Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 B 5 ÍÞRÓTTIR Afturelding mætir HK DEILDARMEISTARAR Aftureldingar tóku í gærkvöldi á móti botnliði Fylkis og þurftu þeir að hafa töluvert fyrir sigrinum, 24:20. Afturelding mætir HK í úrslitakeppninni, KA tekur á móti FH, Fram leikur við Stjörnuna og Haukar og ÍBV eigast við. Bjamason skrifar Hvað hafði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Aftureldingar, að segja um mótherjana, HK, í úrslita- keppninni, eftir að hann var búinn að taka við deildar- meistarabikamum að leik loknum við Fylki? „Leikimir við HK verða ör- ugglega spennandi. Við fómm í þrjá leiki við HK í fyrra; lentum í odda- leik við þá hér í 8-liða úrslitunum og þeir verða ömgglega sterkir and- stæðingar," sagði nýkrýndur deild- armeistarinn Bjarki Sigurðsson. Fylkismenn hófu leikinn af krafti og komust í 2:3. Þá tók Afturelding við sér og skoraði fjögur mörk í röð og breytti stöðunni í 6:3. En Fylkis- menn vom síður en svo á því að gef- ast upp og var staðan í hálfleik þeim í vil, 9:11. Fylkismenn hói'u síðari hálfleikinn vel og náðu fjótlega þriggja marka forystu. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn að heimamenn tóku við sér. Skoraðu þeir þá fimm mörk í röð og lögðu gmnninn að sigri sínum. Fylkis- menn hefðu getað náð í stig á loka- kaflanum en heppnin var ekki með þeim og lokatölur urðu 24:20, deild- armeisturanum í vil. Bestu menn Fylkis vom Þ.Tjörvi Ólafsson, Ágúst Guðmundsson og Örvar markvörður, en í liði Aftur- eldingar bar fyrirliðinn Bjarki Sig- urðsson af með alls 14 mörk skorað. Öruggur sigur Framara Framarar tryggðu sér þriðja sætið - og vora tilbúnir í annað sætið ef KA hefði misstigið sig - með því að vinna öruggan sigur á IR í Austur- bergi, 27:20. ÍR-ingar höfðu að engu að keppa og léku án Ragnars Óskarssonar sem fór til Valencia á Spáni í gær. Þeir stóðu þó í Frömuram þar til Safa- mýrarstrákarnir gerðu sex mörk í röð í byrjun síðari hálfleiks og kom- ust í 17:11. Eftir það snerist leikur Víðir Sigurðsson skrifar ÍR um að leyfa öllum að vera með á meðan Anatoli Fedioukine, þjálfari Fram, reyndi að halda einbeitingu hjá sínum mönnum fyrir úrslita- keppnina. Það tókst sæmilega og ljóst er að Framarar hafa burði til að ná langt. ÍR-ingar tefldu fram átta leikmönnum 21 árs og yngri og ljóst að framtíðin er björt á þeim bænum ef rétt er haldið á spilunum. Eyjamenn buðu upp á flugeldasýningu Eyjamenn tóku á móti Stjömu- mönnum í lokaumferð deildar- innar í gærkvöldi í Vestmannaeyj- um. Leikurinn var bráðfjöragur fram- ®rn an af eða þar til skrifar°n Eyjahraðlestin fór í gang og uppskar góðan sigur á andvana Stjömu- mönnum. Eyjamenn náðu mest 10 marka forystu en lokatölur leiksins urðu 28:23, ÍBV í vil. Stjörnumenn byrjuðu betur og leiddu leikinn fyrstu 10 mínúturnar. 