Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 18
18 ÞRIÐ JUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Söffusyninff um galdraöldina opnuð í erömlu kaupfélaffspakkhúsunum á Hólmavík
O«Z C2 Q I J.C2 J Q J.
Morgunblaðið/Golli
Jón Jónsson þjóðfræðingur frá Steindal átti hugmyndina að galdrasýningu á Ströndum.
Hér er hann við uppvakninginn sem sýningargestir þurfa að ganga í kringum.
Morgunblaðið/Golli
Galdrasýningin var opnuð með því að Sigurður Atlason framkvæmdastjóri bauð Sturlu
Böðvarssyni samgönguráðherra og Hallgerði Gunnarsdóttur, konu hans, til sýningar.
Galdra til
sín ferðafólk
Sögusýning um galdraöldina sem opnuð hefur verið á
Hólmavík er fyrsti liður í uppbyggingu galdrasýningar
á fjórum stöðum á Ströndum. Með þessu eru Stranda-
menn að reyna að galdra til sín ferðafólk. Helgi Bjarna-
son var viðstaddur opnunina og ræddi við hugmynda-
fræðinginn, Jón Jónsson þjóðfræðing.
HUGMYNDIN að efna til sögusýn-
ingar um galdraöldina kom fyrst
fram fyrir fimm árum, þegar Jón
Jónsson þjóðfræðingur frá Steina-
dal skilaði skýrslu um verkefni sem hann
vann með styrk frá Nýsköpunarsjóði náms-
manna. Verkefnið fólst í athugun á því hvem-
ig best væri að tengja þjóðfræði og sögu við
ferðaþjónustu í Strandasýslu og hugmyndin
um galdrasýninguna var aðeins ein af mörg-
um sem þar var vakin athygli á.
Hugmyndin þróaðist áfram, meðal annars
fyrir tilstuðlan héraðsnefndar Strandamanna
og í lok síðasta árs stofnuðu áhugamenn um
málið sjálfseignarstofnunina Strandagaldur
ásamt héraðsnefnd. Jón Jónsson er formaður
stjórnar.
Byggt upp á ljórum stöðum
Uppbygging galdrasýningar á Ströndum
sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
opnaði á Hólmavík síðastliðinn föstudag með
þeirri ósk að allt gengi sem best, þrátt fyrir
galdrana, er fyrsti liðurinn í víðtækara verk-
efni. Ætlunin er að byggja sýninguna upp á
fjórum stöðum á Ströndum. A Brú eða Borð-
eyri í Hrútafirði verður lögð áhersla á yfir-
völd og almúgann, á Hólmavík er nú þegar
komið sögulegt yfirlit yfir galdraöldina, í torf-
húsi í Bjarnarfirði verður fjallað um búand-
karlakukl og í Trékyllisvík verða tekin til um-
fjöllunar galdramálin sem þar komu upp við
upphaf galdraaldar þegar þrír menn voru
brenndir árið 1654.
Jón Jónsson vonast til að hægt verði að
ráðast í næsta áfanga, byggingu torfhússins
við Laugarhól í Bjarnarfirði, á næstunni og
opna þann hluta sýningarinnar á næsta
sumri. Hann leggur áherslu á að ekki verði
byggt vandað torfhús, áhugi sé á að láta það
líkjast gömlum og lélegum torfhúsum, helst í
útihúsastíl. Segir Jón að búandkarlakuklið sé
uppistaðan í íslenska kuklinu, ólíkt því sem
var annars staðar í Evrópu, menn hafi ein-
ungis notað það til að létta sér lífið við bú-
skap og daglegt líf.
Hugmyndin með því að byggja safnið upp á
fjórum stöðum er að fólk geti haft heimsóknir
á sýningarnar sem fastan punkt í ferð um
sýsluna. í sögusýningunni um galdraöldina,
sem komin er upp á Hólmavík, sést að yfir
tuttugu menn hafa verið brenndir vegna
galdra hér á landi og að Vestfirðingar urðu
langverst úti í þeim.
„Strandamenn eiga miklar þjóðsögur um
galdramenn og það hefur loðað við Stranda-
menn eins og Homstrendinga og Amfirðinga
að þeir kunni meira fyrir sér en aðrir.
Strandamenn hafa aldrei skammast sín fyrir
þennan þátt í sögu sinni, hafa frekar verið
upp með sér,“ segir Jón þegar hann er spurð-
ur um ástæðu þess að þetta efni var valið.
Tilgangur sýninganna er að laða að ferðafólk
og segir Jón vitað að fólki þyki galdrarnir
spennandi og þeir séu auk þess þekktir víða
um heim. Því telji þeir að sýning af þessu
tagi muni draga fólk að héraðinu.
„Þama fundum við þátt í okkar eigin
menningararfi sem við getum notað til að
auka gæði þeirrar þjónustu sem við veitum
ferðafólki og um leið að styrkja byggð og efla
atvinnulíf á svæðinu,“ segir Jón. Spurður að
því hvaða erindi umfjöllun um galdraöldina
eigi til nútímafólks segir Jón að fólki finnist
galdraofsóknirnar spennandi eins og allar of-
sóknir. „En þetta er einnig saga sem við ætt-
um að skoða vandlega og læra af. Ef við
skoðum einungis jákvæða þætti sögunnar
getum við ekki lært af henni. Þannig á þetta
erindi við nútímann. Þá má einnig nefna að
við stundum enn hermigaldur af ýmsu tagi,
notum lækningajurtir og náttúrusteina,“ seg-
ir Jón.
