Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 39>
GÍSLI
BRYNJÓLFSSON
um hans austur. Við hittumst á
Eskifirði og var þar glaumur og
gleði og Gummi skemmti sér kon-
unglega, ekki síður en við hin, þó
hann talaði sífellt um að hann væri
allt of gamall til að stunda partý, en
okkur fannst hann ekki deginum
eldri en við.
Fyrir 14 árum þegar pabbi minn
dó, hafði Gummi það á orði að nú
yrði hann að ganga okkur í föðurs-
tað, þvi við ættum margt eftir ólært!
Og svo sannarlega stóð hann við það,
fylgdist með okkur (Arabörnum) og
fannst mjög gott þegar börnin mín
kölluðu hann Gumma afa, það mun-
aði ekki svo miklu, afi eða afabróðir.
En nú er kojnið að leiðarlokum,
elsku frændi. Ég á eftir að sakna
þess mikið að heyra ekki í þér og að
þú verðir ekki til staðar með „af-
skiptasemina“ en eins og ég sagði
svo oft við þig, þá hlýtur „afskipta-
semin“ alltaf að vera afleiðing vænt-
umþykju, og því trúi ég.
Um leið og ég bið þess að Gummi
frændi hafl nú fengið frið, og vissan
um að hann eigi sér ávallt sérstakan
stað í hjörtum okkar allra, votta ég
aðstandendum innilega samúð mína.
Bergþóra Aradóttir.
Öll verðum við að sætta okkur við
að mannlegt líf endar. Og nú er Guð-
mundur Bergþórsson allur. Kynni
okkar Guðmundar, sem í minni fjöl-
skyldu var aldrei kallaður annað en
Gummi bryti, hófust fyrir 32 árum.
Við kynntumst til sjós, vorum sam-
skipa á Vatnajökli. Þegar ég réðst
þangað reynslulítill loftskeytamaður
var hann brytinn, mér eldri og
reyndari. Hann tók mér, nýliðanum
um borð, einstaklega vel og við urð-
um strax góðir vinnufélagar. Þótt
við ynnum ekki lengi saman héldum
við alltaf sambandi og vináttan
þróaðist með árunum og breyttum
aðstæðum.
Undanfarna daga hafa ótal atvik
frá samvistum liðinna ára komið
fram í hugann. Þau eiga ekki erindi
við aðra en rauði þráðurinn er sá að
alltaf var gaman að vera með
Gumma bryta, öllum fannst gott að
heimsækja hann og fá hann í heim-
sókn, jafnt börnum sem fullorðnum,
og alltaf reyndist hann okkur sannur
vinur.
Gummi bryti var léttur í lund og
skemmtilegur í umgengni. En hann
var engu að síður dulur og bar
vandamál sín ekki á torg. Hann
gerði til dæmis lítið úr veikindum
sínum og reyndi lengi vel að telja
mér trú um að þau væru alls ekki al-
varleg. Auðvitað vissum við báðir
betur, en hann vildi tala um aðra
hluti þegar við hittumst og hann
vildi ekki að aðrir hefðu af sér
áhyggjur.
Tryggð Gumma bryta var einstök
og umhyggja eins og sú sem hann
hefur alltaf sýnt mér og fjölskyldu
minni er vandfundin. Fyrir það
þakka ég þegar ég kveð kæran vin.
Aðalbjörgu og öðrum vandamönn-
um vottum við Ingunn samúð okkar
við fráfall þessa góða drengs.
Kristján Richter.
+ Gísli Brynjólfsson fæddist að
Hrafnarbjörgum á Hvalfjarð-
arströnd 5. ágúst 1906. Ilann lést
á Sjúkrahúsi Akraness 3. mars
síðastliðinn og fór útför hans fram
frá Saurbæjarkirkju á Hvalfjarð-
arströnd 10. mars.
Fljótlega eftir að pabbi kom að
Höfða tók ég upp þann sið að hringja
til hans kl. 14 á sunnudögum. Við
höfðum alltaf um nóg að spjalla, oftast
um gamla tímann en oft var það líka
eitthvað sem var í umræðunni daginn
þann.
