Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GROA BJARNFRIÐ-
IJR PÉTURSDÓTTIR
+ Gróa fæddist á
Bjarnastöðum í
Reykjafjarðar-
hreppi við Isafjarð-
ardjúp 29. ágúst
1917. Hún lést 13.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Pétur Pálsson
bóndi, f. 11. febrúar
1886 á Prestbakka í
Strandasýslu, d. 4.
maí 1966 og önnur
kona hans Gróa
Steinunn Ólafsdóttir
ljósmóðir f. 18. októ-
ber 1891 í Reykja-
firði. Gróa Steinunn sem ekki náði
heilsu eftir fæðingu fyrsta barns
síns lést 13. desember 1917 á
Bjarnastöðum um þremur mánuð-
um eftir fæðingu Gróu Bjarnfríð-
ar sem bar nafn móð-
ur sinnar og fyrri
konu Péturs á Bjarn-
astöðum, Bjarnfríðar
K Gísladóttur. For-
eldrar Péturs voru
Páll Ólafsson, próf-
astur í Vatnsfirði og
kona hans Arndís Pét-
ursdóttir Eggerz en
móðurforeldrar voru
þau Ólafur Jónsson,
bóndi í Reykjafirði og
kona hans Evlalía
Sigríður Krisljáns-
dóttir. Gróa Bjarn-
fríður ólst upp hjá
móðurafa sínum og ömmu í
Reykjafirði en þau höfðu sótt hvít-
voðunginn á sleða yfir ísilagt Isa-
fjarðardjúp frostaveturinn mikla
1918 eftir lát dóttur sinnar, Gróu
Steinunnar. Gróa stundaði nám
við héraðsskólann í Reykjanesi
uns hún hleypti heimdraganum og
gekk í Húsmæðraskólann Ósk á
Isafirði. 1936 fluttist Gróa Bjarn-
fríður til Reykjavíkur og kynntist
þar eiginmanni sfnum Hjalta
Benediktssyni bifreiðastjóra og
síðar aðalvarðstjóra Slökkviliðs
Reykjavíkur, f. 2. júlí 1915 í Hafn-
arfirði, d. 2. janúar 1989. Þau
giftu sig 20. nóvember 1937
(skildu). Dætur þeirra eru; Sigríð-
ur Ruth, f. 5. aprfl 1938, Eva Ólöf,
f. 16. október 1942, og Ásta Ben-
ny, f. 9. júní 1951. Barnabörnin
eru sex og barnabarnabörn sex.
Gróa starfaði lengst af sem
matráðskona, m.a. hjá Bæjarút-
gerð Reykjavíkur, Verslunar-
skóla íslands og Strætisvögnum
Reykjavíkur en þar starfaði hún
þar til hún lét af störfum fyrir ald-
urs sakir.
Utför Gróu Bjarnfríðar verður
gerð frá Bústaðakirkju mánudag-
inn 20. mars og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku hjartans mamma mín,
besta trúnaðarvinkonan og klettur-
inn sem ávallt brotnaði á. Það eiga
eftir að verða undarlegir og innan-
tómir dagar án þín og mikið mun ég
sakna þess að við hittumst og spjöll-
um saman eins og við höfum gert
daglega nánast allt mitt líf. Það mun
alltaf verða mér fyrirmynd hversu
annt þú lést þér um annað fólk og
vildir öllum vel, innrættir mér þann-
ig hluta þinnar miklu góðvildar og
manngæsku en sagðir aldrei styggð-
aryrði um nokkurn mann. Þú, sem
lést annarra hag ætíð vera æðri þín-
um eigin, sem studdir aðra jafnvel á
þeim stundum sem þú sjálf hefðir
átt að vera þiggjandinn. Konan sem
bar sorgir sínar og þjáningar í hljóði
en veitti öðrum gleði og var mér og
öðrum fyrirmynd í allri afstöðu til
lífs og starfs.
Sú ást og umhyggja sem þú áttir í
heimahúsum fylgdi þér alla ævi og
við dætur þínar, barnabörn og aðrir
niðjar munum alla tíð njóta þess að
hafa átt þig að og notið umhyggju
þinnar og ástar.
