Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 33

Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 33
32 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 33 flfofgpissiMaMfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ÝZKA bílaverksmiðjan BMW, sem fyrir nokkrum árum keypti brezku bílasmiðj- una ROVER, hefur selt brezka fyrirtækið í tveimur hlutum. Bandaríska bílasmiðjan Ford hefur keypt þann hluta fyrir- tækisins, sem framleiðir kunn- ar jeppabifreiðar en meiri óvissa ríkir um framtíð fólks- bílaframleiðslunnar. í Morg- unblaðinu í gær kemur fram, að forstjóri þýzka fyrirtækis- ins hafi gefið þá skýringu helzta á þessari sölu, að sterkt sterlingspund og óvissa um það hvort Bretar mundu ger- ast aðilar að evrunni ættu mestan þátt í þessari ákvörð- un. Þetta er í fyrsta sinn, sem fram kemur, að þær Evrópu- þjóðir, sem ekki gerast aðilar að evrusvæðinu gætu misst at- vinnufyrirtæki frá sér af þeim sökum og verður það áreiðan- lega mikið umhugsunarefni stjórnvöldum í þeim löndum. Fram kom í þessum fréttum að Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, hefði orðið mjög reiður vegna þessarar ákvörð- unar þýzka fyrirtækisins og sú reiði hefði verið látin í ljósi við stjórnendur þýzka fyrirtækis- ins. Nú vaknar sú spurning, hvort reiði Blair, forsætisráð- herra þessa fornfræga heim- sveldis, skipti nokkru máli. Hvaða máli skiptir hún? Hvaða áhrif hefur það á stjórnendur þýzku bílasmiðjanna, að for- sætisráðherra Breta verði reiður yfir ákvörðun þeirra? Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Það er ekki að sjá, að hún hafi nokkur áhrif, að hún skipti nokkru máli, að Þjóðverjarnir hafi nokkrar áhyggjur af þeim sökum enda höfðu þeir ekki fyrir því að skýra brezku ríkis- stjórninni frá ákvörðun sinni. Blair hafði að vísu eina rökstudda ástæðu til að verða reiður en hún var sú, að hann hafði heitið að leggja fram tæplega 18 milljarða íslenzkra króna til stuðnings ROVER- verksmiðjunum. En það eru náttúrlega smápeningar í bók- haldi brezka ríkisins og líka í bókhaldi BMW. Verkalýðsforingjar í Bret- landi gengu á fund Blair til að lýsa óánægju sinni. Það skipti heldur engu máli og hefur eng- in áhrif á ákvörðun þýzka fyr- irtækisins. Að þessu er vikið hér vegna þess, að þetta dæmi lýsir í hnotskurn þeirri grundvallar- breytingu, sem orðið hefur í samskiptum stórfyrirtækja og stjórnvalda í einstökum lönd- um. Sú var tíðin að stjórnend- ur fyrirtækja hefðu ekki viljað kalla yfir sig reiði brezka for- sætisráðherrans eða yfirleitt pólitískra ráðamanna í hvaða landi sem var. Þetta er liðin tíð. Það hefur orðið valdatil- færsla á milli viðskiptalífsins og stjórnmálamanna, sem ger- ir það að verkum, að stjórn- málamennirnir hafa miklu minni áhrif en áður. Stjórn- endur alþjóðlegra stórfyrir- tækja hlusta ekki á stjórn- málamenn nema það henti hagsmunum þeirra. Ríkis- stjórnir og fjármálayfírvöld í einstökum löndum eiga sífellt erfiðara um vik að hafa áhrif á gang viðskiptalífsins á alþjóða- vettvangi. Loforð, sem fyrirtæki gefa á borð við þau, sem BMW gaf þegar fyrirtækið keypti brezku bílasmiðjurnar skipta heldur engu máli. Þau eru gef- in til þess að greiða fyrir við- skiptum. Ef það hentar ekki hagsmunum fyrirtækjanna að standa við þau eru þau svikin. Við íslendingar höfum kynnzt því í viðskiptum með fiskiskip og kvóta hér, að fögur fyrirheit eru gefin um að við- komandi skip verði gert út áfram frá því byggðarlagi, sem um er að ræða og að kvótinn verði ekki fluttur á brott. Að nokkrum misserum liðnum eru