Hann gat frætt mig um ýmislegt
varðandi sveitamál en minna þóttist
hann vita um ættfræði. Stundum var
það þannig samt að næsta sunnudag
kom það sem ég hafði verið að spyrja
hann um helgina áður. Pabbi gat verið
svolítið sposkur, eins og þegai- ég
heim sótti hann í október 1998 og við
mættum eldri konum á ganginum. Þá
sagði pabbi: „Þetta er Bragi sonur
minn, hann er á sjötugsaldri!“ Sumt
af því sem ég læt hér flakka eru minn-
ingabrot frá þessum samtölum.
Ekki voru þeir háu í loftinu
Hrafnabjargarbræður þegar þefr
fóra að hjálpa til við bústörfin, þeir
mjólkuðu kýrnar sem heyrði til
kvennastarfa á þeim tíma. Þeir tóku
þátt í eldhússtörfunum og lærðu að
prjóna.
Þefr þóttu snemma frakkir og
framagjarnir. Þefr tóku þátt í öllu því
félagslífi sem þá var að hafa stofnuðu
ungmennafélag, þar vora haldnir
málfundir leikið og skemmt sér á
þefrrar tíðai- máta. Veturna 1927-
1929 er hann í Bændaskólanum á
Hvanneyri og fékk hæstu einkunn
báða vetuma. Pabbi hafði gaman af
hvers konar íþróttum, hann tók þátt í
víðavangshlaupum IR á sumardaginn
fyrsta og náði að minnsta kosti tvisvar
í verðlaunasæti.
A kreppuáranum réðust þeir bræð-
m- í að kaupa jörð. Ungh- og áræðnir,
sagði pabbi einhverntíma. En hafa
áreiðanlega verið búnir að öngla ein-
hverju saman í útborgun. Honum
þótti mikil óráðsía á unga fólkinu í dag
að kaupa allt í skuld og ætla að borga
allt seinna. Þetta var árið 1934.
Miðsandur var lítil auðveld jörð
nýbyggt íbúðarhús og uppi í Miðsan-
dsgilinu var lítil vatnsaflsrafstöð sem
gaf af sér nóg rafmagn til eldunai- og
ijósa. Fyrstu árin höfðu þefr ráðskon-
ur en þeim hélst illa á þeim og sagt er
að flestar hafi þær orðið húsmæður í
sveitinni.
Pabbi lauk því þessu ráðskonu-
standi með því að ná sér í konu. Það
var Sigríður Jónsdóttfr, dóttfr Jóns
hreppstjóra á Geitabergi. Á þessum
áram var vegurinn um Hvalfjörð
heldur bágborinn víða lá hann um
fjörarnai' og þurfti því að sæta sjávar-
falla. Var oft gestkvæmt á Miðsandi
af þeim sökum enda stóð bærinn við
veginn.
Stríðið braust út 1939 og fljótlega
eftir hemám komst sá kvittur á kreik
að Hvalfjörður læjgi einkar vel við
sem skipalægi. A Litlasandi var
byggð olíubirgðastöð, ég tek það fram
að það vora Bandaríkjamenn sem
reistu stöðina því Bretar höfðu hvorki
tæki né mannafla í þessa fram-
kvæmd. Það hefur ranglega verið
sagt frá því á prenti að þarna hafi
Bretar verið að verki og var pabbi
margbúinn að biðja mig og fleiri að
leiðrétta það.
Herinn byggði á Miðsandstúninu
1941. Fjölskyldan er þama öll fyrst í
stað, sambýlið við herinn var gott, þó
man ég eftir því að stundum vora þeir
með skotæfingar. Eitt sinn fór pabbi
um haustið að gá að fé, þá byrjuðu
skipin að skjóta sem aldrei fyrr, pabbi
sagði mér að þrítugasta hvert skot
hefði verið rauðglóandi svo hann gat
fylgst með hve þetta fór langt frá hon-
um. Heima í stofu biðum við mamma
og sáum þessi ósköp. Eitt sinn var
okkur boðið í mat um borð í norskt
skip, ég man óljóst eftir þessu vegna
þess hve það var hátt niður í skipsbát-
inn.
