla Ingvarsdóttir
lauk nýverið meistara-
prófi í hagfræði við
✓
Háskóla Islands.
I lokaritgerð sinni
kannar hún þjóðhags-
lega hagkvæmni þess
að lengja skólaárið
í grunnskóla og stytta
með því skólagöngu
til stúdentsprófs.
I samtali við Heiðu
Jóhannsdóttur skýrði
✓
Ursúla frá þeim
ávinningi sem hlytist
af slíkri hagræðingu.
URSÚLA Ingvarsdóttir
hefur komið sér vel
fyrir í íbúð sinni í
Hlíðunum en þar býr
hún ásamt börnum
sínum þremur sem öll eru á grunn-
skólaaldri. Að lokinni útskrift í
október síðastliðnum hóf Úrsúla
störf sem hagfræðingur hjá Eim-
skip. Hún kann vel við sig í starfinu
og segir lífið nú farið að ganga sinn
vanagang eftir þrjú strembin ár í
meistaranáminu. „Eg fór ekki bein-
línis hefðbundna leið að hagfræði-
náminu," segir Úrsúla, „Eg lauk
B.A.-gráðu í almennri bókmennta-
fræði en ákvað síðan að bæta við
mig hagnýtri menntun og hagfræð-
in varð fyrir valinu. Ég hafði hins
vegar takmarkaðan bakgrunn í
stærðfræði og þurfti að vinna mikið
upp í því fagi. Ég fór því í tveggja
ára undirbúningsnám áður en ég
gat hafið hið eiginlega meistaranám
haustið 1996. Að prófunum loknum,
varði ég ári í að vinna lokaritgerð-
ina, en hún er metin til helmings af
heildareiningum námsins. Til verk-
efnsisins hlaut ég styrk úr Rann-
sóknarnámssjóði og það kom sér
einkar vel.“
En hvað varð til þess að Úrsúla
valdi þetta viðamikla viðfangsefni?
„Þær aðlaganir á skólakerfinu sem
kannaðar eru í ritgerðinni, þ.e.
lenging skólaársins í grunnskóla
um fjórar vikur, eru mjög brýnar
og löngu tímabærar," svarar Úrs-
úla. „Þær snúast um það að laga
skólasókn bama að vinnutíma úti-
vinnandi foreldra og virkja betur
námsvilja bama á grunnskólaaldri.
Af því hlytist verulegur þjóðhags-
legur sparnaður auk þess sem leyst
yrði úr þeim vanda sem útivinnandi
foreldrar standa frammi fyrir á
sumrin, þ.e. hvar skuli koma börn-
unum fyrir í því langa sumarfríi
sem þau hafa.
En segja má að kveikjan að verk-
efninu hafi verið reynsla mín af því
að ala upp börn á grunnskólaaldri,"
bætir Úrsúla við. „Þá kynnist ég
því hversu mikil vandkvæði fylgja
þessu fyrir foreldra. Skólaárið á
Islandi er mun styttra en í nágr-
annalöndunum og börnin fá lengra
sumarfrí en víðast annars staðar.
Þau era í fríi frá skólanum í þrett-
án vikur en útivinnandi foreldrar
þeirra hafa að jafnaði aðeins fimm
vikna sumarfrí. Það er ekki hlaupið
að því að finna samastað fyrir börn-
in þennan tíma. Þær ráðstafanir
sem gerðar eru fela gjarnan í sér
umtalsverðan kostnað, sem ekki all-
ir hafa ráð á. í mörgum tilfellum
skapast því mikið óvissuástand og
ekki er óalgengt að málum sé
hreinlega bjargað frá degi til dags.
Þannig hlýst af þessu álag fyrir
fjölskylduna, auk fjárhagslegrar
byrði.“
Frá bændasamfélagi
til upplýsingasamfélags
Hvemig stendur á þessu mis-
ræmi á vinnutíma grunnskólabarna
og foreldra þeirra?