Erfitt er með fátæklegum orðum
að segja fyllilega frá hversu mikla
hlýju móðir mín bar til samferða-
fólks síns og þá ekki síst systkina
sinna og frændfólks. Framar öllu
var þó ástin á Evlalíu og Olafi, ömm-
unni og afanum sem tóku hana ný-
fædda að sér og ólu upp í umhyggju
og ást og kenndu að trúa og treysta
Guði og Kristi. Móðir mín hafði í far-
areyri þá óbilandi trú sem enginn
öðlast nema sá sem alinn hefur verið
upp í fullvissunni um eilíft líf í faðmi
Drottins og sú trú fleytti henni í
gegnum marga þá hildi sem aðrir
hefðu bugast undan.
Elsku mamma mín, að leiðarlok-
um langar mig til að aðrir fái að
njóta afmælisgjafar sem amma þín
Evlalía færði þér að gjöf tólf ára
gamalli og lýsir líklega betur en allt
annað hvert þú sóttir þína bestu
kosti og hversu mikillar ástar þú
varst aðnjótandi. Það kemur líka vel
heim við það sem þú sagðir oft að
dýrustu gjafirnar kostuðu ekkert.
Þessa gjöf varðveittir þú í rúm sjötíu
ár og hún er enn jafn dýr og fögur
og daginn sem hún var þér gefin.
Frá ömmu til Gróu Pétursdóttur,
29. ágúst 1929.
Fyrst enn þitt unga hjarta
á æskusól í heiði,
égvonaaðvoninbjarta
á veg þinn rósir breiði.
Þótt til sé undiralda
og augað stundum gráti
ei harmdögg heimsins kalda
í hel þær frjósa láti.
Og trúarljósið ljúfa
æ lát þitt hjarta geyma,
það skal öll skýin rjúfa
sem skyggja á dýrðarheima.
Það kennir oss hið æðsta
að elska Guð og biðja,
að hugsa til hins hæsta,
er hjartans besta iðja
í gleði er gott að þegja
en gremjist hjartað unga
hve hart fmnst oss að heyja
við heiminn stríðið þunga.
Þá sátt og sæmd skal bjóða,
aðsigurjafnanvinni,
hið frjálsa, fagra og góða
sem felst í sálu þinni.
Ég bið að gæfan blómum þínum hlúi
og bægi öllum sorgarskúrum fjær
en ljós og vor á leiðum þínum búi
og ljómi svo þau beri aldin skær.
(Evlalía Sigríður Kristjánsdóttir.)
Með þessum ljóðlínum fylgi þér
blessun Guðs að eilífu.
Þín dóttir
Ásta Benny.
Það voru mikil forréttindi að
kynnast tengdamóður minni Gróu
Bjarnfríði Pétursdóttur enda fór þar
mikil kostakona. Þegar ég kom fyrst
inn á hennar heimili fyiir tæpum
þrjátíu árum fann ég strax að í
hennar návist var gott að vera og af
henni stafaði hlýju sem umvafði allt
er henni var kært. Ég kann henni
innilegar þakkir fyrir það sem hún
gaf mér, fyrst dóttur sína og síðar
dótturdætur og ávallt þá föiskva-
lausu ást sem allir laðast svo eðlilega
að og knýtast böndum sem aldrei
rofna. Gróa var mér alla tíð góð, ekki
einungis í þeim skilningi að hún tal-
aði fallega til mín og minna dætra og
sýndi okkur umhyggju á alla lund
heldur ekki síður í því hversu hollt
var ungum manni að þiggja af henni
ráð og ábendingar. Enginn skyldi
heldur fara í grafgötur með að í
Gróu bjó einnig firna ákveðin kona
sem lá hvorki á skoðunum sínum né
óttaðist að taka afstöðu og standa
við hana. Eftir á að hyggja fékk ég
ef til vill þá bestu gjöf frá Gróu sem
gefin verður að hún sem sannur vin-
ur minn var jafn ófeimin að segja til
vamms og að hrósa.
Gróa sem manna blíðust gat verið
kynntist hins vegar harðneskju lífs-
ins aðeins rúmlega þriggja mánaða
gömul er hún missti móður sína en
hún hafði ekki náð heilsu eftir fæð-
ingu síns eina barns. Erfitt mun nú-
tímafólki að gera sér í hugarlund
hversu mikið var á sig lagt þann
mikla frostavetur 1918 er móðurfor-
eldrar Gróu fóru á sleða yfir ísilagt
Djúpið til að sækja rétt rúmlega
þriggja mánaða stúlkubam sem þau
ákváðu að taka að sér og ala upp en
því sem hún er komin af verður ein-
mitt best lýst í því hversu dugnaður
og æðruleysi einkenndi allt viðhorf
þess og fólk sem gat framfleytt stór-
um fjölskyldum á landlitlum jörðum
Norður Isafjarðarsýslu í upphafi
þessarar aldar hlaut að hafa til að
bera harðfylgi sem ungum íslend-
ingum væri hollt að kynna sér í
miðju hóglífi nútímans.
