Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kjaradeila Sleipnis og SA í hörðum hnút eftir viðræðuslit um helgina
Segja Sleipnismenn
krefjast 70% hækkunar
Bifreiðasljórar segjast fara fram á
36,8% hækkun byrjunarlauna
KJARADEILA Bifreiðastjórafé-
lagsins Sleipnis og Samtaka at-
vinnulífsins (SA) er í hörðum hnút
eftir að upp úr viðræðum slitnaði sl.
laugardagskvöld. Ekki hefur verið
boðað til annars sáttafundar hjá rík-
issáttasemjara. Óskar Stefánsson,
formaður Sleipnis, heldur því fram
að kjaradeilan snúist aðeins um
nokkrar krónur en forsvarsmenn
SA segja samningstilboð Sleipnis,
sem tekist var á um á laugardag,
fela í sér tæplega 50% launahækkun
við undirskrift og tæp 70% á samn-
ingstímanum.
„Verkfallið heldur bara áfram,“
segir Óskar. Hann segir að full sam-
staða sé meðal Sleipnismanna í
verkfallinu.
„Við erum að tala um tiltölulega
fáar krónur. Mér finnst það ekki
snúast um margar kónur að hækka
[byrjunarlaun] úr tæplega 80 þús-
undum í rúmlega 90 þúsund, en það
getur vel verið að þeim ilnnist það
vera há prósenta. Við gerum líka ráð
fyrir að byrjunarlaunin endi í rétt
rúmiega 100 þúsund kr. í mars 2004
þar sem við erum þama að bjóða
fjögurra ára samning. Það þýðir að
við eram að fara fram á hækkun
byrjunarlauna um 36,8% á samn-
ingstímanum. Okkur finnst það vera
fáar krónur í hækkun á þessum ára-
fjölda en sáttasemjari mat það svo
og lét hafa eftir sér að honum fynd-
ist bera mjög mikið í milli,“ sagði
Óskar.
ingstíma, sem yrði til ársloka 2004.
„Það er alveg ljóst að við erum búnir
að teygja okkur mjög langt til að
reyna að ná samningum miðað við
þær viðmiðanir sem við höfum í öðr-
um samningum," segir Ari.
„Það blasir við að kröfurnar sem
beint er að okkur fela í sér að kostn-
aðarbreytingin af samningum við
Sleipni yrði meira en þreföld sú nið-
urstaða sem varð í samningum við
almennt launafóik,“ segir hann.
„Eins og við höfum margsinnis
lýst yfir munu fyrirtæki innan okkar
raða ekki geta ráðið við það að við
göngum til samninga á grundvelli
kröfugerðar sem nú er uppi sem fel-
ur í sér 50% hækkun launakostnaðar
við undirritun og 70% á samnings-
tímanum. Það eru einfaldlega kostn-
aðarbreytingar sem fyrirtækin ráða
ekki við,“ segir Ari ennfremur.
Hann sagði að samningaferillinn
hafi einkennst af óvenjulegri óbil-
gú-ni af hálfu Sleipnis. Atvinnurek-
endur séu komnir á þá skoðun að
Sleipnir hafi alltaf gert ráð fyrir að
kjarasamningarnir yrðu gerðir í
verkfalli og félagið hafi beinlínis
stefnt að því að koma á verkfalli á
háannatímanum í ferðaþjónustunni.
Sleipnir hefur á undanförnum
dögum náð samningum við fimm
fólksflutningafyrirtæki sem ekki
eru í Samtökum atvinnulífsins en
þau eru Guðmundur Tyrfingsson
hf., Vestfjarðaleið, Hópferðabílar
Bergs, Hópferðabílar Kristgeirs og
Hópferðabílar Suðurlands.
„Þessi fyrirtæki féllust á þær til-
lögur sem Samtök atvinnulífsins
hafa aftur á móti sagt að þýddu að
þeirra umbjóðendur færu allir á
hausinn ef skrifað væri undir. Það
hlýtur að vera mjög misjafn rekstur
á þessum fyrirtækjum fyrst þau fyr-
irtæki sem við höfum verið að semja
við geta staðist þetta en hinir ekki,“
sagði Óskar Stefánsson.
