Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 3>.
skilningi þess orðs. Hún kappkost-
aði að standa ávallt fyrir sínu og
vera ekki öðrum háð í ákvörðunum
sínum eða verða að leita til annarra
en eins og góðu fólki er einnig tamt
átti hún afar auðvelt með að leita
álits og ráða hjá þeim er hún treysti
en ákvörðunin var hennar þegar
tekin hafði verið.
Gróa var dugnaðarforkur í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur og í
starfi og leik naut hún sín best ef
hennar hluti var ekki minni en ann-
arra sem að máli komu og helst vildi
hún leggja meira til en hún sjálf
hlaut. Hún starfaði lengstan hluta
starfsævi sinnar sem matráðskona
og ekki verður ofsögum sagt hversu
auðvelt var að finna þá umhyggju
sem hún bar fyrir sínu fólki og
hversu hlýlega fyrrverandi sam-
starfsmenn hennar töluðu um hana
og til hennar. Það lýsir Gróu vel að
hvar sem ég kom og fólki var kunn-
ugt um að ég var tengdasonur henn-
ar fylgdu alltaf hlýjar óskir og
kveðjur til hennar.
Gróa var einnig kona bjargfastrar
sannfaeringar, ein þeirra sem töldu
framtíð þessa lands best borgið í
höndum félaga sinna í Sjálfstæðis-
flokknum, og var alla tíð fljót að taka
þátt í umræðum um þjóðfélagsmál
og lá hreint ekki á skoðunum sínum.
Hún tók þátt í flokkstarfi og kynnist
á langri ævi mörgu því fólki sem sett
hefur hvað mestan svip á íslenskt
þjóðlíf síðustu áratugi en ekki örlaði
þó á því að hún héldi aftur af sínum
skoðunum þó þær gengju á svig við
hinar viðteknu á hverjum tíma. Gróa
var einnig hestakona af lífí og sál og
til hestanna og hestafólks sótti hún
margar sínar bestu stundir og minn-
ingar. Mér stóð stundum nokkur
stuggur af því þegar þessi smávaxna
kona komin á áttræðisaldur lagðist í
hestaferðir um fjöll og firnindi en ég
átti þó að vita betur, tengdamóðir
mín var einfaldlega hetja og með
skap og lund sem slíkri hæfir.
Að leiðarlokum kveð ég þig, elsku
Gróa mín, með innilegustu þökkum
sem ég kann fram að færa fyrir það
allt sem þú gafst mér. Sú minning
sem lengst mun lifa verður þó alltaf
stoltið og hrifningin í svipnum sem
var er þú hélst nöfnu þinni, dóttur
minni, undir skírn. Þá var bjart yfir.
Gunnar Haraldsson.
Elsku hjartans amma mín.
Það tekur mig sárt að kveðja þig
nú fyi-ir fullt og allt en ég vissi að
þessi tími myndi koma. Þegar ég lít
til baka hugsa ég um allar þær
stundir sem við áttum saman. Eg
minnist einna helst þegar ég kom og
gisti hjá þér á Hæðargarðinum, þeg-
ar við horfðum á sjónvai'pið frameft-
ir, spiluðum og lágum upp í rúmi að
lesa blöðin. Það var alltaf svo gaman
að koma í heimsókn til þín. Að vera
hjá ömmu tengdi maður við hlýju og
gleði, ekki sakaði að þú hugsaðir
ávallt fyrir því að eiga eitthvað góm-
sætt á boðstólum.
Ég man þegar ég heimsótti þig
forðum niður á SVR. Það var alltaf
svo spennandi; að fá að hlaupa um
vagnana og rannsaka allt í kringum
þá. Einna best var svo að vita til
þess að amma var í eldhúsinu að
elda eitthvað gott. Já, amma þú
varst heimsins besti kokkur.
Ég minnist jólaboðanna heima hjá
þér á jóladag. Allir hittust og borð-
uðu hangikjöt og uppstúf en eins og
þér einni er lagið þurfti að draga þig
að borðinu og setjast hjá okkur því
þú varst stöðugt að hugsa um að öll-
um liði vel og að engan skorti neitt.
Þessa lífsspeki þína mátti sjá í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Fórnfýsi, gjafmildi, ástúð og um-
hyggja eru þau orð sem mér finnast
lýsa þér best. I mínum augum verð-
ur þú ávallt hetja. Kona sem mætti
miklu mótlæti á öllum lífsskeiðum
en gafst aldrei upp. Kona sem gaf
ómælt af sér og hugsaði ávallt um
aðra. Kona sem allir elskuðu og
dáðu.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn, elsku
amma.
Þín ömmustelpa,
Anna Sif.
Nú er elsku amma okkar farin.
Þessi góða kona lést eftir langvar-
andi veikindi á Droplaugarstöðum
hinn 13. mars.
Amma var alveg sérstaklega góð
kona og var traust og trú öllum sem
hún þekkti og vildi aldrei neinum
neitt illt. Amma hafði mjög
ákveðnar skoðanir á flestum hlutum
og lét oft gamminn geisa og gat
þjarkað við alla um pólitík og fleira.