6-0 vörn þeirra var sterk og gekk lít- ið hjá Eyjamönnum að skora. En það var ekki fyrr en þriðjungur var liðinn af hálfleiknum að hornamað- urinn knái Daði Pálsson kom ÍBV á lagið með góðu marki og jafnaði leikinn, 4:4. Við þessi kaflaskipti í leiknum hættu Stjömumenn hrein- lega að spila sem ein heild og Eyja- menn sigldu hægt og bítandi fram úr. Það er því óhætt að segja að Stjömumenn hafi ekki séð til sólar það sem eftir lifði leiks. Staðan í leikhlé var 11:9, Eyjamönnum í vil. Síðari hálfleikurinn einkenndist af einstefnu Eyjamanna að marki gest- anna. Eyjamenn settu í annan gír og ekkert gekk hjá Stjömumönnum hvorki í vörn né sókn og markvarsl- an var heldur ekki upp á marga fiska. Stjömumenn skoraðu ekki í kortér og Eyjahraðlestin bætti við forystuna og komst mest í 10 marka forskot. Á þessum kafla leiksins var eins og maður væri að horfa á flug- eldasýningu, svo mörg vora mörk Morgunblaðið/Golli Bjarfd Sigurðsson, fyrirfiði Aftureldingar, hampaði deildar- meistarabikamum í gærkvöldi að Varmá. heimamanna sem mörg hver vora glæsileg og í öllum regnbogans lit- um. ÍBV var að spila góða 3-2-1 vöm á þessum kafla og lék við hvem sinn fingur. Eyjamenn bratu allar sókn- arlotur andvana Stjömumanna á bak aftur og skoraðu grimmt. Þegar um 5 mínútur lifðu leiks náðu Stjörnumenn að rétta úr kútnum með þremur góðum mörkum, en allt kom fyrir ekki. Eyjamenn höfðu landað enn einum heimasigrinum og ekkert gat komið í veg fyrir það. Hjá heimamönnum var það liðs- heildin ein og sér sem skóp sigurinn, góð vöm og hreyfanleg sókn. En ef það var einhver sem stóð upp úr hvað góðan leik varðar var það homamaðurinn Daði Pálsson sem fór hreinlega á kostum í hominu og skoraði 9 mörk í leiknum. Hjá Stjömumönnum spiluðu þeir Arnar Pétursson og Hilmar Þór- lindsson ágætlega. Þeir skoraðu samtals 17 af 23 mörkum sinna manna í þessum leik sem sýnir að Stjömumenn treysta um of á þá tvo sem gengur ekki ef sigur á að vinn- ast á svo sterkum heimavelli sem heimavöllur ÍBV er. „Þetta var nokkuð öraggt, við spiluðum sem ein heild og uppskár- um góðan sigur í kvöld. Fyrir mótið var okkur spáð 10 sætinu af ein- hverjum handboltasnillingum en annað hefur komið á daginn, við end- um í fimmta sæti með 26 stig og jöfnum þar með árangur okkar frá í fyrra. Urslitakeppnin er framundan þar sem við fáum Hauka og við ætl- um að halda áfram á sömu braut. Það skiptir engu hverjir mótheij- arnir era, við vinnum þá alla,“ sagði Erlingur Richardsson, fyrirliði Eyjamanna, kampakátur í leikslok. Engar reglur sem skylda félög til þess að komast á leikstað í tæka tíð Félaganna að taka af skarið Ef koma á í veg fyrir eða minnka líkur á að það þurfi að fresta lokaumferðum íslandsmótsins í handknattleik hvað eftir annað þarf Ivar mótanefnd HSI að skrifar'ktSSOn hafa skýra reglu- gerð um hvað gera skal í slíkum tilfellum til að vinna eftir. Þetta segir Einar Þorvarðar- son, starfsmaður mótanefndar Handknattleikssambands íslands. Lokaumferð 1. deildar karla þurfti að fresta í tvígang um helgina og fór hún loks fram í gærkvöld en upphaflega átti hún að fara fram á laugardag. Frestað var vegna þess að ófært var með flugi til Vest- mannaeyja og einnig um tíma til Akureyrar og komust liðin sem þangað áttu að fara ekki á áfanga- stað. Ekki var bragðið á það ráð að senda