Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 43 ____________UMRÆÐAN___________ Hverjar eru efndirnar sem „sumir lofuðu sumum“? Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. FYRIR alþingis- kosningar á sl. ári var mikil umræða um kjör öryrkja og allir sem þar komu að máli voru sammála um að bæta þyrfti þau til muna svo að þau yrðu viðunandi. Eg held ég geti full- yrt að nær allir þeir sem nú sitja á Alþingi hafi orðað það á einn eða annan hátt, lofað eða gefið undir fótinn með að þeir skyldu standa að slíkum breytingum. Vissulega hefur þó nokkuð verið gert til að leiðrétta og laga kjör öryrkja á þess- um tíma. Ég get samt ekki sagt annað en að það hefur valdið mér miklum von- brigðum að meira skuli ekki hafa verið gert og lengra gengið, sérstak- lega með tilliti til þess góða efna- hagsástands sem nú er í landinu. Frá því ísland varð frjálst og full- valda ííki hefur forsetaembættið verið æðsta embætti landsins. Allan þennan tíma hafa forseti Islands og maki hans verið undanþegin hvers- kyns sköttum og gjöldum til ríkis- sjóðs. Nú bar svo við að bráð nauð- syn þótti að afnema þau fríðindi með breytingu á lögum. Fyrir um tveimur mánuðum voru einnig samþykkt á Alþingi lög um vörugjald á bifreiðar. Megininntak þeirra var að lækkað var verulega vörugjald á jeppum og dýrum bif- reiðum, svokölluðum bankastjóra- og forstjórabifreiðum. Lögin höfðu líka það í för með sér að tekjumissir ríkissjóðs verður milli 350 og 400 milljónir á ári. Þess ber þó að geta og þakka að við þá lagabreytingu var alveg fellt niður vörugjald á sérbúnum bifreið- um fatlaðra. Lagabreytingar þessar voru keyrðar í gegnum Alþingi með al- gjörum forgangshraða. Á fjárlögum í ár eru „litlar" 324 milljónir fyrir kristnihátíð á Þing- völlum nú í sumar. Þar á að fagna því að 1000 ár eru liðin frá kristni- tökunni á íslandi. Mér mundi ekki bregða mikið þótt heildarkostnaður liðinna ára við undirbúning og ýmis aukakostnaður sem á eftir að bætast við yrði það mikill að allt tilstandið færi að halla í 500 milljónir þegar upp verður stað- ið. Nú um þessar mundir eru þing- menn svo að ræða um og geta reynd- ar ekki komið sér alveg saman um 500 milljóna þjóðargjöf til landsmanna af þessu tilefni. Af þeim fréttum sem borist hafa eru þeir að ræða um að þetta verði til fræðslu og kynning- ar á og um kristni og kristnitökuna. Sennilega veitir ekki af að fræða og kenna um kristilegt hugarfar og væri ágætt að byrja á hæstvirtu Alþingi. Ég get ekki skilið hvaða hvatir lágu að baki því að fyrrgreind lög voru svo áríðandi og þurftu slíka forgangsmeðferð á Alþingi. Af hverju voru ekki um leið af- numin skattfríðindi fólks í utanríkis- Öryrkjar Það verður aldrei friður eða þjóðarsátt í þessu landi, segir Arnór Pétursson, ef slíkur tekjuafgangur verður ekki notaður m.a. til að hækka verulega og bæta kjör öryrkja. þjónustu, starfsmanna hjá Samein- uðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum? Áf hverju var ekki um leið lækkað vörugjald á eldsneyti á bifreiðar svo þeir tekjulægri nytu kjarabóta líka? Þegar svo slíkt er gert á sama tíma og m.a. frumvarp til laga um að afnema tekjutengingu hjóna vegna útreiknings tekjutryggingar fæst ekki einu sinni tekið til þinglegrar umræðu skilur maður hvorki upp né niður í alþingismönnum. í a.m.k. tveimur viðamiklum, vönduðum og marktækum skoðana- könnunum kom fram að meirihluti landsmanna er þeirrar skoðunar að bæta þurfi kjör öryrkja og íslend- ingar eru meira að segja tilbúnir til að taka á sig hærri skatta til að standa undir slíku. Þrátt fyrir það haga ákveðnir valdamiklir menn sér líkt og strút- urinn, þegar málefni öryrkja koma til umræðu, þeir stinga hausnum í sandinn og hlusta ekki, sumir reka hann svo öðru hvoru upp og hrópa eitthvað í þessa veru: „Bull, vitleysa Arnór Pétursson og áróður!