Dugnaður og ósérhlífni voru enda
örlítill hluti allra þeirra kosta sem
Gróu prýddi. Hún var auk þess sjálf-
stæð kona í mestum og bestum
KRISTJAN
JÓAKIMSSON
+ Kristján Jóak-
imsson fæddist í
Hnífsdal 7. mars
1943. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 13. febrúar
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 22.
febrúar.
Okkur langar með
nokkrum orðum að
minnast þín kæri vin-
ur.
Þegar við fluttumst
til íslands í júlílok 1996
kynntumst við þér og kærri eigin-
konu þinni. Þið hjónin tókuð okkur
opnum örmum og hjálpuðuð okkur
að stíga fyrstu skrefin í nýju heima-
landi. Með bros á vör, hlýju og hjálp-
semi vilduð þið allt fyrir okkur gera.
Á erfiðum augnablikum, þegar
slæmar minningar úr fortíðinni
bönkuðu upp á, komst þú i heimsókn
ásamt Siggu konu þinni. Bjartsýnin
og gleðin hjá þér kom okkur til að
gleyma því liðna.
Oll þið sem voruð stuðningsfjöl-
skyldur okkar; þú, Sigga konan þín,
Lára, Bragi, Magga, Jón, Rúna og
Dóri, hafið verið okkar nýju ættingj-
ar í nýju landi. Fjölskyldan okkar
var enn í okkar gamla heimalandi og
gat ekki verið með okkur á jólum,
dýrlingadegi eða öðrum fjölskyldu-
dögum. En þið okkar nýju ættingjar
komuð heim til okkar og glöddust
með okkur. Bjartsýni, gamansemi
og hlýja einkenndi þig og þú dansað-
ir með okkur og gladdist.
Við hittum þig síðast í Reykjavík,
rétt áður en við fluttum búferlum til
Reykjavíkur. .Þá fórum við í heim-
sókn heim til þín og Siggu. Eins og
alltaf tókuð þið vel á móti okkur. Við
töluðum um heima og geima og alltaf
var sami galsinn í þér. Eftir heim-
sóknina vorum við svo viss um að þér
myndi batna. En því miður hafði
sjúkdómurinn yfirhöndina.
Elsku Stjáni, við söknum þín sárt.
Við viljum fá að þakka þér fyrir allan
þann tíma sem við áttum með þér og
fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir okkur.
Elsku Sigga okkar
og börn, við sendum
ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur og
biðjum um styrk ykkur
til handa.
Schally Nebojsa,
Vesna og dætur.
Okkur vinina, Leif
Halldórsson og Braga
Olafsson, langar til að
kveðja okkar góða vin
með nokkrum orðum
en það er sárt að kveðja svo góðan
dreng, því hann var einn af þeim fáu
mönnum sem var alla tíð vinur vina
sinna á meðan hann lifði. Við kynnt-
umst fyrst allir þrír í unglingaskóla
á Reykjanesi við Isafjarðardjúp.
Skólinn hentaði okkur vel, byrjaði
ekki fyrr en eftir áramót, en við vor-
um allir orðnir fullgildir sjómenn
þótt ungir værum og gátum því klár-
að haustvertíðina áður en við fórum í
Nesið.
