Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
Ditvíð I ngcr ólafiir'
Vtfararstj. Útfararstj. . Útfararstj. í
LÍKKISTUVINNUSTÓFÁ
EYVTNDAR ÁRNASONAR I
WMýf 1899
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tiiefni.
Gjafavörur.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blámabáðin
öauSskom
v/ Trossvo0sl<i»*l<jMga»‘ð
Sími: 554 0500
SIGURÐUR MAGNUS
SVAN GUÐJÓNSSON
+ Sigurður Magn-
ús Svan Guðjóns-
son fæddist í Nes-
kaupstað 28. des-
ember 1908. Hann
lést í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 13. mars
siðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guðrún
Sigurveig Sigurðar-
dóttir, f. 6. nóvember
1888,og Guðjón Sím-
onarson, f. 10. sept-
ember 1877. Systkini
Sigurðar voru:
Ágúst látinn, Sigríð-
ur látin, Jóhannes látinn, Bjarni,
Guðveig látin, Gunnar, Símon,
Halldóra, Ágúst, og Guðjón.
Sigurður kvæntist Sigríði Jóns-
dóttur, f. 19. júní 1900, d. 18. nóv-
ember 1965. Þau voru barnlaus.
Útför Sigurðar fer fram frá
Norðfjarðarkirkju mánudaginn
20. mars og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Okkur langar í fáeinum orðum að
minnast góðs vinar okkar og vel-
gjörðannanns Sigurðar M.S. Guð-
jónssonar er lést í Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupsstað 13. mars
síðastliðinn.
Það er bjart yfir minningu Sigurð-
ar, sjálfur var hann til mikillar fyiir-
myndar hvað snerti reglusemi og
dugnað alla tíð, einnig átti hann því
láni að fagna að hafa einstaklega gott
lundarfar þannig að hann átti ákaf-
lega gott með að umgangast unga
jafnt sem aldna. Það var ekki sjald-
gæf sjón að einhver sæti við gamla
eldhúsborðið á Melagötunni og ræddi
landspólitíkina og fískveiðar yfír
kaffibolla. Eins hafði hann mikinn
áhuga á velferð og gengi bamanna í
fjölskyldunni og gladdist er vel gekk.
Sem dæmi má nefna var hann ávallt
fyrstur til að hringja eftir einkunna-
afhendingu í skólum barnanna og at-
huga hver útkoman væri.
Er við heimsóttum hann var okkur
alltaf tekið fagnandi og alltaf átti
hann eitthvert góðgæti til handa öll-
um. Seint rennur úr minni sú fræga
máltíð sem engum hefur tekist jafn
vel að reiða fram, en það var svoköll-
uð Siggateik eins og við kölluðum
hana, en það var ósjaldan sem hann
bauð okkur í mat þrátt fyrir háan ald
ur ogveikindi.
Við viljum svo að lokum þakka
þessum gamla höfðingja fyrir sam-
fylgdina og ógleymanlegar ánægju-
stundir í þessi ár sem hann var okkur
samferða.
Hvíl i friði, gamli vinur.
Óskar, Berglín, Ósk og Axel
Sigurður.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN EGILSDÓTTIR,
vistheimilinu Seljahlíð,
áður Úthlíð 10,
Reykjavík,
andaðist aðfaranótt sunnudagsins 12. mars.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík mánudaginn 20. mars nk. kl. 15.00.
Egiil Ásgrímsson, Sigríður Lúthersdóttir,
Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir, Guðbjartur K. Sigfússon,
Ásgrímur Þ. Ásgrímsson, Marta K. Sigmarsdóttir,
Jóhann G. Ásgrímsson, Herdís Alfreðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Enginn veit hvemig
eða hvenær vinur kem-
ur inn í líf manns - ekki
heldur hvenær hann
fer.
Hefilbekkurinn hans
Sigurðar Guðjónssonar
var fyrsta mublan í stof-
unni okkar að Þiljuvöll-
um 4 og ekki upp á
punt, Sigurður vann
þama við hann alla
daga við að fullgera
verk sitt og honum lá á.
Hann var ekki ánægður
þegar hann fylgdi okk-
ur hjónum í fyrsta sinn
um hálfköruð húsakynnin, ósáttur við
að fá ekki að ljúka veridnu áður en við
flyttum inn með bömin fjögur, fannst
ekki heldur skynsamlegt að bjóða
nýfæddu barni að draga andann á því
hurðarlausa smíðaverkstæði sem
húsnæðið í raun var. Eftir á að hyggja
er það afar líklegt að hann hafi talið
okkur þurfa traustan stuðning, svona
óreynd eins og við voram og nýaðflutt
til að vinna með Norðfirðingum í
norðfirskri náttúra sem sviptir mann-
fólki og byggð milli lognsins sem hlær
svo dátt og grenjandi, mannskæðra,
stormhvelianna. Hann sagði það
aldrei en hann vakti yfir velferð okk-
ar frá þessari fyi’stu stund.
Hann var Austfirðingur og notaði
ekki mörg orð en tók því betur eftir.
