Morgunblaðið - 08.06.2000, Page 68

Morgunblaðið - 08.06.2000, Page 68
■Í8 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Atli Dagbjartsson ásamt nemedum 8. FG í Álftamýrarskóla. Gjöf til vökudeildar ATLI Dagbjartsson, yfirlæknir vökudeildar Landspítalans, heim- sótti 8. FG í Álftamýrarskóla fyrir nokkru. Erindið var að taka á móti 40 þúsund króna peningagjöf til styrktar vökudeild Landspítalans. Nemendur í 8. FG söfnuðu pen- ingunum með því að halda skóla- ball fyrir samnemendur sína á miðstigi, þ.e.a.s 5.-7. bekk. Atli Dagbjartsson sýndi nemendunum ýmsar myndir og fræddi um vöku- deildina. Það var Ásmundur Ingi Gunnarsson sem afhenti Atla ávís- unina en Elísa Hrund Gunnars- dóttir fræddi hann um hvernig nemendurnir fóru að því að safna peningunum. Myndin sýnir líkan af Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi en það er í eigu dönsku Oddfellowreglunnar í Kaupmannahöfn. Fyrirlestur um holdsveikra- spítalann í Laugarnesi ERLA Dóris Halldórsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og sagnfræðingur, heldur fyrirlestur föstudaginn 9. júní í Lífeðlisfræðistofnun Háskóla ís- lands, Læknagarði við Vatnsmýrar- veg 16, 5. hæð. Fyrirlesturinn nefn- ist Holdsveikraspítalinn í Laugamesi - miðstöð rannsókna. Fyrirlesarinn mun skýra þar frá rannsóknum sínum á starfsemi U Nettrn^ INNRÉTTINGAR VORTILBOÐ 20-30% afsláttur i<#Friform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 Holdsveikraspítalans í Laugarnesi en holdsveikraspítalinn var starf- ræktur þar á árunum 1898-1940. Þótt Holdsveikraspítalinn í Laugar- nesi yrði einkum hjúkrunar- og ein- angrunarstofnun voru þar reynd margvísleg lyf til lækninga á holds- veikinni. Spítalinn var einnig búinn rannsóknartækjum og þar voru stundaðar skipulagðar sjúkdóm- skrufningar og aðrar rannsóknir á sjúkdómssýnum. Holdsveikraspít- alinn var kennsluspítali og þar hófst skipulegt hjúkrunarnám á íslandi fyrir öld síðan. Spítalinn í Laugar- nesi var fyrsta spítalabygging á ís- landi í nútímamerkingu. Hann var jafnframt stærsta bygging sem til þess tíma hafði risið í landinu. Lækn- ingar þar vöktu á sínum tíma athygli lækna víða um heima. Fyrirlesturinn á föstudaginn hefst kl. 12 og er öllum opinn. Fossvogur — raðhús í einkasölu glæsilegt endaraðhús með bílskúr við Hjallaland. Húsið, sem er um 220 fm auk bílskúrs, er nær allt endurnýjað. Nýtt eldhús, parket og flísalögð gólf. 5 herbergi, 2 baðherbergi + gestasnyrting og góðar stofur. Gott útsýni. Háteigsvegur 2 herb. f einkasölu glæsileg um 60 fm, 2 herbergja íbúð í góðu þríbýlis- húsi við Vatnsholt, rétt við Háteigsveg. Björt og mjög lítið nið- urgrafin. Gott hverfi, í nágrenni Kennaraháskólans. Eignahöllin fasteignasala, Hverfisgötu 76, Reykjavík, sími 552 4111. VELVAKANDI Svarað ísúna 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Uppástunga við óþolinmæði ÓÞOLINMÆÐI hefur oft í fór með sér fylgifiskana frekju, geðillsku og tillits- leysi, hér er átt við í bílaum- ferðinni. Það furðulega er að sumir geðprýðismenn breytast (hér ofangreint) um leið og þeir setjast undir stýri, einhvernveginn virð- ist það skoðun margra þeirra að (hinir) á hinum bílunum sem aka á lögleg- um hraða séu svo miklir klaufar og þori ekki að aka hraðar og flækist þess vegna fyrir, svo loksins þegar ökukapparnir kom- ast fram úr (þessum klauf- um) þá er nú aldeilis gefið í með ó-fyrirsjáanlegum