Morgunblaðið - 19.03.2000, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
Lífrænt ræktaður bamamatur
Enginn sykur - engin aukaefni
Tilboð gildir á á vax tacftirrcnum
•Mx
Dreiflng Niko hf. s: 568 0945 Apótehin
■_________________________________________________
Handboltinn á Netinu mbl.is
/\LLTAf= e/TTH\//\€? NÝTl
Menningardagar í Verkmennta-
skólanum á Akureyri
Lífsgátan leyst
MENNINGARDAGAR hafa
staðið yfir í Verkmenntaskólanum
á Akureyri í vikunni og hafa fjöl-
breytt atriði verið á dagskránni.
Katrín Arnadóttir sem staðið
hefur í eldlínunni varðandi skipu-
lagningu Menningardaganna
sagði að um árlegan viðburð væri
að ræða. „Þetta hefur verið
óskaplega gaman og allt gengið
eins og í sögu,“ sagði hún. Hún
sagði visslega nokkrum vand-
kvæðum bundið að skipuleggja
dagskrá fyrir svo fjölmennan hóp,
en nemendur skólans eru um eitt
þúsund talsins og aldrei að vita
hver þátttakan yi-ði á hvern dag-
skrárlið fyrir sig. „Þetta er
skemmtileg tilbreyting frá hefð-
bundnu skólastarfi,“ sagði Katrín.
I gær hófst dagurinn á sameig-
inlegum morgunverði í Gryfjunni
og svo tók hver dagskrárliðurinn
við af öðrum, kvikmyndasýning-
ar, tölvuklúbbur, hárgreiðslu-
kynning, talnaspekingur var á
staðnum og svæðanudd var kynnt
og þá var mikið fjölmenni á kyn-
lífsfyrirlestri og einnig tóku
margir þátt í gömludansanám-
skeiði.
Hápunktur Menningardaganna
var árshátíð skólans sem haldin
var í Iþróttahöllinni í gærkvöld og
mikið var í lagt.
Morgunblaðið/Kristján
Þau réðust ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur, nemendur
Verkmenntaskólans á Akureyri
en hér eru þau önnum kafm við að
leysa lífsgátuna. Það verkefni var
eitt af atriðum Menningardag-
anna sem staðið hafa yfir í skólan-
um í vikunni.
mingactilbod
3-Diska geislaspilari - Super T-BASSI - Hægt er aö tengja
myndbandstæki viö stæðuna - Tónjafnari með ROCK -
POP - JAZZ - 12 + 12 W RMS magnari - Al leiðsögukerfi
með Ijósum -32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og
svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fjarstýring - Segulvarðir
hljómmiklir hátalarar.
WM
3-Diska geislaspilari -37 + 37 + 12 + 12W RMS magnari
með surround kerfi - SUPER T-BASSl - Hægt er að tengja
myndbandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í
hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC -
Jog fyrir tónstillingar og lagaleitun á geislaspilara - Al
leiösögukerfi með Ijósum - 32 stöðva minni á útvarpi,
klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fullkomin
fjarstýring fyrir allar aðgerðir - Tengi fyrir auka bassa-
hátalara (SUPER WOOFER) - Segulvarðir hátalarar.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavik: Heimskringlan - Húsasmiðjan • Hafnartjörðun Rafbúð Skúla - Húsasmiðjan • Grindavík: Rafborg • Keflavik: Sðnar - Húsasmiðjan • Akranes: Hljómsýn ■ Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga
Heillissandur. Blómsturvellir ■ Gmndafjörðun Guðni E. Hallgrfmsson • Stykkishómun Versl. Sjávarborg ■ Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga ■ Hvammstangi: Rafeindaþj. Odds Stefánssonar ■ Sauðárkrókur Skagfirðingabúð ■ Búðardalun
Versl. Einars Stefánssonar ■ jsaflörðun Fmmmynd ■ Siglufjörður Rafbær • Ólafsflönður Versl. Valberg • Dahrik: Húsasmiðjan ■ Akureyri: Ljósgjafinn - Húsasmiðjan • Húsavík: Ómur - Húsasmiðjan ■ Egilstaðir Rafeind • Neskaupsstaðun
Tónspil ■ Eskifjörður Rafvirkinn ■ Seyðisfjörðu: Tumbræður • Breiðdalsvik: Kaupfélag Stöðfirðinga • Höfn: KASK • Hella: Mosfell • Selfoss: Radíórás - Árvirkinn - Húsasmiðjan ■ Vestmannaeyjan Eyjaradíó ■ Þorlákshöfn: Rás
Fólk
Varði
doktorsrit-
gerð sína
• ANNA Lilja Gunnarsdóttir
varði doktorsverkefni sitt 3. ágúst
sl. við University of Southern Cal-
ifornia (USC) í
Los Angeles í
Bandaríkjunum.