Stjörnuliðið til Vestmanna- eyja með Herjólfi og Valsmenn landleiðina til Akureyrar, þar sem ekki er hægt að skylda liðin til að fara aðra leið sé flugleiðin ófær. „HSI verður að hafa reglugerð um hvað gera skal í stöðu sem þeirri er upp kom um helgina," segir Einar Þorvarðarson. „Við getum ekkert gert nema hafa skýr- ar reglur til að vinna eftir og það er í höndum félaganna að setja þessar reglur þar sem þau hafa atkvæða- og tillögurétt á ársþingum HSÍ. Til þess að koma í veg fyrir að leikjum og umferðum sé margoft frestað verða félögin að taka af skarið og setja skýrar reglur um hvað gera skal,“ segir Einar ennfremur. „Eina reglan sem við vinnum eftir kveður á um að síðustu þrjár um- ferðimar skuli fara fram á sama tíma.“ Hjá Knattspymusambandi Is- lands gildir einnig sú regla að leika skuli síðustu umferðimar á sama tíma, og era félögin era ábyrg fyrir því að mæta til leiks á réttum tíma, ekki megi treysta á flug á leikdegi. Mæti lið ekki til leiks tapar það við- ureigninni. Einar segir að úr því að KSÍ telur sig hafa þörf á að reglu- gerð sem þessi sé í gildi síðsumars sé ljóst að þörf sé á skýram reglum hjá HSÍ, þar sem veður geti haft meiri áhrif á gang Islandsmóts í íþróttum á veturna en á sumrin. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að glíma við er veðráttan og þá einkum hversu erfitt það getur verið að komst til Eyja vegna hennar," segir Einar ennfremur. Hann segir það lýsa ástandinu bet- ur en mörg orð að fresta hafi þurft leikjum í 1. deild karla í Vest- mannaeyjum a.m.k. fimmtán sinn- um í vetur og væra þá ótaldar aðr- ar frestanir vegna leikja þar eða vegna þess að Eyjamenn komust ekki upp á land. Á sama tíma og fresta varð leikj- um á íslandsmótinu í handknatt- leik vegna ófærðar komu lið frá Akureyri, Ólafsfirði og Dalvrk, svo dæmi séu tekin, suður og léku í deildarbikarkeppninni í knatt- spyrnu eins og ekkert hefði í skor- ist. Fært var með Herjólfi til Vest- mannaeyja um helgina og því hefði verið möguleiki á að senda hand- knattleikslið Stjömunnar þá leið- ina til Eyja og Valsmenn landleið- ina til Akureyrar á föstudag eða í síðasta lagi á laugardag og leika lokaumferðina á réttum tíma á laugardag eða þá í síðasta lagi á sunnudag. í veðurspá fyrir helgina var gert ráð fyrir að ekki viðraði vel til innanlandsflugs næstu daga og því átti veðrið ekki að koma á óvart. Til þess að hægt sé að skikka félögin til að ferðast með öðrum hætti en flugi þarf þó að breyta reglugerð hjá HSÍ og er það þá fé- laganna að gera breytingar, hafi þau á annað borð áhuga á því. Frestað vegna Flugfélags fslands Fresta varð leik FH og ÍBV í undanúrslitum í handknattleik kvenna í gærkvöld, en leikurinn átti að fara fram í Kaplakrika. Það var gert þrátt fyrir að flogið væri á milli lands og Eyja í gær. Ástæðan var sú að ÍBV átti pantað flug með Flugfélagi íslands sem ekki flaug til Eyja í gær. Hins vegar fóra vél- ar Islandsflugs á milli lands og Eyja og með íslandsflugi komust Stjömumenn til þess að leika við IBV í 1. deild karla í gærkvöld. Hins vegar var allt