Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
HELMUT Kohl, fyri-verandi
kanzlari Þýzkalands, mun síð-
ar í vikunni bera vitni fyrir
sérskipaðri nefnd þýzka
þingsins, sem hefur það
hlutverk að rannsaka hvort
tengsl hafi verið milli leyni-
legra greiðslna til Kristilega
demókrataflokksins, CDU, og
ákvarðana ríkisstjórnar
Kohls. Greindu lögræðingar
Kohls frá því í gær, að hann
myndi flytja fyrir rannsókn-
arnefndinni klukkustundar
langt erindi, þar sem hann
myndi tæpa á „öllum þáttum
sem rannsóknina varða“. Þó
er óvíst að hann tjái sig um
nýjustu fullyrðingar fjölmiðla
um að skjölum hafi markvisst
verið eytt í ráðuneyti hans
eftir kosningaósigur CDU
haustið 1998.
Nader í for-
setaframboð
RALPH Nader, þekktur mál-
svari hagsmuna neytenda í
Bandaríkj-
unum, var á
sunnudag
formlega
útnefndur
forseta-
frambjóð-
andi banda-
ríska
græningja-
flokksins,
Green
Party. Sagði Nader flokkinn
og framboð sitt standa fyrir
gildi sem meirihluti kjósenda
væri fylgjandi, svo sem
sanngjarnan markaðsbúskap,
hreint umhverfi og almenni-
lega heilbrigðisþjónustu.
Kona af indíánaættum, Win-
ona LaDuke, var valin vara-
forsetaefni flokksins.
Meiri
afgangur
BANDARÍSK stjórnvöld hafa
uppfært spá sína um rekstr-
arafgang bandaríska alríkis-
sjóðsins á næstu tíu árum.
Gerir stjórnin nú ráð fyrir að
samtals verði tekjuafgangur-
inn 1.870 milljarðar banda-
ríkjadala, andvirði um
144.000 miiljarða króna. í
fjárlagafrumvarpinu, sem Bill
Clinton forseti lagði fram í
febrúar, var gert ráð fyrir að
tekjuafgangurinn á sama
tímabili yrði um 746 milljarð-
ar dala. Þýðir þetta, að sögn
ónafngreinds embættismanns
í Hvíta húsinu, að hægt yrði
að greiða upp erlendar skuld-
ir Bandaríkjanna árið 2012,
ári fyrr en fyrri útreikningar
gerðu ráð fyrir.
Indverskt
tunglfar?
INDVERSKA geimvísinda-
stofnunin (ISRO) er að vinna
að því að senda ómannað
geimfar til tunglsins, eftir því
sem fullyrt er í vikuritinu
India Today í gær. Sagt er að
stefnt sé að því að leiðangur-
inn verði að veruleika í síð-
asta lagi árið 2005.
Er reiknað með því að
verkefnið muni kosta um 3,5
milljarða rúpía, andvirði rúm-
lega 6 milljarða króna. Stofn-
unin hefur nokkra reynslu af
að senda gervihnetti á braut
um jörðu.
Ralph Nader
_____ERLENT___________
Fjórum gíslum
sleppt á Fídjíeyjum
Reuters
Lavenia Padarath, til vinstri, og Marieta Rigamoto, fyrrverandi ráð-
herrar á Fídjíeyjum, ræddu í gær um fangavistina í þinghúsinu.
Suva á Fídjícjjum. Reuters, AP.
GISLAR, sem látnir voru lausir á
Fídjíeyjum á sunnudag, eftir að
hafa verið í haldi í rúman mánuð,
sögðust í gær hafa sætt góðri með-
ferð en vistin í þinghúsi eyjanna
hefði reynt á tilfinningarnar og
skipst hefðu á ótti og von.
I gær voru enn 27 gíslar í haldi
uppreisnarmanna undir forystu
Georges Speights og samningavið-
ræður um lausn þeirra voru í hnút.
Gíslarnir er látnir voru lausir á
sunnudag voru fjórar konur.
Uppreisnarmenn og herstjórnin
á Fídjí höfðu á föstudag lýst því
yfir að samkomulag hefði náðst um
að allir gíslarnir yrðu látnir lausir.
Talsmaður hersins sagði í gær að
uppreisnarmennirnir hefðu lagt
fram nýja kröfu á síðustu stundu
um að þeir fengju að útnefna nýj-
an forsætisráðherra landsins og
hefði það gert samkomulagið að
engu.