af- leiðingum, oft er þá við lífið eða örkuml að tefla. Spursmálið er: Hvers vegna liggur þessum mönn- um svona mikið á? Þurfa menn að flýta sér meira í dag en fyrir svona 30-40 árum? Eru taugamar í meira ólagi nú til dags? Það segja fróðir menn að það sé tiltölulega auðvelt að róa taugamar viðsvona að- stæður. Hér er til dæmis ráð: Opnið fyrir útvarpið, stillið á klassísku rásina, hún er dásamleg, hún svæf- ir ekki, en hún róar taug- amar og það sem meira er, hún hefur þau áhrif á marga að þeim finnst allt umhverfis verða feguma og heimurinn brosa við sér. Það mætti halda að þessi tónlist væri af öðmm heimi. Prófið sjálf. 211131-7219. Skattur á íþrótta- vörur og handavinnu Á TÓNLEIKUNUM hjá Elton John fannst mér fár- ánlegt að selja fólki áfengi. Fyrir um það bil 15-20 árum vantaði pening í ríkis- kassann og þá datt einum þingmanninum í hug að leggja meiri skatt á handa- vinnu og íþróttavörur. Það getur verið þungur baggi á heimilum að leyfa bömun- um að stunda íþróttir og fyrir eldra fólk að geta stundað handavinnu, sem oft veitir því mikla ánægju. Er ekki hægt að fá þennan skatt felldan út? Agata. Hvar er Pálmi? KONA hafði samband við Velvakanda og var í smá vandræðum. Hún hafði hringt í iðnaðarmann sam- kvæmt auglýsingu í DV sem heitir Pálmi Gunnars- son. Hann kom og lagði smábút af parketi í eldhúsið hjá henni. Síðan kom hann aftur stuttu seinna og sagð- ist þurfa 5.000. kr. til þess að geta keypt viðbót svo viðgerðin liti betur út. Síðan eru liðnir þrír til fjórir mán- uðir og ekkert hefur til hans spurst, fyrir utan einu sinni náði hún í hann. Hún vill gjaman að Pálmi hafi sam- band við sig sem allra fyrst. Konan á Austur- strönd 14. Sáðmenn söngvanna MIG langar tíl að þakka Herði Torfasyni fyrir þátt- inn hans Sáðmenn söngv- anna á þriðjudögum kl. 10 á Rás 1. Þessi þáttur er ein- staklega skemmtílegur og Hörður talar svo rólega og segir svo skemmtílega frá söngvaranum og hans lífs- hlaupi. Hafðu mínar bestu þakkirfyrir. Guðrún 0302404999. Hneykslanleg framkoma GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að hún hefði ekki verið ánægð með Ingu Jónu Þórðardóttur í þættínum Kastljós í Ríkis- sjónvarpinu mánudags- kvöldið 6. júní sl. Hún var mjög hneyksluð á fram- komu hennar og sagði að það hefði legið við að hún skammaðist sín fyrir að hafa verið sjálfstæðismað- ur. Framkoma hennar var til skammar. Guðnín Sigurðardóttir. Tapaö/fundió Dömuarmbandsúr fannst DÖMUARMBANDSÚR fannst á Meðalbraut í Kópavogi fyrir um það bil viku. Upplýsingar í síma 554-5021. Myndavél tapaðist CANON myndavél af gerð- inni IXUS L-1 (litlu „vasa- myndavélamar“) tapaðist aðfaranótt sunnudagsins 4. júní sl. á svæðinu frá Aust- urstræti að Kaffibarnum. Þeir sem mögulega hafa orðið varir við ferðir þess- arar myndavélar, vinsam- legast hafið samband í síma 864-0479. Á Reynisvatni. Víkverji skrifar... ATHYGLISVERÐAR fréttir hafa birst í Morgunblaðinu und- anfarna daga af erfiðleikum Reykja- víkurborgar með að fá unglinga til sumarvinnu og af lélegri þátttöku í Vinnuskóla Reykjavíkur. 