Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árlegur ráðherra-
fundur OECD
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir á tjaldstæðinu á Þingvöllum.
Morgunblaðið/Jóra
Einkunnum skil-
að seint í HÍ
SKIL á einkunnum við Háskóla ís-
lands voru ekki sem skyldi á vor-
misseri en einkunnum úr 32% prófa
var skilað eftir að þriggja vikna
skilafrestur kennara rann út. í laga-
deild var ástandið verst, þar sem
55% prófa lentu í vanskilum, en fast
á hæla þeim kom viðskiptadeild þar
sem hlutfallið var 53%, samkvæmt
upplýsingum Stúdentaráðs HI.
Ráðið hefur sent formlega áskor-
un til rektors um að taka upp aðgerð-
ir sem stuðla að betri skilum á ein-
kunnum. Fulltrúar ráðsins munu
einnig funda með deildarforsetum
þar sem ástandið er verst. Nemend-
ur háskólans fá ekki greidd námslán
fyrr en staðfesting á fullum náms-
árangri hefur borist til Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna og eiga því
margir talsvert undir því að ein-
kunnir berist á réttum tíma.
Undanþágu hafnað
VERKFALLSNEFND bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis hefur hafn-
að því að veita kristnihátíðarnefnd
undanþágu til fólksflutninga í
tengslum við Kristnihátíð á Þing-
völlum um næstu helgi.
Hafi verkfallið ekki leyst fyrir
þann tíma er ljóst að ekki verða
notaðir áætlunarbílar til fólksflutn-
inga eins og ráðgert er. Samkvæmt
áætlunum sem ríkislögreglustjóri
vinnur eftir er gert ráð fyrir rúm-
lega 19 þúsund einkabflum á Þing-
völlum hvorn dag hátíðarinnar og
að allt að 10 þúsund manns komi
með áætlunarbflum.
Að sögn Bjarna Grímssonar
starfsmanns nefndarinnar er Ijóst
að standi verkfall Sleipnis um
helgina muni þær áætlunarbifreið-
ar, sem hægt verði að nota, einung-
is nægja til að flytja lögreglu,
starfsfólk og listamenn sem koma
fram á hátíðinni og því sé ljóst að
ekki verði um almenningsflutninga
að ræða.
Margir landsmenn
á faraldsfæti
TIMI tjaldútilega er genginn í garð
enda er nokkuð liðið á sumar og
veður tekið að hlýna. Margir lögðu
land undir fdt um helgina og á
Þingvöllum var talsvert um ferða-
langa í björtu og fallegu veðri.
Þessi unga stúlka hafði slegið þar
upp tjaldi sínu og bjó svo vel að
hafa uppblásið sófasett með í för.
Búast má við að fjöldi manns leggi
leið sina til Þingvalla um næstu
helgi þegar haldið verður upp á
1.000 ára afmæli kristnitökunnar
en viðbúnaður hefur verið til þess
að sem flestir megi komast til og
frá hátíðarsvæðinu án erfiðleika.
Njrja hag-
kerfíð í
brennidepli
HIÐ „nýja hagkerfi" var í brenni-
depli á árlegum ráðherrafundi Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
OECD sem hófst í París í gær en þeir
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra,
og Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, sitja fundinn fyrir íslands hönd.
Geir sagði að komið hefði fram að
staðan í efnahagsmálum væri góð í
flestum aðildarlöndum OECD, nema
þá helst í Japan. Drjúgur hluti fund-
arins hefði hins vegar farið í umræð-
ur um hið svokallaða nýja hagkerfi,
áhrif þess á hagvöxt og framleiðni-
aukningu, sem orðið hefur víða um
lönd á grundvelli upplýsingatækni og
annarra nýrra atvinnugreina.
Sagði Geir að hann hefði bent á að
hið nýja hagkerfi hefði ekki síður
haslað sér völl í minni hagkerfum,
eins og því íslenska, en þeim stærri,
sem sýndi að stærð hagkerfanna
skipti ekki máli og að menn væru að
gera réttu hlutina. Ræddi hann einn-
ig um sambandið milli gamla og nýja
hagkerfisins því augljóst væri að
gamla hagkerfið tileinkaði sér mjög
hratt það sem hið nýja hagkerfi hefði
upp á að bjóða.
„Ég nefndi sem dæmi að í sjávar-
útveginum á íslandi væri gríðarlega
mikil tæknivæðing þó að hann teldist
vera hluti gamla hagkerfisins,“ sagði
Geir. „Síðan nefndi ég að flest það
sem gerst hefði í þessu nýja hagkerfi
hefði átt sér stað í einkageiranum, en
að stjómvöld hefðu engu að síður
mjög mikilvægu hlutverki að gegna
við að setja hinn almenna ramma.“
Þar skipti ekki minnstu máli að
standa myndarlega að menntamál-
um en þau væru grundvöllur hins
nýja hagkerfis.
Norrænir réttarlæknar funda í Reykjavík
DN A-gagnabank-
ar í þágu löggæslu
Þjónusta númer eitt!
Nissan Patrol Z8, f. skrd.