bæði skip og kvóti horfin og ástæðan sem upp er gefin er sú, að breyttar aðstæður hafi valdið því að sá tilflutningur hafi verið óhjákvæmilegur. Ekki sé hægt að halda fyrir- tækjum við slík loforð um ald- ur og ævi. Þess vegna er svo komið, að þegar Tony Blair verður reið- ur yppta menn öxlum. BARÁTTAN GEGN ÁFENGIS- DRYKKJU I* MORGUNBLAÐINU í gær lýsir Kristín Sigfúsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarn- arnefndar Akureyrar, áhyggjum vegna aukinnar áfengisdrykkju unglinga í bænum og fram kem- ur að bæjaryfírvöld á Akureyri hyggjast gera átak til þess að spoma við þessari þróun. Því ber að fagna. Áfengi er böl. Fáar fjölskyld- ur á Islandi hafa ekki kynnzt því með einum eða öðrum hætti hvers konar hörmungar geta fylgt ofneyzlu áfengis. Þessum veruleika þarf að koma til skila til ungs fólks á þenn veg, að það verði tilbúið til að taka við þeim upplýsingum og læra af biturri reynslu annarra. BLAIR REIÐUR - OG HVAÐ SVO? Og Gunnlaugur heldur áfram: „Ég hef sem sagt gert myndir af mann- eskjunni, eins og ég hef séð hana á sjó og landi, einnig af fiski og bátum; stundum hef ég málað fólk að heyskap og við skepnuhald, svona eins og ég hef kynnzt þessu - flatn- ingshnífa, færibaujur og báta með strompum og margt fleira, einnig heysátur, steðja, orf og ljá, stundum smá hús í litlu kauptúni eða sjávar- þorpi. Ég hef stúderað þessar fyrir- myndir og athugað rækilega bak- grunn myndanna - bryggjur, sýn til lands af bát, fisk úr grænu djúpinu, þorpið, fjöllin, sveitina. I þessu hef ég þrælað og sett áhrifin eða niður- stöður rannsókna minna, eins og vís- indamaður mundi segja, saman í myndir: fjöllin lítil og í sjávarmynd- unum hef ég alltaf skipin og sjóinn eins lág og hægt er, manninn stóran. Aldan er ekki há hjá mér, nei alls ekki ... því báturinn rís alltaf, eða ætti ég heldur að segja: sá hluti báts- ins sem sést á myndinni rís hátt á ölduhryggnum, og það er aldrei sjór á hlið. Ég er búinn að athuga þetta síðan ég var bam, og þykist hafa fyr- ir því nokkra reynslu, að það sé rétt hjá mér.“ „Þó þú sért orðinn mikill sérfræð- ingur í atvinnuháttum og sjólagi, Gunnlaugur, þarf ekki að horfa á margar myndir eftir þig til að sjá, að maðurinn skipar alltaf öndvegið.“ „Já,“ svaraði hann, „náttúran, bát- urinn, allt lítið - mað- urinn fremst. Alltaf stór.“ Hann hugsaði sig um, bætti við: „Þegar ég teikna menn í stól, geymi ég teikninguna kannski í tuttugu ár, þá get ég notað hana í mynd af fólki, sem situr undir sátu.“ „En segðu mér, hvernig er þulan, sem þú ortir?“ Gunnlaugur hikaði, svo sagði hann: ,Á ég að fara að hætta mann- orði mínu með því að sýna þér hana?“ Ég þrýsti á. Hann sótti þuluna og las fyrir mig: „Mér kom í hug sumarkvöld í sveitinni," sagði hann. „Það er verið að taka saman hey á túninu, allir eiga annríkt, rigning í nánd. Það er sterkt kvöldsólskin, en svartur bakki í austri. Aðeins gamla konan er heima og gætir lítils barns. Hún situr með bamið í fanginu, horfir út á túnið og lætur hugann reika. Hún sér hvítan hest. Svo horfir hún til bæjanna handan árinnar. Þar býr presturinn. . Hann er ekki eins fátækur og hitt fólkið. Gömlu konunni líkar það ekki alls kostar. Svo em það hjónin sem alltaf em ósátt, því konan er galin. Þá er piltur á næsta bæ. Hann fer einförum og yrkir. Það er gæfuleysi. En þá fer konan að hugsa um sínar eigin raunir. Hún hefur misst sína nánustu, sjórinn tók þá. Gamla kon- an er hrygg, en þá tekur bamið í hana og brosir. Hún gleymir raunum sínum og nágrannanna og hugsanir hennar breytast í