Hann lét verkin tala og virti þá sem
höfðu þann háttinn á. Hann var orð-
inn fullorðinn, átti sextíu og fimm ára
sögu að baki þegar við komum til sög-
unnar. Við fengum smám saman svip-
myndh’ af lífshlaupi hans, brot og
brot sem samanlagt skýrðu áherslur í
skapgerð hans og lífsviðhorfi; vinnu-
harka uppeldisins og ungdómsár-
anna, virðing fyrir látinni konu sinni
og andlegri reisn hennai’, tryggð og
trúnaður við góða vini, fegurð góðs
handverks. Hann kenndi eldri sonum
okkai’ ungum og reyndar mörgum
öðram að nota hefilbekkinn og reynd-
ar vélsög líka og þá vinnusiðfræði að
standa rétt og vel að verki, af engum
kveifarskap og fullum trúnaði. Nú til
dags þykja ekki öllum þetta mikil-
vægai’ dyggðir - Sigurður vissi betur.
KRISTJAN
SIGURPÁLL
GUÐLA UGSSON
+ Kristján Sigur-
páll Guðlaugsson
var fæddur á Ytra-
Hóli í Öngulsstaða-
hreppi 11. mai' 1923.
Hann lést á heimili
sínu 7. mars síðastlið-
inn. Kristján Sigur-
páll var næstyngstur
átta barna hjónanna
Sigríðar Jónsdóttur,
húsmóður og kenn-
ara, og Guðlaugs Sig-
mundssonar, bónda
og landpósts. Systkini
hans eru: 1) Ásthild-
ur, f. 1915. 2) póra, f.
1916; 3) Jón Árni, f. 1917 (látinn);
4) Áslaug f. 1918; 5) Sigtryggur, f.
1919 (látin); 6) Heiðrún, f. 1920
(látin), og 7) Ámína, f. 1929.
Með Sigurbjörgu Ingimundar-
dóttur eignaðist Krislján Sigur-
pálll son árið 1951, Ingimund, sem
kvæntur er Hallveigu Hilmar-
sdóttur. Börn þeirra eru: 1) Jó-
hann Steinar, f. 1974, kvæntur
Völu Guðnýju
Guðnadóttur, 2)
Hilmar, f. 1978, og 3)
Sigurbjöm, f. 1986.
Kristján Sigurpáll
lauk gagnfræðaprófi
frá Menntaskólanum
á Akureyri árið 1941
og námi í flugvirkjun
frá Cal-Aero Techn-
ical Institute, Kalif-
orníu, BNA, árið
1946. Að námi loknu
hóf Kristján Sigur-
páll störf sem flug-
virki hjá Flugfélagi
Islands. Við samein-
ingu Flugfélags Islands og Loft-
leiða hélt hann áfram starfi sínu
hjá Flugleiðum, og þar vann hann
allt þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1989.
Útför Kristjáns Sigurpáls fór
fram frá Garðakirkju fimmtudag-
inn 16. mars síðastliðinn, og var
hann jarðsettur í Garðakirkju-
garði.
Það var mikil gæfa fyrir okkar
unga lýðveldi og ekki síst flugmálin
sem vora í mótun á seinni hluta
fimmta áratugarins að til starfa
komu ungir og djarfhuga menn
sem tóku til óspilltra málanna og
hófu mikið brautryðjendastarf.
Einn af þessum piltum var Kristján
GISSUR
GUÐMUNDSSON
+ Gissur Guð-
mundsson frá
Suðureyri við Súg-
andafjörð fæddist í
Vatnadal 22. mars
1907. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 8. mars síðast-
liðinn og fór útfór
hans fram frá Suður-
eyrarkirkju 18.
Útskúfaður íhaldsmaður
austur í flóa sendur var.
Hann var glaður,
velrakaður
og vildi gjarnan dvelja þar.
Mikið verður nú skrýtið að geta
ekki heimsótt afa lengur. Eg er
strax farinn að sakna þeirrar hefð-
ar sem átti sér stað í hvert skipti
sem ég heimsótti þig: Að taka í nef-
ið, hlusta á þig kveða og tveir koss-
ar á sitt hvora kinnina, svo ekki sé
minnst á allan húmorinn sem
spratt frá þér. I inntökuprófum
Leiklistarskóla Islands var ég beð-
inn um að skrifa ritgerð um ein-
hvern sem væri mér
mjög sérstakur og ná-
kominn. Ritgerðina
skrifaði ég um þig.
Þegar ég svo komst
inn í skólann breiddist
yfír þig glott um leið
og þú sagðir: „Svo þú
ætlar að læra að verða
fífl!“ Þú varst ekki
bara gamall maður
sem varst titlaður
langafi minn heldur
varstu afi minn og vin-
ur minn, og mér finnst
ómetanlegt að hafa átt
vin sem fæddist árið
1907. Aumingja þeir sem eiga ekki
afa eins og ég, hugsaði ég oft.
