Morgunblaðið - 08.06.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 08.06.2000, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ______ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sæbjargarbikarinn afhentur í tiunda og síðasta sinn. Fremri röð f.v.: Atli Leifsson, Gísli Hallgrímsson, Hafþór Þorvaldsson, Þórarinn Óskarsson, skipverjar á Hamrasvani SH. Aftari röð: Hilmar Snorrason, Einar Örn Jóns- son, Valgeir Helgason, Þráinn E. Skúlason, Eiríkur Aðalsteinsson, Jóhannes Bjarnason og Selma Sigurðardótt- ir hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Hamrasvanur SH hlaut Sæbj argarbikarinn SÆBJARGARBIKARINN var af- hentur í 10. sinn á sjómannadaginn en hann er veittur þeirri áhöfn sem að mati Slysavarnaskóla sjómanna skaraði framúr í námi við skólann á starfsárinu. Bikarinn var gefinn af Jóhanni Páli Símonarsyni, sjómanni, árið 1990 og skyldi hann vera farand- bikar í 10 ár. Þetta er því í síðasta skipti sem bikarinn er veittur skips- höfn en að þessu sinni kemur bikar- inn í hlut áhafnarinnar á Hamra- svani SH, undir skipstjóm Hafþórs Þorvaldssonar. Mun bikarinn verða varðveittur um borð í Hamrasvani fram á næsta sjómannadag en eftir það mun hann verða varðveittur í Slysavarnaskóla sjómanna. Ahöfnin á Hamrasvani sótti námskeið við skólann um borð í skólaskipinu Sæbjörgu í Stykkishólmi í júní á síð- asta ári og var hún valin úr hópi margra efnilegra áhafna. A þeim 10 árum sem bikarinn hef- ur verið veittur hefur eftirtöldum skipum hlotnast sá heiður að fá bik- arinn: 1991: Mánaberg ÓF-42 1992: Baldur 1993: Súlnafell EA-840 1994: Skafti SK-3 1995: Herjólfur 1996: Akraborg 1997: Júpiter ÞH-61 1998: Mánaberg ÓF-42 1999: Kambaröst SU-200 „Þakka fyrir aflaheimildir44 „BER er hver að baki nema sér bróð- ur eigi.“ Þannig hugsum við Færey- ingar og íslendingar. Sem sjávarút- vegsráðherra Færeyja þakka ég enn og aftur fyrir þá velvild, sem íslend- ingar hafa sýnt okkui’ Færeyingum með því að veita okkur aflaheimildir við ísland allt frá árinu 1977. Þetta skipti sérstaklega miklu máli upp úr 1990, þegar miklir erfiðleikar voru í færeyskum sjávarútvegi. Þótt afla- heimildirnar væru ekki miklar voru þær okkur Færeyingum mjög mikil- vægar,“ sagði Jörgen Niclasen, sjáv- arútvegsráðherra Færeyja, í ávarpi sínu til íslenzkra sjómanna á sjó- mannadaginn. Hvalveiðar Niclasen ræddi einnig um hval- veiðar og benti á rétt okkar og skyldu til að nýta auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt. „Öll veröldin talar um viðfræðilegt mat og í Norður- Atlantshafi höfum stærsta forðabúr veraldar. Við, sem búum á norður- slóðum, erum ekki ógnun við þetta mikla vistkerfi, heldur er það hin mikla mengun iðnríkjanna, sem þrýsta á okkur um ójafnvægi í nýt- ingu auðlindanna, með því að leyfa sjávarspendýrum óhefta samkeppni við okkur um matinn úr sjónum,“ sagði Niclasen. Hann sagði að það væri af slæmri samvizku sem íbúar iðnríkjanna létu af hendi miklar fjárfúlgur til að styðja umhverfisvemdarsamstök í baráttunni gegn okkur. Gæfum við eftir rétt okkar til nýtingar á auð- lindum hafsins, gerðum við grann- þjóðum okkar erfitt fyrir og hann væri hrædddur um að næst yrði reynt að banna allar fiskveiðar. Morgunblaðið/Þorkell Jörgen Niclasen flytur erindi sitt á sjómannadeginum í Reykjavík. Engin uppgjöf „Takið eftir veiðum okkar á mar- svíni (grindhval). Það ætti að vera af- ar auðvelt hjá verndunarsinnum að stöðva þær. Þær eru mjög blóðugar og auðvelt að taka af þeim myndir. Við höfum verið undir miklum þrýst- ingi í 15 ár án þess að gefa eftir. Nið- urstaðan er sú að ferðamennska hef- ur aldrei verið meiri í Færeyjum og aldrei hefur verið eins auðvelt að selja fiskinn, þrátt fyrir að við veið- um hvalinn áfram. Spumingin er svo sú: Eigum við að berjast eða slökkva ljósið og hverfa á braut.“ OPHW V\ð crttW unv4sm MARkaÐUR Við Faxafen í Reykjavík (1 bláu húsunum) v\ð h\'ðina £ Mc®°na^5 gsa.'- ” i 12-2° to Olp* yindþétt VatnsheW meðútöndun Lagersala á vönduðum útivistarvörum frá heimsþekktum framieiðendum. Takmarkað magn af hverri vöru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.