gleði. Hún hverfur að barninu og lætur hug þess verða að sínum: Hesturíhaga- hvítur við ský, vængurinn ljósi dægrum í. - ÞarsásthannPeyi púanúhjápabbasín. Láki Kalli ljúflingspaur b'tið skáldíhaga, Vaga,vaga alladaga- GubbiSöbugæfuskrens gætirnokkaðsínu. Ætli Gvendur Gaur sé lens í garranum hjá Stínu? Stormur á strái stundinvarlöng,- Ijóðkomafhafi- Líkaböng. Svíða hnúar sjóbarðir, svarrar bylgju stranga. Votirmenn,vábitnir veijastnóttulanga. Glaður er Gutti - gælin Manga aumur hvutti - illt er í Tanga. NúerKisakanífix og kát litla Veiga, hanavilégeiga. Prakkarimeðplatískó prufaraðfáaldreinóg. Punktur á plaggi. LandiðáhannRaggi. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. marz. Gæðumheimsinser misskipt og víða er fólk sem á undir högg að sækja, sums staðar ör- eigar sem eiga minna en ekki neitt. Þeim þætti áreiðanlega ekki fysi- legt að draga úr olíu- notkun sem gæti fært þeim auð og velferð í framtíðinni, en ekkert ýtir fremur undir þau hættulegu gróðurhúsaáhrif sem margir telja að raska muni jafnvægi í náttúrunni. Fáir eignast allt, aðrir sleikja sárin. En á síðustu öld hefur verið reynt að jafna þessi met og tekizt bærilega, en þó misjafnlega. Það er enn margt fólk í lýðræðisríkjum Evrópu sem á lít- ið sem ekkert, einnig margir fátæklingar í Bandaríkjunum. Allt er þetta því miður stað- reynd þrátt fyrir miklar tilraunir til að koma á sæmilegu eigna- og efnahagsjafnvægi í þessum löndum. Við höfum einnig þurft að glíma við þessi vandamál, eins og kunnugt er. Allir vita að á Islandi, eins og t.a.m. í Bret- landi, hefur millistéttinni fjölgað stórlega, en fátæklingum fækkað. Brezki verkamanna- flokkurinn gerir sér grein fyrir þessu og sæk- ir nú kraft og orku í þessa stóru millistétt. At- kvæðaorka hans er ekki sótt í tiltölulega fámenna verkamanna- og öreigastétt eins og áður fyiT. Þegar slíkt ástand skapast í þjóðfé- lagi er alltaf hætta á að hin fámenna stétt, þ.e. þeir sem hafa misst slagkraft atkvæðavalds- ins, verði skildir eftir og látnir lepja dauðann úr skel. Þetta þurfum við að varast helzt af öllu. Það er auðveldara að vera fátækur í fá- tæku landi en ríku. Þar er fátækt einskonar utangarðsdómur sem enginn getur við unað í nútímasamfélagi. Stéttlaust samfélag - enn sem komið er , I BANDARISKA tímaritinu U.S. News and World Report birtist nýlega athygl- isverð grein sem heit- ir Hinir ríku verða ríkari. í greininni velta höfundar því fyrir sér, hvernig bandarískt þjóðfélag verð- ur, þegar myndazt hefur óbrúandi bil milli þeirra sem allt eiga og hafa miklar tekjur og hinna sem lítið eiga eða ekkert. Það er ekki álitleg framtíðarsýn. En ef Bandaríkjamenn þurfa að horfast í augu við slíka þróun og nota pólitískt vald til að hefta hana og bæta hlut- skipti þeirra sem minnst mega sín, þá ættum við ekki síður að horfast í augu við umhverfi okkar og hringja varnaðarbjöllum, áður en það er um seinan. íslenskt þjóðfélag er stétt- laust, að vísu - enn sem komið er. En á hvaða leið erum við? Væri ekki ástæða til að íhuga það? Það eru fleiri hættur en ísöld sem hafa dauðann í för með sér. Sálardauði fátæks fólks er eins konar frostkuldi í sólríkum vel- ferðarríkjum nútímans. í því sambandi má geta þess að meira en milljarður manna á jörðinni hefur minni árstekjur en sem svarar 25 þúsund íslenzkum krónum og þá er það einnig athyglisvert að Bandaríkjamenn, sem eru 5% jarðarbúa, neyta helmings allrar kókaínframleiðslu í heiminum en það er al- kunna og öllum ljóst að fíkniefni eru mesti vá- gestur vestrænna ríkja. í fyrrnefndri