Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 27

Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 27 Caravaggio í vondum félagsskap KVIKMYIVDIR II e g n b o g i n n ORDINARY DECENT CRIMINAL ★ ‘/2 Leikstjóri Thaddeus O’Sullivan. Handritshöfundur Gerard Stem- bridge. Tónskáld Damon Albarn. Kvikmyndatökustjóri Andrew Dunn. Aðalleikendur Kevin Spacey, Linda Fiorentino, Peter Mullan, Stephen Dillane. Lengd 90 mín. Framleiðandi Ivon/Miramax. Irsk. Árgerð 2000. ÞEIR, sem sáu Hershöfðingja Johns Boormans, kannast sjálfsagt lítillega við efnisþráðinn í þessu írska glæpagríni. Spyrja sig sjálfsagt hver sé tilgangurinn. Ordinary Decent Criminal, mis- lukkuð mynd í flesta staði, byggir greinilega á sömu persónunni, írska glæpaforingjanum Martin Cahill. Að þessu sinni nefnist hann Michael Lynch (Kevin Spacey), er galvaskur glæpamaður í Dublin, sem hefur meiri ánægju af því að skilja lögregluna eftir ráðalausa og niðurlægða en innbyrða ránsfeng- inn í glæfralegum innbrotum og bankaránum fyrir framan nefið á borgurum og löggæslu. Engu máli virðist skipta hvert Lynch stefnir með sitt glæpahyski, þeir stela öllu, alltaf, alls staðar. Söguþráður sem þessi verður fljótt hvimleiður og ekki til að bæta hlutina að Spacey, sá annars trausti leikari, er allsendis óspenn- andi í hlutverki eins konar írsks Hróa hattar - sem man að vísu ekki eftir fátækum. írskan klæðir hann ekkert of vel og stórleikarinn nánast aumkunarverður þegar hann er að skottast um byggðir og ból írlands á vélhjóli sínu með fá- víslega grímu fyrir niðurandlitinu. Annar, bandarískur gæðaleikari, Linda Fiorentino, er ámóta úti á þekju í hlutverki eiginkonunnar sem deilir Lynch með Lisu (Helen Baxtendale) systur sinni. Engu að síður virkar þessi þríhyrningur vita náttúrulaus, gjörsneyddur erótík og tilfinningum. Áfram sniglast myndin í hverri ránsferðinni á eftir annarri án þess að nokkuð bitastætt sé í raun að gerast. Handritshöfundurinn og leikstjórinn bíta svo höfuðið af skömminni með því að blanda mál- verki eftir ítalska listmálarann Caravaggio inn í delluna. Slík ger- semi er vitaskuld ekki metin til fjár og samsamast illa lágkúrunni. Jafnvel eftirprentunin á skilið sómasamlegri trakteringar. Ef þið viljið forvitnast um Ca- hill, þá sjáið myndina hans Boorm- ans með Brendan Gleeson og Jon Voight. Sæbjörn Valdimarsson UTSALA - UTSALA Otrúlega lágt verð 40-60% afsláttur Hetst í dag Dæmi um verð Áður Nú Bouclépeysa 4.300 1.700 Bómullarpeysa 5.800 2.900 Bolur m/blúndu 1.900 1.100 Dömuskyrta 3.600 1.900 Siffonjakki 3.100 1.900 Sítt pils 2.700 1.600 Síður kjóll 4.400 2.600 Dömubuxur 3.700 2.200 Hippabuxur 2.700 1.600 Herraskyrta 3.200 1.900 Herrapólóbolur 2.900 1.700 og margt, margt fleira... Einnig stórar stærðir allt að nr. 52 Opið frá kl. 10.00 tU 18.00 friendfex Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Aðsendar greinar á Netinu ^mbl.is -<\LLTAf= erTTH\SAT> NÝTT Fyrir aðeins Í9.048 a manuði* verður Mazti(i 323 S hinn híll ABS hemlalaesivörn TCS spólvörn Útvarp, geislaspilari og fjórir hátalarar Framsætisbak sem breyta má í hentugt borb Upphitabir og rafstýrbir hlibarspeglar Þriggja ára eba 100.000 km ábyrgb ( Maztla 323 S Skúlagötu 59, slmi 540 5400 www.raesir.is isafjörður; Bilatangi ehf. Akurtyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bilasalan Fcll Sclfoss: Bctri bllasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæöi Muggs Akrancs: Bilás Keflavik: Bilasala Keflavikur Hornafjöröur: Vélsmiöja Hornafjaröar *Mazda 323 S. Verö 1.530.000 kr. Meðalgreiösla á mánuði m.v. 09.06.2000, 500.000 útborgun/uppítaka, bllalán I 84 mánuði, 8% vexti og 4% verðbólgu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.