Eg man t.d. eftir því að þegar maður
var farinn að fylgjast með fréttum
þá var oft gaman að taka afstöðu á
móti til að æsa hana upp og var þá
oft kátt í kotinu hjá henni á Hæðar-
garðinum og svo var hlegið mikið á
eftir þegar botn var kominn í málið.
Við bræðurnir munum það svo vel
hversu gott var að koma í kaffi til
ömmu, við vorum kannski á rúntin-
um og vissum ekkert hvað átti að
gera, þá var alltaf stungið uppá að
fara til ömmu í kaffi og það brást
ekki þegar drengirnir hennar komu,
þá var farið að smyrja og baka
heimsins bestu pönnukökur og hafa
fyrir manni eins og henni einni var
lagið og hún var svo góð í.
Sólin er hnigin,
sestbakviðskýin.
Og ég hugsa til þín næturlangt.
Baráttuknúin.
Boðinogbúin,
tókst mig upp á þína arma á ögurstundu.
Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín.
Hve oft þau hughreystu mig orðin þín.
Studdir við bakið.
Stóðstmeðmérallaleið.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Ogégeignaþér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Amma var mjög hvetjandi mann-
eskja og hvatti okkur alltaf til dáða
og þegar eitthvað bjátaði á, þá fór
maður til ömmu og hún stappaði í
mann stálinu enda var hún sjálf mik-
il kjamorkukona og mikill dugnað-
arforkur.
Hver man ekki eftir jóladags-
hangikjötinu þegar öll fjölskyldan
kom og safnaðist saman í litlu íbúð-
inni hennar ömmu í Hæðargarði.
Þar var nú líf og fjör og upp á mörgu
bryddað.
Amma var mikil hestamanneskja
og fór margar hestaferðir upp á há-
lendið.
Amma talaði oft um hana Tinnu
sína sem var hryssa sem hún átti í
mörg ár og þegar hún dó tók hún
það mjög nærri sér enda elskaði hún
öll dýr sem og allt fólk.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku amma okkar, farðu í friði til
himna til að vaka yfir okkur öllum,
dætrum þínum og barnabörnum og
tengdabömum og barnabarnabörn-
um.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma og Asta Benný og fjölskylda
og Sigríður Ruth, ykkur sendum við
samúðarkveðjur og megi guð blessa
ykkur og friður ríkja um alla fram-
tíð.
Kveðja.
Hjalti Þór Þorkelsson, Guðrún
Ármannsdóttir, Eva Ólöf
HjalÞidóttir, Rebekka Lind
Hjaltadóttir, _ Hjörný Eik
Hjaltadóttir. Óskar Þorkels-
son, Benidikt Góar Óskarsson,
Andrea Rós Óskarsdóttir, Eg-
ill Örn Óskarsson. Þorkell
Þorkelsson, Ingibjörg Soffia
Osmo, Marteinn Þorkelsson,
Ásta M. Róbertsdóttir, Guð-
iaugur V. Pálsson.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
semenginnívökusér.
(Davíð Stef.)
Þetta eru mín hinstu orð til þín,
amma mín. Þú hefur gengið í gegn-
um marga eldana og ávallt komið
heil út. Að vita það að þú munt
aldrei aftur taka utan um mig og
rugga mér eða hita grjónagrautinn
þinn sem mér fannst alltaf svo góð-
ur, syrgir mig mjög. En ég veit að
þér líður mun betur nú en þér hefur
liðið. Ég veit að þú ert í himnaríki,
Guði og englunum hjá, lítandi niður
til mín og passar hvert einasta spor
sem ég stíg.
Þú vissir alltaf hvernig mér leið
og skildir mig alltaf en ég vissi
aldrei hvernig þér leið. Með tár í
augum og eina bæn í brjósti óska ég
þér góðrar ferðar og dvalar í ríki
Guðs.
Þín litla ömmustelpa,
Gróa Björg Gunnarsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt
(Þórunn Sig.)
Við viljum minnast Gróu Péturs-
dóttur, systur okkar, sem andaðist
11. mars sl. Hún fæddist í Reykja-
firði við Isafjarðardjúp, en móðir
hennar lést er hún var aðeins 2ja
daga gömul. Hún ólst upp hjá móð-
urforeldrum sínum og naut þar mik-
ils ástríkis í faðmi stórfjölskyldunn-
ar. Gróa kom oft yfir til okkar í
Hafnadal, þar sem pabbi bjó, og
dvaldi á sumrin. Okkur þótti mjög
gaman þegar hún kom, svo glæsileg
og bar með sér framandi blæ. Hún
hafði mikinn áhuga á hestum og
stundaði hestamennsku fram á efri
ár. Fór hún í margar hestaferðir um
hálendið og átti þannig ýmsar
ánægjustundir.
