Morgunblaðið - 08.06.2000, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 130. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Microsoft verðiskipt í tvennt Washington. Reuters, AP. DÓMARI í Bandaríkjunum úrskurð- aði í gær að tölvufyrirtækinu Micro- soft skuli skipt upp í tvö fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæk- ið getið notið einokunaraðstöðu. Forsvarsmenn Microsoft segja að niðurstöðunni verði áfrýjað og sam- kvæmt úrskurði dómarans verður fyrirtækinu ekki skipt upp fyrr en áfrýjunin hefur verið tekin fyrir. Dómarinn, Thomas Penfíeld Jack- son, sagði m.a. í niðurstöðum sínum að annað fyrirtækið, sem verði til þegar Microsoft hefur verið skipt upp, skuli hanna og selja hugbúnað á borð við stýrikerfið Windows fyrir einkatölvur, og hitt fyrirtækið taka við öllum öðrum viðskiptum Micro- soft með hugbúnað og netbúnað. „Microsoft, eins og því er nú stýrt og það skipulagt, hefur neitað að horfast í augu við að það hafi brotið Ottast borgara- stríð Suva. Reuters. LEIÐTOGI uppreisnarmanna á Salómonseyjum, Andrew Nori, sagði í gær að menn sínir hefðu orð- ið allt að 100 andstæðingum sínum að bana í árás nálægt höfuðborg- inni, Honiara. Óttast er að borgara- stríð sé að blossa upp á eyjunum. Nori sagði að uppreisnarmenn- irnir hefðu sleppt forsætisráðherra eyjanna, Bartholomew Ulufa’alu, eftir að hafa haldið honum í gísl- ingu í tvo daga og krafist þess að hann segði af sér. Forsætisráðherr- ann var leystur úr haldi eftir að hann hafði samþykkt að koma fyrir þingið til að það gæti greitt atkvæði um hvort hann ætti að láta af emb- ætti. Utanríkisráðherra Nýja Sjálands sagði aftur á móti í gærkvöldi að svo virtist sem Ulufa’alu væri enn í haldi. Ástralar vara við stríði Ritstjóri dagblaðsins Solomon Voice sagði að uppreisnarmennirn- ir hefðu skotið á kaþólskan skóla, sem andstæðingar þeirra hafa lagt undir sig, en ekki væri vitað hversu margir hefðu fallið. Phil Goff, utanríkisráðherra Ástralíu, varaði við því að borgara- stríð kynni að blossa upp. „Ég tel verulega hættu á að það gerist." Átökin eiga rætur að rekja til valdatogstreitu íbúa frá tveimur eyjum, Guadalcanal og Malaita. Forsætisráðherrann er frá Malaita eins og uppreisnarmennirnir, sem tóku hann í gíslingu, en þeir segja hann of fúsan til að sættast við inn- fædda íbúa Guadalcanal. ■ Paradísarmissir/28 lög eða samþykkja með nokkru móti breytingar á aðferðum sínum,“ sagði ennfremur í úrskurði dómarans. Þá atyrti hann fyrirtækið fyrir að hafa hindrað samkeppni. Málið gegn Microsoft var höfðað af 19 ríkjum í Bandaríkjunum og dómsmálaráðuneytinu. Janet Reno, dómsmálaráðherra, var ákaflega ánægð með niðurstöðuna. Fréttaskýrendur segja að langur tími muni líða áður en í ljós kemur hvort fyrirtækinu verði í raun skipt upp, eða hvort æðri dómstóll muni ógilda niðurstöðu Jacksons frá í gær. Dómsmálaráðuneytið kvaðst myndu fara fram á að málið færi nú beina leið til Hæstaréttar og yrði tekið fyr- ir án tafar. Bill Gates, stofnandi Microsoft og stjómarformaður þess, sagði á fréttamannafundi eftir að úrskurður dómarans lá fyrir, að nú hæfist nýr kafli í þessu máli. Málinu yrði áfrýj- að, „og við teljum málstað okkar mjög sterkan". Urskurðurinn í gær var birtur klukkan 16.30 að staðar- tíma í Washington, en þá var búið að loka fjármálamörkuðum í New York, þar sem Mierosoft er skráð á Nasd- aq-markaðinum. Staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn frá í gær verður þetta harðasta refs- ing sem bandarískt fyrirtæki hlýtur, fyrir brot á lögum um bann við hringamyndun, síðan 1982, er síma- fyrirtækið AT&T sættist á að stofna fjöldamörg smærri, staðbundin símafyrirtæki. Reuters Vonarneisti í N-Kóreu MENNTASKÓLANEMAR í Suður- Kóreu vinna veggmynd af Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, við Kyongbok-höllina í Seoul í ga;r. Verkið er gert í tilefni af fundi leið- toga Kóreuríkjanna 12.