Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐ JUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 21
Hásætið
kemur á
markað
HÁSÆTIÐ frá Giraffe heitir ný ís-
lensk vara sem hefur nú verið tek-
in til kynningar og sölu í Sjón-
varpsmarkaðinum. Lárus Jón
Guðmundsson hannaði Hásætið,
sem er uppblásið sæti, ætlað til að
auðvelda fullorðnum að bera börn
á háhesti.
Lárus sendi hugmyndina að Há-
sætinu inn í hugmyndasamkeppn-
ina Snjallræði ’97, sem Iðntækni-
stofnun stóð fyrir ásamt Ný-
sköpunarsjóði. Þar var hugmyndin
valin úr 90 umsóknum og hlaut
styrk, alls 2,1 milljón króna, frá
Nýsköpunarsjóði. Þar að auki
veitti sjóðurinn 3,2 milljóna króna
víkjandi lán í apríl síðastliðnum.
Samtals nemur því kostnaður
vegna vöruþróunar Hásætisins 5,3
milljónum.
Mikil vinna iiggur að baki
Lárus segir að mikil vinna Iiggi
að baki þvi að breyta hugmyndinni
i áþreifanlega vöru, en frá upphafi
hefur vinnuframlag hans numið
750 klukkustundum. Hann hefur
stofnað fyrirtæki um hugmyndina,
Giraffe á íslandi ehf. Alþjóðleg
einkaleyfisumsókn hefur verið lögð
inn og nær hún til 136 landa, en
fyrir liggur að hugmyndin er
einkaleyfishæf. Undirritaður hefur
verið samningur um sölu- og
dreifirétt á íslandi og 19 Evrópu-
löndum við Sjónvarpsmarkaðinn á
Islandi, og undirbúningur er
hafinn að markaðssetningu og sölu
í Bandaríkjunum, Kanada og
Mexíkó.
Morgunblaðið/Ásdís
Lárus Jón Guðmundsson, sjúkra-
þjálfari og hönnuður Hásætisins frá
Giraffe. Hann fékk hugmyndina
fyrir þremur árum þegar hann var
að bera dóttur sína á háhesti.
Lárus, sem er menntaður
sjúkraþjálfari, segist hafa fengið
hugmyndina þegar hann var að
bera dóttur sína á hásæti. Þegar
barn er borið á hásæti er þyngdar-
punktur þess fyrir aftan líkama
hins fullorðna og því verður það að
ríghalda í höfuð eða háls hans. Með
Hásætinu færist þyngdarpunktur-
inn yfir líkama hins fullorðna og
því þarf barnið ekki að halda
dauðahaldi í hann.
Að sögn Lárusar hafa undirtekt-
ir verið góðar. „Þeir sem hafa próf-
að vöruna eru hæstánægðir. Hvort
almenningur tekur Hásætinu jafn
vel á eftir að koma í ljós, en það
skýrist á næstu vikum,“ segir
hann.
Gera má ráS fyrir aS öll ný skuldabréf verði í framtíSinni
rafrænt skrá& hjá Ver&bréfaskráningu Islands en útgefendur
eldri skuldabréfaflokka geta tekiS ákvörðun um að skrá
þá rafrænt. Skráningin fer þannig fram að eigendur
skuldabréfa í pappírsformi skila bréfunum til viðskiptabanka
síns eða verðbréfafyrirtækis sem stofnar reikning hjá
Verðbréfaskráningu (ef hann er ekki til fyrir) og færir bréfin
inn á reikninginn. Skuldabréfin eru þar með rafrænt skráð
og pappírsbréfin ógild.
Skuldabréf í pappírsformi halda gildi sínu þar til eigendur
þeirra láta skrá þau rafrænt.
Verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og aðrir aðilar á
fjármagnsmarkaði veita nánari upplýsingar um rafræna
skráningu skuldabréfa.
Rafræn skráning verbbréfa
- augljós ávinningur, engin fyrirhöfn,
VERÐBRJEFASKRANING ISLANDS HF
The I celandic S ecurities D epository Itd.
Hufoafhvo!! Tryggvagöfu 11 • Simi 540 5500 • www.vetdbrelaskraning.is
f 9) >'■, j i d í ■
Mm,Ém
'Wt
Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000
Furuvöllum 5 • Akureyri • Simi 461 5000
Tæknival
Fujitsu Siemens sameinar kosti glæsilegrar hönnunar,
áreiðanleika og vinnsluhraða. Veldu Fujitsu Siemens
ef gæði, hraði og öryggi gagna skiptir máli.
Það er ekki aó ástæðulausu að Fujitsu Siemens eru
einhveijar mest seldu tölvur í heiminum í dag og þær
eru á ótrúlega hagstæðu verði.
Fujitsu Siemens - óbeislað afl sem stendur uppúr!
FUJITSU
SIEMENS
COMPUTERS