Pabbi hætti búskap fór að vinna hjá
hernum. Þar vann hann aðallega við
smíðar. Þá var mamma með okkur
krakkana á Geitabergi.
Árið 1943 kaupir pabbi Eystra-
Súlunes og við flytjum þangað um
vorið. Þetta vora áreiðanlega stóra
mistökin í þeirra búskap.
Sveitin svöl og vindasöm, illa upp-
hitað íbúðarhús, ekkert félagslíf. Vor-
ið eftir var aftur pakkað saman.
Nú var byggt lítið timburhús á
Hrafnabjörgum. Við voram þar í sam-
býli með Guðmundi bróður pabba og
Lára konu hans og svo var þar gamla
fólkið afi og amma og hann Teitur
uppeldisbróðir afa.
Mér leið vel þama enda fór ég alltaf
að Hrafnabjörgum þegar ég gat eftir
að við fluttum að Miðsandi.
Aftur sótti pabbi vinnu til hersins.
Um haustið fæðist Einar.
Næsta vor fluttum við aftur að
Miðsandi, allt var gjörbreytt, það
vora braggar á öllu túninu alveg upp
að húsinu. Þetta var samt gott sam-
býli. Á þessum áram lifum við senni-
lega bestu árin okkar pabbi kaupir bfl
og dráttarvél og heimilistæki hvers
konar. Þarna vora leiktækifæri slík
að börnum í dag þætti það hálfa nóg. I
fjöranni vora innrásarprammar.
Þarna voram við krakkarnir heila og
hálfa dagana.
Nú kemm’ að þeim áram sem allfr
þekkja. Hvalstöðin er byggð, það er
skorinn hvalur og herinn kemur aftur
1951. Nóg var nú komið. Pabbi var
búinn að rækta töluverða túnbletti og
kominn með einar 10 kýr en nú kemur
sem sagt aftur her og aftur byggir
hann á túninu hans pabba. Nú heldur
áreiðanlega einhver að pabbi hafi ver-
ið hemámsandstæðingur en það var
hann ekki. Við urðum að hypja okkur
og ég hvarf úr fjöranni í Hvalfirðinum
upp í afdal þar sem var ekki einu sinni
vegur.
Ný reynsla var að fara með mjólk-
ina á hestvagni á sumrin og á sleða á
veturna.
Það var líka viss reynsla að kynnast
Grímsá. Éghef alltaf borið mikla virð-
ingu fyrir henni og hún sýnt okkur
fyllstu kurteisi. Við þui'ftum oft að
fara yfir hana í vexti en þá vildi pabbi
alltaf fai’a sjálfur með mjólkina. En
stundum var Grímsá alveg ófær og
ekki varð yfir hana farið. Þá var ekki
önnur leið en fara inn að Oddsstöðum.
Þá var farið inn Gullberastaðamelana
neðan túns á Gullberastöðum og veg-
leysu yfir blautai- mýrar og keldur
uns kom á veginn hjá Oddsstöðum, og
þai- var beðið eftir mjólkurbflnum.
Þessi leið var farin allan veturinn
meðan þessi vegleysa hélst.
Árið 1958 er pabbi kosinn oddviti
og 1963 kemst Lundur í vegasam-
band. Eins hef ég ekki getið í lífs-
hlaupi pabba. Það er tónlistin. Ég
man óljóst eftir því þegar ég var pínu-
lítill að það komu menn heim og stóðu
í kringum orgelið og sungu. Pabbi
söng líka í kirkjukórnum í Sam'bæ.