Einu sinni sem oftar þegar ég
heimsótti Stjána eftir að hann veikt-
ist var hann of slappur til að fara
fram úr svo ég fór bara upp í til hans
og þar voru málin rædd. Það er
skrítið svona eftir á, en það er eins
og öll æfin hafi runnið í gegn þarna
uppi í rúmi. Við vorum sammála um
að tíminn í Nesinu hefði verið sá
skemmtilegasti enda við ungir og
hraustir en alvara lífsins ekki tekin
við. Hann vissi hvert stefndi og tal-
aði um það við mig eins og ekkert
væri sjálfsagðara, en sagði samt;
Mikið er nú erfitt að vera svona mik-
ið lasinn, Leif minn, en mig dreymdi
pabba um daginn og hann sagði við
mig á þá leið að nú færum við að fara
saman í siglingu um Karabíska haf-
ið. Við kvöddumst í þetta skiptið
með þeim orðum að vonandi yrði
hann það hress næst þegar ég kæmi
að við gætum farið stuttan bryggju-
rúnt. Ekki var Stjáni nógu hress
næstu skiptin sem ég kom til að við
kæmumst í bryggjurúntinn, en hann
Bragi okkar var í landi næsta mán-
uðinn og þeir Stjáni komust nokkrar
stuttar ferðir á bryggjurnar í
Reykjavík og Hafnarfirði og gáfu
þær ferðir báðum mikið.
Já, okkur félögunum þótti vænt
um Reykjanesið, þar kynntumst við
og hefur aldrei borið skugga á þá
vináttu, og að sjálfsögðu kynntumst
við fullt af öðru ungu fólki og ekki er
hægt að sjá annað en þetta góða,
unga fólk hafi komist vel áfram í
gegnum lífsins ólgusjó. Oft hafa
kvöldin á heimavistinni borist í tal en
þannig var að Stjáni fékk sendan
hákarl heiman frá sér úr Hnífsdal.
Bragi fékk steinbít og lúðurikling
heiman frá Súganda og ég fékk
heimsins bestu brúnkökutertur frá
móður minni á Akranesi. Að sjálf-
sögðu voru haldnar miklar nætur-
veislur þegar þetta góss barst, en við
töldum réttilega að munnarnir væru
of margir tii að hafa þessar veislur
að degi tfl. Hvernig sem á því stóð
virtist séra Baldur Vilhelmsson,
okkar ástsæli kennari, alltaf hafa
veður af þessum veisluhöldum okkar
enda mannglöggur með afbrigðum.
Birtist hann þá allt í einu í herberg-
inu, bað okkur að hafa ekki hátt, en
tók síðan þátt í veisluhöldunum og
sagði okkur óborganiegar sögur
þess í milli. Okkur félögunum þótti
alltaf vænt um séra Baldur eftir
þetta, enda bjargaði hann okkur oft
úr klípu; þar fyrir utan þótti okkur
vænt um það, mörgum árum síðar,
þegar við komumst að því að hann
fylgdist nokk með hvernig okkur fé-
lögunum gekk í lífsbaráttunni.
Það var í þessum átveislum okkar
sem við uppgötvuðum hvað Stjáni
gat sagt skemmtilega frá, það gat
verið eitt bíó að fylgjast með honum
ef hann var í virkilegu stuði. Þá lék
hann gjarnan þá persónu sem hann
var að segja frá með miklum tilþrif-
um, en við félagarnir grétum af
hlátri. Stjáni gerði sér það stundum
að leik að koma aðeins á undan okk-
ur Braga heim á vist eftir útivistar-
tíma á kvöldin til að fylgjast með
þegar okkur var stillt upp á yfir-
steyptan hverinn til að þefa út úr
okkur, væntanlega eftir áfengis- eða
tóbakslykt, sem að sjálfsögðu aldrei
fannst, enda fór aldrei dropi af
áfengi eða sígarettureykur inn fyrir
okkar varir þennan tíma í Nesinu,
þótt hefði svo sem mátt kenna okkur
um ansi margt annað, en Stjáni hló
að öllu saman.
Við félagarnir bundumst um það
fastmælum þarna í Nesinu að hlúa
að okkar góða vinskap og fara allir
saman í Stýrimannaskólann, sem við
og gerðum. Eftir dvölina í Nesinu
fórum við með djúpbátnum út á Isa-
fjörð og þaðan fórum við Bragi með
Stjána út í Hnífsdal. Þar kynntumst
við foreldrum hans, þeim sæmdar-
hjónum Gabríelu og Jóakim. Gabrí-
ela gaf okkur heimabakað brauð og
kaffi en Jóakim fór með okkur út í
bílskúr og barði þar á rekadrumb
fyrir okkur harðfisk á meðan hann
veiddi upp úr okkur sögurnar úr
Reykjanesinu. Gabríela dó á besta
aldri en Jóakim árið 1996. Við Jóak-
im urðum miklir mátar og sýnir það
hversu gott allt þetta fólk hefur ver-
ið, því við vorum nú bara strák-
pjakkar í þessum fyrstu kynnum.