“ Aðrir þegja þunnu hljóði. Svo ætla þeir menn, sem svona hafa staðið að málum á Alþingi, með lögum að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaganna. Er hægt að treysta þeim til að gera það á viðun- andi hátt? Sjálfsbjörg mun aldrei samþykkja þær breytingar nema tryggt verði að réttarstaða fatlaðra verði enn betri en hún er í dag. Jafnframt því sem nægilegt fjármagn verði tryggt til að sveitarfélögin geti sinnt þeim verkefnum sem þeim verður falið í lögunum. Ingibjörg Pálmadóttir, trygginga- málaráðherra, hefur a.m.k. tvisvar óskað eftir „þjóðarsátt" í þessum málum við litlar eða engar undir- tektir. Það er kjarni málsins, henni verð- ur að koma á og það á að vera auð- velt ef vilji er fyrir hendi hjá forystu- mönnum ríkisstjórnarflokkanna. Það væri verðugur minnisvarði um 1000 ára kristnihald á íslandi. Henni verður samt ekki komið á nema fulltrúar öryrkja komi að því borði með fullan tillögu- og samn- ingsrétt. Umræðunni um kjör öryrkja á Al- þingi undanfarið hefur oftast verið snúið upp í ómerkilegt karp milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég frábið mér slíka umræðu og Sjálfs- björg mun aldrei taka þátt í slíkum málflutningi. Það ríkir góðæri í landinu þótt stjórnvöld hafi reynt að draga úr tali um það. Nýlega var upplýst að væntingar í ríkisfjármálum fæni langt fram úr björjnstu áætlunum og að ríkissjóður mundi skila 28 milljörðum í tekjuafgang á þessu ári. Það verður aldrei friður eða þjóðarsátt í þessu landi ef slíkur tekjuafgangur verður ekki notaður m.a. til að hækka verulega og bæta kjör öryrkja. Sérstaklega þegar litið er til þess að ,jeppaforstjórunum“ hafa þegar verið færðar umtalsverð- ar kjarabætur. Það þarf ekki lengur að gera kannanir eða rannsaka frekar kjör öryrkja. Það liggur fyrir margkann- að, rannsakað og rökstutt að þau verður að lagfæra svo að ísland sé það réttláta og siðmenntaða þjóðfé- lag sem við öll viljum að það sé. Vilji er allt sem þarf. Geta forsætisráðherra, utanrikis- ráðherra og biskup gengið með hreina samvisku til kristnihátíðar á Þingvöllum ef ekki hafa verið efnd marggefin loforð um leiðréttingai' á kjörum öryrkja? Finnst þeim í lagi að allt þetta fjármagn fari úr ríkissjóði til að halda kristnihátíð í tvo daga á Þing- völlum án þess að öryrkjar fái sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum? Finnst þeim í lagi að „banka/for- stjórum" séu færðar 350 til 400 milljónir vegna kaupa á jeppum og dýrum bifreiðum án þess að svipuð upphæð fari til að leiðrétta kjör öryrkja? Að lokum í anda Kristnihátíðar: „Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulu þér og þeim gjöra.“ Er einhver vilji hjá þessum herra- mönnum að gjöra þannig? Hötundur er formaður Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra. .Oðkaupsveislur—útlsamkomur—skemmlanir—tónleikar—sýnlngar—kynningor ogfl.ogtl.ogll. 1X5 ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar eggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. skipuleggja Trygt Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2 Einnig: Borð, stólar, tjaldgóll og tjaldhltarar. skátum ó heimoveili slmi 562 1390 • fax 552 6377 • bii@scout.is BAÐSTOFAN BÆJARLIND 14, SlMI 564 57 OO * , * ’ ‘ / - *—2 ÞITT FE Maestro HVARSEM t ' -- 5 -^r ÞÚ ERT URKL/EÐNING Kynntu þér ELGO múrklæðningu Traust íslensk múrefni * 9 w Sisa°197s áður en þú ákueður annað ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. Á verði við allra hœfi tar á ný og eldri húsn X/arist eftirlíkingar Leitið tilboða! Sl steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Simi 567 2777 — Fax 567 2718 ELGO MURKLÆÐhllNGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem NORDEST NT Build G6, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.