Þegar ég man fyrst eftfr mér var Þor-
valdur bróðir pabba organisti og hinir
bræðurnfr Eyjólfur, Guðmundur og
pabbi sungu. Þegar við komum að
Lundi var enginn organisti en prestur
gekk á milli altaris og orgels eftir því
hvort söfnuðurinn átti að syngja eða
prestur að tóna. Þetta ástand fannst
pabba óviðunandi og fór að rifja upp
það sem hann hafði lært sennilega
þegar hann var 14 ára hjá Bjama á
Geitabergi föður Steinunnar ömmu
minnar. Frá þessum tíma vai- pabbi
organisti og söngstjóri í Lundar-
kirkju. Mikið félagslíf var í kringum
kirkjukórinn, og nefni ég þar þorra-
blótin. Þá kom oft einhver utanað-
komandi söngstjóri og hélt námskeið
seinni pai-t vetrar sem endaði með
söngmóti allra kirkjukóranna í próf-
astdæminu. Þama var pabbi í essinu
sínu. Stundum tóku þau litlu bömin
með og á kvöldin sváfu þau oft á
leiksviðinu meðan sungið var. Það
kom fyrir að allur dagurinn færi í
sönginn og þá kom pabbi rétt heim til
að mjólka kýrnar. Ékki er ég viss um
að ég hafi alltaf hitt á réttu tugguna á
þessum tíma. En þær tóku alltaf við- '
bragð þegar hann kom. Þær fengu
líka oft aukatuggu meðan hann mjólk-
aði. Sennilega hefur pabbi verið org-
anisti í Lundarkirkju fi-amundir 1970.
En þá er ég fluttur suður en þeir sem
ekki fóra og þeir sem á eftir komu sjá
um að segja frá því. Ég hef reynt að
stikla á því helsta sem pabbi gekk í
gegnum á sinni löngu ævi. Hann fór
sáttur, en einhverju sinni rétt fyrir
jólin sagði hann: „Ég er hræddur um
að ég hafi gleymst héma. Pabbi enn-
þá geng ég að símanum kl. 14 á
sunnudögum. Blessuð sé minning þín.
Þinn sonur,
Bragi.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugi'ein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
. Við birtingu afmælisgi'eina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfm Word og Wordperfect
einnig auðveld í úivinnslu.
t
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar kæra
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ANDRÉSAR PÉTURSSONAR
rennismiðs,
Stuðlaseli 18, Reykjavík,
áður Njörvasundi 29.
Hjartans þakkir til ykkar sem önnuðust hann í
veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Björk Andrésdóttir,
Pétur Önundur Andrésson,
Ólöf Adda Sveinsdóttir,
Sigurður Rúnar Sveinsson,
Bjarki Már Sveinsson,
Magnfríður Ólöf Pétursdóttir,
Steinunn Lilja Pétursdóttir,
Elísabet María Pétursdóttir,
Anna Aðalsteinsdóttir,
Auðrún Aðalsteinsdóttir,
Sveindís Lea Pétursdóttir,
Andrea Björk Pétursdóttir.
Aðalsteinn Viðar Júlíusson,
Kristín Stefánsdóttir,
Pétur Björn Guðmundsson,
Hildur Björns Vernudóttir,
Trausti Þór Traustason,
Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og ómetanlega vináttu við andlát og útför
elskulegs sonar okkar, bróður og barnabarns,
JÓNS GUNNARS GUNNARSSONAR,
Leiðhömrum 38.
Gunnar Stígsson, Jónína Þórarinsdóttir,
Þóranna Helga Gunnarsdóttir,
Bjarki Hrafn Gunnarsson,
l'ris Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnar Ragnarsson,
Þórarinn Sæbjörnsson,
Ingibjörg Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför
HJALTA ÓLAFSSONAR
frá Berunesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýlegt
viðmót.
Aldís Hjaltadóttir, Eysteinn Pétursson,
Sigurður Hjaltason,
Ólafur Hjaltason,
barnabörn og langafabarn.
Lokað
Verkstæðið verður lokað mánudaginn
ÞÓRUNNAR EGILSDÓTTUR.
20. mars vegna útfarar
Bólstrun Ásgríms,
Bergstaðastræti 2.