„Þessi vandkvæði hafa verið að
koma fram á síðustu áram og í
raun skapast samhliða þeim breyt-
ingum sem orðið hafa á íslensku
samfélagi undanfarna áratugi. Fjöl-
skyldumynstrið hefur tekið vera-
legum stakkaskiptum, þar sem
bæði foreldri era nú jafnan úti-
vinnandi. Því er ekki sem áður var,
þegar mamma eða amma vora
heima við til að taka á móti börnun-
um á daginn. Nú eru þessar mæður
og ömmur hreinlega úti á vinnu-
markaðinum. Hjónaskilnaðir era
einnig tíðari en áður og hafa ein-
stæð foreldri flest hver lítið svig-
rúm til að bregðast við álaginu sem
fylgir fríunum. Við búum einnig í
flóknara samfélagi en áður sem
kallar á meira eftirlit með börnun-
um en tíðkaðist á þeim tíma sem ég
var að alast upp.“
Þegar Úrsúla er spurð hvers
vegna skólaárið sé styttra hér á
landi en í nágrannalöndunum, segir
hún það eiga sér langa hefð. „Þetta
fyrirkomulag á rætur að rekja til
þess tíma er þörf var á vinnufram-
lagi barna og unglinga í sveitum
landsins. Það á hins vegar ekki
lengur við, nú á dögum era börn
ekki álitin vinnuafl. Að sama skapi
hefur dregið úr sumarvinnu barna
og 13-15 ára unglinga. Þannig má
segja að það skólakerfi sem við bú-
um við í dag sé lagað að þörfum
bændasamfélagsins gamla, en sú
samfélagsskipan er nú liðin undir
lok. Við búum nú í nútímaupplýs-
ingasamfélagi sem keppist við að
vera samanburðarhæft við önnur
vestræn ríki. Kröfur um samkeppni
hafa aukist sem og lífskjör. Skóla-
kerfið hefur hins vegar ekki þróast
í takt við þessar öru breytingar.
Við eram í raun föst í gömlu kerfi
sem hæfir ekki nútímaaðstæðum og
setur fólk í vanda.“
Illa farið með
tíma skólabarna
Úrsúla segir umræddar breyt-
ingar mjög æskilegar, þar sem
skólaárið sé í raun of stutt í grann-
skóla eins og málin standa nú. „Ég
bar ísland saman við lönd Evrópu-
sambandsins hvað skólasókn í
grunnskóla og framhaldsskóla varð-
ar. I athugun Evrópusambandsins
á fjölda kennsludaga í grannskóla
skólaárið 1995-96 rekur Island lest-
ina með 160 daga að meðaltali,
næst á eftir Portúgölum og Grikkj-
um, þar sem kennsludagar eru 175.
Hvað fjölda kennslustunda í skóla-
ári varðar eru Islendingar einnig
meðal lægstu þjóða. Munurinn
eykst jafnframt eftir því sem komið
er í efri bekkjardeildir. Loks ber að
geta að íslensk skólabörn era eldri
en skólabörn Evrópusambandsríkj-
anna þegar þau ljúka skyldunámi,
þ.e. 20 ára í stað 18 eða 19 ára.
Framhaldsskóli í þessum löndum
tekur einnig að jafnaði tvö til þrjú
ár, utan Lúxemborg þar sem fram-
haldsstigið er fjögur ár og Ítalíu
þar sem hann tekur fimm ár. Engu
að síður eru þessir nemendur yngri
en þeir íslensku við útskrift, þ.e. 19
ára. Þannig tekur það íslensk
skólabörn 14 ár að ljúka skóla-
göngu til stúdentsprófs á meðan
sams konar nám tekur að jafnaði 12
ár i Evrópusambandslöndunum."
Af þessu má sjá að Island kemur
ákaflega illa út í samanburði við
önnur lönd hvað skólaskyldu varð-
ar. Kennslustundir era fáar á
hverju ári og námið tekur langan
tíma. Úrsúla segir þessar niður-
stöður ekki einungis veikja ímynd
íslenskrar menntunar gagnvart
öðram þjóðum, heldur sé af þeim
ljóst að ekki sé búið eins vel að
menntun íslenskra barna og skyldi.
„Það er slæmt hversu illa er farið
með tíma skólabarna og námsvilja
þeirra sem er venjulega mjög mikill
í upphafi skólagöngu. Talsverð
áhei-sla hefur verið lögð á það á
undanförnum árum að gera leik-
skólann sem bestan úr garði og er
reyndin sú að börnin koma úr hon-
um brennandi af áhuga. Það er hins
vegar ekki gert nógu mikið til að
vii’kja þennan áhuga þegar í grann-
skólann er komið.“
Menntun og mannauður
Úrsúla bendir einnig á hversu
mjög þessi hæga yfirferð í skóla-
kerfinu gangi gegn þeim markmið-
um sem ísland hefur sett sér með
aukinni þátttöku í alþjóðlegri sam-
keppni. Ahersla hefur verið lögð á
að gera íslenskt samfélag saman-
burðarhæft við aðrar þjóðir á öllum
sviðum og menntamál eru þar eng-
in undantekning. „Þó svo að skóla-
árið í íslenskum skólum hafi lengst
undanfarna fjóra áratugi, hefur
kennslustundum lítið fjölgað og á
eldri aldursstigum hefur þeim
hreinlega fækkað. Þetta stingur
óneitanlega í stúf, ef litið er til
þeirra breytinga og þeirrar fram-
þróunar sem orðið hefur í íslensku
samfélagi á sama tímabili," segir
Úrsúla og ítrekar jafnframt hversu
mikilvæg menntun er íslensku hag-
kerfi, sem háð er einni undirstöðu-
atvinnugrein, þ.e. fiskveiðum. Mik-
ilvægt sé fyrir okkur að vinna að
þróun annarra atvinnugreina, til að
bregðast við sveiflum. „Síðustu ár
hafa hagfræðingar í auknum mæli
bent á mikilvægi menntunar fyrir
hagræna samkeppni og félagslega
velferð. Með því að hlúa að mennt-
un sköpum við mannauð sem er
einn af grundvallarþáttum í efna-
hagslegri langtímaþróun.“
„í viðamikilli úttekt sem gerð var
á íslenska menntakerfinu á vegum
Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu (OECD) árið 1986 var
skólastefna Islendinga gagnrýnd á
forsendum þessarar sérstöðu okkar
og mælt með að skólaárið yrði
lengt til jafns við það sem gerist í
nágrannalöndunum. Tillagan fékk
ekki hljómgrann í menntamála-
ráðuneytinu á sínum tíma. Ég tel
hins vegar tímabært að gera breyt-
ingar, enda ættu íslensk skólaböm
ekki að þurfa að vera lengur í skóla
en jafnaldrar þeirra í samanburðar-
löndunum," bætir Úrsúla við.
