Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ HELMUT Kohl, fyri-verandi kanzlari Þýzkalands, mun síð- ar í vikunni bera vitni fyrir sérskipaðri nefnd þýzka þingsins, sem hefur það hlutverk að rannsaka hvort tengsl hafi verið milli leyni- legra greiðslna til Kristilega demókrataflokksins, CDU, og ákvarðana ríkisstjórnar Kohls. Greindu lögræðingar Kohls frá því í gær, að hann myndi flytja fyrir rannsókn- arnefndinni klukkustundar langt erindi, þar sem hann myndi tæpa á „öllum þáttum sem rannsóknina varða“. Þó er óvíst að hann tjái sig um nýjustu fullyrðingar fjölmiðla um að skjölum hafi markvisst verið eytt í ráðuneyti hans eftir kosningaósigur CDU haustið 1998. Nader í for- setaframboð RALPH Nader, þekktur mál- svari hagsmuna neytenda í Bandaríkj- unum, var á sunnudag formlega útnefndur forseta- frambjóð- andi banda- ríska græningja- flokksins, Green Party. Sagði Nader flokkinn og framboð sitt standa fyrir gildi sem meirihluti kjósenda væri fylgjandi, svo sem sanngjarnan markaðsbúskap, hreint umhverfi og almenni- lega heilbrigðisþjónustu. Kona af indíánaættum, Win- ona LaDuke, var valin vara- forsetaefni flokksins. Meiri afgangur BANDARÍSK stjórnvöld hafa uppfært spá sína um rekstr- arafgang bandaríska alríkis- sjóðsins á næstu tíu árum. Gerir stjórnin nú ráð fyrir að samtals verði tekjuafgangur- inn 1.870 milljarðar banda- ríkjadala, andvirði um 144.000 miiljarða króna. í fjárlagafrumvarpinu, sem Bill Clinton forseti lagði fram í febrúar, var gert ráð fyrir að tekjuafgangurinn á sama tímabili yrði um 746 milljarð- ar dala. Þýðir þetta, að sögn ónafngreinds embættismanns í Hvíta húsinu, að hægt yrði að greiða upp erlendar skuld- ir Bandaríkjanna árið 2012, ári fyrr en fyrri útreikningar gerðu ráð fyrir. Indverskt tunglfar? INDVERSKA geimvísinda- stofnunin (ISRO) er að vinna að því að senda ómannað geimfar til tunglsins, eftir því sem fullyrt er í vikuritinu India Today í gær. Sagt er að stefnt sé að því að leiðangur- inn verði að veruleika í síð- asta lagi árið 2005. Er reiknað með því að verkefnið muni kosta um 3,5 milljarða rúpía, andvirði rúm- lega 6 milljarða króna. Stofn- unin hefur nokkra reynslu af að senda gervihnetti á braut um jörðu. Ralph Nader _____ERLENT___________ Fjórum gíslum sleppt á Fídjíeyjum Reuters Lavenia Padarath, til vinstri, og Marieta Rigamoto, fyrrverandi ráð- herrar á Fídjíeyjum, ræddu í gær um fangavistina í þinghúsinu. Suva á Fídjícjjum. Reuters, AP. GISLAR, sem látnir voru lausir á Fídjíeyjum á sunnudag, eftir að hafa verið í haldi í rúman mánuð, sögðust í gær hafa sætt góðri með- ferð en vistin í þinghúsi eyjanna hefði reynt á tilfinningarnar og skipst hefðu á ótti og von. I gær voru enn 27 gíslar í haldi uppreisnarmanna undir forystu Georges Speights og samningavið- ræður um lausn þeirra voru í hnút. Gíslarnir er látnir voru lausir á sunnudag voru fjórar konur. Uppreisnarmenn og herstjórnin á Fídjí höfðu á föstudag lýst því yfir að samkomulag hefði náðst um að allir gíslarnir yrðu látnir lausir. Talsmaður hersins sagði í gær að uppreisnarmennirnir hefðu lagt fram nýja kröfu á síðustu stundu um að þeir fengju að útnefna nýj- an forsætisráðherra landsins og hefði það gert samkomulagið að engu. Tvær kvennanna, sem látnar voru lausar á sunnudag, voru ráð- herrar