Ari Edwald segir að forsendur
þessara fyrirtækja séu allt aðrar en
hjá þeim fyrirtækjum sem Samtök
atvinnulífsins semja fyrir. „Hjá
þessum fyrirtækjum starfa ekki
nema örfáir Sleipnismenn. Þetta eru
almennt talað fyrirtæki sem byggja
á sumarvertíðinni og hafa ákaflega
litla starfsemi yfir vetrartímann.
Þeirra starfsemi er því með allt öðru
sniði en t.d. Kynnisferða sem hefur
40 bílstjóra, sem eru allir félags-
menn í Sleipni, og hjá Hagvögnum -
Hópbílum, sem eru með um 50
Sleipnismenn, og hafa nokkuð jöfn
umsvif árið um kring. Þar koma
þessar kostnaðarhækkanir fram af
fullum þunga og þess vegna geta
þau alls ekki gengist inn á slíkan
samning, þótt eitthvert fyrirtæki,
sem er að bæta við sig lausamönnum
og rekur kannski starfsemi í þrjá
mánuði á ári, geti gert það, með
kannski 1 til 3 Sleipnismenn í vinnu.
Þetta samkomulag hefur hverfandi
áhrif á rekstur slíks fyrirtækis, enda
er þessi samningagerð og kynning á
henni auðvitað fyrst og fremst ein-
hvers konar áróðurstæki af hálfu
Sleipnis, en hefur ekki efnislega
þýðingu fyrir þá deilu sem við stönd-
um í við þá,“ segir Ari.
Hafna beiðni uin undanþágu
á kristnitökuhátíð
Enn eru 120-130 félagsmenn í
Sleipni í verkfalli. Verkfallsnefnd
Sleipnis hefur hafnað beiðni kristni-
hátíðamefndar um undanþágu frá
verkfallinu meðan á kristnihátíð á
Þingvöllum stendur yfir. Óskar seg-
ir að verkfallsnefnd hafi fyrii'
nokkru ákveðið að hafna öllum und-
anþágubeiðnum. Verkfall Sleipnis-
manna hefur nú staðið frá 8. júní.
Ibúðar-
hús brann
til kaldra
kola
NÝTT íbúðarhús í Sælingsdals-
tungu bann til kaldra kola aðfara-
nótt sl. sunnudags. Ungt par hafði
nýlega lokið við að byggja húsið,
sem var 120 fermetra timburhús,
og höfðu þau flutt inn í það fyrir
rámum mánuði. Enginn var í hús-
inu þegar eldurinn kom upp um
klukkan fjögur um nóttina.
Slökkviliðið í Búðardal kom á
staðinn og slökkti eldinn en húsið
er talið gjörónýtt. Að sögn lög-
reglunnar í Búðardal missti unga
fólkið allt sitt í brunanum. Ekki er
vitað um eldsupptök.
-----LM-------
Þyrla sótti
slasaðan
ökumann
BÍLSTJÓRI fólksbifreiðar slasað-
ist talsvert er bifreið hans fór út af
Ólafsvíkurvegi við Álftá á laugar-
dag. Var honum ekið í Borgarnes
en þangað sótti þyrla Landhelgis-
gæslunnar hann og flutti hann á
slysadeild Landspítalans - há-
skólasjúkrahúss í Reykjavík.
Að sögn lögreglunnai’ í Borgar-
nesi er talið að maðurinn hafi sofn-
að undir stýri með þeim afleiðing-
um að bifreiðin fór út af veginum
og valt. Stöðvaðist hún á toppnum
og er talin gjörónýt.
íslenska skútan Besta fyrst frá Paimpol til Reykjavíkur
Besta siglir inn í Reykjavíkurhöfn.
Atvinnurekendur buðu 22-34%
hækkanir á samningstímanum
„Það kemur fram í sundurliðaðri
greiningu okkar á áhrifum einstakra
kostnaðarliða að kostnaðurinn við að
skrifa undir kröfugerð Sleipnis er
48,8% við undirritun og 69,2% á
samningstímanum,“ segir Ari
Edwald, framkvæmdastjóri SA.
í samningstilboði SA frá því á
laugardag um breytingar á launa-
töxtum felst frá 9% til 15,5% hækk-
un launa í upphafi samningstímans
og 22% til 34% launahækkun á
samningstímanum, skv. upplýsing-
um Ara.