Um tvítugt flutti Gróa til Reykja-
víkur, gifti sig og eignaðist dæturn-
ar þrjár. Ruth, sú elsta, er þroska-
heft og annaðist Gróa hana heima af
mikilli þrautseigju þangað til hún
fluttist á stofnun er hún var komin
undir þrítugt. Það var ánægjulegt að
koma til Gróu. Hún bjó sér og sínum
glæsilegt heimili og var höfðingi
heim að sækja. Hún var hjartahlý en
hreinskiptin og hikaði ekki við að
segja það sem henni bjó í brjósti.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlut-
unum og mikinn áhuga á þjóðmál-
um.
Gróa var alla tíð mikill Djúpmað-
ur og hélt tryggð við æskustöðvam-
ar. Hún var ættrækin og lagði sig
fram um að halda systkinahópnum
saman.
Síðustu árin átti Gróa við veikindi
að stríða og dvaldist á Droplaugar-
stöðum. Naut hún þá umönnunar
dætra sinna. Sérstakt þakklæti vilj-
um við færa Ástu Benný og Gunnari
fyrir einstaka umhyggju þeirra og
natni. Við þökkum Gróu fyrir tryggð
og vináttu alla tíð og óskum henni
Guðs blessunar í nýjum heimkynn-
um
Systkinin.
Tvær eru þær konur sem okkur
systkinunum í Vonarstræti 2 finnst
hafa verið okkur nákomnastar og í
fjölskyldunni allt frá barnæsku og
uppvaxtarárum okkar.
Onnur þeirra var afasystir okkar,
Sigþrúður Pálsdóttir frá Vatnsfirði,
sem við litum á sem aðra móður, og
hin var sú sem nú er kvödd, móður-
systir okkar, Gróa Bjamfríður Pét-
ursdóttir, sem við litum á sem eldri
systur.
Gróa fæddist á Bjamastöðum við
Djúp 29. ágúst 1917, dóttir hjónanna
Péturs Pálssonar og Gróu Steinunn-
ar Ólafsdóttur frá Reykjarfirði.
Gróa móðir hennar lést þegar Gróa
var á fyrsta ári og ólst hún upp hjá
móðurforeldrum sínum, Ólafi Jóns-
syni, bónda í Reykjarfirði og Evlalíu
Kristjánsdóttur konu hans.
Gróa giftist árið 1937 Hjalta
Benediktssyni bmnaverði og eign-
uðust þau 3 dætur, Sigriði Ruth,
Evu Ólöfu og Ástu Benný, sem allar
lifa móður sína.
Gróa kom fyrst á heimili okkar
þegar hún var innan við tvítugt og
litum við systkinin æ síðan á hana
sem eina af fjölskyldunni. Alúð
hennar, trygglyndi og umhyggja
fyrir velferð okkar verður okkur æt-
íð þakkarefni.
Dætmm hennar og fjölskyldum
sendum við samúðarkveðjur.
Systkinin Vonarstræti 2,
+
Ástkær móöir okkar,
ÁSBJÖRG ÁSBJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis á
Reykjavíkurvegi 38,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 16. mars sl.
Útförin auglýst síðar.
Börnin.
Útför tengdamóður okkar, ömmu og lang-
ömmu,
ERLU JÓNÍNU EINARSDÓTTUR,
Skarðshlíð 10D,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
20. mars kl. 13.30.
Birna Guðlaug Jónsdóttir,
Jón Sigfússon,
Jón Björn, Sandra Dís
og Pétur Hrannar.
+
Útför ástkærs sambýlismanns míns, föður
okkar, fósturföður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR BERGÞÓRSSONAR,
Bogahlíð 18,
Reykjavík,
fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
20. mars kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Karitas, hjúkrunarþjónustu.
Aðalbjörg Vigfúsdóttir,
Ólafur B. Guðmundsson, Laufey S. Sigmundsdóttir,
Steingrimur Sigurjón Guðmundsson,
Bergþór Guðmundsson, Jiraporn Yuengklang,
Stefán Guðmundsson, Hlíf Ragnarsdóttír,
Halldór Guðmundsson, Guðrún Þórhallsdóttir,
Kristinn Kristinsson, Dagbjört Lára Ragnarsdóttir,
Sigríður Kristinsdóttir, Ólafur Thorshamar,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
+
Mágkona mín,
LILJA GÍSLADÓTTIR,
Kumbaravogi,
áður til heimilis á
Bræðraborgarstíg 24a,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 14. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 21. mars kl. 10.30.
Fjóla Simonardóttir.
«
+
Elskulegur bróðir okkar og vinur,
SIGURÐUR M.S. GUÐJÓNSSON
húsasmíðameistari,
Melagötu 13,
Neskaupstað,
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 20. mars kl. 14.00.
Aðstandendur.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
MARGRÉT THEODÓRSDÓTTIR,
Nestúni 4,
Hvammstanga,
verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
þriðjudaginn 21. mars kl. 14.00.
Hólmfríður Bjarnadóttir, Sævar Jónatansson,
Elísabet Bjarnadóttir, Agnar Jónsson.