tímaritsgrein er þess getið að margir Bandaríkjamenn hafi komizt í álnir á nýliðnum áratug og raunar sé efnahagsleg geta þjóðarinnar undraverð. Frá 1970 hafi meðalhúsnæði tvöfaldazt. Rúm 60% heimila í Bandaríkjunum eigi nú tvo bíla miðað við tæplega 30% fyrir 30 árum og telgur þeirra 20% þjóðarinnar sem eru á botninum hafa aukizt talsvert frá 1993 og raunar hefur bilið milli ríkra og þeirra sem fátækir eru minnkað dálítið á þessu árabili. Samt er þetta bil gríð- arlegt áhyggjuefni margra þar vestra. Það veldur óánægju, gremju sem gæti brotizt út hvenær sem er - og þá með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir samfélagið. Það er einnig hollt fyrir þá sem ríkir eru og hafa verzlun og viðskipti í höndum sínum að líta til þess, að verzlun eykst ekki þar sem fátæku fólki fjölg- ar. Aukin verzlun fylgir betri afkomu fólksins. í Bandaríkjunum fara tveir þriðjuhlutar fjár- magnsins um hendur neytenda. í því liggur auðvitað vald þeirra. Við skulum ekki gleyma því að Bandaríkin eru byggð upp á jafnræðis- hugmyndum, ekki síður en okkar þjóðfélag. Tocqueville, hinn franski, sagði eftir heim- sókn sína vestur þangað 1831 að ekkert hefði vakið eins mikla athygli hans og jafnræði fólksins þar í landi. Bandaríkjamenn fóru ekki að óttast stéttamismun fyrr en á síðustu öld. Auðjöfnun og þekkingar- samfélagið ÞRÓUNIN HEFUR ekki orðið ósvipuð hér heima því tekjur juk- ust hratt upp úr heimsstyrjöld - og þá ekki sízt tekjur hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. Hér í Morgunblaðinu var á sínum tíma prédikuð efnahagsstefna sem var ekki sízt fólgin í eflingu almenningshlutafélaga og við kölluðum stundum auðjöfnun upp á við! Það var að vísu í gamni gert, en þó lá mikilvæg al- vara á bak við þessi orð. Sumir höfðu þessi vígorð í flimtingum, eins og réttlætið síðar í sambandi við gjafakvótann; aðrir lögðu koll- húfur. En þessi stefna blaðsins var ekki fólgin í því að boðuð væri auðsöfnun fárra, heldur sem flestra. Þessi stefna hefur að mörgu leyti þróazt ágætlega með okkur, en hefði þó mátt leiða til meiri jafnaðar. Og það var aldrei til- gangur hennar að fáir útvaldir gætu lagt und- ir sig mikinn auð í skjóli þessara vígorða. En þróun slðustu missera hefur sýnt að þeir sem hafa handa á milli það sem úrslitum ræður, peninga, auðmagnið, geta nýtt þessa fjármuni til meiri auðsöfnunar en þekkzt hefur í þessu þjóðfélagi frá fyrstu tíð. Það var aldrei markmið, hvorki Morgunblaðsins né Sjálf- stæðisflokksins ef því er að skipta, en þó virð- ast ýmsir þeirrar skoðunar að þetta sé æski- leg þróun, þótt hún sé harla tvíbent. Og gæti haft ögrandi hættur í för með sér. Sumir full- yrða að þessi græðgi, eða hömlulausa óhóf, sé hin eina, sanna frjálshyggja, en það er rangt. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvemig vísinda- og þekkingarsamfélag fram- tíðarinnar tekur á þessum málum; hvort hug- búnaðarvísindin eiga eftir að skapa meira jafnræði í þjóðfélaginu og þar með meira rétt- læti eða hvort leiðin liggur inn í hin þi-öngu húsakynni örfárra auðkýfinga. I því sam- bandi má geta þess að 75% Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar, samkvæmt nýlegri Harris-könnun, að gæðum hinnar nýju efna- hagsstefnu hafi verið misskipt; þ.e.a.s. að hlutur þeirra sem minna mega sín hafi ekki orðið sá sem efni stóðu til. Um þetta gætum við einnig hugsað, nú þegar viðmiðunin er ekki lengur milljónir, heldur milljarðar. En þessir milljarðar eru ekki í bankabókum fámennustu stétta lands- ins, þeirra sem hafa orðið undir í