Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 1
- -S' -( 6 lii B 2000 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS BLAÐ Morgunblaðið/Jim Smart sjöunda árið í röð GUÐMUNDUR Stephensen, Vfk- ingi, varð á sunnudaginn Islands- meistari í borðtennis sjöunda árið í röð. Guðmundur varð fjórfaldur Islandsmeistari því auk þess að vinna í einliðaleik karla vann hann einnig í tvíliðaleik, tvenndarleik og með félagsliði sínu, Víkingi, í 1. deild karla á dögunum. I einliðaleik vann Guðmundur félaga sinn úr Víkingi, Markús Árnason, í úrslitaleik, 21:17, 21:15, 21:14. Markús varð því ann- ar og í þriðja til fjórða sæti höfn- uðu Ingólfur Ingólfsson, KR, og Adam Harðarson, Víkingi. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Vík- ingi, varð Islandsmeistari í ein- liðaleik kvenna. Hún lagði Evu Jó- steinsdóttur, Víkingj, í úrslitaleik, 21:17,21:18, 22:20. Ásta Urbancic, Erninum, og Ingibjörg Ámadótt- ir, Víkingi urðu í 3. til 4. sæti. Guðmundur vann ásamt Evu í tvenndarleik en Ingólfur og Kristín Hjálmarsdóttir höfnuðu í öðru sæti. í tvíliðaleik karla vann Guðmundur ásamt Markúsi og Kjartan Briem og Ingólfur höfn- uðu í öðm sæti. I tvfliðaleik kvenna stóðu Eva og Lilja Rós uppi sem sigurvegarar. Ingibjörg og Ásta hlutu silfurverðlaun. Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guðmundur Stephensen, úr Vík- ingi, ísiandsmeistarar í borðtennis. Dvöl Ragnars aðeins þrjár vikur á Spáni? Ragnar Óskarsson, hand- knattleiksmaður úr ÍR, fór til Valencia á Spáni í gær en eins og fram hefur komið hefur hann verið leigður þangað út tímabilið, eða til 20. maí. Það er þó ekki víst að Ragnar verði ytra nema til 15. aprfl en þá lýk- ur deildakeppninni. Valencia er í níunda sæti af 14 liðum en átta efstu liðin komast í úrslita- keppnina um meistaratitilinn. Valencia hefur gengið illa að undanförnu og tapað fimm síð- ustu deildaleikjum sínum. Fyrir þá var liðið í góðri stöðu en nú má ekkert út af bregða. Síðustu þrír leikirnir eru heimaleikir við Bidasoa og Caja Cantabria, sem eru í 5. og 6. sæti, og útileikur við botnliðið Chapela. Fimm lið slást um tvö sæti í úrslitakeppn- inni í lokaumferðunum. Bidasoa og Caja Cantabria virðast nokk- uð örugg með 27 og 26 stig. Ciu- dad Real er í 7. sætinu með 23 stig og síðan koma Valladolid, Valencia og Morrazo með 22 stig hvert í 8.-10. sæti og Gran- ollers er næst með 20 stig. Val- encia tapaði illa fyrir Granollers á sunnudaginn, 30:24. Næsti leikur Valencia, og væntanlega fyrsti leikur Ragnars, er gegn Bidasoa. Þrír erlendir landsliðsmenn leika með Valencia. Það eru norski markvörðurinn Gunnar Fosseng, Júgóslavinn Davor Peric og Slóveninn Grego Cvljic. GLÆSILEG FRAMGANGA KRISTJÁNS HELGASONAR/B20 INTER VINTEI VINTEI VINTEI VINTERSPORT Nike Air Force Authority. St. 42-44. kr. 13.990,- Jordan Team J. St. 421/2 -45. kr. 11.890, Nike lllicitly Strong. St. 41 - 451/2. kr. 6.430, Nike Air Flight Perception St. 42 - 451/2. kr. 9.890,- Nike Classic. St. 31 - 381/2 og 41 -451/2. kr. 5.990,- Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík * 510 8020 • www.intersport.is 1 I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.