Tvær kvennanna, sem látnar
voru lausar á sunnudag, voru ráð-
herrar í ríkisstjórn Mahendras
Chaudrys en forsætisráðherrann
fyrrverandi er meðal þeirra sem
enn er haldið í gíslingu. Uppreisn-
armennirnir hafa krafist þess að
stjórnarskrá landsins verði breytt
og eyjaskeggjum af indverskum
uppruna meinað að taka nokkurn
tíma sæti í ríkisstjórn. Marieta
Rigamoto, ein kvennanna er sleppt
var á sunnudag, sagði frá því að
þegar uppreisnarmennirnir hefðu
ráðist inn í þinghúsið og hneppt
fólk þar í gíslingu hefðu þeir hand-
járnað alla karlmenn og ætlað að
gera hið sama við konur. Þá hefði
Speight sjálfur skorist í leikinn og
bannað að konur yrðu handjárnað-
ar.
Konurnar fjórar voru ekki
fyrstu gíslarnir sem látnir hafa
verið lausir. Fimm öðrum hafði áð-
ur verið sleppt af ýmsum ástæð-
um, m.a. nokkrum körlum.
Tíu dögum eftir að uppreisnar-
mennirnir tóku þinghúsið tók her-
inn völdin á eyjunum og í gær
sögðu yfirmenn hersins að þeir
væru reiðubúnir til að sitja að
völdum í allt að tvö ár ef upp-
reisnarmenn vildu ekki hefja aftur
viðræður um lausn gíslanna.
Ánægja með niðurstöður
eftirlitsferða á N-írlandi
Lundúnum. Reuters.
MARTTI Ahtisaari og Cyril Ram-
aphosa sem gegna stöðum óháðra
eftirlitsmanna með afvopnun Irska
lýðveldishersins (IRA) sögðu í gær
að þeir hefðu verið fullvissaðir um
að afvopnun á Norður-írlandi gengi
eðlilega fyrir sig.
I skýrslu frá þeim sagði að þeim
hefði verið sýnt mikið magn vopna í
eigu IRA og þ. á m. hefði verið
sprengiefni. Sagði enn fremur að
þeir hefðu gengið úr skugga um að
vopnin væru í öruggri geymslu og
yrðu ekki notuð án vitneskju þeirra.
Ahtisaari og Ramaphosa áttu
fund með Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, og greindu honum
frá niðurstöðum rannsókna sinna.
Eftir fundinn sagði Blair að með
störfum eftirlitsmannanna hefðu
verið „stigin veigamikil skref í átt
að varanlegum friði“. Þótt enn bæri
nokkuð í milli á pólitískum vettvangi
hefðu framtíðarhorfur friðarferlis-
ins aldrei verið eins góðar og nú.
í skýrslunni sagði að allri fyrir-
grennslan hefði verið svarað með
fullnægjandi hætti og til stæði að
halda eftirliti áfram með reglu-
bundnum hætti.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 26
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif.
Tvívirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö - Sænsk gæðavara
ArifliiiCk
Tcnm
MHFJ11 iff'i rje'iifg
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is
Aðsendar greinar á Netinu
vg>mbl.is
_ALLTA/= 6/7T//IÓ4Ð A/ÝTT
Leit
Allir ábyrgir sportveiöimenn og hálendis ferðamenn
hafa öryggistæki með í túrinn m.a. til að vera
í sambandi og koma í veg fyrir útkall leitarflokka.
NMT slminn er eitt þessara öryggistækja.
Þú þarft ekki að leita lengi að rétta símtækinu.
TILBOÐ í JÚNÍ OG JÚLÍ:
NOKIA NMT B40, 34.900 kr. stgr.
Ath.: í júní og júlí er ekkert stofngjald í NMT farsímakerfinu.
NOKIA NMT 640 uppfyllir allar kröfur sportveiðimanna,
hann er lítill og léttur og býður upp á ótal aðgerðir sem
koma sér vel á heiðum uppi. Sömu aukahlutir og fyrir
vinsælu NOKIA GSM símana.
1+ .
Hafæknj
Ármúla 26 • Síml 588 5000
Umboðsmenn um land allt
Haföu samband
Aðeins 195 grömm með öllul
Stærð aðeins 136x47x30 mm
Rafhlaða með 80 klst. í bið,
90 mín. tali
íslensk valmynd
Vasareiknlr
Dagbðk
Vekjaraklukka
IMOKIA ».!*...........................
Connecting People Fjðrir leikir o.fl.
er lokið að...