h'fsbarátt- unni; þeirra sem hafa svo lítið atkvæðamagn á bak við sig, að þeir eiga eiginlega enga for- svarsmenn eins og áður var. AÐ LOKUM OG í tengslum við síðasta Reykjavíkm-bréf má f — svo nefna erindi sem felaglð þingmaðurinn Tómas I. Olrich hélt á ráð- stefnunni UT-2000, en hún fjallaði um upp- lýsingatækni og samfélagið og var haldin á vegum Háskólans í Reykjavík undir vígorð- unum Virkjum netið í námi. Erindi þingmannsins heitir Tækni og menning. Þingmaðurinn benti á að það væri úbreidd- ur misskilningur að Islendingar væru nú fyrst að kynnast upplýsingabyltingu í sögu sinni. Upplýsingabylting hin fyrri hafi átt rætur í þjóðveldinu, þegar ritaðar heimildir tóku við af munnlegri geymd. Þegar samfé- lagið hóf þessa starfsemi og tók að skrá heim- ildir á 11., 12. öld voru þær að því er virtist rit- aðar átaka- og ágreiningslaust á þjóðtungunni, en ekki á alþjóðlegu máli lög- fræði, vísinda og lista, sem á þeim tíma var latína. Sú upplýsingabylting sem annars stað- ar í Evrópu var samfara útbreiðslu alþjóðlegs máls varð hér að þjóðlegri þróun, án þess hægt sé að færa rök fyrir því að það hafi veikt þennan feril hér á landi. Þvert á móti urðu til við þessa sérstöku, íslensku leið meiri verð- mæti á alþjóðlegan mælikvarða en þessari þjóð hefur tekizt að skapa æ síðan. Grundvall- arforsendur þessa hafi verið þær að þjóð- tungan byggi yfir stöðugleika, festu og ná- kvæmni en byði jafnframt uppá sveigjanlegan tjáningarmáta sem hafi að minnsta kosti verið sambærilegur eða sterk- ari en sveigjanleiki latínunnar. Þá hafi sjálfs- traust þurft að vera óbilað og sjálfsmynd í lagi en hún sé m.a. fólgin í því að engum hafi dottið í hug að telja Heimskringlu merkilega Upplýsinga- tækni oer sam- Á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Ásdís bók miðað við höfðatölu. Slíkur samanburður hafi fylgt 20. öldinni. Þá hefði þjóðin ekki markað sér sérstöðu á miðöldum ef hér hefði þrifizt lénsbundið landbúnaðarþjóðfélag með þeim sjóndeildarhring sem atvinnu- og átt- hagafjötrum fylgdi. „Þess. í stað var veruleg hreyfing á Islendingum þjóðveldistímans, þeir þekktu eða höfðu spurnir af stærri land- svæðum og menningarheimum en flestir aðr- ir Evrópubúar, lifðu á mótum ólíkra menning- arheima og voru opnir fyrir breytingum og nýjungagjamir.“ Þetta má til sanns vegar færa og einnig þá fullyrðingu að þjóðin hafi „þroskað með sér tvöfalda ratvísi, sem mark- aðist í senn af fastheldni og frumleika". Hún hafi á mótsagnakenndan hátt verið tvíátta án þess vera áttavillt. Sköpunarmátturinn hafi átt rætur að rekja til andstæðna, þ.e. íhalds- semi og festu annars vegar, og nýjungagirni og frjálslyndis hins vegar. Vonandi verða þessar andstæður okkur ekki að falli, heldur til menningarauka eins og verið hefur. „Það sem mér er efst í huga er hvort við tökumst á við þessa upplýsingabyltingu sem menn, eða sem korktappar sem berast með óviðráðan- legum straumi; hvort við höfum nú, eins og fyrir eitt þúsund árum, valkosti um örlög okk- ar eða hvort við verðum reknir eftir vellinum sem hverjir aðrir leiksoppar; hvort við verð- um þátttakendur eða viðtakendur; hvort við mörkum okkur sérstöðu eða göngum í spor annarra." Allt má þetta án efa til sanns vegar færa, en til þess að nú takist jafnvel til og áður verður þróunin að vera í rétta átt. „Lénsbundið" landbúnaðarþjóðfélag getur birzt í ýmsum myndum, það þarf ekki að koma landbúnaði neitt við. Það gæti t.a.m. verið „lénsbundið“ kvótaveldi sem yrði forsenda mikillar stétta- skiptingar og fjármagnstilfærslu. Ef fyrr- nefnd