Verkefnið er
nefnt á frum-
málinu
„Performance
Management in
Health Care in
Iceland" eða Ár-
angursstjórnun
í heilbrigðis-
málum á Is-
landi.
Arangursstjórnun sameinar
nokkrar kenningar og aðferðir í
stjórnun sem reynst hafa vel í fyr-
irtækjum og stofnunum. Aðferðin
byggist á þríþættu ferli þar sem
allir þættir þess eru studdir með
rannsóknum. I fyrsta lagi byggist
árangursstjórnun á stefnumótun
þar sem skýr markmið eru sett
fram í öllum þáttum starfseminn-
ar. I öðru lagi eru valdir nokkrir
lykilmælikvarðar sem veita góða
yfirsýn yfir árangur af starfsem-
inni. I þriðja lagi er eftirfylgni
sem byggist að mestu leyti á gagn-
kvæmri upplýsingagjöf milli
stjórnenda og starfsmanna og
einnig að veita starfsmönnum
hvatningu og stuðning til góðra
verka.
Anna Lilja kom hugmyndafræði
árangursstjórnunar í framkvæmd
hjá Barnaspítala Hringsins, í
góðri samvinnu við stjórnendur og
starfsfólk Barnaspítalans. Mæling-
ar voru gerðar á ýmsum lykiltöl-
um í rekstri Barnaspítalans áður
en árangursstjórnun var innleidd,
meðan á framkvæmdinni stóð og
einnig eftir að árangursstjórnun
var komin í framkvæmd. Saman-
burður var síðan gerður á þessum
lykiltölum og ályktanir dregnar af
þeim niðurstöðum.
Foreldrar Önnu Lilju eru Gunn-
ar Snorrason, kaupmaður og Jóna
Valdimarsdóttir, húsfreyja. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1978 og
BS prófi í hjúkrunarfræði frá Há-
skóla Islands árið 1985. Hún lauk
meistaraprófi í viðskiptafræði frá
University of San Diego (USD)
árið 1990 og meistaraprófi í
stjórnun heilbrigðisstofnana árið
1995 frá University of Southern
California (USC). Formleg út-
skrift hennar, sem doktor í stjórn-
un innan heilbrigðiskerfisins, fer
fram í Los Angeles í maí nk.
Anna Lilja
Gunnarsdóttir
Heimsferð-
ir flytja í
Skógarhlíð
FERÐASKRIFSTOFAN
Heimsferðir hefur keypt hús-
næði GSP almannatengsla við
Skógarhlíð 18 í Reykjavík.
Verður starfsemi skrifstofunn-
ar flutt þangað 1. nóvember
næstkomandi.
Andri Már Ingólfsson, for-
stjóri Heimsferða, segir að á
nýja staðnum verði mun rýmra
um þá 20 starfsmenn Heims-
ferða sem starfa hér en 10 eru
við störf erlendis. Heimsferðir
hafa leigt um 300 fermetra hús-
næði við Austurstræti en hús-
næðið í Skógarhlíð, jarðhæð og
fyrsta hæð, er alls um 430 fer-
metrar.
„Auk þess sem við fáum
meira pláss verður aðkoman
betri, bílastæðin fleiri og því
teljum við mikla bót fyrir okkur
og viðskiptavini að geta fært
okkur á þennan nýja stað,“
sagði Andri Már í samtali við
Morgunblaðið.