í ríkisstjórn Mahendras Chaudrys en forsætisráðherrann fyrrverandi er meðal þeirra sem enn er haldið í gíslingu. Uppreisn- armennirnir hafa krafist þess að stjórnarskrá landsins verði breytt og eyjaskeggjum af indverskum uppruna meinað að taka nokkurn tíma sæti í ríkisstjórn. Marieta Rigamoto, ein kvennanna er sleppt var á sunnudag, sagði frá því að þegar uppreisnarmennirnir hefðu ráðist inn í þinghúsið og hneppt fólk þar í gíslingu hefðu þeir hand- járnað alla karlmenn og ætlað að gera hið sama við konur. Þá hefði Speight sjálfur skorist í leikinn og bannað að konur yrðu handjárnað- ar. Konurnar fjórar voru ekki fyrstu gíslarnir sem látnir hafa verið lausir. Fimm öðrum hafði áð- ur verið sleppt af ýmsum ástæð- um, m.a. nokkrum körlum. Tíu dögum eftir að uppreisnar- mennirnir tóku þinghúsið tók her- inn völdin á eyjunum og í gær sögðu yfirmenn hersins að þeir væru reiðubúnir til að sitja að völdum í allt að tvö ár ef upp- reisnarmenn vildu ekki hefja aftur viðræður um lausn gíslanna. Ánægja með niðurstöður eftirlitsferða á N-írlandi Lundúnum. Reuters. MARTTI Ahtisaari og Cyril Ram- aphosa sem gegna stöðum óháðra eftirlitsmanna með afvopnun Irska lýðveldishersins (IRA) sögðu í gær að þeir hefðu verið fullvissaðir um að afvopnun á Norður-írlandi gengi eðlilega fyrir sig. I skýrslu frá þeim sagði að þeim hefði verið sýnt mikið magn vopna í eigu IRA og þ. á m. hefði verið sprengiefni. Sagði enn fremur að þeir hefðu gengið úr skugga um að vopnin væru í öruggri geymslu og yrðu ekki notuð án vitneskju þeirra. Ahtisaari og Ramaphosa áttu fund með Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og greindu honum frá niðurstöðum rannsókna sinna. Eftir fundinn sagði Blair að með störfum eftirlitsmannanna hefðu verið „stigin veigamikil skref í átt að varanlegum friði“. Þótt enn bæri nokkuð í milli á pólitískum vettvangi hefðu framtíðarhorfur friðarferlis- ins aldrei verið eins góðar og nú. í skýrslunni sagði að allri fyrir- grennslan hefði verið svarað með fullnægjandi hætti og til stæði að halda eftirliti áfram með reglu- bundnum hætti. ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 26 Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara ArifliiiCk Tcnm MHFJ11 iff'i rje'iifg Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Aðsendar greinar á Netinu vg>mbl.is _ALLTA/= 6/7T//IÓ4Ð A/ÝTT Leit Allir ábyrgir sportveiöimenn og hálendis ferðamenn hafa öryggistæki með í túrinn m.a. til að vera í sambandi og koma í veg fyrir útkall leitarflokka. NMT slminn er eitt þessara öryggistækja. Þú þarft ekki að leita lengi að rétta símtækinu. TILBOÐ í JÚNÍ OG JÚLÍ: NOKIA NMT B40, 34.900 kr. stgr. Ath.: í júní og júlí er ekkert stofngjald í NMT farsímakerfinu. NOKIA NMT 640 uppfyllir allar kröfur sportveiðimanna, hann er lítill og léttur og býður upp á ótal aðgerðir sem koma sér vel á heiðum uppi. Sömu aukahlutir og fyrir vinsælu NOKIA GSM símana. 1+ . Hafæknj Ármúla 26 • Síml 588 5000 Umboðsmenn um land allt Haföu samband Aðeins 195 grömm með öllul Stærð aðeins 136x47x30 mm Rafhlaða með 80 klst. í bið, 90 mín. tali íslensk valmynd Vasareiknlr Dagbðk Vekjaraklukka IMOKIA ».!*........................... Connecting People Fjðrir leikir o.fl. er lokið að...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.