2-300 ungl- inga vantar til sumarstarfa hjá garð- yrkju- og gatnadeild borgarinnar og unglingar í Vinnuskólanum verða 500 færri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Vinnuskólinn veitir 14-16 ára unglingum vinnu hluta sumarsins og er fækkunin langmest í elsta aldurs- hópnum en 300 færri úr þeim hópi hafa skráð sig til vinnu en í fyrra. Þetta ástand getur kallað vand- ræði yfir sveitarfélögin því nú skortir fólk til að slá gras og hirða um gróður á opnum svæðum og í almennings- görðum og til þess að hirða um og lagfæra götur sem legið hafa undir saltpækli langan og þungan vetur. Þessar fréttir komu Víkverja ekki á óvart því hann á tvo unglinga og hefur fylgst með því undanfarnar vikur að eftirspumin eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu er slík að ungl- ingarnir á heimilinu hafa vart vitað í hvorn fótinn þeir ættu að stíga og hvaða atvinnutilboði þeir ættu að taka því þau streymdu að. Þannig gat 17 ára dóttir Víkverja valið úr fjórum atvinnutilboðum og fannst hvert þeirra öðru gimilegra. Bæjarvinnan var þar ekki samkeppnishæf hvað varðar laun og vinnutíma. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir fáeinum ámm þegar lítið var um sumarvinnu á almennum vinnumarkaði og sveitarfélögin bmgðu á það ráð að ráða mun fleiri til sumarstarfa en þörf var fyrir til þess að halda uppi atvinnu fyrir skólafólk. Ekki er lengra síðan en 1996 að Vinnuskólinn fór að taka unglinga á 16. ári í vinnu; áður hafði sá hópur treyst á almenna vinnumarkaðinn. Miðað við fyrrgreindar fréttir og reynslu unglinganna á heimili Vík- verja finnst honum óhætt að álykta að fækkunin meðal þessa hóps í Vinnuskólanum skýrist af því að starfskraftar þeirra sem era 16 ára og jafnvel hinna sem yngri em séu aftur orðnir eftirsótth' á almennum vinnumarkaði yfir sumartímann. Víkverji vonar að unglingarnir í borginni noti þetta góðærissumar vel til að afla sér tekna og leggja fyrir svo þeir þurfi ekki að vinna með skól- anum í vetur og geti einbeitt sér að náminu og félagslífinu. XXX EINS og lesendur Víkverja vita er hann áhugasamur um knatt- spymu og íylgist vel með keppni í Landssímadeildinni, sem svo er nefnd, en kemst hins vegar ekki á völlinn eins oft og hann gjarnan vildi. Löngum hefur hann þá brugðið á það ráð að fylgjast með lýsingum út- varpsstöðvanna tveggja, Bylgjunnar og Rásar 2, sem hafa fylgst vel með helstu leikjum mótsins áram saman. En í sumar hefur bragðið svo við að Víkverji hefur gefið þessum stóra stöðvum frí og hefur sótt sér upp- lýsingar og skemmtun með því að hlusta á útvarpsstöðvar sem tvö knattspymufélög í Reykjavík eru farín að reka þá daga sem lið þeirra leika. KR-ingar hafa útvarpað frá sínum leikjum síðan í fyrra og í sumar hafa Framarar fetað í fótspor Vesturbæj- arstórveldisins og fengið þekkta út- varpsmenn úr hópi stuðningsmanna sinna tii að hafa umsjón með útsend- ingum. Víkverji hefur nokkram sinn- um lagt þar við hlustir og geðjast vel að þessum útsendingum, þótt vissu- lega sé ekki hægt að saka þá sem að þeim standa um hlutleysi. Hins vegar íylgjast þeir með leiknum af eldmóði og ræða gang mála við spakvitra sérfræðinga. Að vísu vill spjallið stundum bera lýsingarnar ofurliði þannig að hlustandinn á erfitt með að fylgja þræðinum í leiknum en það horfir vonandi til bóta með tímanum. XXX AÐ lokum leggur Víkverji tii að stórmarkaðir í eigu Baugs og Kaupáss sýni umhyggju og virðingu fyrir neytendum í verki með því að hafa á boðstólum kjúklinga frá Is- fugli, þá einu hér á landi sem ekki eru sýktir af kamfýlóbakter. Þá vöru er nú varla hægt að fá nema í minni hverfabúðum, t.d. Kjöthöllinni á Háaleitisbraut og Skipholti og í Melabúðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.