Við skemmtum okkur vel á Isafirði
þar til gamla Herðubreið kom, þá fór
hver til síns heima.
Sfldarárin skipa ævintýrasess í
huga flestra sem þar tóku þátt. Ekki
fórum við vinirnir varhluta af því.
Við leituðum ævinlega hver annan
uppi ef við lentum í landlegu eða
löndunarbið á sama stað, hvort held-
ur var á norðurlandssíldinni eða eft-
ir að hún gekk austur um. Margar
urðu sögurnar til á þessum árum og
ekki var Stjáni sístur í að setja þær í
góðan búning. Einu sinni hittumst
við vinirnir í Reykjavík eftir vertíð.
Við fórum allir þrír á Naustið, feng-
um okkur dýrindis máltíð með guða-
veigum til niðurskolunar. Þegar við
erum að verða búnir að snæða koma
tveir ungir menn, setjast skammt
frá okkur og biðja um svokallaðan
körfukjúkling sem var mjög í tísku
þá. Eitthvað þekkti Bragi annan
piltinn svo við gáfum okkur á tal við
þáum leið ogvið fórum. Ungu menn-
irnir voru að koma af sinni fyrstu
vertíð og höfðu frá mörgu að segja á
meðan þeir hámuðu í sig kjúklinginn
og þömbuðu vatn með, úr stórri skál.
Þegar annar þeirra er að ljúka við
vatnið segir Stjáni: Já, strákar mín-
ir, þetta var gott hjá ykkur að skella
ykkur á vertíð, en endemis bjánar
getið þið verið, vitið þið ekki að þið
eigið að þvo ykkur um puttana upp
úr vatninu en ekki að drekka það?
Einhverju sinni þegar við vorum í
Stýrimannaskólanum fórum við sem
oftar í kalda borðið á Borginni. Þeg-
ar við erum að fylla á diskana í ann-
arri umferð er ungur þjónn að bæta
á borðið og er greinilega hreykinn af
handbragði sínu. Þá spyr Bragi
hann ofur varfærnislega af hverju
séu aldrei svið á kalda borðinu.
Þjónninn varð ákaflega skrítinn á
svipinn og kom ekki upp nokkru
orði. Þá segir Stjáni við hann: Þetta
er allt í lagi, vinur, hann er nefnilega
frá Súgandafirði þessi og honum
finnst ekkert matur nema steinbítur
og úldin svið. Ekki fannst mér
þjónninn verða málglaðari við þetta,
hefur sennilega ekki þekkt inn á
verkunaraðferðir Súgfirðinga á svið-
um.
Við hjónin, með barnabörnin okk-
ar, erum búin að eiga nokki’ar dá-
samlegar verslunarmannahelgar
með Siggu og Stjána og Kristjáni
yngri í Reykjanesinu á síðustu árum
og eina helgina voru Bragi og Hanna
með okkur. Það er gaman að finna
hvað minningin er skýr í huga
barnabarnanna okkar ídu minnar.
Þegar Sigga og Stjáni suðu pylsur
fyrir allt liðið og Stjáni sagði þeim
sögur á sinn sérstaka hátt svo allir
veltust um af hlátri.
Við Bragi, ásamt konum okkar,
vorum staddir erlendis þegar okkar
góði vinur kvaddi þennan heim. Við
vissum að hverju stefndi en ósköp
vorum við samt litlir í okkur þegar
Sigga hringdi til okkar og lét okkur
vita. Það var nefnilega þannig með
hann Kristján, að ég held að menn
hafi orðið betri menn við að fá að
eiga hann að vini. Við Bragi, ásamt
konum okkar, fórum að sjálfsögðu
strax að leiði Kristjáns vinar okkar
þegar við komum til landsins. Það er
bjart yfir minningu Kristjáns Jóa-
kimssonar og hlýtt að minnast hans.
Hver veit hverjir eiga eftir að sigla
saman, hver veit. Við biðjum góðan
Guð að styrkja fjölskyldu Kristjáns,
Siggu og börnin, Jón, Gabríelu,
Kristján yngri og barnabörnin,
systkini Kristjáns og kveðjur til
hans mörgu, góðu vina.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnaryfir.
Leif Halldórsson, ída
Bergmann, Bragi Ólafsson,
Hansina Þórarinsdóttir.