orð þingmannsins gilda um fortíðina, þá hljóta þau einnig að eiga við um okkar tíma - og ættu þingmenn, þeir sem hafa þessa þró- un í hendi sér, ekki sízt að íhuga það. Samskipta- hafnú- tímans ASTÆÐA ER TIL að Ijúka þessu Reykj avíkurbréfi með tilvitnun í loka- kafla Tómasar I. 01- rich. Hann fjallar öðrum þræði um aðalefni þess, tunguna og framtíð hennar, og fullkomin ástæða til að taka undir trú þingmannsins á framtíð ís- lenzkrar menningar, en umfram allt „verð- um við að gæta að þætti tungumálsins": „Margir trúa því að hraði upplýsingaald- arinnar leiði ekki aðeins til alheimsviðskipta- kerfis og samruna þjóðfélaga, heldur og til alheimstungumáls. Þar með verði útrýmt smáum málsvæðum, og sérstöðu þjóðlegra menningarsvæða. Þeim, sem ekki fylgjast með hinum hraða straumi, verði skolað á land sem léttavöru eða þeir sökkvi eins og steinar. Það sækir að okkur sterk nútíma al- þjóðleg örlagahyggja. Margir af áköfustu spámönnum upplýsingasamfélagsins boða slíka örlagahyggju af kappi. Ég deili hins vegar ekki þessari framtíðar- sýn örlagahyggjunnar. Ég tel að upplýsinga- byltingin og tæknin sem hún byggist á bjóði stóra valkosti og skapi nú ekki síður en áður mikla möguleika fyrir hina smáu og dreifðu. Hugsanlegt er að hún skapi þeim fáu og smáu jafnvel meiri möguleika en þeim hafa áður boðist. Aldrei hafa verið til fleiri kostir til að vinna úr og gera aðgengilegri fyrir hvern sem er þau verðmæti þjóðarinnar, sem hún hefur skapað á liðnum öldum, sem hún skapar nú og mun leggja fram á ókomn- um árum. Á þeim tiltölulega stutta tíma sem við höfum tileinkað okkur upplýsingatækn- ina finnst mér íslenskt samfélag hafa styrkst til muna. Er þar bæði átt við smæðina og þjóðlegheitin. Má ég minna á að menntanetið varð til á Kópaskeri. Má ég minna á að ætt- fræðigrunnar íslendinga, sem lengi þóttu tákn fyrir afdalamennsku, eru nú forsenda fyrir framförum í erfðafræði og læknisfræði og uppspretta mikilla verðmæta í ferðaþjón- ustu. Netið er samskiptatæki. íslendingar hafa alltaf þrifist best þegar samskipti þeirra við aðrar þjóðir hafa verið mest. Hafið var sam- skiptavettvangur norrænna manna á miðöld- um og þeir spunnu net sem náði um alla Evrópu og til Ameríku. íslendingar voru með undarlegum hætti í þessu hafi miðju. I dag eru fjarskiptin og rafrásirnar sam- skiptahaf nútímans. Og við erum í miðju hafsins. Við getum blómstrað nú sem áður. Til þess þurfa að liggja nokkrar grundvallarforsend- ur. Við þurfum að ferðast mikið og menntast víða. Við þurfum að vera nýjungagjarnir og íhaldssamir í senn, heimalningar og heims- menn. Við þurfum að vera full sjálfstrausts. Og við þurfum að trúa á framtíð íslenskrar menningar. En umfram allt verðum við að gæta að þætti tungumálsins. Við vitum að þjóðtungan býr yfir þessari undarlegu blöndu formfestu og sveigjanleika, sem þarf til að laga sig að nýjum aðstæðum. Tungan og netið er í raun hið ögrandi viðfangsefni. Þótt netið rjúfi einangrun getur það líka ver- ið uppskrift að einangrun. Netið lýtur eigin lögmálum. Eitt af þeim er afskiptaleysið. Tungan þrífst ekki og hefur aldrei þrifist við tómlæti. Nýju samskiptabrautirnar eru ás- korun: það mun reyna á hæfileika okkar til að nota þessar brautir til að efla tunguna. Því allt sem við höfum að segja heiminum er á henni byggt. Það mun reyna á hæfileika okk- ar og trú. Og trúin er máttugri en tæknin." Sumir fiillyrða að þessi græðgi, eða hömlulausa óhóf, sé hin eina, sanna frjálshyggja, en það er rangt. +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.