uppbókað með íslandsflugi frá Eyjum og því komst ÍBV-liðið ekki til Reykjavík- ur þótt það hefði vilja skipta um flugfélag. Kristján hættur í Grikklandi KRISTJÁN Brooks, knatt- spyrnumaður úr Keflavík, er hættur hjá gríska 2. deildarfélaginu Agios Nik- olaos og er væntanlegur til liðs við Suðumesjaliðið p á ný í vikunni. Kristján var | leigður til Agios eftir ára- mótin en þar sem félagið á ekki lengur möguleika á að komast upp í efstu deildina var gert sam- komulag um að dvöl | Kristjáns þar yrði stytt. ■ GEŒ Kristinn Aðalsteinsson, homamaður úr KA, fingurbrotnaði í leik liðsins við FH á dögunum og leikur ekki með Akureyrarliðinu í úrslitakeppninni. ■ HAFÞOR Einarsson, markvörð- ur hjá KA í handknattleik, er á leið frá félaginu en hann hyggur á nám á höfuðborgarsvæðinu. Hafþór á marga ungmennalandsleiki að baki og lék stórt hlutverk hjá KA. ■ INGVAR Ragnarsson var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar gegn ÍBV í gærkvöldi vegna þess að hann þurfti að halda af landi brott í vinnuferð á sunnudaginn. I hans stað var Ámi Þorvarðarson vara- markvörður Stjörnunnar. ■ ÁSGEIR Þór Másson, 16 ára knattspymumaður úr Fram, skor- aði sigurmark í æfingaleik með unglingahði hollenska félagsins Ut- recht fyrir helgina. Hann og Magn- ús Már Þorvarðarson úr Fram dvöldu í viku hjá félaginu ásamt Lámsi Grétarssyni, þjálfara sín- um, en þeir eru komnir aftur heim. ■ VILBERG Jónasson, knatt- spymumaður úr Keflavík, er geng- inn til liðs við 2. deildarlið Þórs á Akureyri. Vilberg hefur leikið 18 leiki með Keflavfk í úrvalsdeildinni en lék mestallt síðasta sumar með Leikni á Fáskrúðsfírði og skoraði þar 7 mörk í 9 leikjum í 3. deild. ■ RAGNAR Hauksson, sem hefur leikið með ÍA í úrvalsdeildinni í tvö og hálft ár, er farinn aftur í sitt gamla félag, KS á Siglufirði. Ragn- ar hefur skorað 13 mörk í 33 leikj-! um með^ÍA í úrvalsdeildinni. mDAVÍÐ Búason, knattspymu- maður úr 3. deildarliði Bruna frá Akranesi, fótbrotnaði illa í leik liðs- ins við ÍBV í deildabikarkeppninni í Reykjaneshöll á sunnudaginn. ■ BJARNI Jónsson og Steingrím- ur Birgisson, knattspyrnumenn- imir gamalkunnu úr KA, tóku fram skóna vegna mikilla forfalla hjá norðanmönnum og léku með þeim gegn BreiðabUki í deildabikarnum um helgina. ■ FALUR Harðarson og félagar í finnska Uðinu Honka töpuðu tví- vegis í Norður-Evrópudeildinni í körfuknattleik um helgina. Fyrst gegn Kiev frá Úkraínu, 75:89, og síðan gegn ToPo frá Finnlandi, 86:91. Falur lék í 14 mínútur gegn Kiev og skoraði 2 stig en var aðeins með í 4 mínútur gegn fyrri félögum sínum í ToPo og komst ekki á blað. ■ HERBERT Amarson skoraði 18 stig fyrir Donar Groningen gegn Ricoh Astronauts Den Bosch í úr- slitakeppninni um hollenska meist- aratitilinn í körfuknattleik á sunnu- daginn. Framlag hans dugði ekki til því Den Bosch, sem er efst í deildinni, sigraði 82:66. ■ HELGI Jónas Guðfinnsson skor- aði 7 stig og tók 6 fráköst á 26 mín- útum þegar lið hans, RB Antwerp- en, tapaði fyrir Houthalen, 80:79, í belgísku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.