Markvissara nám
frá upphafi
Hvernig leggur þú til að staðið
verði að þessum breytingum í þinni
úttekt?
„Ég gef mér ákveðnar breyting-
arforsendur sem byggðar era á
hugmyndum sem fram hafa komið,
bæði í fyrrnefndri OECD-skýrslu
og í þeirri umræðu sem átt sér hef-
ur stað m.a. á Alþingi um þessi
mál. Þær fela í grannatriðum í sér
að skólaárið í grannskóla yrði lengt
um fjórar vikur, þ.e. úr 170
kennsludögum eins og nú er, í 190.
Þannig yrði stundafjöldi sambæri-
legur við það sem gerist í löndum
Evrópusambandsins en þar er með-
altalið 189 dagar. Með þessu myndi
skapast aukið svigrúm til kennslu á
grannskólastigi og yrði það nýtt
með því að færa hluta af námsefni
framhaldsskólanna niður í efstu
bekki grunnskólans. Skólaárið í
framhaldsskóla yrði áfram jafn-
langt og það er nú en námsárum
yrði fækkað úr fjóram áram í þrjú.
Nemendur lykju þá stúdentspróf
við 19 ára aldur, sem einnig er nær
því sem gengur og gerist í ná-
grannalöndunum.“
Væri með þessu verið að auka
talsvert á vinnuálag grannskóla- og
framhaldsskólanema?
„I raun myndi þessi breyting
ekki gera námið erfiðara, aðeins
markvissara. Markmiðið er að
dreifa námski-öfunum jafnt á skóla-
ferilinn, alveg frá upphafi náms og
það svigrúm mun skapast með
þeim fjórum vikum sem bætast við
hvert námsár. Mesta aukavinnan
bætist þá á grannskólanemana, en
reyndin er sú að grunnskólinn má
alveg við auknum kröfum. Ég held
að flestir séu sammála um að með-
alnámsmaðurinn þurfi að hafa til-
tölulega lítið fyrir náminu í grann-
skóla. En börn eiga að sjálfsögðu
miserfitt með nám og því verður
ávallt að gæta þess að hver nem-
andi fái verkefni við hæfi.“
Úrsúla segir breytingartillögurn-
ar ekki gera ráð fyrir að námið í
framhaldsskóla þéttist mikið þótt
það styttist um ár. Hann muni taka
við sem eðlilegt framhald af náminu
á efri stigum grannskóla. Breyting-
arnai- miði aftur á móti að því að
minnka það breiða bil sem verður í
námskröfum milli grannskóla og
framhaldsskóla. „Skilin milli þess-
ara skólastiga era of skörp. Náms-
efnið þyngist veralega þegar komið
er í framhaldsskóla og nemendum
gert að stjórna námi sínu að miklu
leyti sjálfir. Þetta er ólíkt því sem
nemendur eiga að venjast í grann-
skóla og margir eiga erfitt með að
aðlagast því á svo stuttum tíma.
Með því að færa hluta af þessum
kröfum niður í grannskóla mætti
búa nemendur undir að axla þá
ábyrgð sem framhaldsskólanáminu
fylgir.“
Með því að halda lengd skólaárs-
ins í framhaldsskóla óbreyttri er
tekið mið af möguleikum nemenda
til tekjuöflunar á sumrin. „Þannig
er lögð áhersla á að framhaldsskól-
anemar geti nýtt sumrin til vinnu
eins og þeir hafa gert hingað til. En