Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 25 Fjölgun og fækkun kennslustunda samkvæmt viðmiðunarstundaskrám árin 1961-1996 Miðað er við fjölda kennslustunda árið 1961 og útfrá því fundið hvort kennslustundum hefur fjölgað eða fækkað hjá árgöngum grunnskólans. Heimild: Menntamálaráðuneytið, viðmiðunarstundaskrár 1961 -1996. Alls staðar miðað við hámarksstundafjölda. 1961 -1971: Kennslustundir á unglingastigi voru 45 mínútur. Hér er búið að umreikna í 40 mínútna kennslustundir. 1971-1988: Bætt við einni kennslustund á viku í sundi hjá öllum árgöngum. Samanburður við lönd Evrópusambandsins Fj. kennslu- daga á ári í grunnsk. Land 1995-96 Lengd náms í framh.- skóla (ár) Aldur stúd- enta Lúxemborg 212 4 19 Danmörk 200 3 19 Holland 200 2 18 Ítalía 200 5 19 Finnland 190 3 19 England 190 2 18 Þýskaland 188 3 19 írland 183 3 18 Belgía 182 2 18 Austurríki 180 3 18 Frakkland 180 2 18 Spánn 180 2 18 Svíþjóð 178 3 19 Grikkland 175 3 18 Portúgal 175 3 18 ÍSLAND 160 4 20 Skv. skóladagatali 1995-1996 voru starfsdagar í íslenskum grunnskólum 175 og þar af voru 5 starfsdagar kennara. Kennsludagar voru því 170. Ekki er Ijóst af hverju tölum ber ekki saman, en það breytir ekki miklu. ________Heimild: Key Data on Education, 1997 styttri námstími myndi hins vegar beina nemendum í þá átt að ein- beita sér fremur að náminu á vet- urna og láta sér nægja að vinna á sumrin.“ Hún bætir því við að rannsóknir á vinnu framhaldsskóla- nema með námi sýni ekki fram á að vinnan tefji menn frá námi að neinu marki. Fyrst svo er má ætla að talsvert svigrúm sé til þess að gera námið á framhaldsskólastigi mark- vissara með þeim hætti sem lagt er til hér. Að lokum bendir Úrsúla á að stytting námstíma til stúdents- prófs gæti hugsanlega dregið úr hinu mikla brottfalli framhalds- skólanema úr námi. Styttri náms- tími gæti orðið til þess að fólk sem á erfitt með að höndla námið afráði fremur að þrauka. Þetta kæmi einnig til móts við þá nemendur sem þurfa að sjá sér farborða sjálf- ir því kostnaðurinn við námið myndi minnka. Ekki bara vinna og þrælahald „Þótt hér sé lögð áhersla á að herða kröfurnar í skyldunámi ís- lenskra skólabarna, er hugmyndin ekki sú að gera námið að eintómri vinnu og þrælahaldi," segir Úrsúla og brosir við. „Þær breytingar sem rætt er um hér myndu haldast í hendur við þá þróun í átt til sam- fellds skóladags sem einsetning grunnskólanna hefur miðað að. Með einsetningunni hefur skapast aukið rými til að tengja saman skóla og tómstundir, og brjóta þannig upp skóladaginn. Slíkt fyiir- komulag er mjög jákvætt bæði fyr- h- börn og foreldra." Úrsúla ítrekar að breytingartil- lögurnar miði fyrst og fremst að því að samræma betur vinnutíma bai-na og foreldra, jafnframt því að gera nám til stúdentsprófs mark- vissara en verið hefur hingað til. Deila megi um nánari útfærslu breytinganna. „Meginviðfangsefnið í ritgerðinni er síðan að reikna út hvað slík hagræðing myndi þýða annars vegar fyrir einstaklinginn og hins vegar fyrir þjóðarbúið í heild.