Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 39 Ríkisstjórnin hækkar lyfja- kostnað sjúklinga um milljarð ■4- MENNTUN Í Búið er að taka saman hljóðfræði og | málfræði og unnið er að því að gera ^ orðalista. Þá er að mestu búið að taka saman menningarefni sem verður í upplýsingabankanum á diskinum. Hins vegar á enn eftir að þýða textann aftur á ensku, taka saman málfræði- og framburðaræfingar og hljóðrita einstök orð í orðalistanum. Síðast en ekki síst er mikil vinna : eftii' við að vefa allt efnið saman. | Styrkur Málræktarsjóðs, sem nem- | ur 500 þúsund krónum, gerði stofn- í uninni kleift að ráða námsmann, Baldur A. Sigurvinsson, í sumar til að vinna að því að vefa efnið saman. Að sögn Úlfars Bragasonar, for- stöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals, var tilgangurinn með því að taka þátt í þessu verkefni þó ekki eingöngu sá að búa til kennsluefni í íslensku. Hugmyndin var einnig að Íefia þekkingu þeirra sem stunda kennslu í íslensku fyrir útlendinga á kennslufræði tungumála og gefa þeim tækifæri til að búa til kennslu- efni í samvinnu við starfsbræður og -systur annars staðar í Evrópu. Hann segir enn fremur að vegna fjárskorts hafi stofnunin þó ekki getað sinnt þessum þætti sem skyldi heldur orðið að einbeita sér að því að búa kennsluefnið til með svo litlum tilkostnaði sem mögulegt Íværi. íslenska í tísku Stofnun Sigurðar Nordals annast m.a. umsjón með kennslu í íslensku við erlenda háskóla. Þá hefur stofn- unin haft umsjón með alþjóðlegu sumarnámskeiði við Háskóla Is- lands frá árinu 1989. Guðrún kennir á námskeiðum stofnunarinnar. „ísland virðist vera í tísku núna. Það streymir fólk hing- að á þessi námskeið. Það byrjar námskeið í júlí hjá stofnuninni og 1 það komast alltaf færri að en sækja | um. Margir sem koma geta lesið ís- lensku en hafa aftur á móti aldrei heyrt málið talað,“ segir hún. Margmiðlunarverkefnið, sem kallast á ensku „Small is Beautiful - Language Mobility: A Pilot for Multimedia Package for Academic Purpose", hefur notið velvildar Linguaáætlunar Evrópusambands- ins og hlotið styrki í þrígang. Hér á landi hefur menntamála- 1 ráðuneytið styrkt verkefnið, þennsl- | umálasjóður Háskóla íslands, menningarsjóður íslandsbanka, Þjóðhátíðarsjóður og Málræktar- sjóður. í UMRÆÐUM á Alþingi í vor kom fram að ríkisstjórnin hefði uppi áform um að spara um einn milljarð króna á ári í lyfjakostnaði. Margir áttu erfitt með að trúa þessum boðskap, að mitt í margrómuðu góðæri yrði enn eina ferðina látið til skarar skríða gegn því fólki sem á við sjúkdóma að stríða. Nú hefur komið á daginn að al- vara bjó að baki. Um síðustu áramót hækkaði lyfjakostnað- ur sjúklinga talsvert. Þegar sú hækkun er lögð saman við þá breytingu sem nú er gerð á reglugerð um hlutdeild Trygginga- stofnunar ríkisins í lyfjakostnaði mun hámarksgreiðsluhlutdeild sjúklinga hafa hækkað um 72,22% frá áramótum eða úr 1.800 krónum fyrir hvem lyfseðil í 3.100 krónur. Þetta á við um svokölluð B-lyf en í þeim flokki eru meðal annars lyf við hjarta-, astma-, psoriasis- og geðsjúkdómum. Hækkunin í svo- kölluðum E-lyfjaflokki er hlutfalls- lega minni eða 28,57% en í krónum nemur hækkunin eitt þúsund krón- um fyrir hvern lyfseðil, fer úr 3.500 í 4.000 krónur. Hvað elli- og örorkulífeyrisþega snertir er hækkunin í báðum lyfjaflokkum minni, 58,33% fyrir B-lyf og 25% fyrir E-lyf. Á þessum hlutfalls- hækkunum var vakin athygli í greinargerð frá BSRB fyrir fáein- um dögum. Sjúkdómar draga úr vinnugetu Þegar litið er yfir þann lista sem hér var nefndur um lyf í B-flokki, sem hækka mest, þá eiga þeir sjúkdómar sem lyfjunum er ætlað að lækna eða halda í skefjum það sameiginlegt að þeir draga allir verulega úr vinnugetu og sumir eru þess eðlis að þeir eru mjög langvarandi. Árum og jafnvel ára- tugum saman á fólk við þá að stríða. Auk erfiðleika sem sjúk- dómarnir skapa einstaklingnum á sál og líkama verður efnahagur þeirra og fjölskyldna þeirra iðu- lega bágbornari en hjá öðrum einfaldlega vegna þess að vinnu- geta er ekki fyrir hendi. Ofan á allt þetta kemur síðan beinn tilkostnaður