Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 14
14 B ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FOLK ■ BJARNÓLFUR Lárusson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Walsall tapaði, 2:3, fyrir QPR í ensku 1. deildinni á laugar- daginn. Bjarnólfur ætlaði að spyma frá marki eftir fyrirgjöf en hitti boltann illa með þessum af- leiðingum. Hann lék allan leikinn með Walsall en Sigurður Ragnar Eyjólfsson síðustu 10 mínúturnar. ■ PAUL Hall, landsliðsmaður frá Jamaika, var lánaður til Walsall frá Coventry á föstudag og hann skoraði síðara mark liðsins. ■ ÍVAR Ingimarsson lék allan leikinn með Brentford sem tapaði 0:2 fyrir Boumemouth í 2. deild. Hann var tvívegis nálægt því að skora í fyrri hálfleik. ■ BJARKI Gunnlaugsson sat á varamannabekk Preston sem vann Luton, 1:0. ■ PAVEL Smicek, markvörður Wednesday, þurfti að yfirgefa völl- inn eftir hálftímaleik gegn Wat- ford. Hann lenti í hörðum árekstri við Heiðar Helguson sem fylgdi eftir skoti þegar Smicek hélt ekki boltanum. ■ LES Ferdinand kom inn á sem varamaður hjá Tottenham gegn Arsenal og lék þar með sinn fyrsta leik í sex mánuði. Hann meiddist illa á hásin í haust. ■ RYAN Giggs gaf til kynna um helgina að hann væri tilbúinn til að skrifa undir nýjan langtímasamn- ing við Manchester United í sum- ar. Giggs á tvö ár eftir af núgild- andi samningi. ■ ANDERS D’Alessandro, 18 ára Argentínumaður, er að öllum lík- indum á leið til Liverpool. ^ D’Alessandro er miðjumaður og hefur verið líkt við Diego Mara- dona, hvað knattspymuhæfileika varðar, og lék mjög vel með 21-árs landsliði Argentínu gegn Englandi fyrir skömmu. mDAVID O’Leary, stjóri Leeds, er sagður vera að undirbúa 700 milljóna króna tilboð í Carl Cort, jJxinn efnilega sóknarmann Wimbledon. Giggs aðalmaðurinn í sigri Manchester United Nýja snoðklippingin hjá David Beckham vakti meiri athygli en leikurinn sjálfur hjá Manehester United gegn Leicester. Það var hinsvegar Ryan Giggs sem fékk hæstu einkunn hjá Alex Ferguson, knattspyrnustjóra United, en hann lagði upp mörkin fyrir Dwight Yorke og Beckham. „Fyrra markið kom okkur í gang því við vorum ekki sannfær- andi fram að því. Giggs kveikti neistann hjá okkur og hann var stöðugt hættulegur þegar hann óð með boltann upp miðjuna,“ sagði Ferguson. Owen byrjaður að skora á ný Michael Owen komst á bragðið á ný þegar hann skoraði fyrra mark Liverpool, semO vann góðan úti- sigur á Derby, 2:0. Það var fyrsta mark hans eftir endurkomuna. Titi Camara innsiglaði sanngjarnan sigur Liverpool undir lokin en áð- ur hafði þó Branko Strupar farið illa með tvö gullin færi til að jafna fyrir Derby, sem tapaði sínum níunda heimaleik í vetur. „Ef við værum jafngóðir heima og úti værum við í hópi tíu efstu lið- anna,“ sagði Jim Smith, stjóri Derby. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með hvernig lið hans innbyrti 2:1 sigur á erkióvinunum í Tottenham en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Liðið sýndi geysi- legan karakter og andlegan styrk. Leikmennirnir voru mjög þreyttir í seinni hálfleik en töpuðu aldrei sigurviljanum,“ sagði Wenger. Chris Armstrong skoraði fyrir bæði lið, fyrst sjálfsmark og síðan jöfnunarmark Tottenham, en Thierry Henry gerði sigurmark Arsenal úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks eftir að Ray Parlour var felldur. Coventry hættulegast f byrjun leikjanna Coventry er hættulegasta Uð úr- valsdeildarinnar á fyrstu 20 mínút- unum og stóð undir nafni sem slíkt gegn Bradford. Tvö mörk frá Cedric Roussel og Noel Whelan lögðu grunninn að 4:0 sigri og Coventry eru nú komið í örugga höfn um miðja deild. Newcastle heldur áfram að klífa töfluna og vann nú góðan útisigur á Everton, 2:0, Aron Hughes og Kiernon Dyer skoruðu mörkin á lokakafla leiksins. Hin tvö liðin í norðaustrinu, Sunderland og Middlesbrough, skildu jöfn, 1:1, í leik þar sem Boro var sterkari aðilinn. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, var ánægður með sína menn þrátt fyrir markalausan leik gegn West Ham. „Þeir gerðu allt sem þeir gátu en tókst bara ekki að skora. Fá lið vinna West Ham á þeirra heimavelli," sagði Vialli. Loksins sigur hjá Watford Watford vann langþráðan sigur, sinn fyrsta á árinu, og Heiðar Helguson fagnaði því sigri í fyrsta skipti með félaginu. Watford lagði Sheffield Wednesday, 1:0, í slag neðstu liðanna og eygir því enn von um að halda sér uppi. Alan Smart skoraði sigurmarkið tveim- ur mínútum fyrir leikslok. Heiðar fór af velli þegar 20 mínútur voru eftir. Kevin Davies stöðvaði sigur- göngu Aston Villa með því að skora bæði mörk Southampton í 2:0 sigri. Villa hafði ekki tapað leik síðan 4. desember. Ferguson bendir á O’Leary sem eflirmann sinn DAVID O’Leary, knattspyrnus- tjóri Leeds, var undrandi á um- mælum Alex Fergusons, knatt- spyrnustjóra Manchester United og keppinautar síns um enska meistaratitilinn um helgina. Ferguson sagði þá að hann teldi að O’Leary væri Iiklegasti eftir- maður sinn á Old Trafford en Ferguson hyggst setjast í helgan stein eftir tvö ár. „Eg trúi því ekki að Alex hafi sagt þetta og hef enga trú á því að mér yrði boðið starfið, ég er alltof ungur og óreyndur til að taka við því. Manchester United hlýtur að leita eftir reyndari manni á borð við Louis Van Gaal til að taka við af Alex. Ég er ánægður hér hjá Leeds og vona bara að ég fái að vera sem lengst við stjórnvölinn hér,“ sagði O’Leary. En Alex Ferguson virðist ekki hafa verið að gera að gamni sínu. „Ég er mjög hrifinn af því sem David hefur gert hjá Leeds siðan hann tók við af George Graham og hann hefur lært mik- ið á skömmum tima. Ef menn ætla að fá ungan mann sem er líklegur til að viðhalda sigur- göngu Manchester United hlýtur David O’Leary að vera einn sá líklegasti," sagði Ferguson. Van Gaal einnig nefndur Louis Van Gaal, Hollendingur- inn hjá Barcelona, er sá sem einna helst hefur verið nefndur sem arftaki Fergusons, sem hinsvegar vildi benda sínum mönnum á að þeir þyrftu kannski ekki að leita langt yfír skammt. - David O’Leary hefur oft fagnað að undanf örnu. Reuters Taylor sleppir ekki Jóhanni GRAHAM Taylor, knatt- spyrnustjóri Watford, hefur neitað nokkrum tilboðum í Jóhann B. Guðmundsson að undan- förnu og ætlar Keflvík- ingnum greinilega tals- vert hlutverk í liði sínu á næstu misserum. Jóhann hefur ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildinni í vetur og að mestu verið utan 16 manna hópsins frá áramótum. Hann var þó í hópnum á ný á Iaugar- daginn þegar Watford mætti Sheffield Wednes- day og hefði verið í byrjunarliðinu ef Nordin Wooter hefði ekki getað leikið en hann var tæp- ur vegna meiðsla. „Það er rétt, lið í ensku 1. deildinni og efstu deildum í Noregi, Hollandi og Sviss hafa sýnt mikinn áhuga á að fá Jóhann leigðan eða keyptan á síðustu vik- um. Taylor hefur hins- vegar hafnað öllu slíku,“ sagði Ólafur Garðar- sson, umboðsmaður Jó- hanns, við Morgunblaðið í gær. Leikmenn Leeds leggja allt í sölumar DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Leeds, er staðráðinn í að leggja allt í sölurnar til að hið unga lið hans nái að skáka Man- chester United í einvígi félag- anna sem framundan er um enska meistaratitilinn. Leeds vann Wimbledon af öryggi á sunnudag, 4:1, og lét því ekki góðan útisigur United á Leicest- er á sunnudaginn, 2:0, slá sig út af laginu. Manchester United heldur fjögurra stiga forskoti þegar níu umferðum er ólokið og meistararnir mega ekki mis- stíga sig ef strákarnir í Leeds halda áfram á þessari braut. Við eigum níu leiki eftir og ger- um allt sem við getum til að vinna þá alla - bæði fyrir sjálfa okkur og fyrir úrvalsdeildina sem slíka. Gegn Wimbledon fórum við ekki á taugum þó við lentum marki undir, við vöknuðum við mótlætið og fórum þá að sýna góða knatt- spyrnu. Þegar upp var staðið unn- um við verðskuldaðan sigur. Ég er stoltur af strákunum og þetta voru góð þrjú stig,“ sagði O’Leary. Jason Euell kom Wimbledon yf- ir eftir aðeins 115 sekúndur en Leeds svaraði með þremur mörk- um í fyrri hálfleik. Eirik Bakke skoraði tvö þeirra, hans fyrstu mörk í úrvalsdeildinni. Jason Wilcox, útherji Leeds, er búinn að leika á Walid Badir hjá Wimbledon. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.