“ Meginábatinn felst í lengingu starfsævinnar Og hverjar voru niðurstöður þeirra útreikninga? „Þeir sýndu fram á umtalsverðan þjóðhagslegan ábata slíkra breyt- inga. Eg reiknaði mögulega kostn- aðarliði og ábata fyrir ríki og ein- stakling sem lyki prófi frá Háskóla íslands í slíku kerfi. Ábatinn reynd- ist á bilinu 3,1-4,8 milljarðar ki’óna." Þegar Úrsúla er spurð til hvaða þátta hún hafa einkum litið við útreikningana segist hún hafa metið stöðuna á hverju skólastigi fyrir sig og litið síðan á heildar- mynstrið. „Breytingin í grunnskóla fæli í sér kostnað við aukningu kennara og annars starfsfólks. Auk þess yrðu eldri grunnskólanemend- m- fyrir einhverju tekjutapi, þar eð breytingarnar myndu draga úr vinnu þeirra á sumrin. En á móti þessu vegur að kostnaður foreldra við að koma börnum sínum í gæslu myndi minnka, en hann er um- talsverður. Þá ykist ráðstöfunartími foreldra, m.a. á vinnumarkaði og þann tíma reikna ég inn í þjóðhags- legan ábata. Auk þess má ekki gleyma að hinar erfiðu aðstæður foreldra á sumrin hafa áhrif á af- kastagetu þeirra í atvinnulífinu. Þau þurfa e.t.v. að bregða sér úr vinnu til að færa börnin milli staða, hringja og fylgjast með þeim. Þannig verða þau fyrir alls kyns truflunum í stað þess að geta ein- beitt sér að vinnunni áhyggjulaus.“ Úrsúla bendir jafnframt á að með fækkun námsára til stúdents- prófs minnki útgjöld til mennta- mála í framhaldsskóla. Launakostn- aður mun t.d. minnka og það vegur upp á móti þeirri kostnaðaraukn- ingu sem breytingar á grunnskóla- stigi fela í sér. „Og þótt ákveðinn fjöldi framhaldsskólakennara komi til með að missa störf sin, er engin ástæða til að ætla að sá hópur verði atvinnulaus," itrekar Úrsúla. „Ætla má að hluti þessara kennara myndi færast niður á grunnskólastigið, þar sem stöðugildum mun fjölga þar. Með sívaxandi áherslu á sí- menntun, endurmenntun og fjar- kennslu er einnig útlit fyrir að margir kennarar færist yfir á það svið.“ Meginábatann af breytingum í skólakerfinu segir Úrsúla felast í lengingu starfsævinnar. Fólk lýkur námi og kemst út á vinnumarkað- inn ári fyrr en nú er og það eykur að sjálfsögðu möguleika þess til tekjuöflunar. Þannig bætir lengri starfsævi afkomu einstaklinga og eykur um leið skatttekjur ríkisins. Hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. „Ég áætlaði nokkuð ná- kvæmlega hvaða áhrif slík breyting hefði á einstaklinga sem ljúka prófi frá Háskóla íslands og bjó í því skyni til dæmigerðan starfs- og tekjuferil þeh-ra sem útskrifast úr ólíkum deildum skólans. Laun þeirra voru áætluð af mikilli var- færni og í samráði við ráðgjafa úr viðkomandi stéttum. Niðurstaða mín varð síðan sú að það skipti mjög miklu máli fyrir einstakling- inn og þjóðfélagið að starfsferill hefjist ári fyrr,“ segir Úrsúla. „Markmið útreikninganna er ekki að gefa heildarniðurstöður eða festa niður hvernig réttast sé að framkvæma þær aðlaganir á skóla- kerfinu sem ræddar eru,“ svarar Úrsúla þegar hún er spurð hvort hér sé um endanlegar tölur að ræða. „Ég reyni aðeins að benda á góðar leiðir og áætla hversu þjóð- hagslega hagkvæmar þær séu. Inn- an þeirra forsendna sem ég gef mér reyni ég síðan að taka tillit til allra þeirra þátta sem unnt er að mæla með góðu móti. Það eru hins vegar hlutir sem málið varða sem erfitt eða illmögulegt er að mæla. Þar má til dæmis nefna álagið sem foreldrar verða fyrir við að koma börnunum fyrir á sumrin. Við get- um ekki vitað nákvæmlega hvað streita kostar okkur. En hugmynd- in með úttektinni er sem sagt að gefa vísbendingu um þýðingu og hagkvæmni aðlagananna, og sú vís- bending er ótvíræð. Ekki síst vegna þess að ég fer eins varfærnislega í útreikninga og mér er unnt og er ábatinn því fremur vanmetinn en ofmetinn." Umræðan á byrjunarstigi Hvernig hefur umræðu um þessi mál yerið háttað? „Ég hef