við sjúkdómana, læknis- kostnaður og þar með að sjálfsögðu lyfja- kostnaður sem vegur þungt. Til þess að vega upp á móti tekjutapi hafa verið ýmsar reglur við lýði. Úpp úr 1990 urðu miklar deil- ur þegar stjórnvöld fóru að draga úr stuðningi almannatrygginga- kerfisins og skerða þær hámarks- greiðslur sem hverjum og einum væri gert að borga. Nú er svo komið að engin slík hámörk eru fyrir hendi. Hins vegar er tekju- lægsta fólkinu aðeins gert að greiða hlutfall af lyfjakostnaði sín- um og við reglugerðarbreytinguna nú er tekjuviðmiðun endur- greiðslna TR vegna læknis- og lyfjakostnaðar hækkuð um tvö hundruð þúsund krónur á ári og fi'ádráttur vegna barna er aukinn og tekur nú til barna og unglinga til 18 ára aldurs í stað 6 ára áður. Þessi breyting er til framfara og henni ber að fagna. Hins vegar er rétt að vekja athygli á að fjölskyld- ur með samanlagðar tekjur hjóna yfir 267 þúsund krónur á mánuði fá engan stuðning. Hátt reitt til höggs Ekki er öll sagan sögð með þessu. Með síðustu reglugerðar- breytingu eru nokkur lyf hreinlega tekin út úr tryggingakerfinu. Það á til dæmis við um lyf við sveppa- sýkingum, en það er sjúkdómur eða kvilli sem ágerist með aldri og hrjáii- hann margt eldra fólk. Sam- Lyfjakostnaður Auk erfiðleika sem sjúk- dómarnir skapa ein- staklingnum verður efnahagur þeirra iðu- lega bágbornari en hjá öðrum, segir Ögmundur Jónasson, vegna þess að vinnugeta er ekki fyrir hendi. kvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér hjá lyfsala nemur kostn- aður við algengan þriggja mánaða skammt tæpum 23 þúsundum króna með þeim afslætti sem apó- tekið gæfi. Hér fæst hins vegar enginn afsláttur lengur frá al- mannatryggingum. Læknir sem ég leitaði til um upplýsingar sagði, að nú hefði það hent í fyrsta skipti á hans ferli að sjúklingur hefði geng- ið út af stofunni með þeim orðum að svo væri komið að hann hefði ekki ráð á læknismeðferðinni. Á það hefur verið bent að lyfja- kostnaður þjóðarinnar hafi hækk- SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uátintv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 að á undanförnum árum og beri að sporna gegn því. Undir það skal tekið að mikilvægt er að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þá er einnig æskilegt að heilbrigðisstétt- ir geri sér grein fyrir því að sum lyf eru dýr og eðlilegt að það sé haft í huga þegar um tvo mismun- andi kosti jafngóða er að ræða. **- Ekkert slíkt vakir hins vegar fyrir ríkisstjórninni. Hún beinir aðgerð- um sínum hvorki í fyrirbyggjandi átt né að sparnaði og ráðdeild í kerfinu. Hún ætlar að láta fjárráð hvers og eins, sjúklinganna sem á lyfjum þurfa að halda, ákvarða hvaða lyf verði fyrir valinu ef þeir á annað borð hafa efni á því að neyta þeirra lyfja sem þeir nauð- synlega þurfa á að halda. Ætlunin virðist vera sú að hver og einn kaupi lyf eftir efnum og ástæðum, hinn efnaði kaupi gæðalyfin,en hin- ir kaupi það sem ódýrara er þótt gæðin séu minni. Hér er hátt reitt til höggs. Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar ganga út á að draga úr út- »*■ gjöldum ríkisins vegna niður- greiðslu á lyfjum um ríflega eitt þúsund milljónir króna á árs- grundvelli. Ljóst er að þetta verð- ur gert á kostnað sjúklinga. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. exo I.is <jexof> kúí^nooekdtm Fákafen 9, s: 5682866 Reykjavík Ögmundur Jónasson Einstakur fjölskyldu- og ferðabíll! KIA Carnival ersannkallaður fjölnotabill. Hann tekurallt að sjö manns í sæti. Að innan má sveigja hann að þörfum flestra, hvort sem þeir eru einir á ferð eða með stórfjöl- skylduna og allt hennar hafurtask. Sætunum ersnúið, rennt og raðað á hvem þann veg sem heppilegastur þykir hverju sinni. Það spillirsíðan ekki fyrir að rennihurðimar að aftan eru tvær. Verð nú aðeins 2290.000 Sjálfskiptur - Bensín eða Dísil Stærð bílsins, kraftur vélarínnar og öryggisbúnaðurínn gerírKIA Carnival að ákaflega heillandi ferðabíl, um leið og lipurð hans og fjöi- breyttur staðalbúnaðurínn búa hann kostum hins ríkulega fólksbíls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.