Þú hefur alltaf verið mjög stór
hluti af mér. í Noregi varstu alltaf í
heimsókn, enda komstu út einu
sinni á ári. Á göngutúra-tímabilinu
komstu alltaf við uppi í Hlíðum og
þá var sko fiskur í matinn og kakó-
eða búðingssúpa í eftirrétt. Þú
komst meira að segja á fimleikamót
þegar ég var að keppa, þó þú sæir
mig ekki sökum þess hversu langt í
burtu þú sast. Þessar stundir og
Hann var einnig þeiirar skoðunar
að velferð okkar og bæjarfélagsins
færi saman og lét þess vegna vita á
hógværan hátt þegar honum fannst
aðeitthvað þjrfti að aðhafast. Krafð-
ist einskis en sagði gjarnan sögur af
því hvemig aðrir höfðu í gegnum tíð-
ina leyst hin mismunandi mál. Þekkti
bæjarlíkamann, hjartsláttinn, tauga-
viðbrögðin, orsakir og afleiðingar.
Þóttist samt ekkert vera að leggja til
málanna nema ef til vill um byggingar
og örlítið um götur en viðurkenndi
eindregna skoðun sína á snjómokstri,
átti enda erfitt með að ferðast án bíls-
ins. Vegna hreinskiptinnar umræðu
og áhuga Norðfirðinga eins og Sig-
urðar skildum við verkefni okkar bet-
ur en ella.
Við hittumst of sjaldan síðustu ár,
þannig fer jafnvel fyrir bestu vinum,
en hringdumst stundum á, síðast nú
um jól og þá átti hann í vandræðum
með heymina. Hann kom því hins
vegar skýrt til skila að á sjúkrahúsi
ætlaði hann ekki að dvelja lengi og
stóð við það. Hann er farinn og við
söknum hans.
Olöf Þorvaldsdóttir,
Logi Kristjánsson, Ingvi
Jökull og Elfur.
Sigurpáll Guðlaugsson, eða Palli
eins og hann var ávallt nefndur.
Hann stundaði nám í flugvirkjun í
Bandaríkjunum. Að loknu námi hóf
hann störf hjá Flugfélagi íslands
20. apríl 1949 sem flugvirki og flug-
vélstjóri. Þá var flugvélakostur
Flugfélagsins mjög fjölbreyttur svo
sem Gramman, Catalina-flugbátar,
DC3 Douglas- og DC4 Skymaster-
vélar. Eins og nærri má geta
þurftu flugvirkjar að vera vel
heima í fræðum sínum til að halda
þessum vélum gangandi. Leystu
þeir þau verkefni vel af hendi við
oft mjög erfiðar aðstæður.
Á þessum árum var afar fjöragt
félagslíf hjá Flugfélaginu eins og
íþróttaiðkun hvers konar. Palli var
mikill áhugamaður á því sviði, eink-
um knattspyrnu. Hann lék með liði
starfsmannafélagsins sem bar
nafnið Faxi. Hann fór margar ferð-
ir til útlanda og atti kappi við er-
lend flugfélög svo sem SÁS, BEA,
Lufthansa, Swiss-Air og fleiri.
Oft náðust sigrar á þeim mótum.
Hann tók einnig þátt í bridge-
keppnum félagsins og var þar eins
og í öðra afar liðtækur.
Palli var Akureyringur eins og
svo margir frumherjar í fluginu.
Hann var mikill og einlægur KA-
maður, tryggur vinur og hrein-
skiptinn.
Áð leiðarlokum þakka ég Palla
samfylgdina og áratuga samstarf.
Ástvinum hans votta ég mína
dýpstu samúð.
Hvíl í friði,
Aðalsteinn Dalmann Októsson.
þær sem við áttum saman þegar við
þræddum hvert einasta kaffihús
bæjarins (enda markmiðið að fara á
þau öll) verða mér alltaf ógleyman-
legar. Þú bjóst yfir einhverjum
mannlegum eiginleikum, sem ég
hef aldrei kynnst hjá nokkrum öðr-
um manneskjum. Ef heiminum
hlotnaðist þó ekki væri nema brot
af þeirri manngæsku og jákvæði
sem þú bjóst yfir byggjum við í
fullkomnum heimi. Fyrir mér ertu
fyrirmynd hins fullkomna manns.
Elsku afi, þín er og verður sárt
saknað.
Gísli Örn Garðarsson.
Elsku Gissur. Það eru rúm fjög-
ur ár síðan ég kynntist þér. Eg
varð ástfangin af barnabarni þínu
og þú sást nú húmorinn í því eins
og í öllu öðru og spurðir hvað ég
væri nú eiginlega að gera með hon-
um, hvort ég hefði fengið hann á
tombólu. Svo hlóstu alveg frá hjart-
anu og stalst mínu í leiðinni, því
alltaf gladdist ég í hjartanu við að
vera í návist þinni.
Fallega brosið þitt veitti mér
hlýju og traust handtök þín svo
mikinn kærleik. Það er mér mikill
heiður að hafa fengið að kynnast
þér.
Þín
Nína Dögg Filippusdóttir.