orðið vör við mikla um- ræðu um þessi mál meðal foreldra sem eiga börn á grunnskólaaldri, flestir hafa skoðun á málinu og þeir sem ég hef rætt við virðast almennt reiðubúnir að breytingar verði gerðar á skólakerfinu. Foreldrar eru hins vegar ekki sérlega sterkur þrýstihópur, þeir eru líklegri til að taka þeim óþægindum sem þeir verða iýrir, vegna sumarfría og starfsdaga kennara til dæmis, með því að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði,“ segir Úrsúla. „Afstaða kennara og annarra aðila innan skólakerfisins til breytinganna er blendin enda er álagið á þessa stétt mikið. Það er því nauðsynlegt að hið mikilvæga vinnuframlag kenn- ara verði metið að verðleikum sam- hliða slíkum breytingum. Ég held hins vegar að margir starfsmenn innan skólanna telji umræddar breytingar vera óumflýjanlegar. En menntakerfið er umfangsmikið kerfi, þungt í vöfum og því erfitt að koma á breytingum innan þess. Því þarf nægur tími til aðlögunar að vera fyi-ir hendi.“ Úrsúla segir lítið hafa farið fyrir umræðu um breytingar af þessu tagi á opinberum vettvangi. í opin- berri stefnumótun komi engu að síður fram að stjórnvöld leggi áherslu á heildstæða skólastefnu sem sameini óskir heimilda og skóla. „Skipaðar hafa verið nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins til að setja fram tillögur en þær ekki fengið hljómgrunn. Þá hefur ýmsum möguleikum verið velt upp en ekki hefur verið tekið á málinu eins og ég geri hér, þ.e. að reikna út þann kostnað sem fylgir og hvaða ábati gæti hlotist af því. En forsendurnar fyrir breytingum eru svo sannarlega til staðar í samfé- laginu og ég hef fulla trú á að þessu verði breytt. Spurningin er að mínu mati ekki hvort heldur hvenær það verður gert,“ segir Úrsúla að lok- um. Vikuveisla á Kanarí 9. apríl frákr. 29*955 með Heimsferðum Nú getur þú tryggt þér vikuveislu til AðeÍIIS 28 Kanarí á hreint frábærum kjörum hinn 9. sæti í boði apríl, en þá bjóðum við einstakt tilboð í sólina til þessa vinsælasta áfangastaðar fs- lendinga. í apríl er um 28 stiga hiti á Kanarí, einstakar aðstæður og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir. Vikuferð Verð frá kr. 29.955 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug, gisting, skattar. Verð frá kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð með sköttum, 9. apríl í 1 viku. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sætin. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Markvisst tölvtinám B\ rv sKólamir í Kopavogi og I Irtfn.U'firði Ijjoóo upp cí tvö li.rgnýt og mm kviss tölvuiiAmskvið fyrir byijondur. 60 klst. eða 90 keniislustumlir: j ► Grunnatriöi t upplýsing<itækni *- Windovvs 98 styiikmlið ► Word ritvinnsla ► Excel löf lureiknir *■ Aceess gagnagrunnur ► PowerPoint (gerð kynningarefnts) ► Interaetlð (veftulnn og tölvupóst ur) 48 klst eða 72 kcnnslusitindir: ) *- Al mennt um tðhuir og Windotvs 98 8- Woixl ritvinnsla ► Excel töflureiknir *- Internetiö (vefuiinn og tölvupóstur) Ílloöið or upp <\ b<x*ði morgun og kvöldncunskeið og bofjast n<ostu nóinskoið 20. oe 18. niors. Upplýsingor og innritun i simum S44 4500 og 555 4980 Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshraunl 2 - 220 Hafnarfirðl - Slmi: 555 4980 - Fax; 555 4981 Hliðasmára 9- 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is Fréttir á Netinu vaúmbl.is -ALLT?\f= £/T~rH\SA£> HÝTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.