Ari bendir á að í samningum SA
við aðildarfélög VMSÍ hafi falist
hækkun lægstu taxta í upphafi í 84
þús. til 100 þúsund en í tilboði at-
vinnurekenda til Sleipnis hækki
lægsti taxti við undirritun í rámlega
88 þúsund og efsti taxti í rámar 105
þúsund krónur.
Að mati SA felur samningstilboð
þeirra í heild í sér tæplega 24%
aukningu heildarkostnaðar á samn-
Veðjuðu rétt
á lægðir
og vinda
Morgunblaðið/Þorkell
Áhöfn Bestu fagnaði gríðarlega
þegar komið var til Reykjavíkur.
jiuOf-
iiuiili flU*J V
JOO
fUl,U*
Fegursta borg heims frá kr. 99.800
Óviðjafnanlegt þúsaldartækifæri
sími 562 0400
Cltnefnd í alþjóðasamtökin Mi&epmaw
EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK VfSA
Fyrír frábærar feröir
SEGLSKÚTAN Besta varð fyrst til hafnar í Reykjavík
í alþjóðlegu siglingakeppninni milli Paimpol í Frakk-
landi og Reykjavíkur. Þar með er keppnin hálfnuð, en
nú á skútan eftir að sigla seinni legg keppninnar, aftur
til Paimpol.
Besta sigldi aðra leið en hinar skúturnar í keppninni
og var um tíma í næstsíðasta sæti af ellefu skútum.
Þegar á reyndi veðjuðu Bestumenn hins vegar rétt á
lægðir og vinda og um helgina fengu þeir heldur betur
vind í seglin. Þakkaði áhöfnin það góðum veðurupplýs-
ingum, en Besta fær reglulega upplýsingar frá Veð-
urstofu fslands meðan aðrir keppendur eru í sambandi
við erlendar veðurstöðvar.
Um hádegið í gær kom íslenska skútan fyrst til hafn-
ar, um hálftima á undan frönsku skútunni Grav’linga.
Franska skútan heldur þó að öllum líkindum fyrsta
sætinu, því í keppninni gildir ákveðið forgjafarkerfi
sem jafnar leikinn á milli ólíkra tegunda af skútum.
Þar sem Grav’linga hefur minni seglafiöt en Besta eru
forgjafarstigin þeim frönsku í hag.
Engan bilbug var þó að finna á Baldvini Björgvins-
syni, skipsljóra á Bestu, og sagði hann þegar Grav’-
linga kom til hafnar, að enn væri bara hálfleikur og
nægur tími til að ná forystunni á ný. Sagði Baldvin að
áhöfnin á frönsku skútumú væri þaulvön úthafssigl-
ingum en eins og kunnugt er er áhöfn Bestu fyrsta ís-
lenska áhöfnin til að taka þátt í slíkri keppni.
Sagði Baldvin að mjög líklegt væri að Besta fengi
heppilegri vind á leiðinni aftur til Frakklands en hún
hefur fengið hingað til og þá gæfist betra tækifæri til
aðjafnaleikinn.
Besta lenti í erfiðum aðstæðum þegar komið var inn
á Faxaflóann í gænnorgun, fékk ýmist mótvind eða
logn og telur Baldvin að Frakkarnir hafi grætt á því að
sigla nær landi en Besta gerði. Tapaðist því niður sú
forysta sem Besta háfði náð í keppninni, en um tíma
var hún um 40 sjómflum á undan þeim frönsku.
Aðspurður um það, hvort það væri ekki hálfgert
klúður að Iáta taka sig svona í eigin landhelgi sagði
Baldvin að f þetta skipti yrði hann að kenna náttúru-
öfhmum um. Stundum félli vindurinn manni í vil og
stundum ekki og íþetta sinn hefðu Frakkarnir verið
heppnari.
Keppnin er aðeins hálfnuð, en staða Bestu mjög góð
fýrir seinni legginn. Gert er ráð fyrir að skúturnar
leggi af stað í seinni hlutann frá Reykjavík 5. júlí nk.
en það ræðst þó af því hvenær síðustu bátar koma til
landsins.
FERÐASKRIFSTOFAN
t-RP PRIMAf
HEIMSKLUBBUR INGÓLFS
m