-14. júní. Þá mun Kim Dae-jung, forseti S-Kór- eu, heimsækja Kim Jong-il í Pyong- yang í N-Kóreu. Það er mat Sam- einuðu þjóðanna að fundur leiðtog- anna kveiki vonarneista um að binda megi enda á matarskort og einangrun N-Kóreu. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn sfðan landinu var skipt. Tillaga um þingrof og kosningar samþykkt á þingi fsraels Barak segist verða áfram við völd Jerúsalem. AFP, Reuters. ÞRÍR flokkar á ísraelska þinginu, Knesset, sem eiga aðild að rOásstjóm Ehuds Baraks, greiddu í gær atkvæði með tillögu um að ijúfa þing og boða til nýrra kosninga. Frumvarpið gæti boðað endalok samsteypu- stjómar Baraks en atkvæða- greiðslan í gær var aðeins sú fyrsta af þremur og óvíst er um af- drif frumvarpsins í annarri ogþriðju Ehud umferð. Ástæða Barak þegs tilla.ga.ri náði fram að ganga er óánægja þeirra stjómarflokka sem greiddu henni at- kvæði með gang friðarviðræðnanna við Palestínumenn og einnig deilur innan ríkisstjómarinnar um fjár- framlög til menntamála. Barak lét í gær engan bilbug á sér finna og sagði að ríkisstjórn sín yrði áfram við völd. Talið er hugsanlegt að hann muni víkja þeim stjómarflokk- um, sem greiddu tillögunni atkvæði, úr ríkisstjóminni samkvæmt sér- stakri heimild í ísraelskum lögum. Það myndi þýða að ríkisstjórn hans hefði minnihluta á þinginu og þyrfti að reiða sig á stuðning flokka araba til að halda velli. I það minnsta er búist við því að Barak víki þeim ráðherrum sem studdu frumvarpið úr stjóminni. „Forsætisráðherrann hefur ákveðið að binda enda á það ástand að ráð- herrar geti vermt stóla sína og hagað sér á meðan eins og þeir séu í stjóm- arandstöðu,“ sagði í yfirlýsingu frá ísraelska forsætisráðuneytinu í gær. Allir þingmenn Shas greiddu atkvæði gegn Barak Tillagan var samþykkt með 61 at- kvæði á móti 48 en nokkrir þingmenn vora fjarverandi. Ríkisstjóm Baraks hefur haft 68 þingmenn á bak við sig af alls 120 sem sitja í Knesset. Fimm- tán flokkar og kosningabandalög eiga fulltrúa á þingi og hlutu flestir þeirra 5% fylgi eða minna í síðustu kosning- um. Meðal þeirra flokka sem greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær var flokkur heittrúaðra gyðinga, Shas, sem hefur áður reynst Barak erfiður samstarfsaðili í ríkisstjóminni. Mikl- ar deilur hafa staðið innan ríkis- stjómarinnar um opinberar fjárveit- ingar til skóla sem flokkurinn rekur. Shas er þriðji stærsti flokkurinn á ísraelska þinginu, með 17 þingmenn, og hefur stuðningur hans því verið mikilvægur fyrir Barak. Leiðtogi Likud-flokksins, Ariel Sharon, fagnaði úrslitum atkvæða- greiðslunnar í gær og sagði hana vera upphafið að endalokum ríkisstjórnar- innar. Hliðstæð tillaga felldi ríkis- stjóm Benjamins Netanyahu, fyrr- verandi formanns Likud, og greiddi fyrir sigri kosningabandalags undir forystu Baraks á síðasta ári. Bannaði „dugnað“ London. Reuters. LETINGJUM var auðveldað að sækja um vinnu þegar at- vinnumiðlunarskrifstofa ríkis- ins í Walsall á Bretlandi ákvað að ekki mætti nota orð eins og „duglegur" og „áhugasamur“ í atvinnuauglýsingu. Sagði fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar að þetta væri gert til þess að mismuna ekki fötluðum. Atvinnurekendum var brugðið og rfldsstjórnin fyrir- skipaði að banninu yrði aflétt. „Þetta eru áreiðanlega einu mennirnir í heiminum sem gera sér ekki grein fyrir þvi að fatlað fólk er alveg jafn harðduglegt og kraftmikið og annað fólk,“ sagði Estelle Morris, atvinnu- málaráðherra Bretlands. Menntamálaráðherra, David Blunkett, sem er blindur, sagði bannið hafa verið „fáránlegt". MORGUNBLAÐH) 8. JÚNÍ 2000 690900 090000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.