Allt þurfti að útbúa
Strandagaldur lét endurgera gamalt pakk-
hús Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólma-
vík. í helmingi hússins hefur nú verið sett
upp sýning, Galdrasýning á Ströndum, og
fyrirhugað er að stækka sýningarplássið síð-
ar. Sögð er saga galdraaldarinnar á Islandi
með textum og leikmyndum og utan við húsið
er galdragarður þar sem finna má lækninga-
jurtir og fleira og þar er mögulegt að vera
með uppákomur sem tengjast efni safnsins.
Ami Páll Jóhannsson hannaði sýninguna
og leikmyndafyrirtækið Potemkin útbjó leik-
munina, meðal annai-s nábrók, tilbera og upp-
vakning. Þá er tölva í sýningarrýminu og þar
geta gestir skoðað í gagnagrunni frekari upp;
lýsingar um galdramál 17. aldarinnar. I
gagnagrunninum er hluti af þeim gögnum
sem Jón, Magnús Rafnsson bókmenntafræð-
ingur á Bakka og félagar þeirra hafa safnað
með rannsóknum sínum á undanförnum ár-
um.
Jón kveðst ánægður með niðurstöðuna.
„Við lögðum okkur fram við að vanda til sýn-
ingarinnar og það kostar alltaf mikið að gera
hlutina vel,“ segir Jón. Hann segir að ekkert
hafi verið til af munum og því hafi þurft að
útbúa allt frá grunni. Hins vegar hafi eftir
rannsóknir þeirra legið fyrir lýsingar á ýms-
um munum, fengnar upp úr dómum, og því
væri vinnan við leikmunina byggð á góðum
grunni.
Fengist hafa styrkir til uppbyggingar sýn-
ingarinnar, meðal annars frá ríkinu, Byggða-
stofnun, Framleiðnisjóði, einstaklingum og
fyrirtækjum. Hugmyndin er að fjármagna
uppbygginguna með styrkjum en að aðgangs-
eyrir og tekjur af sölu standi undir rekstrin-
um.
Var vel þess virði
Síðustu dagana fyrir opnun sýningarinnar
var mikið álag á þeim mönnum sem unnu
mest að henni og lítið var sofið síðustu næt-
urnar. „Já, fullkomlega, það er frábærlega
skemmtilegt að standa í þessu,“ segir Jón
þegar hann er spurður að því hvort útkoman
sé erfiðsins virði.
„Ég hef fulla trú á því að markmiðið með
þessu náist, að Strandir verði áhugaverðari
viðkomustaður ferðafólks og afkoma ferða-
þjónustunnar batni og að fleiri störf skapist
fyrir unga fólkið. Ég er mjög ánægður með
sýninguna og tel að fólk muni muna eftir
heimsókn hingað og tala um upplifun sína,“
segir Jón Jónsson.
Sýningin verður opin í sumar, alla daga
vikunnar frá 13:30 til 21.
Göngudeild fyrir
sykursjúka opnuð
á Suðurnesjum
Keflavík - Göngudeild fyrir syk-
ursjúka hefur verið opnuð í
Reykjanesbæ. Deildin er í Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja og
verður opin alla þriðjudaga.
Ragnar Gunnarsson, sérfræðing-
ur í heimilislækningum, mun
stýra deildinni en hann hefur
kynnt sér sérstaklega sjúkdóminn
og meðferð hans í Þýskalandi.
Fram kom er göngudeildin var
formlega opnuð að sykursýki
væri ólæknandi sjúkdómur og að
þeir einstaklingar sem hann
fengju yrðu sjálfir að hjálpa til að
vinna gegn sjúkdómnum og fylgi-
kvillum hans undir handleiðslu
lækna og annars fagfólks.
Ástráður B. Hreiðarsson, lækn-
ir við göngudeild Landspítalans,
sagði við þetta tækifæri að hann
fagnaði þessu framtaki Suður-
nesjamanna. Sykursýki væri ört
vaxandi sjúkdómur sem líkt væri
við farsótt. Nú væri áætlað að um
130 milljónir manna væru með
sykursýki og gert væri ráð fyrir
að á næstu tíu árum yrði fjöldinn
um 230 milljónir.
Kostnaður við meðferð hans
væri mikill og allar fyrirbyggj-
andi aðferðir og meðferð sjúk-
dómsins á byijunarstigum væru
því mikilvægt skref í rétta átt.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Læknamir Ástráður B. Hreiðarsson við göngudeild Landspftalans,
Ragnar Gunnarsson og Kristmundur Ásmundsson lækningaforsljóri,
læknar við Heilbrigðisstofnun Suðumesja, töluðu við þetta tækifæri
og lýstu ánægju sinni með þetta framtak.