Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 23 Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Þijú íslensk skip á loðnuveiðum Mokveiði á loðnunni LOÐNUVERTÍÐIN er hafin og eru þrjú íslensk skip byrjuð að veiða loðnu. Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF, segir veiðina fara vel af stað en Guðmundur Ólaf- ur landaði fullfermi á Raufarhöfn í gær. „Þetta virðist ætla að fara vel af stað. Það eru nú ekki nema þrjú skip sem eru komin á loðnuna en auk okkar eru það Örn KE og Hug- inn VE og það hefur gengið vel hjá þeim líka.“ Maron segir að skipin hafí verið að veiða loðnuna um 50 mílur norð- austur af Langanesi en hún sé að færa sig eitthvað í norðvestur. Gylfi Viðar Guðmundsson, stýri- maður á Hugin VE, segir að veiðin fari mun betur af stað í ár en í fyrra. „Það hefur gengið vel þessa fyrstu tvo túra. Við byrjum fyrr í ár en í fyrra en þá byrjuðum við um mán- aðamótin. Þá hættum við fljótlega aftur þar sem veiðin var svo léleg. Það hefur hins vegar gengið mun betur núna en við komum fyrst á miðin á laugardaginn og fylltum okkur þá í tveimur köstum. Við erum síðan á landleið núna með fullfermi í okkar öðrum túr en við fylltum okkur á 5 til 6 tímum í þremur köstum. Þetta hefur verið hörkuveiði í þessum fyrstu tveimur túrum en það er síðan spurning hvernig framhaldið verður,“ segir Gyífi. Byrjunin lofar góðu Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að þau fáu skip sem byrjuð eru að veiða hafi fengið ágætis veiði. „Skipin hafa verið að fá ágætis veiði, bæði Færeyingar og Islendingar, úti í kanti norðaustur og norður af Langanesi. Skipin hafa eitthvað ver- ið að færa sig norðar í stærri loðnu en það hefur þó engin ókynþroska loðna verið í þeim afla sem skipin hafa verið að veiða hingað til. Loðnuveiðin virðist byrja af krafti þó svo að það segi nú lítið um fram- haldið. Góð byrjun veit þó frekar á gott þar sem meirihluti loðnunnar sem kemur til með að veiðast á þess- ari vertíð er enn mjög vestarlega.“ Skipstjorar frystiskipa senda sjávarútvegsráðherra bréf Askorun um opinbera rannsdkn á brottkasti afla SKIPSTJÓRAR nokkurra frysti- skipa sendu í gær sjávarútvegsráð- herra, Árna M. Mathiesen, eftirfar- andi bréf þar sem þeir óska eftir því að fram fari opinber rannsókn á brottkasti afla hjá öllum skipaflokk- um: „í ljósi umræðu síðustu daga þar sem nokkrir aðilar hafa viðurkennt að hafa stundað það að henda fiski í stórum stíl, en láta það jafnframt fylgja með að þetta háttalag sé fremur regla en undantekning, vilj- um við skipstjórar undirritaðra frystiskipa skora á yður, háttvirtan sjávarútvegsráðherra, að beita yður fyrir því að gerð verði opinber rann- sókn á brottkasti hjá öllum skipa- flokkum og þá ennfremur eftir veið- arfærum. Okkar ósk er sú að þessari rannsókn verði hraðað eins og hægt er, því það er óþolandi fyrir þá aðila sem stunda fiskveiðar, en ekki það að veiða fisk og henda aft- ur, að sitja undir því að vera árum saman vændir um slíkt athæfi. Það hlýtur að vera krafa okkar sem höf- um atvinnu af fiskveiðum, að menn gangi um þessa auðlind, sem miðin og fiskistofnarnir eru, af virðingu. Afrit af bréfi þessu verður sent til fjölmiðla. Skipstjórar eftirtalinna skipa: Kristinn Gestsson, Snorri Sturluson RE, Guðmundur Jónsson, Venus HF, Þórður Magnússon, Þerney RE, Gestur Sigurðsson, Rán HF, Ivan Brynjólfsson, Sléttbakur EA, Haraldur Benediktsson, Sjóli HF, Birgir Sverrisson, Vestmannaey VE, Hafsteinn Stefánsson, Ýmir HF, Trausti Egilsson, Örfirisey RE, Árni Þórðarson, Víðir EA, Ei- ríkur Ragnarsson, Helga María AK, Gunnar Tryggvason, Brettingur NS, Sigtryggur Gíslason, Margrét EA, Sveinn Benediktsson, Barði NK, Árni Sigurðsson, Arnar HU, Gunnar Ai-nórsson, Júlíus Geirmun- dsson ÍS, Hannes Einarsson, Freri RE, Friðþjófur Jónsson, Sigurbjörg ÓF, Steingrímur Þorvaldsson, Vigri RE, Kristján Pétursson, Höfrungur III AK, Guðmundur Kjalar Jóns- son, Málmey SK, Ævar Ásgeirsson, Hrafn GK, Sigurður Jónsson, Hrafn Sveinbjarnarson GK, Björn Kjart- ansson, Mánaberg ÓF, Guðmundur Jónsson, Baldvin Þorsteinsson EA, Árni Bjarnason, Akureyrin EA.“ Frakklandsforseti í opinberri heimsdkn í Þýzkalandi Þýzk-franski öxull- inn óhaggaður Þýzku kanzlarahjónin Gerhard Schröder og Doris Schröder-Köpf og frönsku forsetahjónin Jacques og Bernadette Chirac ganga hér spozk á svip hjá þýzka skálanum á heimssýningunni í Hannover. Þau litu inn á sýninguna í gær áður en formleg opinber heimsókn Chiracs hófst. Berlín. AFP, Reuters. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í ræðu í Berlín í gær, við upphaf tveggja daga opinberr- ar heimsóknar sinnar til Þýzka- lands, að „þýzk-franski öxullinn" væri og yrði aðaldrifkrafturinn að baki Evrópusamrunanum. Frakkar taka við formennsku í ESB um næstu helgi. Vonast franskir ráða- menn til að á formennskumisseri þeirra náist m.a. að ljúka samning- um um uppstokkun stofnanakerfis sambandsins, sem nauðsynleg er áður en fyrirhuguð fjölgun aðildar- ríkja kemur til framkvæmda. Sagði Chirac í ræðu í ráðhúsi Berlínar að ráðamenn Evrópu vildu tryggja til frambúðar frið og lýðræði í álfunni, áratug eftir að Berlínarmúrinn féll. „Framtíð okk- ar hlýtur að felast í einingu Evrópu,“ sagði forsetinn, en hann hefur ítrekað hvatt til þess að ESB setji sér stjórnarskrá. I við- tali í þýzka blaðinu Handelsblatt sagðist Chirac ennfremur vonast til að sjá „Evrópusamband ríkja frekar en Bandaríki Evrópu“. AU- ar þjóðir álfunnar ættu að geta haldið hver sinni þjóðmenningu og sérkennum, jafnhliða auknum samruna. Þetta er í fyrsta sinn sem franski þjóðarleiðtoginn kemur í opinbera heimsókn til Þýzkalands frá því Francois Mitterrand sótti Vestur-Þýzkaland heim árið 1987. Hann ávarpar þýzka þingið í Rík- isþinghúsinu í Berlín og verður þar með fyrsti erlendi þjóðarleið- toginn til að gera það frá því þing- ið flutti til Berlínar í fyrra. Urgangur í beinni út- sendingu FRANSKI sjóherinn skipaði í gær grænfriðungum að fjarlægja myndavél, sem þeir höfðu komið fyrir neðansjávar við útrás frá kjarnorkuvinnslustöð í La Hague í Norður-Frakklandi. Voru myndir af affallinu fluttar um Netið og sýndar beint á stórum skjá, sem hafði verið settur upp við ráðstefnuhús í Kaupmannahöfn. Þar voru umhverfisráðherrar að- ildarríkja Evrópusambandsins á fundi. Grænfriðungar halda því fram, að frá kjarnorkuvinnslustöðinni í La Hague renni í sjóinn ein milljón lítra af geislavirkum úrgangi dag- lega. Búist er við, að ráðherrarnir Reuters samþykki tillögu um bann við losun úrgangs af þessu tagi á fimmtudag, en það hefur þegar verið gert í ýmsum ríkjum. „Bannið þetta nú,“ segir á borðanum, sem gramfrið- ungar komu fyrir við útrásina. Norskir tóbaksframleiðendur kunna að sæta ákæru Bótafé gæti numið hundr- uðum í NÝRRI skýrslu norsku tóbaks- varnanefndarinnar sem birt verður opinberlega á morgun kemur fram að forsendur eru fyrir því að höfða mál á hendur norskum tóbaksfram- leiðendum og mun bótafé geta numið um 200 milljörðum norskra króna, tæplega 1.800 milljörðum ísl. kr. Kemur þetta fram í frétt Aftenpost- en á sunnudag þar sem segir að tób- aksframleiðendur hafi árið 1964 horft framhjá niðurstöðum rann- sóknar sem bentu á heilsufarsvanda- mál er fylgdu reykingum. Segir blaðið að gríðarmikil skaða- bótamál kunni senn að verða höfðuð gegn norskum tóbaksframleiðend- um og æ fleiri sveitarfélög sjái máls- höfðun gegn framleiðendum tóbaks sem svar við hækkandi sjúkrahús- kostnaði sem rekja má til reykinga. milljarða Er talið að skýrslan frá 1964 muni vega þungt komi til réttarhalda. „Norsku tóbaksfyrirtækin kusu að hunsa varnaðarorð heilbrigðisyfir- valda árið 1964 en juku aftur á móti áróðurinn fyrir reykingum. Þetta eru alvarlegar sakargiftir sem iðnað- urinn verður að svara fyrir í væntan- legum réttarhöldum," segir Karl Er- ik Lund, vísindamaður við norsku heilbrigðismálastofnunina, í samtali við> Aftenposten. I blaðinu segir að norska félags- og heilbrigðisráðuneytið hafi árið 1998 látið tóbaksvarnanefndina gera skýrslu þar sem möguleikar á höfð- un skaðabótamáls á hendur norskum tóbaksframleiðendum eru kannaðir. í fréttinni segir að blaðið hafi hluta skýrslunnar, sem birt verður á morgun, undir höndum og að í niður- króna stöðum hennar komi fram að for- sendur séu fyrir málshöfðun í Nor- egi. Irar sýna málshöfðun áhuga írska stjórnin er sögð hafa tekið mikilvæg skref í átt að málshöfðun á hendur tóbaksframleiðendum og gæti Irland því orðið fyrsta landið í Evrópu sem slíkt gerir. í apríl sl. gerðu írskir þingmenn og lögfræð- ingar sér ferð til Bandaríkjanna og leituðu ráða hjá þeim lögmönnum sem helst hafa beitt sér í skaðabóta- málum sem höfðuð hafa verið á hendur bandarískum tóbaksfram- leiðendum. Á írlandi hafa alls 300 einstaklingar farið fram á skaðabæt- ur vegna heilsutjóns sem rakið er til reykinga og mun verða réttað í þeim málum á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.