09.05.1995, ekinn 113 þ.
km, 5 d, svartur, bsk.,
diesel. Verð kr. Z300.000
Nánarí uppl. hjá Bflaþingi
Heklu, simi 569 5500.
Opnunartimi: Mdnud. - föstud. kl. 9-18
laugardagar kl. 12-16 .
BÍLAÞING HEKLU
Nthwa ciH i nohchni M/vm!
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500
www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is
UM SJÖTÍU réttarlæknar írá ýms-
um löndum sitja nú norrænt þing
réttarlækna sem haldið er í Reykja-
vík en þinginu lýkur á morgun. Að
sögn Jakobs Kristinssonar, sem sat í
undirbúningsnefnd ráðstefnunnar,
ber þar hæst umræður um notkun
DNA-gagnabanka í þágu löggæslu
og dómstóla en jafnframt eru á ráð-
stefnunni flutt erindi um ýmsa mis-
munandi þætti réttarlæknisfræð-
innar.
Norrænir réttarlæknar koma sam-
an á þriggja ára fresti og er þetta í
þriðja skipti sem þeir funda á Islandi.
I þetta sinn hefur verið boðið nokkr-
um þekktum fræðimönnum á sviði
réttarlækninga og það var Bretinn
Bernard Knight sem flutti opnunar-
fyrirlestur ráðstefnunnar í gærmorg-
un. Lagði hann þar áherslu á mikil-
vægi þess að réttarlæknar byggðu
álit sitt á vísindalegum og traustum
gögnum en ekki tilfinningum.
Umræður um DNA-gagnabanka
ber hins vegar hæst á ráðstefnunni,
eins og áður segir. Segir Jakob, sem
er dósent í eiturefnafræði við Há-
skóla íslands, að í gær hafi þýskur
sérfræðingur sagt ráðstefnugestum
frá stöðu mála varðandi DNA-gagna-
banka í nokkrum Evrópulandanna,
þ.e. hvernig gögn færu inn í bankana,
hvenær mætti setja upplýsingar um
erfðaefni inn í gagnabankana og hve-
nær ekki, til hvers megi nota þá og
síðan hvenær eyða eigi gögnum úr
bankanum.
DNA-gagnabankar eru tölvu-
gagnabankar sem notaðir eru til að
geyma upplýsingar um
erfðaefni afbrotamanna.
Er bankinn síðan notað-
ur til að finna afbrota-
menn sem hafa gerst
sekir um alvarleg af-
brot, líkamsárásir,
nauðganir, manndráp
og annað þess háttar.
„Glæpamenn skilja
alltaf eftir sig einhver
spor á vettvangi afbrota
og það þarf í rauninni
ekki nema örfáar frum-
ur, t.d. blóð, til þess að fá
nægilega mikið erfða-
efni til að gefa af því Dr. Jakob
mynd, sem er síðan not- Kristinsson
uð til að tengja tiltekinn
einstakling við afbrotið," segir Jakob.
Lög og reglur um DNA-
gagnabanka afar mismunandi
Lög og reglur um DNA-gagna-
banka eru hins vegar mjög mismum
andi eftir löndum, að sögn Jakobs. í
sumum löndum er nóg að menn liggi
undir grun til að gögn um þá séu sett
í bankann. Reynist menn hins vegar
saklausir beri að eyða öllum sýnum
og gögnum úr gagnabankanum.
Sem dæmi um það hversu lög og
reglur um DNA-gagnabanka séu
mismunandi tekur Jakob dæmi frá
Bretlandi. Þar sé reglan sú að nota
megi sýni af vettvangi glæps til að
leita í gagnagrunninum að einstakl-
ingi sem hefur brotið af sér áður.
Hins vegar megi þar líka leita að
sýni sem hefur fundist á vettvangi
annars brots þar sem
brotamaðurinn er líka
óþekktur. Þar sé
mönnum því heimilt í
rannsókn eins máls að
nota sýni til að finna
önnur mál þar sem
svipað eða sams konar
afbrot hefur verið
framið. Finnist ger-
andinn síðan sé hægt
að tengja hann öllum
brotunum.
„Þetta er hins vegar
ekki hægt alls staðar,“
segir Jakob. „Víða
verður að takmarka
leitina við þetta til-
tekna mál, sem þú
fórst af stað með, en ekki önnur.“
Aðspurður segir Jakob reynsluna
af DNA-gagnabönkum mjög góða.
Tekist hafi að hafa hendur í hári
verulegs fjölda glæpamanna með að-
stoð slíkra banka og það hafi komið í
ljós að hópur síbrotamanna sé tiltölu-
lega fámennur, a.m.k. þegar um al-
varleg afbrot sé að ræða.
Hann segir að nú þegar séu þessir
bankar reknir í mörgum löndum
Evrópu, auk þess sem menn séu
komnir langt í Danmörku og undir-
búningur sé hafinn í Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi. Um ísland megi það
segja að fyrr í vetur skilaði nefnd
dómsmálaráðherra af sér skýrslu um
þessi mál og gerði Bjami J. Bogason,
fulltrúi hjá ríkislögreglustjóraem-
bættinu, einmitt grein fyrir henni á
ráðstefnunni í gær.