Morgunblaðið - 19.03.2000, Side 31

Morgunblaðið - 19.03.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 31 dýrt. Að minnsta kosti ekki miðað við það sem ég nefndi áðan. Hitt er svo annað mál, að við erum ekki að keppa við það alódýrasta á markað- inum en ég fullyrði að gæðin bæti það upp og fólk sé að fá vel fyrir peningana. Gott dæmi er enn ein nýjungin sem við erum að koma með og er valkostur fyrir þá sem myndu ella fjárfesta í stálstiga. Þetta er mjög gott fyrir fólk sem í vaxandi mæli kemur til okkar og vill fá heild- arlausnir. Eg er að tala um banda- rískt fyrirtæki sem er með ótrúlega fjölbreytt úrval af „gömlum“ viðar- handriðum. Verðið er meiri háttar og margfalt lægra heldur en menn hafa séð. Þessu fylgir tækni til að sveigja handriðið, þannig að snúin beygja í stiga verður nú kannski á 10 þúsund krónur í staðinn fyrir 90 þúsund," segir Magnús. „Hin“ deildin Magnús iðar allur í skinninu þeg- ar hann ræskir sig til að segja frá þeirri deild fyrirtækisins sem seinna fór í gang, en sýnir nú fram á verulega vaxtarbrodda. Magnús segir að lykillinn að þessari deild sé að „við höfum fórnað okkur mikið til að ná markaðshlutdeild," eins og hann kemst að orði og þegar einu sinni var byrjað hafí ekki verið_aftur snúið. „Ég hafði reynsluna, gott samband og samstarf við hönnuði og það dugði til að fá fyrstu verkefnin. Síðan hefur hlaðist utan á snjóbolt- ann svo um munar,“ bætir Magnús við. Um er að ræða framleiðslu á inn- réttingum í verslanir og fyrirtæki. Þetta byrjaði á því að boðin var út hönnun og smíði á „gríðarlega erfið- um og flóknum" stiga í verslunar- húsi Skífunnar á Laugavegi, eins og Magnús lýsir þvi. „Það reyndist enginn hafa bolmagn til að gera þennan stiga nema við. Við lögðum inn teikningar og tilboð og fengum verkið. Það tókst vel og í kjölfarið var okkur boðið að vinna fleiri verk hjá sama fyrirtæki. Þessi verslun fékk svo eftirsótt hönnunarverðlaun í Bretlandi. Þar með var boltinn far- inn að rúlla, það spurðist út hvað við vorum að gera og í dag erum við með nokkra fasta og mjög stóra við- skiptavini. Að framleiða verslunar- búnað, sýningarstanda, hillukerfi. Eitt dæmið er að við smíðum stál- húsgögn í leikskóla fyrir Barna- smiðjuna og keyptum til þess m.a. tölvustýrða rörabeygjuvél. Mjög stór verkefni, mörg mjög stór verk- efni eru í farvatninu," segir Magnús. Nefndu dæmi „Það má nefna ýmis viðamikil verkefni tengd stækkun Smára- kringlunnar. Einnig er nýtt fyrir- tæki að fara af stað og hyggur á alls sjötíu verslanir vítt og breitt. I það þarf allt að smíða þannig að bjartsýnin í okkai- herbúðum er ekki að ástæðulausu." Situr þú bara einn að þessu öllu saman? „Nei, en við erum mjög fáir, gamli vinnuveitandinn, ein eða tvær smiðjur, auk okkar og búið. Það eru ekki fleiri þannig að þó að allir skiptu verkefnunum jafnt væri nóg að gera fyrir alla. Við höfum hins vegar haslað okkur völl svo um munar og getið okkur gott orð. Við munum búa að því.“ En hvað um framtíðina, er viðbúið að það verði alltaf bullandi gangur? „Þetta fyrirtæki er stofnað í miðju góðæri og nýtur þess svo sannarlega. Ferillinn upp á við hef- ur verið í öðru veldi. Þá má segja að þótt önnur deildin okkar sé nokkuð mótuð og hin í miklum vexti þá erum við kannski ekki enn búin að full- móta okkar vélabúnað og nýta okk- ar ríkulega mannauð. Hvað framtíð- ina varðar þá eru mörg stór og spennandi verkefni framundan, auk allra hinna minni. Ég hef reynt að sýna fram á í þessu spjalli að þótt það sem við erum að gera sé ekki í öllum tilvikum það alódýrasta á markaðinum þá erum við, ef ekki fyllilega samkeppnishæfir, þá hrein- lega mun ódýrari kostur ef fólk vill fara þær leiðir. Gott efnahagsástand er nauðsynlegt starfsumhverfi, en ég tel að fyrirtæki sem getur boðið mjög góðar, öðru vísi, og jafnframt dýrari sem ódýrari lausnir, sé vel í stakk búið til að mæta einhverjum þrengingum sem kynnu að láta á sér kræla í framtíðinni." Fjallað um geitur í húsdýra- garðinum SUNNUDAGINN 19. mars verður Ullarselið á Hvanneyri með kynn- ingu á starfsemi sinni og vörum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá klukkan 14 þar sem m.a. verður spunnið úr geitahári. Klukkan 15 flytur Stefán Aðalsteinsson erindi í kaffihúsi staðarins sem nefnist Geit- ur í 1.100 ár. Þar er m.a. fjallað um uppruna íslensku geitarinnar, nytjar og skyldleikarækt. Allir velkomnir. Dilbert á Netinu mbl.is __/U-LTVkf= e/TTHWAO NÝTT Sunna og Skálm, tvær af huðnum Fjölskyldu- o g htísdýragarðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.